Morgunblaðið - 17.10.1956, Blaðsíða 8
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 17. okt. 1956
Það eru lögbrolin og svikin, sem nu eru réttilegu útulin
SÍÐAN ég flutti mína framsögu-
ræðu um þetta afbrotamál s.l.
fimmtudag hafa nokkrar ræður
verið fluttar af fulltrúum ríkis-
stjórnarflokkanna. En yfirleitt
hafa þeir gefist upp við að koma
með nokkur frambærileg eða
sæmandi varnarrök fyrir kosn-
ingasvikum Hræðslubandalags-
ins. Ég verð þó að segja hér
nokkur orð í tilefni af því er
fram hefir komið hjá þessum
mönnum.
Byrja ég á framsögumanni
meirihluta 1. kjördeildar, þeim
manni sem við verðum hér illu
heilli að kalla: háttvirtan þing-
mann Akureyrarkaupstaðar.
Það er mjög við hæfi, að
stjómarliðið skyldi velja
þenna mann til að verja hér
á Alþingi «11 sín afbrot gegn
stjórnarskrá og kosningalög-
um í síðustu kosningum. Ég
segi svo af því að þessi maður
er sjálfur einn allra sekasti
aðilinn í þessu máli.
En af því að þetta er full-
orðinn maður og lögfræðing-
ur, ætti hann að vita hvað
hann hefir aðhafzt, og mátti
því ætla, að hann hefði það
vakandi blygðunartilfinningu,
að hann forðaðist það öðrum
fremur í þessum sal að taka
til máls við þessar umræður.
Ég ætla nú að segja fáein orð
til þessa manns, meðfram vegna
þess hver saga hans er í síðustu
kosningum. En einkum vegna
þess, að hann lét í ljós mikla
undrun í ræðu sinni á fimmtu-
daginn, út af því, að ég skyldi
leyfa mér að tala hér um lögbrot.
Rétt eins og það sé ákaflega
lítilfjörlegt að tala um svo smá-
vægilega hluti í sambandi við
síðustu alþingiskosningar.
SAMVINNAN ALGER
Við Sjálfstæðismenn höldum
því fram, að samvinnan í Hræðslu
bandalaginu hafi verið svo alger
og náin, að ekki sé annað fært en
skoða það sem einn flokk við
úthlutun uppbótarþingsæta. Und-
ir þetta tóku tveir aðrir flokkar
af fullum krafti í vor, Alþýðu-
bandalagið og Þjóðvarnarflokk-
urinn. Þessu neitar Hræðslu-
bandalagið harðlega. Það segist
vera tveir flokkar áfram, en bara
cinn á meðan á kosningunum
stóð. Það vill annan daginn vera
einn flokkur, hinn daginn tveir
flokkar og hefir nú keypt upp
þingmenn Alþýðubandalagsms til
að samþykkja að það séu tveir
flokkar. Ber því að ræða útkom-
una með hliðsjón af því og sýna
fram á lögbrot þau og óheilindi
sem augljós eru þegar við það er
miðað. Út frá þeirra sjónarmiði
hefir því verið mótmælt hér, að
nokkur af frambjóðendum
Hræðslubandalagsins hafi í síð-
ustu kosningum verið frambjóð-
andi fyrir tvo flokka. Fyrir því
hafa þau ein rök verið færð, að
þess hafi hvergi verið getið í
framboðsyfirlýsingu nokkurra
þessara manna, að þeir væru
frambjóðendur fyrir tvo flokka,
eða fleiri.
Það er vitað og rökstutt með
tilvitnunum í þrjár greinar kosn-
ingalaganna af minni hálfu, að
lögin gera ráð fyrir framboðum
fyrir fleiri en einn flokk. Þau
banna það lögbrot og ákveða
hegninguna fyrir það. En ég
hygg að engum lagasmið hafi
nokkurn tíma komið til hugar, að
svo mikill glópur væri samþykkt
ur í framboð við alþingiskosning
ar, að hann gæfi um það yfirlýs-
ingu fyrirfram í framboði sínu,
að hann byði sig fram fyrir tvo
flokka og væri þar með að brjóta
kosningalögin. Ég hefi heldur
aldrei heyrt þess getið, að þeir
menn sem ætla á öðrum sviðum
að fremja afbrot gegn lögum,
hvort heldur það er þjófnaður,
fölsun, svik eða aðrir klækir,
auglýstu ætlun sína fyrirfram.
Það kann að vera, að þeir sém
betur þekkja sakamálasögurnar
viti um slík dæmi. Ég er ófróður
Svarræða Jóns Pálmasonar um kjörbréiamálið
á því sviði. Hef heldur aldrei
heyrt getið um slíkt. Eins er
þetta með framboðin. Afbrotin
koma fram í verkinu sjálfu. Það
er reynslan sem sannar afbrotið,
en ekki neinar yfirlýsingar um
ákvarðanir fyrirfram.
Ég og niargir aðrir hafa til-
greint hin landskunnu dæmi
um kjöriista beggja flokkanna
í Reykjavík og í Árnessýslu,
þar sem á lista við hlutfalls-
kosningu er raðað saman
mönnum úr tveim flokkum og
þar á meðal alþekktum for-
ystumönnum líka úr þeim
flokki sem ekki er talið að
listinn sé borinn fram fyrir.
Þarna eru sannanirnar um af-
brotið svo augljósar að þær
blasa við augum allrar þjóð-
arinnar.
En tökum næstu dæmin úr
einmenningskjördæmunum t. d.
Akureyri og víðar. Hverjir
skyldu þar vera sannanirnar fyr-
ir því lögbroti, að frambjóðand-
inn er frambjóðandi tveggja
flokka? Þær sannanir liggja líka
nokkuð ljóst fyrir.
1. Sönnun: Flokksféiög tveggja
flokka samþykkja á fundum
hvert hjá sér, að stilla fram
sameiginlegum frambjóðanda
fyrir báða flokkana, þó hann
megi ekki bera heiti neman
annars, svo hægt sé að svíkja
út uppbótarþingsæti á hin at-
kvæðin.
2. Sönnun: Forystumcnn beggja
flokkanna raða sér saman á
meðmælalista hins sameigin-
lega frambjóðenda.
3. Sönnun: Flokksfundir eru
lialdnir til að herða upp kjós-
endur til íylgis við frambjóð-
andann. Einkum í þeim
flokknum, sem maðurinn telst
ekki til.
4. Sönnun: Blöð beggja flokka
skrifa um það viku eftir viku
og dag efíir dag hver nauðsyn
sé að fólkið í báðum flokkum
fylki sér um hinn sameigin-
lega frambjóðanda beggja
flokka. Enginn megi ganga
undan. „Enginn megi svíkja“
eins og áróðursmennirnir ham
ast á. Allir verði að fylgjast
að.
5. Sönnun: Launaðir sendimcnn
eru látnir fara hús úr húsi og
bæ frá bæ. Stundum með
frambjóðandanum. Slundum
án hans, til að tala um fyrir
fólkinu að kjósa mannirii, þó
hann sé úr öðrum fiokki, en
Framsóknarflokknum, eða Al-
þýðuflokltnum, eftir því hver
á í hlut.
C. Sönnun: Á framboðsfundum
flytja helztu áhugamenn heit-
ar ræður til að skora á flokks-
menn, að fylgja nú hinum
tvöfalda frambjóðanda, og
um að gera, að fara ekki til
andsíæðinganna.
7. Sönnun: Atkvæðatölurnar, þeg
ar talið er upp úr kössunum
í lögbrotakjördæmunum,
sanna það svo enginn getur
verið í vafa um það að spiiið
liefir heppnazt.
í mörgum þessum svikakjör-
dæmum voru allar þessar sann-
anir til staðar í síðustu kosning-
um og að talningu lokinni. Brotið
gegn 29. grein kosningalaganna
sannað svo ekki var um að vill-
ast. í öðrum lágu sumar sannan-
imar fyrir en ekki allar.
HVERGI EINS LJÓST
OG Á AKUREYRI
í engu einmenningskjördæmi
var þó sönnunin eins ljós eins
og í Akureyrarbæ. Þar lá það
ljóst fyrir, að kjördæmið var með
lögbrotum svikið af heiðarlegum
og ágætum alþingismanni, Jónasi
Rafnar.
Kosningatölurnar eru örugg
asta sönnunin: 1953 fékk Fram-
sóknarflokkurinn þarna 877 atkv.
en Alþýðuflokkurinn 518 aíkv
Jón Pálmason.
1953 fékk Jónas Rafnar 1400
atkv. Nú 1562. Nú fékk Friðjón
Skarphéðinsson 1579 atkvæði eða
184 atkvæði umfram sameigin-
lega tölu beggja flokka 1953. Hjá
báðum byggðist hækkunin á fólks
fjölgun í bænum vegna samein-
ingar Glerárþorps. Undanfarið
hefir Framsóknarflokkurinn unn
ið á í þessu kjördæmi. Engar lík-
ur til annars en að svo hefði einn-
ig verið nú ef það hefði komið í
ijós með sérkosningu. Sennileg
hlutföll því, að sá flokkur hafi
átt 1000 atkvæði af fylgi hins
nýja þingmanris. En Framsóknar-
flokkurinn var vonlaus um að
fella Jónas Rafnar á löglegan
hátt. Þess vegna var gripið til lög-
brotanna. Sá flokkur er þarna
aðalsakaraðili. En franibjóðand-
inn ber ábyrgðina. Og hún er
miklu þyngri og alvarlegri vegna
þess að maðurinn er bæjarfógeti
í hinu virðulega bæjarfélagi og
á að gæta þar laga og réttar.
Þegar svo þessi herra kemur inn
á Alþingi, þá er hans fyrsta verk,
að ganga fram fyrir allt svika-
félagið til að verja lögbrot sin
og annarra. Óg hann lætur mikla
undrun í ljósi yfir því, að nokk-
ur heiðvirður maður á Alþingi
skuli leyfa sér að tala um lög-
brot.
Þessi maður sem talinn er lög-
fræðingur sýnir um leið svo
dæmalausa vanþekkingu á lög-
um, að halda því fram, að úr-
skurður landskjörstjórnar um
kjörbréf sé endanlegur úrskurð-
ur sem ekki sé hægt að hagga við.
Þegar ég heyrði þetta koma, þá
datt mér í hug: Hefir þessi lög-
fræðingur aldrei lesið kosninga-
lögin? Mér þætti það satt að segja
nærri trúlegast, að þessi og marg
ir aðrir frambjóðendur „Hræðslu j
bandalagsins“ hafi aldrei lesið
kosningalögin. Að minnsta kosti
ekki fyrir kosningar. Þess vegna
hafi þeir látið sér verri menn
leiða sig eins og blindingja út á
þá braut sem þeir hafa farið.
En það ættu þeir að vita, sem
lesið hafa lögin og að minnsta
kosti ættu lögfræðingar, að'vita
það að Alþingi á að úrskurða um
allar kosningar. Það getur líka
ógilt útgefin kjörbréf, þó engin
kæra hafi komið fram, og þó
máiið hafi alls ekki verið tekið
fyrir í landskjörstjórn. Þetta er
meðal annars ákveðið í 142. gr.
kosningalaganna, ef frambjóð-
andi sem nær kosningu hefir brot
ið 29. gr. sömu laga.
Sagan um Akureyrarkosn-
inguna er fjarri því að vera
búin með því sem ég hefi hér
sagt. Viðbótin er meðal ann-
ars sú, að út á hér um bil 1000
Framsóknarflokksatkvæði úr
þessu eina kjördæmi á nú Al-
þýðuflokkurinn að fá uppbót-
arþingsæti „til jöfnunar milli
þingflokka"! Og þessi furðu-
legi þingmaður Akureyrar
sem er dómari í höfuðstað
Norðurlands, hann telur það
„algjört brot á stjórnarskrá
og kosningalögum, brot á við-
urkenndum lýðræðisreglum
og ofbeldi gegn þessum kjós-
endum“ ef Alþýðuflokkurinn
skyldi ekki fá uppbótarsæti út
á atkvæði þessara 1000 kjós-
enda Framsóknarflokksins á
Akureyri og nokkur þiisund
annarra Framsóknarkjósenda.
Akureyrarkosningin er
svartasta dæmið frá síðustu
kosningum, þó mörg önnur
séu ljót.
Að svo er stafar af því, að
þarna var eina dæmið á landinu,
þar sem frambjóðandi nær kosn-
ingu og fellir vinsælan alþingis-
mann með því móti, að yfirgnæf-
andi meirihluti þeirra atkvæða
sem hann fær er bersýnilega frá
öðrum stjórnmálaflokki en þeim,
sem hann telur sig í framboði fyr-
ir. Og það er að vilja og vitund
frambjóðandans, að hinn stærri
flokkur vinnur að því með marg-
víslegum opinberum og leynileg-
um aðferðum, að fá sína kjósend-
ur til að kjósa þenna tvöfalda
frambjóðanda, sem er úr öðrum
flokki en þeim, sem sá kjósenda-
hópur fylgir, sem er miklu stærri
en hinn.
Þó þessi tvöfaldi frambjóðandi
þykist vera einfaldur þá er það
fyrir hann engin aísökun.
Mörg önnur dæmi frá Hræðslu
bandalaginu eru á sömu línunni,
en öll í smærri stíl.
RÖKVEILUR BERNIIARÐS
Næst þykir mér ástæða til að
segja fáein orð útaf ræðu hátt-
virts 1. þ.m. Eyfirð’.nga er hann
flutti á föstudaginn var. Verð ég
að byrja á að geta þess, að það
veldur mér sárum vonbrigðum
og hrygð, að þessi vinur minn,
sem ég tel að öllu eðlisfari virðu-
legan mann og góðan dreng, skuli
leggja sig í það, að verja svo
vondan málstað sem hann hefir
nú gert. Það sannast á honum að
hættulegt er að vera í vondum
félagsskap, og hver dregur nokk-
urn dám af sínum sessunaut. Það
er eins og þessi háttvirti þm. hafi
fallið í trölla hendur og komizt
í álagaham við það að lenda í
þessu rótspilta félagi, sem við
köllum Hræðslubandalag. Sú er
þó bót í máli, að flest af því, sem
hann hefir hér sagt nú er ekki
frá honum sjálfum, heldur endur-
tekning á því sem aðrir honum
verri menn hafa áður haldið
fram.
Öll vörn þessa háttvirta þing-
manns er byggð á því, að öll starf
semi og aðferðir Hræðslubanda-
lagsins séu eins og var hjá banda-
lagi Sjálfstæðisflokksins og
Bændaflokksins fyrir 19 árum.
Ég hef nú í minni fyrri ræðu
sýnt fram á hvílík regin fjar-
stæða þetta er. En ég vil bæta því
við að nefna aðra hlið þessa máls.
Ég var andvígur þessu banda-
lagi forðum eins og háttvirtur
1. þ.m. Eyfirðinga tók fram. En
ég tel það ekki mér sæmandi, að
þræta um það nú hvort einhverj-
ir menn lifandi eða dauðir hafa
framið einhver lögbrot fyrir
19—20 árum. Háttvirtur þing-
maður talaði aðallega um afbrot
framliðinna manna til afsökun-
ar fyrir sitt Hræðslubandalag.
'Setjum svo að einhverjir slíkir
menn hefðu brotið lög fyrir
19—20 árum, sem ég segi ekkert
um, þá væri það engin afsökun
fyrir lögbrotum starfandi stjórn
málamanna nú. Það er langt fyrir
neðan virðingu slíks manns, sem
Bernharð Stefánsson, 1. þ.m.
Eyfirðinga er, að fara niður í þá
for, sem sannar pólitíska spill-
ingu á hæsta stigi, og sem þekkt
er frá sumum hans flokksbræðr-
um. Hún einkennist með þessu:
Ef einhver annar maður hefir
gert rangt, þá er mér frjálst að
gera það líka, hvað langt sem
um er liðið. Ég vona og óska að
vinur minn Bernharð, geti að
fullu hrisst af sér þann álagaham
að fara nokkru sinni aftur inn á
þvílíkar götur.
Hann sagði, þessi sami háttv.
>.m. að ég hafi haldið því fram,
. að sumir frambjóðendur Hræðslu
bandalagsins hafi framið refsi-
vert athæfi. Þetta er rétt. Hitt
er rangt, að ég hafi nokkuð
ymprað á tugthúsvist í því sam-
bandi. Maðurinn veit, að refsing
fyrir brot á 29. grein kosninga-
laganna er samkvæmt 147. gr.
sömu laga, 20—200 kr. sekt. En
kjörbréf sekra þingmanna getur
líka Alþingi ógilt ef því sýnist
KUSU
FRAMSÓKNARÞINGMENN
ALÞÝÐUFLOKKINN?
Þá skal ég geta þess, að hátt-
virtur 1. þ.m. Eyfirðinga talar svo
nú, að ætla má, að hann sem
kjósandi í Akureyrarbæ hafi 24.
júní kosið Alþýðuflokksmanninn
Friðjón Skarphéðinsson. Kann-
ske líka verið hans meðmælandi.
Það sýnir að hann hefir talið
þann frambjóðanda líka fram-
bjóðanda Framsóknarflokksins. í
þessu mundi ekki felast geitt lög-
brot frá háttvirtum þingmanni.
En ég nefni þetta af þvi, að
heldur sýnir það skásett
augu í okkar pólitík ef slíkur
héraðshöfðingi og fulltrúi ey-
firzkra bænda sem Bernharð
Stefánsson er hefur gerzt kjós-
andi Alþýðuflokksforingja á
Akureyri. En þetta mun síður
en svo einsdæmi: Framsóknar
flokknum nú. Hér í Reykja-
vík eru svo sem kunnugt er
búsettir 6 alþingismenn Fram
sóknarflokksins. Hæstv. for-
sætisráðherra Hermann Jón-
asson. Háttv. 1. þm. Skagfirð-
inga Steingrímur Steinþórs-
son, fyrrverandi forsætisráð-
herra. Iláttv. þm. Norður-
Þingeyinga, Gísli Guðmunds-
son. Háttv. 1. þ.m. Norður
Múlasýslu, Páll Zóphóniasson.
Hæstv. fjármáiaráðherra Ey-
steinn Jónsson og háttv. þm.
Barðstrendinga, Sigurvin Ein-
arsson. Vafalaust hafa allir
þessir menn notað sinn at-
kvæðisrétt og fylgt þeirri
reglu sem þeir sjálfir börðust
fyrir. Þeir hafa kosið lista Al-
þýöuflokksins.
Kannske einkum vegna Rann-
veigar. Fyrir því er jafn mikil
vissa, þó kosningin sé leynileg,
eins og fyrir því hvernig þeir
þingmenn og frambjóðendur
lcjósa, sem búsettir eru innan síns
kjördæmis. Samkvæmt þessu
hafa 7 af 17 þingmönnum Fram-
sóknarflokksins kosið Alþýðu-
flokkinn í síðustu kosningum.
Út á þessa 7 þingmenn Fram-
sóknarflokksins og allt þeirra
fólk á nú Alþýðuflokkurinn að
fá uppbótarþingmann til jöfn-
unar milli þingflokka. Og bæjar-
fógetinn á Akureyri mundi dæma
að það væri brot gegn stjórnar-
skránni, kosningalögunum og
öllu lýðræði og ofbeldi við þessa
7 Framsóknarþingmenn ef Al-
þýðuflokkurinn fær ekki upp-
bótarþingmenn út á þá. Senni-
lega hafa líka þessir 6 þ.m. Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík líka
verið meðmælendur að lista Al-
þýðuflokksins. Ég veit það nú
ekk.i En ég mundi bezt treysta
hæstv. menntamálaráðherra,
Gylfa Þ. Gíslasyni, til að upplýsa
það hér hvort hann hefir ekki
haft alla þessa 6 herramenn í
greip sinni sem meðmælendur á
lista Alþýðuflokksins.
En Alþýðuflokkurinn hefir
ekki getað borgað þetta í sömu
mynd, því enginn þingmaður Al-
þýðuflokksins mun hafa kosið
Framsóknarmann. Þeir verða því
að færa greiðsluna í annari mynd.
EINAR OLGEIRSSON
í ÓGÖNGUM
Þá vil ég hér segja örfá orð út
af ræðum háttv. 3. þm. Reykja-
víkur, Einars Olgeirssonar, þó
hann hafi áður fengið all ræki-
legar ádrepur. í þau 19 ár, sem