Morgunblaðið - 17.10.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.1956, Blaðsíða 12
22 MORCinvfírAniT> Miðvikudagur 17 oVt 1956 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Bramkv.stj.; Sigfús Jónsson Ritstjóri: úaltýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsso^ Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Askriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands. í iausasölu kr. 1,50 eintakið Afstaðon til togorokanpa iyn og nú UTAN UR HEIMI C LOK síðustu heimsstyrjaldar löfðu Sjálfstæðismenn forystu am það, að þær gjaldeyrisinn- stæður, sem þjóðin hafði eignazt á stríðsárunum erlendis, voru m. a. notaðar til þess að endurnýja togaraflota landsmanna. Þessi ráðstöfun nýsköpunar- cjórnar Ólafs Thors var bæði kynsamleg og nauðsynleg. Tog- arafloti þjóðarinnar var að grotna niður. Skipin voru orðin gömul og úrelt. íslenzkir togarasjómenn höfðu unnið mikið afrek með því að sigla þessum lélegu skipum allt stríðið til Englands. Þeir áttu því vissulega skilið að fá ný og fullkomnari skip. Ákvörðun Ólafs Thors um endurnýjun togaraflot- ans var þess vegna almennt fagn- að, fyrst og fremst af sjómönnum og síðan af öllum hugsaridi mönn- um í landinu. Fyrst er spýta svo er spýta En á þessum árum voru þó til menn, sem töldu togarakaup ný- sköpunarstjórnarinnar hið mesta glapræði. Einn af afturhaldssöm- ustu þingmönnum Framsóknar- flokksins, Skúli Guðmundsson, komst þannig að orði er hann ræddi um hin nýju skip, að fyrst væri spýta svo væri spýta, svo væri spýta upp, svo væri spýta niður og loks væri spýta í kross — þá færi allt í ganginn. En á því væri þó mest hætta, sagði þessi þingmaður glaðhlakkalega, að þessi skip nýsköpunarstjórn- arinnar færu aldrei í ganginn!! Annar þingmaður Framsóknar- flokksins, Eysteinn Jónsson, fór hinum háðulegustu orðum um hin nýju skip og kallaði þau m.a. ,,gums“. Þannig var þá skilningur. Framsóknarmanna í stríðslok- in á nauðsyn þess að fá ís- lenzkum sjómönnum ný og fullkomnari skip og bæta at- vinnuskilyrðin í landinu. Þeir börðust gegn togarakaupunum af offorsi og þrákelkni. Stórkostlegsta atvinnubótin En Framsókn var ekki við völd og Sjálfstæðismenn fram- kvæmdu þá stefnu sína hiklaust og djarflega að kaupa ný og glæsileg botnvörpuskip til lands- ins. Með þeim sigldi nýr tími í höfn á íslandi. Hinum nýju skip- um var dreift meira út til ver- stöðva í hinum ýmsu landshlut- um en áður hafði tíðkazt. Af þeim varð stórkostlegri atvinnu- bót en nokkurri annarri ráðstöf- un, sem gerð hefir verið í at- vinnumálum þjóðarinnar. Það er nú staðreynd, sem öll þjóðin við- urkennir. Þegar þannig er komið, þykjast Framsóknaii.isnn allt- af hafa verið með kaupum nýsköpunartogaranna. — Nú sverja þeir fyrir spýtu- og gumsræður þeirra Skúla og Eysteins. Nú reyna Framsókn- arleiðtogarnir að breiða yf- ir fjandskap sinn við hinn nýja tíma og tækni í útgerðar- málum íslendinga. Frumvarp um togarakaup Ríkisstjórnin hefir nú lagt fyrir Alþingi frumvarp um heimild til skipakaupa, lántöku og sérstakra ráðstafana í útgerðarmálum til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Aðalatriði þess er, að smiðað- ir skuli 15 nýir togarar, og er ríkisstjórninni heimilað að taka allt að 150 milljón króna lán í erlendum gjaldeyri og endurlána það kaupendum togaranna með sömu kjörum og lánið er tekið með erlendis. Er gert ráð fyrir að kaupendur skipanna fái svip- aðan stuðning og þeir aðiljar hlutu, sem keyptu nýsköpunar- togarana á sínum tima. Þá er í frumvarpi þessu gert ráð fyrir að keypt verði allt að sex 150—250 tonna fiskiskip. Er ríkisstjórninni heimilað að taka allt að 15 millj. kr. lán til þessara skipakaupa. Loks er í frumvarpi þessu á- kvæði um, að ríkisstjórninni sé heimilt að setja á stofn sérstaka ríkisútgerð togara í því skyni að þeir leggi afla sinn á land á Vest- ur- Norður- og Austurlandi, sér- staklega á stöðum, þar sem ekki eru fyrir hendi fjárhagslegir möguleikar til þess að kaupa og reka togara, enda sé talið að skortur á atvinnu á þeim stöðum hamli eðlilegum vexti þeirra. Tekið undir tillögur Siálfstæðismanna Með þessu frumvarpi ríkis- stjórnarinnar er í aðalatriðum tekið undir tillögur og frumvörp, sem Sjálfstæðismenn hafa á und- anförnum árum flutt á Alþingi til þess að leysa atvinnuþörf margra byggðarlaga víðs vegar um land. Sjálfstæðismenn geta því fagnað því, að aukinn skilningur ríkir nú, a.m.k. hjá Framsóknarmönn- um, á nauðsyn þess að auka tog- araútgerðina og tryggja þar með bætt atvinnuskilyrði í mörgum byggðarlögum, sem skortir at- vinnutæki til þess að geta notið öryggis um afkomu íbúa sinna. Framsóknarmenn hafa nú loks horfið endanlega frá hinni heimskulegu afstöðu sinni, er þeir mörkuðu þegar Ólafur Thors beitti sér fyrir endurnýjun tog- araflotans í stríðslokin. — Sjálfstæðismenn munu styðja tillögur um kaup og smíði nýrra togara og fiski- skipa til landsins. En vitan- lega er heilbrigður rekstrar- grundvöllur atvinnutækjanna frumskilyrði þess, að hin nýju skip komi að því gagni, sem að er stefnt. Rekstur togar- anna verður að komast á nýj- an og traustari grundvöll. Á því hafa kommúnistar og Al- þýðuflokksmenn vonandi betri skilning nú en þeir hafa haft undanfarin ár, þegar þeir hafa einbeitt kröftum sínum að því að grafa undan öllum heil- brigðum atvinnurekstri í land- inu. ERLEND blöð skýra frá því, að nú standi vonir til, að lausn verði fundin á deilum Breta og íslendinga varðandi fiski- miðin og löndun íslenzkra tog- ara í Bretlandi. Bretar hafa lagt fram tillögur til lausnar, en þær hafa ekki verið kunn- gerðar ennþá. Hins vegar er vitað, að þær fela m.a. í sér takmörkun á sölu islenzks fisks í Bretlandi. — Salan á að fara fram ákveðna mánuði S agnfræðingum og forn leifafræðingum mun koma saman um það, að hinn 24. ágúst árið 79 eftir Krists burð hafi orðið elds- umbrot mikil í Vesuvius á vestur strönd Italíu, skammt sunnan við Neapel. Skammt undan rótum fjallsins er borgin Pompeii — og það var einmitt þá, að Pompeii grófst undir hraunleðju og ösku. Undanfarið hefur verið unnið að rannsóknum á hinum fcrnu rústum Pompeii-borgar, og hafa fornleifafræðingar verið þar að uppgreftri með mikinn skara aðstoðarmanna. Árið 1860 hófust fyrst rannsóknir á rústum hinnar fornu Pompeii — og síðan hefur verið unnið að þeim við og við — og hafa alls fundizt þar 40 lík manna, er létust í eldsumbrotum þeim, er fyrr getur um. Nú á dögunum fundust leifar eins mannsins enn skammt fyrir utan eiginleg mörk borgar- innar. Við getum ímyndað okkur, að lítið er eftir af mannslíkaman- um, er hann hefur legið grafinn í jörðu í hartnær 1900 ár. Jarð- vegurinn, hraunleðja og aska, hefur storknað utan um líkam- ann — og, er hann rotnar smám saman verður eftir hola í jarð- veginum, hola, sem geymir mynd mannsins. U ndanfarna mánuði hafa margs konar „friðar“ og „menningarnefndir" frá Vestur- löndum heimsótt Rússland. Mikill hluti nefndamanna hafa verið eindregnir Moskvukommúnistar, en komið hefur fyrir — og þá sérstaklega seinustu vikurnar — að slæðst hafa með nokkrir, sem ekki hafa verið nátengdir | Moskvu. Margt misjafnt hefur fólk þetta sagt eftir heimkom- I una. „Moskvumenn" telja flest- ir, að austan járntjalds sé hið eilífa sæluríki, en sumir hafa þó orðið sammála milljónum verka- manna í löndum þessum um það, að afkoma manna sé þar ekki góð. Fyrir skömmu ritaði dönsk kona í Ekstrabladet um för sína austur til Rússlands — og var grein sú nokkuð athyglis- verð. Samkvæmt hennar frásögn virðast útlendingar oft ekki sjá annað í Moskvu en marmarahall- ir, súlnagöng og gosbrunna frá Keisaratímabilinu — og er slíkt vissulega ekkert fyrir kommún- istastjórnina að státa af. Kveðst kona þessi hafa fengið nokkurt frjálsræði, og haft tæki- færi til þess að kynna sér vöru- verð almennt. Nefnir hún grein sína „í innkaupaför með rúss- ársins til að koma í veg fyrir samkeppni við brezka togara, og hún á að takiharkast við um 120 millj. króna árlega. Spurningin um fjögra mílna landhelgi íslands, sem er eitt meginatriði deilunnar, verður óútkljáð, þangað til Samein- uðu þjóðirnar hafa lokið við rannsóknir sínar á alþjóðalög- um um landhelgismál. Á það er bent, að íslendingar muni egar fornleifafræðing- ar eru að verki — og reka spaða sinn skyndilega inn í eitthvert holrúm, er engu hróflað, en hins vegar reynt að kanna rúm hols- ins. Ef það reynist ekki mjög mikið, er fljótandi plastvökva neskri húsmóður" — og gefur það nokkuð til kynna um hvað fjallað er. En við skulum sem sé snúa okkur að efninu — og kynnast því hvað þessi danska kona segir um verðlagið í „ríki alþýðunnar.“ Fyrst skýrir hún frá því, að meðallaun verkamanns séu um 1000 rúblur á mánuði. Fyrir þessar 1000 rúblur verður hann vitanlega að fæða og klæða fjölskyldu sína — hvort sem hún er smá eða stór. Hins vegar er ekki fyllilega ljóst á hvern hátt hann fer að því — eða hversu nægjusamt rússneskt alþýðufólk er. lUigbrauð kostar í Moskvu 3 rúblur — og miðað við ísl. verkamannakaup kostar það um 11 krónur. Kílóið af smjöri kostar 14,25 rúblur, og mun það vera óalgengt að keypt sé meira en 100 gr. í einu, vegna þess hve það er dýrt. Allt álegg er jafndýrt og margt enn dýrara — og sem dæmi nefndi konan, að lítil dós með ávaxtamauki kostaði 10 rúblur, og sé mánaðar- kaup rússnesks verkamanns (1000 rúblur) lagt að jöfnu við mán-1 aðarkaup ísl. verkamanns — þá undir engum kringum bULv - hverfa frá fjögra mílna land- helginni, og muni því engir samningar takast nema hún sé viðurkennd. Fulltrúar brezkra togaraeig enda áttu nýlega ráðstefnu við fulltrúa sjávarútvegsmálaráðu neytisins í London og ræddu málið, en um niðurstöður hennar er ekki vitað að svo komnu. hellt í holuna — og, er hann hef- ur storknað er greftinum haldið áfram. Innan skamms kemur lögun hlutarins, sem grafizt hef- ur undir öskunni, í ljós. Með- fylgjandi mynd er af plastmótinu af manninum, er grafið hafði verið frá því. Þetta hefur verið þrekvaxinn maður, hefur senni- lega verið á flótta undan hraun- straumnum, en ekki verið nógu frár á fæti — svo að straumurinn hefur náð honum — og hann graf izt lifandi. ætti dós af ávaxtamauki að kosta tæpar 40 krónur hér miðað við verðlagið í Moskvu. En verðlag mjólkur tekur þó öllu fram — því að lítri af mjólk kostar hvorki meira né minna en 5,40 rúblur. Allt kjötmeti er óhóf- lega dýrt — og kostar kílóið af alifuglakjöti um og yfir 30 rúblur. Danska konan kveður rússne.-k börn áreiðanlega ekki borða of mikið af sælgæti, því að verðlag á allri slíkri munaðarvöru er fram úr hófi, og nefndi hún með- al annars það dæmi, að lítil askja af súkkulaði hefði kostað 234 kr. danskar — og reikni menn þá út hvað það nemur mörgum íslenzk- um krónum . Næst gat hún um fatnað — og kvað það ekkert undarlegt þó að rússneskt alþýðufólk væri illa klætt — og væri þar eflaust ekki eingöngu smekkleysi að kenr.a, því að allt væri á sömu bók- ina lært: Verðlagið væri lygúega hátt. ilussneskt kvenfólk klæðist mestmegnis ullarfatnaði — og má nefna, að barnakjóll kostar 155 rúblur. Bláan baðm- ullarkjól sá kona þessi í verzl- unarglugga. Var kjóllinn mjög einfaldur í sniði og ekkert skreytt ur. Þegar betur var að gáð kost- aði hann hvorki meira né minna en 512,75 rúblur. Nokkuð smekk- legri kjóll, sem var heldur ekki íburðarmikill kostaði 702 rúblur. Kvenhattar voru einnig ákaflega dýrir — og var ekki hægt að fá hattkollu fyrir minna verð en 189 rúblur. Betri hattar kostuðu upp undir 300 rúblur. „Já, það hlýtur að vera ömur- legt hjá rússneskum húsmæðrum að rísa á fætur að morgni dags — og eiga fyrir höndum húsmóð- urstörfin. Vekjaraklukka kostar í Rússlandi 210 rúblur, svo að ég held, að við mundum flestar sofa út“ — endar danska konan grein sína. Takasf samningar með Brefum og íslend ipm! me +J) verzlunarJerÉ úóóneóLrl IníómóÉur í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.