Morgunblaðið - 02.11.1956, Page 3
Föstudagur 2. nðv. T956
MORCTJNBLAÐ1Ð
3
Þessi ljósmynd er af Akranesi, tekin þar morguninn sem allur þorri
Akrancsbáta varð að fara út úr höfninni til Reykjavíkur, þar eð
•kipin voru talin í mikilli hættu við hafnargarðiim vegna hins
Kgiiega brims, sem var þennan morgun. Myndin sýnir eina ölduna
skella á garðinn, og það er til marks um hve há hún er, hve ljósa
staurinn fremst til hægri virðist lár í lofti.
— Ljósm. Árni Böðvarsson, Akranesi.
Neybrástand í Akranesiiöfn
UNDANFARIN ár, þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn stjórnaði, . var
miklu fé varið og mikið unnið að
hafnargerð hér á Akranesi. — í
sumar var lokst hafizt handa um
þessar framkvæmdir, en þær
höfðu legið niðri síðan hinn svo-
neíndi „þrífótur" „umbótaflokk-
anna“ náði hér völdum.
Nú var lögð mest áherzla á
byggingu Sementsverksmiðju-
bryggjunnar, en samhliða unnið
að því að framlengja aðalhafnar-
garðinn. En svo slysalega tókst
til að kerið, sem á að fara í fram-
lenginguna, flaut ekki á réttum
tíma og liggur nú þar, sem bát-
arnir voru bundnir áður. Verða
bátarnir því að liggja við hinn
yzta garð, þar sem brotsjóir
ganga yfir í suðvestan stormum
og brimi.
Hverjum mistökin eru að
kenna, skal ég ekki leggja dóm
á hér, en það er staðreynd að
stórhættulegt ástand skapast í
höfninni við þær aðstæður sem
áður um getur.
I dag, fyrsta vetrardag, er suð-
vestan stormur og stórsjór. •—
Skipshafnirnar hafa verið um
borð í bátunum í nótt og haft vél-
ar í gangi, til þess að forða
árekstrum og vera viðbúnir að
flýja til Reykjavíkur, ef land-
festar slitna. Það er hálflæði kl.
12 á hádegi og sjórinn gengur
öðru hverju yfir garðinn, sem er
ófær í mestu ólögunum.
Nú eru þrjú ólög riðin yfir og
sjómaður hleypur niður garðinn,
til þess að komast um borð í
bátinn sinn. En þá hvolfist fjórði
sjórinn yfir og tekur manninn
með sér .... Hann bjargast upp
í yzta bátinn í efstu röð. Full-
yrða má, að það hafi bjargað lífi
þessa manns, að hann kastaðist í
sjóinn fyrir ofan bátana.
Hafnargarðurinn er ófær og
bátarnir losa hver eftir annan og
sigla af stað til Reykjavíkur í
gegnum hættulega brotsjói og
hríðarveður úti af Þjótaskerjum.
Nú eru flestallir bátarnir á leið
til Reykjavíkur, það var ekki um
annað að ræða. Slysavarnafélagið
er beðið að senda skip á móti
þeim, til aðstoðar ef með þarf og
björgunarskútan Sæbjörg fór
vettvang.
Vér vonum að allt fari vel, en
menn eru kvíðnir og taugaóstyrk
ir yfir þessum aðstæðum. Hér er
vissulega fyrst og fremst um líf
sjómanna vorra að ræða og ör-
yggi framleiðslunnar hér á Akra-
nesi, sem hefur verið stór þáttur
í þjóðarbúskapnum.
Eftir crfiðan róður á vetrarver-
tíð, er örugg höfn það, sem sjó-
menn þrá og þarfnast vissulega,
Það er því heilög skylda framá
manna í bæjar- og ríkisstjórn að
ljá þessum öryggismálum fyrst
og fremst fylgi sitt og fram
kvæmdamátt.
StórframkYsemdir í landi eru
nauðsynlegar, svo sem áburðar
og sementsverksmiðjur o. fl., en
örugga höfn má ekki vanta í ver
stöð, sem hefur enn áhugasöm
um og dugmiklum sjómönnum á
að skipa og allar aðrar aðstæður
til þess að framleiða hina þjóð
nauðsnylegu útflutningsvöru.
Akranesi, fyrsta vetrardag.
J. Þ.
Góðar síldarafli
í GÆR var síldveiði yfirleitt góð
hjá bátum, er stunda veiðar
Faxaflóa. 15 bátar reru frá Ákra
nesi og fengu samtals 1525 tunn
ur. Aflahæstur var Keilir með
163 tunnur, en minnstur afli var
60 tunnur.
36 bátar lönduðu í Keflavík
samtals 2300 tunnum. Var Gull
faxi frá Neskaupstað aflahæstur
með 145 tunnur, en flestir bát
anna voru með 60—80 tunnur.
12 Sandgerðisbátar komu að í
gær og voru þeir með 700 tunnur
alls. Faxi hafði mestan afla 92
tunnur og Muninn annar 91.
íillaga um byggingu verkamanna-
íúss og sjomannastofu við höínina
Kommúnistar í Dagsbrún hafa nú
engan áhuga á málinu
BORGARSTJÓRI gerði grein fyrir því á fundi bæjarstjórnar í
gær að nefnd manna hefði að undanförnu unnið að undir-
búningi byggingar verkamannahúss og sjómannastofu hér í bæ
og hefði sér borizt greinargerð Sigmundar Halldórssonar um þetta
mál, en hún er svohljóðandi:
STAÐSETNING VH>
HAFNARHVOL?
,Á sl. ári var mér undirrituð-
um falið að gera tillögur og upp-
drætti að nýju verkamannaskýli
og sjómannastofu í samræmi við
tillögu Einars Thoroddsen bæjar-
fulltrúa, er samþykkt hafði ver-
ið í bæjarstjórn 16. sept. 1954.
Eftir að hafa athugað málið
nokkuð, voru að ósk minni, þeir
Einar Thoroddsen bæjarfulltrúi
og Gunnar Ólafsson skipulags-
stjóri beðnir að vera til ráðuneyt
is um þessar framkvæmdir.
Var þegar hafizt handa um að
finna heppilegan stað fyrir
þessa byggingu. Vegna stærðar
hafnarinnar kom það fljótlega
fram að vera kynni heppilegra
að reisa tvö minni hús en eitt
stórt.
Af þessari ástæðu og fleiru
varð að ráði að leita álits full-
trúa þeirra aðila er mál þetta
snertu mest, og voru þeir boð-
aðir til fundar um málið.
Þessi fundur var haldinn 5.
marz 1956 og mættu þar fulltrúar
I á Sjómannastofunni, Verka-
mannafélaginu, Dagsbrún og Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur, var
málið þar rætt frá ýmsum hlið-
um eins og meðfylgjandi fund-
argerð ber með sér.
Af hálfu fulltrúa bæjarins var
óskað tillagna hlutaðeigandi fé-
laga, var því vel tekið, og því
heitið, að þær yrðu sendar fljót-
lega.
Tillögur Sjómannastofunnar
bárust 14. apríl sl., en tillögur
frá Dagsbrún og Sjómannafélagi
Reykjavíkur- hafa eltki borizt.
Eigi að síður hefir verið haldið
áfram með að finna stað fyrir
væntanlegt Verkamannahús og
sjómannastofu og leggjum við til
að þessari starfsemi verði komið
fyrir á lóð áfast við Hafnarhvol,
eins og meðfylgjandi tillöguupp-
drættir sína, og er það ósk okk-
ar að bæjarráð taki afstöðu til
þeirra.
Reykjavík, 31. október 1956
V irðingarf yllst,
Sigm. Halldórsson."
SALUR FYRIR 300 MANNS
Þegar borgarstjóri hafði stutt-
lega gert grein fyrir málinu, tók
Einar Thoroddsen bæjarfulltrúi
Sjálfstæðismanna, sem verið hef-
ur forgöngumaður í þessu efni, til
máls og gerði grein fyrir störf-
um nefndarinnar. Hann kvað
hafa komið í ljós að mjög væri
erfitt að fá lóð á hafnarsvæðinu,
sem nothæf væri undir verka-
félagið hefðu sent nefndinni til-
lögu til leiðbeininga, en þó hefða
fulltrúar félaganna lofað því.
Guðbjartur Ólafsson undirstrik
aði það, kvaðst telja heppilegra
að hafa þrjú skýli við höfnina,
vegna vegalengdar þar og óhag-
ræðis fyrir verkamenn að ganga
langan veg til skýlisins. Mætti
t.d. eitt skýlið vera á neðstu hæð
hafnarhússins í öðrum enda þess.
Hins vegar væri þessi lóð mjög
dýrmæt og ætti að nota hana und
ir vörugeymsluhús, sem knýj-
andi þörf væri fyrir við höfnina.
Guðmundur Vigfússon (K)
sagði, að hér væri um að ræða
gamalt baráttumál verkalýðsins.
Reyndi hann að afsaka það, að
Dagsbrún hefði hundsað málið
og taldi að félagið hefði ekki átt
að gefa álit fyrr en gengið hefði
verið eftir því, en það hefði ekki
verið gert.
Borgarstjóri las nú upp fund-
argerð nefndarinnar af fundi,
þar sem fulltrúi Dagsbrúnar var
mættur, en þar var skýrt tekið
fram að óskað væri eftir áliti
félagsins og lofaði fulltrúi þess
mannahús og sjómannastofu, en! að það yrði látið i té. Sagði borg-
lóðin áfast við Hafnarhvol væri| arstjóri að kommúnistastjórn
„Dagsbrúnar" hefði ekki enzt
misserið til þess að koma álitinu
til skila. Þetta væri ekki ósvipað
vinnubrögðum kommúnista 1
bæjarstjórn. Þar reyndu þeir að
flytja tillögur og slá um sig út
af vinsælum málum, en er líkur
eru til að þau komist í höfn,
dettur áhuginn margoft niður,
eins og sést á þessu máli.
Magnús Ástmarsson flutti til-
lögu um að skora á stjórn Dags-
brúnar og Sjómannafélagsins að
láta bæjarstjórn í té hið allra
fyrsta óskir félaganna um staða-
val og fyrirkomulag. Var það
samþykkt, en minna virðist ekki
duga gagnvart kommúnistum í
Dagsbrún en skýr bæjarstjórnar-
samþykkt.
tvímælalaust það langbezta sem
völ væri á. Lægi hún vel við fyr-
ir verkamenn, þar sem hún lægi
nokkurn veginn miðsvæðis við
höfnina. Það væri gengið út frá
að þarna yrði rúm fyrir eins kon-
ar mötuneyti verkamanna og
væri áætlað að salur yrði þarna
sem rúmaði 300 manns. Bækistöð
verkamanna yrði á fyrstu hæð
hússins, en gert væri ráð fyrir
að byggt yrði á allri lóðinni. Sjó-
mannastofan væri hins vegar á
annarri hæð og væri réttast að
þetta tvennt væri aðskilið. Hins
vegar væri sameiginlegt eldhús
fyrir verkamannaskýlið og sjó-
mannastofuna.
E. Th. kvað sig furða á því, að
hvorki Dagsbrún né Sjómanna-
Hlutavelta kvennadeild-
SVFI n.k. sunnudag
ar
EINS og allir vita, þá hafa kon-
urnar í kvennadeild Slysavarna-
félags íslands í Reykjavík unnið
ótrúlega mikið og fórnfúst starf
við fjáröflun til slysavarnastarf-
seminnar hingað og þangað á
landinu og þau eru nú orðin mörg
skipbrotsmannaskýlin og björg-
unarstöðvarnar við strendur
landsins, sem beinlínis hafa ver-
ið byggðar fyrir það fé, sem kon-
urnar hafa safnað með sinni al-
kunnu atorku. Fyrir þetta verð-
ur þeim seint fullþakkað.
Hlutaveltunefnd er ein þeirra
fjáröflunarnefnda kvennadeildar-
innar, sem einna mestu hefur
Bitstjóri Dogs treystir kommán-
istara betnr en sínnm flokks-
■ fl*
monnum
Eftirfarandi grein birtist nýlega í blaðinu
íslendingi á Akureyri.
DAGUR segir í fyrradag, að fólki í þorpunum á Norður-, Vestur-
og Austurlandi sé tilkoma nýju stjórnarinnar mikið fagnað-
arefni, þar sem hún hafi samþykkt kaup 15 togara, enda sýni það
„framsýni og dugnað".
Hins vegar nefnir blaðið það
ekki, að með því að draga komm- I
únista inn í ríkisstjórn, hefir
lánstrausti ríkisins til slíkra fram
kvæmda mjög verið sjjillt meðal
ellra vestrænna þjóða, svo að til
vandræða horfir um áður ákveðn-
iu framkvæmdir í landinu.
En Dagur gerir sér bjartar von-
Ir, því að eins og hann segir,
hefir „sú breyting orðið á stjórn
landsins, að við stjórnartaumun-
um hafa tekið menn, sem sjá, að
ekki dugir að horfa aðgerða-
laust á það, að atvinnuleysi ríki
úti á landi ....“
Sú breyting hefir sem kunnugt
er oröið á stjórninni, að í staö
þess að Framsókn skipaöi hana
áður að liálfu, hefir hún nú að-
eins 2 ráðherra af sex. í stað
þriðja ráðherra Framsóknar-
flokksins er nú kominn lbiu-
kommunisti, og mun stjórnmála-
ritstjóri Dags hafa séð sólina
koma upp við þá breytingu!
Unglin
vantar til blaðburðar
Sjafnargötu
Baröavog
Larsgagerði
IMesvegur
Laugav. neðri
Fjólugötu
Lindargötu
flUtMððÍí
Sími 1600
áorkað í þessum efnum og hafa
nefndarkonurnar, — en hvert
rúm er þar vel skipað, — starfað
með slíkum ágætum að einsdæmi
er. Nú munu þessar ágætu konur
stofna til nýrra hlutaveltu
n. k. sunnudag 4. nóv. í Verka-
mannaskýlinu við' Reykjavíkur-
fiöfn og í þetta skipti eru kon-
urnar ákveðnar að safna fé til
sjúkraskýlis.
Það er vænzt að bæjarbúar
ásamt félagskonum styðji og
styrki konurnar í þessu heilla-
ríka starfi bæði með því að taka
vel á móti þeim er þær koma,
og gefa ríflega á hlutaveltuna og
svo með því að fjölmenna á
hlutaveltuna á sunnudaginn og
freista gæfunnar.
Styðjum öll og eflum slysa-
varnastarfsemina eftir beztu getu.
Reknetjaveiðar
Reknetjabátarnir voru úti í
nótt, 17 eins og í gær. Flestir
þeirra lögðu aðeins helming af
netjunum, því að slæmt var í sjó-
inn. Fengu þeir alls 900 tunnur
síldar. Hæstu bátarnir þrír voru
mjög jafnir með 104—106 tunnur
hver. Voru það Sigurvon, Guðm.
Þorlákur og Ver.
Átta trillubátar fóru á sjó i dag.
Sögðu þeir haugasjó úti. Afli var
þó 300—800 kg. á bát. Nú er búið
að frysta á Akranesi tæpar 8000
tn. af beitusíld, en beitusíldar-
þörfin á vertíðinni er um 9.500
tn. Auk þess er nú búið að frysta
til útflutnings á ’ fjórða þúsund
tunnur af síjd. Fyrsta skilyrðið
um beitusíldina er að hún sé feit,
en útflutningfreðsíldin verður
að hafa lágmarksfitumagn 12—
16%, því að hún á að reykjast.
Svo verður roð hennar að vera
með öllu óskaddað.
Hér er Vatnajökull og losar á
fjórða hundrað lestir af saltL
— Oddur.