Morgunblaðið - 14.10.1956, Síða 15
SunnuéTagur 14. okt. 1956
MORCUNBLAÐIÐ
15
IFYRRAVOR var ég viðstaddur
setningu hinnar árlegu tón-
listarhátíðar í Vínarborg. Athöfn-
in fór fram undir berum himni
fyrir framan ráðhús borgarinnar,
og voru þar saman komnar þús-
undir manna. Rétt áður en at-
höfnin hófst, gengur til sætis á
næsta bekk fyrir framan mig
maður, sem þegar í stað vakti
athygli mína. Þetta var mjög
gamall maður, lágvaxinn og nokk
uð lotinn, dökkur yfirlitum og
bar þess glögg einkenni, að hann
mundi vera af kynflokki Gyð-
inga. Og á samri stundu þóttist
ég vita með fullri vissu, hver
þessi maður væri, þótt ég hefði
aldrei séð hann áður, ekki einu
sinni á mynd.
BORG MIKILLA MINNINGA
Engin borg geymir eins ríkar
minningar um mikilmenni tón-
listóu-sögunnar og Vínarborg. Allt
frá dögum Haydns og Mozarts og
fram um síðustu aldamót var hún
háborg tónlistarinnar £ Evrópu,
og minjanna um þá glæstu tíma
hefir verið gætt af stolti og trú-
mennsku, þótt margt þeirra færi
forgörðum í eyðileggingu síðari
heimsstyrjaldarinnar. f þröngri
og skuggalegri götu á bak við
Stefánskirkjuna stendur enn hús
ið, þar sem Mozart samdi „Brúð-
kaup Fígarós“, og í herbergjum
hans þar er nú Mozart-safn.
Haydn keypti á efri árum sínum
hús í útborginni Mariahilf,
byggði hæð ofan á það og bjó'þar
síðan með skylduliði sínu til
dauðadags. Þetta hús stendur
einnig og geymir Haydn-safn, en
Mariahilferstrasse, stígurinn, sem
áður tengdi þorp og borg, er orð-
in ein fjölfarnasta og glæsileg-
asta gata Vínar. Þá eru einnig
milli 20 og 30 hús, þar sem Beet-
hoven bjó, — hann var sjaldan
lengi á hverjum stað. Enn eru
hús, sem tengd eru minningu
Schuberts, Brahms, Bruckners og
Hugo Wolf, og mætti svo lengi
telja.
ÞÖGULT MÁL
Þessir staðir allir og þeir hlutir
sem þar eru geymdir, tala sínu
máli, og andrúmsloft þeirra getur
haft þau áhrif á hrifnæman gest,
að honum finnist hann vera horf-
inn langt aftur í tímann. En mál
þeirra er þögult, og misjafnt,
hvernig gengur að skilja það.
Það hefir mörgum myndum
verið brugðið upp frá tónlistar-
borginni Vín í rituðu máli. Af
þeim skrifum, sem ég þekki um
það efni, hafa mér fundizt einna
skýrastar og skemmtilegastar
æskuminningar tónlistargagn-
rýnandans Max Graf. Hann fædd
ist í Vín 1873, byrjaði ritferil
sinn með dótpi um áttundu sin-
fóníu Bruckners, þegar hún var
flutt í fyrsta sinn, klarinett-
kvintettinn eftir Brahms og
„'Spænsku söngbók" Hugo Wolfs.
STRÍÐIÐ UM WAGNER
Þegar Graf var ungur maður,
í kring um 1890, voru þeir Jo-
hannes Brahms og Anton Bruckn-
er enn í tölu lifenda, Richard
Wagner var látinn fyrir fáum
árum, en stríðið um hann og verk
hans hvergi nærri á enda kljáð.
Hugo Wolf, sönglagahöfundurinn
mikli, var í blóma lífsins.
Höfuðandstæðingur Wagners
var Vínar-gagnrýnandinn Edu-
ard Hanslick, og hélt hann fram
merki Brahms á móti þeim
Wagners-mönnum. Mesti sin-
fóníuhöfundur í flokki Wagners
var Bruckner, og þyrmdi Hans-
lick honum í engu. Er trúlegt, að
Bruckner eigi það ekki sízt Hans-
lick að gjalda, að hann hefir ekki
enn í dag notið þeirrar viður-
kenningar, sem hann er makleg-
ur, svo merkilegt tónskáld sem
hann er. Max Graf var nemandi
Bruckners, og hefir manna bezt
lýst þessum „snillingi með barns-
hjartað". Mun það ekki sízt hafa
verið fyrir óbein áhrif frá
Bruckner, að Graf ákvað að ger-
ast gagnrýnandi, til þess, eins og
hann sjálfur kemst að orði, „að
auka skilning á verkum hinna
miklu meistara samtíðarinnar."
- ÚR HEIMI TÓNLISTARINNAR
Hlaupið yfir hálfa úld
eða á slóðum Mozarts í Salzburg.
Ég hafði talað við mann, sem
hafði verið nemandi Bruckners
og hlýtt á fjórðu sinfóníu Brahms
þegar hún var flutt í fyrsta sinn,
— mann, sem meira að segja
hafði átt í blaðadeilum við Edu-
ard Hanslick! Það var eins og
bilið milli þessara horfnu snill-
inga og nútímans hefði á svip-
stundu stytzt um meira en hálfa
öld.
J. Þ.
BRAHMS, RICHTER,
BRUCKNER
Af þessum mönnum og fleiri
hefir Graf brugðið upp skyndi-
myndum:
„Fyrir augum þess, sem gekk
um hinar fögru götur Vínar á
þessum árum (fyrir aldamótin),
var tónlistarsagan að gerast á
hverju götuhorni. Það var sam-
tímasaga og gömul saga í senn,
lifandi saga og gamlar minning-
ar, allt ofið saman. Sá, sem gekk
um Hringbrautina (Ringstrasse)
gat, er minnst varði, mætt þar
Johannesi Brahms, þrekvöxnum,
herðabreiðum miðstéttarmanni
með sítt skegg eins og háskóla-
kénnari. Hann gekk hægt og sett-
lega frá íbúð sinni þar í nágrenn-
inu, dálítið vaggandi í göngulag-
inu, og hafði allt á hornum sér,
jafnt við vini sína sem andstæð-
inga.
Hans Richter, hljómsveitar-
stjórinn, sem einkum er frægur
fyrir meðferð sína á verkum
Wagners, sást þar einnig oft,
mikilfenglegur maður, tignarleg-
ur eins og gömul eik, með stór
blá augu eins og germanskur guð.
Innan um glettið og léttúðugt
heldra fólk borgarinnar gat stund
um að líta undarlegan mann;
hann tók ofan listamannshatt
sinn með talsverðum tilburðum,
andlit hans var ellilegt og hárið
snöggklippt eins og á gömlum
bónda. Hann var klæddur stór-
treyju úr grófu vaðmáli og víð-
um buxum, sem lögðust í felling-
ar eins og fílsfætur. Þessi maður
var Anton Bruckner. Hann var
hlátursefni öllum Vínarbúum.
JOHAN STRAUSS, HANSLICK
Aðeins eitt af hinum miklu tón-
skáldum fór aldrei fótgangandi
um götur Vínarborgar; hann lét
aka sér um Hringbrautina í
skrautvagni. Hann var glæsilega
búinn, en ekki alveg samkvæmt
nýjustu tízku. Barðastór lista-
mannshattur skyggði á fölt and-
lit, litað vangaskegg og brenn-
andi, svört, austræn augu. Þeg-
ar hann ók fram hjá, hló skemmti
göngufólkið glaðlega og kallaðist
á: „Sjáið þið! Johan Strauss." —
En þegar þar bar að gamlan
mann með stórt arnarnef, hvítt
skegg og bogið bak, þá tóku allir
ofan. Þar fór Eduard Hanslick.
MENN EINS OG VIÐ HINIR
Allir þessir miklu tónsnillingar
voru hluti af Vínarborg sjálfri.
Þeir höfðu þá ekki enn öðlazt
sess á bekkjum tónlistarsögunn-
ar, og fræðimenn höfðu ekki rit-
að ævisögur þeirra. Þeir voru lif-
andi menn eins og við sjálfir.
Þeir skrifuðu á strikaðan nótna-
pappír, sem var keyptur í sömu
ritfangaverzluninni og við skipt-
um við. Anton Bruckner og Hugo
Wolf voru nágrannar okkar í
stæðunum í hljómleikasölunum.
Brahms sat að sjálfsögðu í stúku
leikhússstjórans, alvörugefinn og
virðulegur. En að tónleikum
loknum var ekki ólíklegt, að við
rækjumst á hann á veitingastað,
þar sem hann sat með vinum sín-
um, rauður í andliti með glas af
freyðandi Pilsener bjór fyrir
framan sig. Og ef bjórinn var
ekki nógu kaldur, þegar hann
kom, sendi Brahms hann nöldr-
andi til baka. Það gat hitzt svo
á, að hinum megin í stofunni
sætu Anton Bruckner og vinir
hans. Hann leit öðru hverju
laumulega og með tortryggni yfir
að borði Brahms, en Brahms leit
til baka með engu minni tor-
tryggni og hreytti út úr sér ill-
kvittnislegum athugasemdum.“
Sinfóníuhljámsveitin frá
Boston í Rússlandi
FAGNANDI mannfjöldi tók á
móti Sinfóníuhljómsveitinni frá
Boston, þegar hún kom til Len-
ingrad í fyrri viku, enda var hér
um fágætan viðburð að ræða:
Þetta er í fyrsta skipti, sem
hljómsveit frá Vesturlöndum
heimsækir Ráðstjórnarríkin. Að-
göngumiðaverð var hátt, að
minnsta kosti miðað við okkar
mælikvarða (h. u. b. 50—160 ísl.
kr. og margfalt hærra á „svört-
um markaði"), en þó var hvert
sæti skipað í hinum mikla Phil-
harmoníusal Leningradborgar.
Auk þess var tónleikunum út-
tvarpað. Charles Múnch stjórn-
aði hljómsveitinni og leikin var
„Eroica“ sinfónían eftir Beet-
hoven, sjötta sinfónían eftir
Walter Piston (Bandaríkjatón-
skáld) og „Daphnis og Chloe"
svíta nr. 2 eftir Ravel. Fagnað-
arlátunum linnti ekki fyrr en
hljómsveitin lék aukalag, „Læri-
svein galdrameistarans" eftir
franska tónskáldið Dukas. — í
vikulokin fór hljómsveitin til
Moskvu og flutti þar sömu efnis-
skrá. Meðal aðdáenda hennar
þar var fiðluleikarinn David
Oistrakh, sem sjálfur vakti
feiknaaðdáun í Bandaríkjunum
ekki alls fyrir löngu, og tón-
skáldin Shostakovich, Kabal-
evsky og Khachaturian. Hinn
síðastnefndi er sagður hafa látið
álit sitt í ljós með þessum orð-
um: „Dásamlegt, dásamlegt!"
II. VÉLSTJÖRA
vantar á dieseltogara.
Uppl. í síma 1645, Akureyri.
TENGILIÐUR FORTÍÐAR
OG NÚTÍÐAR
Freistandi væri, að taka hér
upp fleiri kafla úr ritum Max
Graf, en rúm leyfir það ekki.
Gamli maðurinn er enn í fullu
fjöri og skrifar að staðaldri í
blöð og tímarit í Vín og víðar um
heim, þótt hann sé nú kominn á
níræðisaldur. Og það reyndist
rétt, sem mig hafði grunað, —
öldungurinn þeldökki, sem tók
sæti fyrir framan mig frammi
fyrir ráðhúsinu í Vín, reyndist
vera þessi tengiliður fortíðar og
nútíðar, einn af fáum núlifandi
mönnum sem sjálfur hefir lifað
alla tónlistarþróun síðustu 60—70
ára. Svo viss var ég um það fyrir
fram, að sá væri maðurinn, að ég
gat ekki stillt mig um að ávarpa
hann, að athöfninni lokinni, og
fékk þá sönnur á þessu. Ég gat
sagt honum, að ég hefði þýtt og
lesið í útvarp á íslandi kafla úr
ritum hans. Hafði hann gaman
af því, og áttum við tal saman
góða stund. Áhrifin af samtalinu
við hann fundust mér líkust
þeim, sem ég varð stundum fyrir
í vistarverum snillinganna í Vín,
Sú fjórða í röðinni
Tvær konur, sem ráku verzlun
í nánd við mestu tónleikahöll
New York-borgar, Carnegie Hall,
höfðu leyft að setja tónleikaaug-
lýsingar í búðarglugga sinn, og
var þeim í launaskyni boðið á
sinfóníutónleika. Þær urðu sein-
ar fyrir og komust ekki í sæti sín
fyrr en eftir forleikinn, sem var
fyrst á efnisskránni. Þær spurðu
sessunaut sinn, hvað kæmi næst,
og fengu það svar, að það væri
fjórða sinfónían eftir Brahms.
„Ég sagði þér að við værum orðn-
ar of seinar“, sagði önnur konan,
—• „þarna erum við búnar að
missa af þremur sinfóníum!“
30 tonn af útbúnaði
BALLETT Konunglega leikhúss-
ins í Kaupmannahöfn heimsækir
á næstunni Metropolitan-óper-
una í New York, og stendur und-
irbúningur fararinnar nú sem
hæst. Um síðustu helgi var
„fylgifé" ballettflokksins skipað
um borð í „Bolivia", skip Sam-
einaða skipafélagsins — það voru
30 smálestir af leiktjöldum, hús-
gögnum, pöllum, ljósaútbúnaði
og nótum.
Rösk og áreiðanleg
STÚLKA
óskast til skrifstofustarfa hjá stóru fyrirtseki.
Framtíðaratvinna.
Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m. merkt:
Skrifstofustarf — 2353.
Stúlka eða piltur
óskast til skrifstofustarfa. Bókhalds-, reiknings- og vél-
ritunarkunnátta nauðsynleg. — Umsóknir er tilgreini
menntun ,aldur og fyrri störf, sendist afgreiðslu baðsins
merkt: „Skrifstofa —4899“, fyrir mánudagskvöld.
V élritunarstúlka
vantar á skrifstofu ríkisstofnunar. Lysthafendur sendi
nöfn og heimilisföng, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf á afgr. Mbl. merkt: Stundvísi 4890
Viðlegupláss í Grindavík
get ég útvegað góðum línubát á komandi vetrarvertíð.
Gunnar Halldórsson,
sími 81580.
Útgerðarm^nn
Til sölu 13 tonna mótorbátur og trilla. Hvoru tveggja
í ágætu standi. — Hagkvæm kjör.
Uppl. gefur Jón Guðmundsson, símar 1336 og 1246,
Akureyri.