Morgunblaðið - 17.10.1956, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.1956, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 17. okt. 195ð 15 þó að ég skuli einnig svara því nokkuð, þegar hv. 3. þm. Reyk- víkinga, Einar Olgeirsson, heldur því fram, að við Sjálfstæðis- menn höfum raðið atkvæði Jóns Ásbjömssonar í þessu efni. I>að var einn af aðalforkólfum Alþfl., sem sagði við ákveðinn Sjálf- stæðismann, áður en þessi úr- skurður var kveðinn upp: Við vitum það, að hvernig sem Jón Ásbjörnsson kveður upp sinn úr- skurð að lokum, þá verður hann gerður eftir beztu vitund og á- kveðinni sannfæringu hans sjálfs. Eg hygg, að þó að mikill hluti, ég vil segja mikill meiri hluti, íslenzku þjóðarinnar sé áreiðan- lega ósammála Jóni Ásbjörnssyni um úrskurð hans, þá séu allir þeir, sem eitthvað þekkja til Jóns Ásbjörnssonar, sammála þessum orðum Alþýðuflokks- mannsins, að allir viti, að Jón Ásbjörnsson kvað upp úrskurð sinn eftir beztu vitund. En hon- um getur auðvitað skjátlazt eins og öðrum, og við teljum, að hon- um hafi illilega skjátlazt í þessu máli. Ég fer ekki dult með það. Það er alveg tvennt til varð- andi menn í slíkum nefndum eins og landskjörstjórn. Eiga þeir þar eingöngu að skoða sig sem umboðsmenn flokka sinna og fara eftir fyrirmælum þeirra eða eiga þeir að skoða sig sem sjálf- stæða aðila, sem sjálfstætt stjórn vald, sem á að gera sér sjálf- stæða grein fyrir málefninu og kveða upp sinn eigin úrskurð, og ekki fara eftir fyrirmælum annarra? Landskjörstjórnarmenn bafa áreiðanlega að meiri hluta fylgt þeirri skoðun, að þeir teldu sig vera sjálfstætt stjórnvald, sem ætti að gera sér sína eigin g'rein fyrir málinu, en ekki fara eftir utanaðkomandi fyrirmæl- um. Ef það væri tilgangurinn, þá væri og alveg eins hægt að láta ákvörðunina í hendurnar á umboðsmönnum miðstjórnanna eða láta þær koma sér saman um meðferð málsins. Alþingi ætlast ekki til, að sá háttur sé hafður á. Þess vegna hefur þetta sjálf- stæða stjórnvald verið skipað. SJÁLFSXÆÐI DÓMSVALDSINS Hitt er svo annað mál, að út frá skoðun einmitt hv. 3. þm. Reykvíkinga, Einars Olgeirsson- ar, þá er það eðlilegt, að hann telji, að það séu ekki til sjálf- stæð stjómvöld í þessari merk- ingu. Það er einmitt skoðun kommúnista, — eitt af því, sem mest greinir þá frá lýðræðis- mönnum, að kommúnistar viður- kenna ekki sjálfstæði dómstól- anna eða getu dómara til þess að kveða upp hlutlausan og sjálf- stæðan úrskurð, heldur vilja þeir láta dómstólana og hliðstæð stjórnvöld vera beint verkfæri i höndum valdhafanna. Sú skoðun er einmitt skýringin á þeim rétt- arhneykslum, sem þeir sjálfir viðurkenna nú, að hafi átt sér stað austur í þeirra ríkjum. Þar hafa dómstólamir ekki sjálf- stæða tilveru, heldur líta þeir eingöngu á sig sem verkfæri, er eigi ætíð að hlíta valdhöfunum. Þess vegna gerast slík ósköp eins og gerðust fyrir rúmri viku austur í Ungverjalandi, þegar þar er haldin ný jarðarför yfir mönnum, sem voru drepnir fyrir eitthvað sjö árum. Nú er graf- helgi þeirra raskað, þeir eru teknir úr moldinni, þar sem þeir höfðu verið heygðir eins og hundar, og safnað saman 200 þús und manns í fylkingu til þess að grafa þá í heiðursgrafreit, vegna þess að nú hafa stjórn- völdin ákveðið að þessir menn hafi verið drepnir saklausir. Sömu stjórnarvöldin, að veru- legu leyti sömu mennirnir, sem enn fara með völdin, ákváðu, að þessa menn skyldi drepa að ósekju. Þannig fer, þegar fylgt er þessari kenningu kommúnist- anna, að dómstólarnir eiga ein- göngu að vera verkfæri í hönd- um valdhafanna. Þeir eru ein- göngu notaðir til þess að kúga borgarana, til þess að halda þegn unum í skefjum, til þess að hindra, að einstaklingarnir hafi sjálfstæðar skoðanir og njóti mannréttinda. Við Sjálfstæðismenn erum þess I ari lífsskoðun gersamlega and- stæðir, og það eru ekki við Sjálf- stæðismenn einir, heldur er það yfirleitt skoðun lýðræðissinna. að það sé eitt mesta mein í mann- legu samfélagi, þegar slík stjórn- arstefna ræður, þegar dómstól- arnir á þennan veg eru sviptir sjálfstæði sínu. Við viðurkennum það fúslega, að dómurum jafnt sem öðrum getur skjátlazt, einstökum dóm- ara þó öllu frekar heldur en | mörgum dómstigum. Við viður- kennum þetta allt saman, og ein- mitt þess vegna erum við alveg ófeimnir að segja: Við teljum Jón Ásbjörnsson einn fremsta lögfræðing þessa lands, og við höfum aldrei reynt að segja hon- um fyrir verkum, en í þessu tiltekna máli þá skjátlaðist hon- um, og Alþingi er til þess sett og hefur til þess skyldu að taka þarna í taumana, að leiðrétta þá skyssu, sem hinn ágæti flekk- lausi maður, Jón Ásbjörnsson, gerði sig sekan um. EKKI HALLAÐ Á HRÆÐ SLUBANDALAGIÐ En þá komum við að því, sem hv. 3. þm. Reykvíkinga, Einar Olgeirsson, hélt fram, að það væri ekki hægt að gera þetta ógilt nú eftir á, vegna þess, að kjósendurnir hefðu kosið í góðri trú á þennan úrskurð landskjör- stjórnar. Hann sagði: — Það er vitað mál, að ef úrskurðurinn hefði ekki fallið á þennan veg, þá hefðu margir kjósendur kosið allt öðru vísi, heldur en þeir gerðu. Eg spyr nú hv. þm. að því og vonast til þess hann svari því: Gerir hann ráð fyrir því, að Hræðslubandalagið hefði fengið fleiri eða færri atkv., ef úrskurðurinn hefði gengið á móti því? Ég geri ráð fyrir, að það kunni að vera eitthvað til í því, að úrskurðurinn hafi haft sín áhrif, en ég er eindregið þeirr- ar skoðunar, að úrksurðurinn eins og hann féll hafi orðið Hræðslubandalaginu viss lyfting í kosningabaráttunni, gefið mönn um trú á, að þrátt fyrir allt kynni svo að fara, að bandalagið lukk- aðist og þess vegna hafi þeir fengið fleiri atkv. heldur en ella. Ef svo er, þá er að minnsta kosti ekki hallað á þá, þó kosninga- tölurnar, eins og þær liggja fyr- ir séu teknar til greina og lagð- ar til grundvallar. Hræðslu- bandalagið hafði eina hina æski- legustu kosningaaðstöðu, sem mögulegt var. Úrskurður lands- kjörstjórnar gaf þeim óneitanlega vind í segl og þess vegna geta þeir ekki farið fram á annað eða sagt, að á sig sé hallað þó þessar tölur séu lagðar til grundvallar og sagt: Þið verðið að standa við það, að þið voruð í „algeru kosn- ingabandalagi“, eins og þið sögð- ust ætla að vera Það er alveg vist, að ekki er á þá hallað, þó svo sé farið að. KJÓSENDUR TRÚDU YFIRLÝSINGUM ALÞÝÐUBANDALAGSINS Eg játa þó, að það er ekki hægt að fullyrða, hver áhrif úr- skurðurinn hafi haft, en þá kem ég aftur að því, að kjósendurnir hlutu auðvitað að gera sér grein fyrir því, að þetta mál kæmi til Alþ., og þeir gátu ekki trúað því fyrirfram, að Alþýðubandalagið væri eingöngu að nota þetta mál til áróðurs, en meinti ekki þær marggefnu yfirlýsingar, sem fram komu af þess hálfu, um að Alþingi hlyti að hnekkja úr- skurði yfirkjörstjórnar. Það hefur nokkuð verið lesið upp af því, sem Þjóðviljinn sagði um þetta mál, fyrir kosningarnar, en Alþýðubandalagið hafði fleiri málgögn, þ. á. m. blað, þar sem ritstjórinn var einn af þm., sem nú á að greiða atkv. um þetta, hv. 4. landskj. þm., Finnbogi Rútur Valdemarsson. í blaðinu Útsýn, sem hann gaf út, segir berum orðum: „Alþingi er hæstiréttur í mál- um kosningasvindlara.*1 Þetta er sagt 4. júní og svipað þessu er síðan endurtekið í blað- inu, t. d. segir blaðið hinn 18. MORCUNBLAÐIÐ júní, hér um bil viku fyrir kosn- sanngjarnt, að þessir 4 menn ingar: „Það er of augljóst svindl.! ættu sæti á Alþ. Það mesta, sem Þingsætaþjófnaður verður ekki var hægt að toga út úr hv, þm. látinn viðgangast fremur en ann- ar opinber þjófnaður". Nú sjáum við, hvort hv. þm. sem þetta skrifaði og á þessu ber ábyrgð, ætlar að láta þingsæta- þjófnað viðgangast? Því að vænt anlega er ekki meining hinnar nýju stjórnar að löggilda annan opinberan þjófnað. Kjósendur gerðu sér vitanlega fulla grein fyrir því, að það var möguleiki, svo vægt sé talað, á því, að Alþ. skærist í þennan leik, og ég vil segja, að hv. þm. Alþýðubandalagsins bregðast illi lega kjósendum sínum, ef þeir standa ekki við þau heit, hinar marggefnu yfirlýsingar um það, að Alþ. ætti að taka um þetta sjálfstæða ákvörðun og úrskurða í málinu. ÓTTI AND STÆÐINGANNA VIÐ NÝJAR KOSNINGAR Hv. þm. Reykvíkinga, Einar Ol geirsson, segir: — Það yrði þá að ógilda allar kosningarnar, og það er ekki ástæða til að kjósa aftur bara vegna deilu um hlut- föll milli stjórnarflokkanna. Hver segir, að deilan verði ein- ungis um það? Það skyldi þó aldrei vera svo, að hv. þm. vilji ekki taka afleiðingunum af því, að kjósendurnir hafi kosið á röngum forsendum vegna þess, að þessir herrar séu hræddir við að ganga fram fyrir kjsóendur nú aftur, af því að þeir óttast, að kjósendurnir snúi algjörlega við þeim baki og Sjálfstæðisflokkur- inn fái hreinan meiri hluta við nýjar kosningar, ef þær nú yrðu? Við sjáum virðingu Alþýðu- bandalagsins fyrir kosningaheit- um sínum og Hræðslubandalag- ið lý^ti hvað eftir annað yfir því, ao þeir ætluðu ekki að vinna með kommúnistum að lokn um kosningunum. Það er ósköp eðlilegt, að þeir menn, sem strax að afloknum kosningum, ganga þannig þvert ofan í helztu yfir- lýsingar, gefnar fyrir kosningar, að slíkir menn séu hræddir við, að koma fram fyrir kjósendur skjótlega aftur og vilji láta nokkurn tíma líða þangað til kjósendurnir fái að dæma í mál- um manna. Við Sjálfstæðismenn óttumst ekki að ganga fyrir kjósendur, hvort heldur af þessum sökum eða öðrum, heldur lítum von- glaðir til þeirrar baráttu, hve- nær sem hún verður. Hitt er svo annað mál, að við teljum, að það sé ekki ástæða til að ó- gilda alla kosninguna, af þessum sökum, þó ég segi það fyrir mitt leyti, að ég vildi frekar gera það, heldur en láta þessi rangindi haldast. Við teljum, að það sé ekki ástæða til slíkrar ógilding- ar, við teljum að fullkomnu rétt- læti verði fullnægt með því, að Ak., Friðjóni Skarphéðissyni, og fyrri þm. Eyf., Berharði Stefáns- syni, var þetta, að lög væru lög, og þeim yrði að fylgja þangað til þeim væri breytt, hvort sem þau væru réttlátt eða ranglát. Út af fyrir sig er það rétt, að ef lögin eru ótvíræð, þá verður að fylgja þeim. En ef þau eru vafasömu og framhjá því verður aldrei kom- izt að hér leiki mjög mikill vafi á, þá er hið eina eðlilega og rétta að túlka lögin í samræmi við sanngirni og heilbrigða skyn- semi, svo sem við Sjálfstæðis- menn förum fram á að gert verði. Við Sjálfstæðismenn við«r- kennum fúslega að á núverandi kjördæmaskipun, kosningalögum og stjórnarskrárákvæðum eru verulegir kallar. Við höfum meira að segja sjálfir sýnt fram á það, að við þyrftum ekki að fá nema nokkur hundruð atkv. meira, í nokkrum kjördæmum, til þess að fá einir hreinan meiri hluta á Alþ. Þetta er staðreynd, sem er óhagganleg. Hv. 3- þm. Reyk., Einar Ol- geirsson, var að bera það að við hefðum bent á þessa staðreynd, saman við þá kosningaklæki, fram, þær liggja opinberlega fyrir, hafa verið birtar í blöð- um svo að hver getur séð þær og verði það vefengt þá get ég lesið þær hér upp og hef þær með mér, en ég tel það óþarft á þessu stigi málsins. SJÁLFSTÆÐISMENN EINIR HAFA GERT TILL. í STJÓRN- ARSKRÁRMÁLINU Andstæðingarmr fengust hins vegar ekki með nokkru móti til þess hvorki að gera sjálfstæðar till„ gera brtt. við okkar till. né segja til um hvort þeir væru með okkar till, eða ekki, þann- ig að það reyndist gersamlega þýðingarlaust að halda nefndar- fundum áfram. Þó hef ég síðan með hæfilegu millibili öðru hverju spurt nefndarmennina að því, hvort þeir teldu ástæðu til eða þýðingu hafa að kalla nefnd- ina saman aftur, þannig að þeir fengjust til að gera einhverja till. en þeir hafa neitað því. Eg man sérstaklega að á síðasta þingi, spurði ég t. d. hv. 3. þm. Reykv. Einar Olgeirsson, sem var í nefnd inni, um það hvort hann teldi ástæðu til þess að halda nefnd- arfundi eða það hefði nokkra þýðingu, hann hvað það fjarri vera, sagði það mundi vera ger- sem Hræðslubandalagið gerði sig samiega þýðingarlaust. Hér sekt um. Það er auðvitað eins víðs fjarri, og frelcast getur ver- ið, að þetta sé sambæ'rilegt eða ætlast hv. þm. eða nokkur heil- vita maður til þess, að vegna þess að við getum fengjð hreinan •meiri hluta með jafnlítilli fylg- isaukningu í nokkrum kjördæ. um þá ættum við að hætta við að bjóða fram í þessum kjör- dæmum og segja „andstæðing- arnir eiga að halda þeim“ Þetta sjá auðvitað allir, að ekki kem- ur til greina. Við verðum að berjast innan ramma kosninga- fyrirkomulagsins, eins og það er á hverjum tíma. KOSNINGAFYRIRKOMU- LAGINU ÞARF AÐ BREYTA En við höfum einmitt gerzt talsmenn þess, að þessu kosn- ingafyrirkomulag'i ætti að breyta. Hv. 3. þm. Reyk., Einar Olgeirsson, upplýs.ti það hér, að nú ætti að skipa nýja nefnd, sem ætti að reyna að koma sér sam- an um breytingu á kosningalög- um og kjördæmafyrirkomulagi. Það er góðra gjalda vert, ef slík tilraun er gerð, en sú tilraun er búin að standa nokkuð lengi. Allt frá því á árinu 1944 hafa verið starfandi hinar og þessar stjómarskrárnefndir, sem hafa verið að reyna að finna lausn á þessu máli. En sú lausn h»fnr ekki fundizt og hefur þó ekki staðið á okkur Sjálfstæðismonn- um. í þeirri stjórnarskrárnefnd, sem hefur verið starfandi nú síð- þessir 4 rangkjörnu þm. verði ast, — ég veit ekki hvort á að telja hana starfandi eða ekki — hafði ég formennskuna. — Hanni- bal Valdemarsson grípur fram í: — Hún er sjálfsagt dáin. — Eg geri ráð fyrir því, þó ég hafi ekki séð bráðabirgðalög um það ennþá. Það er nefnilega dá- lítið til í því, að það dó allur áhugi hjá Framsókn, Alþýðufl. og kommúnistaflokknum til að leggja nokkuð fram í þessu máli þegar að því kom, að segja hið ákveðna orð. Við höfðum starfað mörg ár í þessari nefnd og ég hafði gert margar tilraunir til þess að fá þar samkomulag eða að minnsta kosti einhverjar till. frá andstæð- ingum okkar. Þeir töluðu vítt og breitt um málið, voru með alls konar bollaleggingar en alltaf þegar kom að því, að ákeðnar till. ætti að gera, þá þögnuðu þeir, þá fengust þeir ekki til þess að segja neitt. Þess vegna var það, að okkur leiddist þóf- ið, Sjálfstæðismönnunum, og seint á árinu 1952 lögðum við fram alveg ákveðnar till. í stjórn arskrármálinu. (Gripið fram í). — Við vorum klofnir um eitt atriði, það er alveg rétt — já, nokkuð mikilsvert, en við sögð- um, að við gætum allir verið sam mála um aðra lausnina, ef sam- komulag fengist við þá hina um hana. Till. okkar voru lagðar látnir hverfa heim, og þeir kvadd ir í þingsalinn í staðinn, sem til þess hafa raunverulegt fylgi þjóðarinnar. ÓÁNÆGJA ALÞÝÐU. BANDALAGSMANNA Hv. þm. Reykvíkinga, Einar Olgeirsson, veit ofur vel, að af- staða þeirra félaga hefur vald- ið mikilli óánægju í þeirra eigin herbúðum. Hann veit það, að einn af mestu ráðamönnum þeirra hér í bærium, sagði t. d. í nokkuð fjölmennum hóp, skömmu eftir kosningarnar, „er það þá virkilega svo, að við eig- um að telja þessa 4 Alþýðu- flokksþingmenn réttkjörna, bara ef Gylfi vill hafa okkur með í stjórn, en ef hann vill ekkert með okkur hafa að gera, þá eig- um við að vera með því að reka þá af þingi?“ Fólkið finnur ósköp vel þau óheilindi, sem hér eiga sér stað, þá brigðmælgi gagnvart því og þau svik, sem þessir flokkar hafa gert sig seka um, í sam- bandi við þetta mál. LÖG ERU LÖG Það er líka mjög athyglisvert, að í þessum umræðum hefur eng- inn, ekki einn einasti þm. gerzt talsmaður þess, að það væri skal þó undantaka einn, sem bar fram till. og það er hv. þm. S- Þing., Karl Kristjánsson, en hans till. var ákaflega einkenni- leg. Hún var nánast um það, að „þjóðarandinn" ætti að leysa málið. Kalla átti saman þjóðíund, og var þar það eitt ákveðið, að enginn þm. mátti eiga sæti á þeim þjóðfundi. Sú till. fékk ekki byr hjá neinum nema þess- um góða nefndarmanni sjálfum. En öðrum framsóknarmanni, sem var í nefndinni, ágætum manni, prófessor Ólafi Jóhannessyni, varð svo mikið um, þegar hann sá till. frá okkur SjáKstæðismönn um, að hann sagði sig úr nefnd- inni. VONANDI FÁ ÞEIR NÚ MÁLIÐ Eg vona að þessum hv. mönn- um komi saman um einhverja till. í þessu máli, ég vona það af 'heilum hug til þess að hægt sé að taka málið upp til ákveð- innar úrlausnar, því að vitanlega gera sér nú orðið allir grein fyr- ir því, að sú kosningaskipun, sem nú er dugar ekki lengur. En því miður, þá held ég að það mál eigi töluvert langt í land ennþá, því að Framsfl. hef- ur aldrei verið reiðubúinn til þess að reyna að finna lausn á málinu. Hann hefur ætíð viljað kipa nýja og nýja nefnd í mál- ið, en þegar hefur komið að því að málið ætti að leysast í raun og veru, þá hefur hann horfið frá og ekki fengizt til neinnar lausnar. Batnandi manni er bezt að lifa og við skulum vera bjart- sýnir um að þeir verði skárri í þessu máli en öðru, einhvers staðar hlýtur hið góða að koma fram (Gripið fram í). — Jú, það er enginn svo, að hann sé al- vondur, jafnvel ekki framsókn- armenn. Um hitt mætti spyrja, af hverju Sjálfstæðismenn hafi ekki lagt fram sínar till. á Alþingi í þessu máli. Auðvitað er það til athugunar að við leggjum þær fram á Alþingi, en hingað til hef- ur verið vitað, að það væri ger- samlega þýðingarlaust að koma með þetta mál inn á þingið. — Enda höfum við viljað í lengstu lög leita samkomulags um þetta grundvallarmál áður en það væri dregið inn í hatrama flokka baráttu. ÞORA EKKI AÐ LEIKA SAMA LEIKINN AFTUR Ég hef reynt að ræða þetta mál með rökum og sýna fram á, að Alþingi ekki aðeins hefur rétt til heldur ber því skylda til að kveða upp í því úrskurð. Ég hef talið það þess vert að ræða málið hér og ræða það öfgalaust frá mínu sjónarmiði, þó ég viti að ég tali fyrir dauf- um eyrum hér í sölum Alþingis að því leyti, að meiri hlutinn er Frh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.