Morgunblaðið - 17.10.1956, Blaðsíða 13
ÍIið"5Vii4a0ur 17. okt. 195f
MORGVNBLAÐIU
13
Svo mun háið á milinu uf okkur Sjúlfstæðismönnum
uð ei§ 131 kimi til Suifur fruiiur uð rsfnu slikt runflæti
Herra forseti.
ÁÐUR en ég sný mér að því
atriði, sem aðallega er deilt um,
þá vil ég geta þess að í sumar,
meðan ég enn gegndi starfi dóms-
málaráðherra, barst dómsmála-
ráðuneytinu svohljóðandi bréf:
KÆRA LÚÐVÍKS
„Alþýðubandalagið, Reykjavík
10. júlí 1956.
Eftir ósk Lúðvíks Jósefssonar,
alþingismanns, sem skipaði efsta
sæti á framboðslista Alþýðu-
bandalagsins í Suður-Múlasýslu
við Alþingiskosningarnar 24. f.
m., leyfum við okkur að vekja
athygli háttvirts Alþingis á eftir-
farandi:
Við talningu atkvæða í Suður-
Múlasýslu kom í ljós, að 84 kjós-
endur höfðu sett kross (x) í auða
reitinn á kjörseðlinum, þar sem
nöfn frambjóðenda Alþýðuflokks
ins hefðu verið, ef sá flokkur
hefði haft lista í kjöri í sýslunni.
Þessi atkvæði úrskurðaði yfir-
kjörstjórn Suður JViúlasýslu B-
listanum, lista Framsóknarflokks-
ins í kjördæminu.
Þessi úrskuðrur virðist ekki
geta staðizt, þar sem um er að
ræða kross í reit, sem er ' alger-
lega aðgreindur frá reit Fram-1
sóknarflokksins á kjörseðlinum.
Við verðum því að gera þá kröfu
til háttvirts Alþingis, að þessir
umræddu 84 atkvæðaseðlar úr
Suður-Múlasýslu verðí úrskurð-
aðir ógildir.
Þessi úrskurður virðist ekki
geta þess, að nokkur hundruð at-
kvæðaseðla í Reykjavík voru
þannig merktir, að kross (x) var
settur í hinn auða reit Framsókn-
arflokksins á kjörseðlinum. Þess-
ir kjörseðlar voru af yfirkjör-
stjórn Reykjavíkur úrskurðaðir
ógildir.
Virðingarfyllst,
f. h. Alþýðubandalagsins,
Guðmundur Vigfússon.
Til Alþingis".
KÆRAN HORFIN
Nú hef ég spurzt fyrir um það
á skrifstofu Alþingis, hvort þetta
bréf hafi borizt Alþingi frá dóms-
málaráðuneytinu, og mér er sagt
að svo hafi ekki verið, og vildi
ég þá spyrjast fyrir um það, hvort
þessi kæra hafi verið afturkölluð
eða hvort dómsmrn. hafi láðst að
senda kæruna. En þetta mál hef-
ur beina þýðingu í sambandi við
það, sem hv. frsm. 2. hluta 2.
kjördeildar, 1. þm. Eyf., hélt hér
fram, að ef ógilda ætti þau fjögur
kjörbréf Alþýðuflokksmanna,
sem deilt er um, þá yrði einnig
að ógilda kjörbréf hv. 2. þm.
S-M., Lúðvíks Jósefssonar, vegna
þess að þá yrði að telja saman
í Suður-Múlasýslu atkvæði Al-
þýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins.
Þetta kann að hafa nokkuð til
síns máls hjá hv. 1. þm. Eyf., og
er þó engan veginn fullvíst, að I
þannig eigi á þetta að líta. Ekki
fullvíst. Ég veit að um það er
ágreiningur. En ef orðið er við
þessari kæru, sem fram var bor-
in í sumar, beint að tilhlutun 2.
þm. S-M. samkv. því, sem í henni
segir, þá hefur mér skilizt, að þó
að atkv. Framsóknar- og Alþýðu-
flokksins í Suður-Múlasýslu væru
talin saman, yrði Lúðvík Jósefs-
son engu að síður kosinn, vegna
þess að það ylti á þeim atkv., sem
hér er um deilt og réttilega er
tekið fram í kærunni, að miðað
við það, sem úrskurðað var í
Reykjavík, hefði tvímælalaust
einnig átt að teljast ógild fyrir
austan. En í Reykjavík var það
svo, að ógilt voru fyrir Sjálf-
stæðisflokknum nokkuð á fjórða
hundrað atkv., þó að sambæri-
leg atkvæði hafi verið tekin gild
fyrir Framsóknarflokkinn a. m. k.
í tveimur kjördæmum úti á landi
og sennilega víðar.
Ræða Bfarna Benediktssonar um kjör-
bréfamálið á Alþingi í fyrradag
HVARF KÆRUNNAR HNEKK-
IR UMMÆLUM EINARS
En hvað sem líður ágreiningn-
um um, hvort telja eigi þessi
atkv. gild eða ekki, þá er það
mjög einkennilegt að þessi kæra
skuli ekki vera fram komin. Upp-
lýsa þarf, hvort hún hefur verið
afturkölluð, og ef svo er, þá bend-
ir það til töluverðs annars en
hv. 3. þm. Reykv. hélt fram, að
það hefði í raun og veru alls
ekki verið í einu sambandi við
stjórnarsamningana, að Alþýðu-
bandalagið hefur gersamlega
breytt um skoðun í þessu máli,
heldur hafi það eingöngu verið
vegna þess, að Alþýðubandalagið
hafi gert sér ljóst strax eftir úr-
skurð yfirkjörstjórnar, að ekki
væri hægt að hnekkja honum,
vegna þess að kjósendur hafi kos-
ið á þeim grundvelli, sem með
honum var lagður. Það er ljóst, að
þegar þessi kæra er send að til-
hlutun Lúðvíks Jósefssonar hinn
10. júlí, þá er Alþýðubandalagið
enn með það í huga, að kosning
hinna fjögurra Alþýðuflokks-
manna verði gerð ógild, og þess
vegna geti það haft úrslitaþýð-
ingu varðandi kosningu hv. 2.
þm. S-M., hvort þessi atkv. séu
tekin gild eða ekki.
Ég skal ekki ræða frekar um
þetta á þessu stigi, en vil vænta
þess að upplýst verði annað hvort
af hálfu hæstv. dómsmrh. eða af
hálfu Lúðvíks Jósefssonar sjálfs,
hver er ástæðan til þess, að Alþ.
hefur ekki fengið þá kæru, sem
til dómsmrn. barst.
ILLA VIÐ UMRÆÐUR
Að öðru leyti er ljóst, að hv.
stjórnarstuðningsmenn vilja sem
mest koma sér hjá umræðum um
það deiluefni, sem upp er risið.
Þeir reyna ýmist að drepa um-
ræðunum á dreif, tala um annað,
eða segja að það sé bara óvið-
eigandi að tala um þetta á Alþ.,
og að atkv. verði látin skera úr,
svo að það sé bezt fyrir þing-
menn að vera ekki að eyða kröft-
um sínum í umræður um þetta.
Hv. 3. þm. Reykv., Einar Ol-
geirsson, fór allvíða í sinni ræðu,
hinni síðari, og talaði m. a. um
kosningarnar í Alþýðusamband-
inu og hélt því fram, að Sjálf-
stæðismenn færu þar mjög mikl-
ar hrakfarir. Þetta kemur auð-
vitað ekkert því mál við, sem hér
er verið að ræða um, en úr því
að hv. þm. minntist á þetta, þá
er nauðsynlegt að hið sanna komi
fram í þessu. Því fer svo fjarri,
að Sjálfstæðismenn fari hrakfar-
ir í þessum kosningum, að það
hefur aldrei komið betur í ljós
heldur en einmitt nú, hversu
mikið og öruggt fylgi Sjálfstæðis-
flokkurinn á innan verkalýðs-
hreyfingarinnar.
STYRKUR SJÁLFSTÆÐIS-
MANNA í VERKALÝÐS-
HREYFINGUNNI
Það er komið í ljós, að til þess
að hindra sigur Sjálfstæðismanna
í mörgum hinum stærstu og öfl-
ugustu verkalýðsfélögum hér í
Reykjavík hafa allir stjórnar-
flokkarnir þurft að taka saman
höndum og hafa almennt herút-
boð til þess að koma í veg fyrir
að Sjálfstæðismenn yrðu þar
ofan á. Hingað til hefur það’ verið
þannig, að oft hefur mjóu munað,
hvort lýðræðissinnar sameinaðir
og þá fyrst og fremst Alþýðu-
flokksmenn og Sjálfstæðismenn
yrðu ofan á í ýmsum þessum
félögum, eða kommúnistar.
Nú hafa Alþýðuflokksmenn og
Framsóknarflokksmenn fyrir at-
beina flokksstjórnanna fylkt sér
undir merki kommúnista, og það
hefur mjóu mátt muna, hvort sú
Bjarni Benediktsson
miður geðslega fylking gæti unn-
ið félögin eða hvort Sjálfstæðis-
menn einir yrðu þar ofan á, og
sum félögin hafa Sjálfstæðis-
menn hlotið, þrátt fyrir þessa sam
fylkingu á móti þeim. Þessi sam-
fylking hefir og ekki látið sér
nægja að fylkja liði og láta kosn-
ingar fara fram með eðlilegum
hætti, heldur hefur verið gripið
til hinna fáheyrðustu ofbeldis-
bragða, beinnar kosningakúgun-
ar, kosningasvika, eins og í Iðju,
til þess að hindra það, að vitan-
legur meiri hluti félagsmanna
fengi að ráða.
Það er því algert öfugmæli, svo
fullkomið sem frekast er unnt,
þegar hv. 3. þm. Reykv., Einar
Olgeirsson, talar um ósigur eða
hrakfarir Sjálfstæðismanna í þess
um kosningum. Fylgi Sjálfstæðis-
manna stendur þar með miklum
blóma og ótti andstæðinganna við
afl Sjálfstæðismanna hefur aldrei
verið meiri heldur en einmitt um
þessar mundir, enda málstaður
andstæðinganna aldrei lakari
heldur en nú, svo ótti þeirra er
vissulega ekki ástæðulaus. Ég
skal ekki ræða frekar um þetta,
þótt ástæða væri til, vegna þess
að sjálft.meginmálið, sem hér er
til umræðu, er svo mikilsvert,
að ekki er rétt að láta leiða sig
frá umræðum um það.
ATKVÆÐI LÁTIN SKERA ÚR
Það er að vísu rétt, sem hv.
1. þm. Eyf., Bernharð Stefánsson,
sagði hér á dögunum, að atkvæði
verða látin skera úr um þetta.
Okkur er það ljóst, að það er
þegar ákveðið, hvernig þessu máli
á að lykta hér á Alþ. En það
er mjög gott dæmi um veikleika
stjórnarsinna í þessu máli, að svo
hógvær maður og fús til rök-
ræðna venjulega eins og hv. 1.
þm. Eyf., Bernharð Stefánsson,
skuli leiðast til þess að hverfa frá
rökræðum og vitna til valdsins
eins og segja, að rökræðurnar hafi
ekki neina þýðingu. Ef hann hefði
góðan málstað að verja, þá mundi
hann vitanlega fagna því að eiga
kost á að skýra málið hér á Al-
þingi og fyrir alþjóð. Það er
vegna þess, að hann veit, að hlut-
ur þeirra félaga verður þeim mun
lakari, sem málið er lengur rætt,
sem hann grípur til þessa ráðs
að segja, að allt sé fyrirfram
ákveðið og að umræðurnar séu
þýðingarlausar.
Ég játa það, að ég hef samúð
með hans örðuga hlutskipti, að
hafa verið kjörinn til þess að
gerast málsvari rangindanna að
þessu sinni. Honum er líka brugð-
ið að fleiru leyti. Hann fór að ef-
ast um, að þær sagnir, sem borizt
hefðu frá Rússlandi um ofbeldis-
stjórnarhætti þar og annað slíkt,
væru allar réttar. Þegar slíkur
eindreginn lýðræðissinni eins og
þessi hv. þm. er farinn að gerast
svo veill í trúnni, þá hlýtur eitt-
hvað verulegt að búa undir, og
það skyldi þó aldrei vera, að hann
væri að vinna fyrir einhverri
mikilli upphefð, sem bráðlega
mundi í ljós koma, og hann þyrfti
fylgi kommúnista til að ná. Við
sjáum hvað í því gerist.
ÓHÓFLEG UMMÆLI FRIÐJÓNS
Ég efast út af fyrir sig ekki
um það, að hræðslubandalags-
mennirnir hafi verið í góðri trú
í sumar, þegar þeir höguðu fram-
boðum eins og þeir gerðu, og ég
efast heldur ekki um, að þeir enn
hafj trú á sínum málstað, þó að
þeir geri sér ljóst, að hann verð-
ur þeim mun veikari sem málið
er lengur rætt. En þó að ég sem
sagt gruni þá ekki um að tala á
móti betri vitund, þá verð ég að
segja, að ummæli eins og hjá hv.
þm. Ak., Friðjóni Skarphéðins-
syni, eru langt úr hófi. Loka-
ummæli hans um árás á þingræði,
stjórnskipun og annað slíkt, sem
fælist í okkar till., er auðvitað
fjarri öllum sanni.
Hv. þm. hlýtur að gera sér
þess grein, að hér er a. m. k. um
mjög mikið vafamál að ræða. Eða
hvernig væri hægt að skýra það
með öðrum hætti, að fyrir kosn-
ingarnar töldu þrír flokkar af
fimm framboð Hræðslubandalags
ins vera ólögleg? Og meiri hluti
landskjörstjórnar hefur tvímæla-
laust talið framboðin vera ólög-
leg; um það verður ekki efazt,
því að það er eingöngu vegna
þess, að meiri hlutanum kemur
ekki saman að öllu leyti um það
í hverju ólögmætið felst og um
viðurlögin, að þessir fjórir menn
hafa fangið kjörbréf.
Af yfirlýsingu Alþýðubanda-
lagsins er það einnig óvéfengj-
anlegt, að meiri hluti Alþingis
telur, að þessir fjórir menn séu
ólöglega kosnir, jafnvel þó að
Alþýðubandalagið af annarleg-
um ástæðum vilji ekki taka þá
ákvörðun að senda þessa menn
heim og fylgja því eftir, að þeir
séu hingað til Alþingis ranglega
komnir.
Ég segi: hvernig getur nokkur
maður og hvað þá jafnhógvær
maður, eins og við vitum að hv.
þm. Ak., Friðjón Skarphéðinsson,
í raun og veru er, hvernig getur
hann fengið af sér að segja, þegar
allar þessar staðreyndir eru fyrir
hendi, að hér sé ekki um neitt að
ræða og talað um þetta sem árás
á þingræði og stjórnskipun? Þeg-
ar vitað er að meiri hluti flokk-
anna, meiri hluti Alþingis og
meiri hluti kjósenda í landinu
telja að hér hafi átt sér stað full-
kominlögleysa, þá verða andstæð
ingarnir a. m. k. að viðurkenna,
að um slíkt vafamál sé að ræða
og slíkan vanda, að það minnsta
sem gera eigi sé að rökræða mál-
ið á Alþingi, kryfja það til mergj-
ar og íhuga af rólyndi og öfga-
laust, hvort hér hafi verið, farið
að lögum eða lögbrot verið fram-
in.
ÓLÍK BANDALÖG
Því hefur mjög verið haldið
fram af stjórnarstuðningsmönn-
um, og það kom sérstaklega fram
hjá hv. 1. þm. Eyf., Bernharð
Stefánssyni, og hann byggði í
raun og veru allan sinn mál-
flutning á því, að þetta bandalag,
hið „algera kosningabandalag“
frá því í sumar væri nákvæm-
lega hið sama og bandalag Sjálf-
stæðismanna og Bændaflokks-
manna 1937. Þetta hefur að vísu
verið marghrakið, en stjórnar-
stuðningsmenn taka engu að síð-
ur þessa fullyrðingu upp jafnóð-
um, og verður því ekki komizt
hjá því að ræða þetta mál nokkru
hánar heldur en áður hefur verið
gert.
Munurinn kemur fram í mörgu:
1937 gáfu Sjálfstæðismenn og
Bændaflokksmenn eklti út neina
slíka sameinginlega stefnuyfir-
lýsingu eins og Alþýðuflokkurinn
og Framsóknarflokkurinp gerðu
í vor. Þeir sömdu aldrei um neitt
„algert kosningabandalag" eins
og Alþfl. og Framsfl. sömdu um
og síðan framkvæmdu. Þvert á
móti, þá buðu Sjálfstæðismenn
og Bændaflokksmenn víða fram
hvor á móti öðrum 1937, og hv.
þm. Eyf., Bernharð Stefánsson,
lagði einmitt á það mjög ríka
áherzlu, að einn helzti áhrifa-
maður Sjálfstæðisflokksins, Jón
Pálmason, var þessu bandalagi
algerlega andsnúinn, og að í kjör-
dæmi Jóns Pálmasonar var háð
mjög hörð kosningabarátta á milli
Sjálfstæðisfl. og Bændaflokksins.
Þetta rifjaði hv. þm. Eyf., Bern-
harð Stefánsson upp, og ég spyr:
Hvar átti nokkuð svipað sér stað
í kosningabaráttunni í sumar?
Þegar hv. þm. Eyf., Bernharð
Stefánsson, rifjar þetta upp og
nefnir það sem dæmi, þá sannar
hann einmitt berlega, að þarna
er meginmunur á bandalögum
1937 og 1956.
Sjálfstæðisfl. og Bændaflokk-
urinn höfðu hvergi sameiginlega
lista í kjöri 1937, eins og Alþfl.
og Framsfl. gerðu núna a. m. k.
á tveimur stöðum, bæði hér í
Reykjavík og í Árnessýslu. Enn
þá síður, að það ætti sér stað
1937, sem var í sumar, að fram
fór prófkosning innan Framsfl.
í Reykjavík, prófkosning, sem
tilkynnt var, auglýst í útvarpi og
á annan veg, ekki um það hver
ætti að vera í kjöri sem Fram-
sóknarmaður hér í Reykjavík á
Framsóknarflokksins eigin lista,
heldur hafði Framsfl. prófkosn-
ingu um það, hver ætti að taka
eitt sætið á lista Alþýðuflokksins
í Reykjavík.
Hvaða dæmi frá 1937 er sam-
bærilegt við þetta?
Svo segir hv. þm. Eyf., Bern-
harð Stefánsson: Ja, það kemur
ekkert við hvaða skoðun menn
hafa, bara ef þeir segjast bjóða
sig fram fyrir einhvern flokk, þá
er ákvæðum kosningalaganna
fullnægt. Ég efast mjög um að
þetta standist. Ég efast mjög um,
að það sé heimilt fyrir frambjóð-
anda að segjast bjóða sig fram
fyrir flokk, ef hann _er sannan-
lega í öðrum flokki. Ég held því
fram, að slíkt sé fullkomin mis-
beiting á kosningalögunum, og
ég held því fram að það sé
hneyksli, sem Alþingi geti ekki
þolað, að slíkur skollaleikur eigi
sér stað.
BANDALAGIÐ 1937 EÐLILEGT
Þá sýndu kosningaúrslitin 1937
með eðlilegum hætti fylgi Sjálf-
stæðisflokksins og Bændaflokks-
ins. Miðað við kosningaúrslitin
þremur árum áður var ekkert
óvenjulegt eða óeðlilegt við úr-
slit í kosningunum 1937. Bænda-
flokkurinn fær svo að segja sama
hundraðshluta, ívið hærri, en svo
að segja sama hundraðshluta eins
og hann hafði fengið við kosn-
ingarnar áður, og Sjálfstæðis-
flokkurinn aðeins lægra hlutfall
rúmlega 41% í staðinn fyrir rúm-
lega 42% áður.
Ennfremur er sannað, að ef
fylgi flokkanna hefði verið taíið
saman, þá ntundu þeir sennilega
hafa fengið einum uppbótarmanni
meira heldur en þeir fengu. Þeir
kepptu um uppbótarsætin sín á
milli, og það, að fylgið var talið
í tvennu lagi, leiddi til þess, að
þingstyrkur þeirra varð minni
heldur en ella hefði orðið. Þetta
er alveg gerólíkt því sem nú er.
Tilgangurinn 1937 var engan
veginn sá að fara á nokkurn veg
í kringum kosningalögin eða að
afla flokkunum fleiri þingsæta
heldur en þeim bar miðað við
eðlilegt fylgi. Þvert á móti: Ástæð
Framh. á næstu síðu.