Morgunblaðið - 17.10.1956, Blaðsíða 9
MiSvIkudagur 17. okt. 1956
MORGWSBLAÐIT
§
ég hefi verið með þessum flóð-
mselska og gáfaða stjórnmálafor-
ingja, hefi ég heyrt hann flytja
hundruð af ræðum. En ég minn-
ist þess ekki, að hann hafi nokkru
sinni komizt áður í slíkar ógöng-
ur og í ræðu sinni út af lögbrot-
um Hræðslubandalagsins s.l.
fimmtudag.
Þetta sýnir og sannar að mál-
staðurinn er vondur. Raunar hef-
ir þessi háttv. þm. oft áður haft
hæpinn málstað, en þetía mun þó
vera skítugasta málið sem komið
hefir til kasta Alþingis lengi.
Það hafa verið lesnar hér upp
ýmsar lýsingar á aðferðum og
starísemi Hræðslubandalagsins
er birtust í Þjóðviljanum um
siðustu kosningar. Margt af þvi
er rétt fram tekið og í fullu gildi,
enda hefir formaður Sócialista-
flokksins, Einar Olgeirsson, ekk-
ert tekið aftur af því, sem heldur
ekki stendur til. En hann hefir
komizt út á haettulega glerhálku
í rökvillum, sem þó er ekki hon-
um líkt. Hann viðurkennir og
játar, að Hræðslubandalagið hafi
í aðferðum sínum og kosninga-
svikum farið alveg ólöglegar
leiðir. En hann vill faéra allar
sakir þess vegna- á landskjör
stjórn. Ég varð nú að segja það,
að þessi þríklofna landskjörstjórn
er nægilega aum þó ekki séu born
ar á hana meiri sakir en hún á
fýrir. Hún á engin upptök að
þeim lögbrotum sem framin hafa
verið, þó hana hafi skort þrótt
til að taka á málinu sVo einbeitt-
lega og heiðarlega, sem efni
stóðu til.
En það slær alvarlega útí fyrir
háttv. 3. þm. Reykvíkinga þegar
hann eftir allar skammirnar um
landskjörstjórn heldur þvi fram,
að vegna þéss, að meirihlúti henn
ar hafi úrskurðað málið þá geti
Alþingi ekki breytt því. Ég undr-
ast miklu minna þó svona rök-
villa komi frá háttv. þm. Akur-
eyrarkaupstaðar, en að hún skuli
ganga aftur frá svo gáfuðum
rnanni sem háttv. 3. þm. Reyk-
víkinga er. Og frá honum er vit-
leysan enn verri, því hann viður-
kennir ósómann frá byrjun sem
hinn gerir ekki. Setjum nú svo
að háttv. 3. þ.m. Reykvíkinga
væri dómari í hæstarétti, sem
samsvarar Alþingi í þessu til-
felli, og að hann ætti að dæma í
stóru afbrotamáli sem komið
væri frá þríklofnum undirrétti.
Þá er hans afstaða í málinu sam-
kvæmt ræðunni þessi: Ég veit og
skil og viðurkenni, að hinir
kærðu eru sekir svo ekki er um
að villast. En af því að einn hluti
undirréttar hefir sýknað þá, þá
get ég sem hæstiréttardómari
ekki breytt því. Aumari uppgjöf á
allri eðlilegri röksemdarfærslu
hefi ég sjaldan heyrt og aldrei
frá svo greindum manni sem
Einar Olgeirsson er. En það er
auðséð hvað veldur. Skoðanir,
sál og sannfæring Alþýðubanda-
lagsins hefir verið keypt í þessu
máli, og nú eiga fjórir alþingis-
menn, sem eru ólöglegir, að kom-
ast hér inn á Alþing á þeim
grundvelli að nokkrir þingmenn
Alþýðubandalagsins hafa tekið
borgun fyrir að brjóta gegn sinni
sannfæringu og brjóta lög og rétt.
— Ég freistast til þess að halda
það, að þessi aðferð frá Alþýðu-
bandalaginu sé viðhöfð til þess,
að geta á öðrum sviðum okkar
þjóðlífs farið eftir fyrirmyndinni
sbr. Iðju-kosninguna o. fl.
TILGANGURINN AÐ STOFNA
RÍKISSTJÓRN MEÐ SVIKUM
Háttv. 3. þ.m. Reykvíkinga hélt
því fram, að núverandi ríkis-
stjórn sé lýðræðisleg og ekki
byggð á sviknum grunni. Ef mið-
að er við daginn í dag þá mun
þetta geta staðist. En hver var
og hver er tilgangur Hræðslu-
bandalagsins. Hann var sá og er
sá, að geta íengið meirihluta á
Alþingi og stofnað ríkisstjórn
með lögbrotum og svikum. Að
þetta tókst ekki 24. júní s.l. valt
á örfáum atkvæðum. Það valt á
6 atkvæðum í Vestur-Skaftafells-
sýlu og um leið á nokkrum Al-
þýðuflokkskjósendum í Suður-
Múlasýslu, sem voru svo frelsis-
gjarnir, að þeir hlýddu ekki fyr-
irskipun. Þeir vild.u ekki kjósa
Framsóknarflokkinn, en kusu
landslista síns eigin flokks. Að
svona fór er ekki að þakka
forystumönnum Hræðslubanda-
lagsins. Það er að þakka örfáum
heiðarlegum kjósendum í þeim
sýslum landsins sem eru einna
lengst í burtu frá spillingargreni
bandalagsins.
En fyrir ríkisstjórnina og
flokka hennar er að þessu leyti
i ekki allur dagur liðinn eða öll
' nótt úti. Það skyldi háttv. 3. þm.
Reykjavíkur hugsa um. Annað
eins hefir skeð sem það, að Sam-
einingarflokkur alþýðu sócíal-
istaflokkurinn, klofnaði frá. Það
þýddi að Alþýðubandalagið klofn
aði í sín frumefni.
Hæstvirtur félagsmálaráðherra
sem er þróttmikill maður og ekki
allra manna líklegastur til að
sleppa stjórnartaumunum fyrir-
varalaust, gæti ásamt félaga sín-
um háttv. 1. landkjörnum, setið
kyrr og lofað hinum 6 að róa. Þá
væri um leið komið svo, að stjórn
okkar lýðveldis hvíldi á sviknum
grunni eins og ég héfi tekið
fram. Þá yrði og háttv. 3. þm.
Reykvíkinga að taka sín slagorð
aftur um núverandi ríkisstjórn.
Söiumaður
Áreiðanlegur og reglusamur ungur maður sem hefði
áhuga fyrir sölumanns starfi getur fengið góða atvinnu
strax hjá vel þekktri heildverzlun hér í bænum. — Um-
sóknir með mynd og upplýsingum um fyrri starfa og
menntun, sendist til afgreiðslu blaðsins, merkt: „Ungur
sölumaður — 4931“.
I
Ferðaradíófónar
kr. 1950.00— áður 2.830.00.
PSötuspiSarar
kr. 900.00, áður kr. 1125.00.
Næstu daga verða seldir nokkrir ferðaradíófónar (Port-
able), með þriggja hraða spilara, á sérstöku tækifæris-
verði kr. 1.950.00 einnig þriggja hraða plötuspilarar H.
M. V. í lokuðum kassa á 900.00 kr.
FÁLKINN HF.
hljómplötudeild.
Háttv. 3. þm. Reykvíkinga var
með harðvítuga ádeilu á Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir það, að
Morgunblaðið hafi 1953 verið
með bollaleggingar um að flokk-
urinn gæti með 344 atkvæða
aukningu í vissum kjördæmum
náð meirihluta á Alþingi. Þetta
hefir sennilega verið rétt reikn-
að. En þessi grein var áróðurs-
grein í kosningabaráttu, meinlaus
en ekki mjög hyggileg. Engar
áætlanir, áskoranir eða bollalegg-
ingar um lögbrot í kosningum.
Þessi árás háttv. þingm. er því
máttlaus og dauð. Sjálfstæðis-
flokkurinn fékk í vor 42,3% af
öllum löglegum atkvæðum. Hefði
hann fengið út á það meirihluta
þingmanna eftir löglegum leið-
um þá væri ekkert við því að
segja.
Framsóknarflokkurinn fékk
hreinan meirihluta þingmanna
1931 út á um 30% allra atkvæða.
Ég hian ekki eftir að neinn sak-
aði hann um brot á stjórnarskrá
og kosningalögum þá. Hans þing-
menn voru löglega kosnir.
Þó Hræðslubandalagið hefði nú
fengið 27 þingmenn út á 37%
atkvæða þá var ekkert um að
segja ef farið hefði verið að lög
um að öllu leyti.
Það eru lögbrotin, svikin og
hrekkirnir sem nú er réttilega
átalið. Annað ekki. Alger
höfðatöluregla er ekki viður-
kennd í okkar stjórnarskrá cc
verður væntanlega ekki þó
henni verði breytt.
Það hefur sýnt sig hér, að for-
ystumenn Hræðslubandalagsins
kæra sig ekki um það, að þetta
mál sé rætt hér á Alþingi. Og
það mátti hér áðan heyra það á
hæstvirtum forsætisráðherra, að
hann vill vera laus við umræður
og áskoranir út af þessu stór-
máli. Þetta er mjög eðlilegt.
Mennirnir vita hvað þeir hafa
framið. Þeir vita, að þeirra verk
og framkoma er að vonum óvin-
sælt meðal alþjóðar. Þess vegna
óska þeir eftir þögn. En við Sjólf
stæðismenn hér á Alþingi, sem
erum fulltrúar fyrir meira en 35
þúsund kjósendur og þá kjósend-
ur, sem unnið var gegn með lög-
brotum og svikum, látum ekki
þeim er það hafa framið haldast
uppi að fá þögn. Hér á Alþingi
á málið fyrst og fremst að ræð-
ast. Hér á það að afgerast og hér
verður það að koma í ljós hvort
meirihluti þingmanna vill leggja
blessun sína yfir allan ósómann.
Umræðurnaar og réttar lýsing-
ar af framferðinu verða þeir að
þola sem fyrir því hafa staðið.
Þjóðin á heimtingu á þeim upp-
lýsingum.
Húsgagnabólstrarar
óskast strax. Mikil eftirvinna.
ESólsturgerðin
Brautarholti 22 — Sími 80388.
50 — 70 fermetra húsnæði
óskast fyrir léttan iðnað nú þegar. — Tilboð sendist
Steinari Waage
Skipasundi 35, sími 5793
CÐMMINS
dieselvélin ryður sér æ meira til rúms sem
aflgjafi í bíla, báta og hverskonar vinnuvél-
ar. Hið einfalda PT olíukeríi er jafn auðvelt í
stillingu og karborator á bíl.
Cummins dieselvélin er hentug til niðursetn-
ingar í ýmsa stærri vörubíla hér á landi. Leit-
ið upplýsinga um yfirburði Cummins. —
Áherzla lögð á varahlutabirgðir.
M
.F
Laugaveg 166
Getum útvegað frá U. S. A flestar tegundir af þungavinnuvélum, not-
aðar eða verksmiðju-endurbyggðar. — T. d.:
Jarðýtur Veghefla
Steypubíla Vörulyftur
Krana Skurðgröfur o. m. fl.
Getum einnig útvegað flesta varahluti til slíkra véla.
Kristján Ágústsson
Mjóstræti 3 — Sími 82194