Morgunblaðið - 02.11.1956, Side 10

Morgunblaðið - 02.11.1956, Side 10
MORGUNBT. AÐIÐ Föstudagur 22. nóv. 1956 W Ralmagnsperur T E S L A, allar stærðir Heildsölubirgðir: TEBEii TRADINS HF. Sími 1864 Snjallar og merkilegar skdldsögur Eftir prófessor Richard Beck Hefi opnað T asm" ækn?<ngastof ii MOSGERÐI 1 Viðtalstími kl. 3—6 alla virka daga, nema laugardaga. Simi: 3420 — Heima: 82107. MAGNÚS R. GÍSLASON, tannlæknir. j/ •/ /• wikmunaif Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna hefur til umráða um 700 16 mm kvuanyndir, allt tal- og tónmyndir, sem lánaðar eru út endurgjaldslaust til allra félaga, skóla, stofnana og fyrirtækja. Um 120 af þessum kvikmyndum eru með íslenzku tali, ög er sérstök skrá yfir þær nýkom- in út. Upplýsingaþjónustan lánar einnig út sýningavélar, til að sýna þessar kvikmyndir. Allar pantanir á kvikmyndum og sýningarvélum ber að gera með nokkrum fyrirvara, og senda til skrifstofu okk- ar að Laugavegi 13, Reykjavík eða Lesstofu íslenzk- Ameríska félagsins, Akureyri. ÞÓ að Guðmundur Daníelsson sé eigi nema hálf-fimmtugur á hann sér að baki langan og glæsilegan rithöfundarferil; hefir hann verið óvenjulega afkastamikill í rit- mennskunni, en hitt er þó stórum ánægjulegra til frásagnar, að hann hefir jafnframt vaxið sem skáld með hverri nýrri bók, er frá honum hefir komið á síðustu árum. Nægir að minna á skáld- sögu hans, Musteri óttans, sem kom út árið 1953, og hlaut að verðleikum þann samhljóma dóm kunnra gagnrýnenda, að þar væri um mikið og sérstætt skáld- rit að ræða, í heild sinni með snilldarbrag. Síðastliðið haust sendi Guð- mundur frá sér tvær nýjar bæk- ur, en það voru smásagnasafnið Vængjaðir hestar (Útgefandi fsa- foldarprentsmiðja, Reykjavík) og skáldsagan Blindingsleikur (Útgefandi Helgafell, Reykjavík) í bókum þessum fara saman tíma bær viðfangsefni og eggjandi til umhugsunar, og sambærileg list- ræn meðferð þeirra, enda hafa þær báðar fengið ágæta dóma. I. Rúmur áratugur var liðinn frá því að Guðmundur gaf út fyrsta smásagnasafn sitt Heldrimenn á húsgangi (1944), þegar hið nýja másagnasafn hans, Vængjað'ir hestar, kom fyrir sjónir almenn- ings; sýndu sumar sögurnar í fyrra safninu, og þó sérstaklega ein þeirra, að mikils mætti af honum vænta á því sviði skáld- sagnagerðarinnar, ef hann legði Parker ‘51’ Gjöf, sem frægir menn fúslega þiggfa frekari rækt við það vandmeð- farna form listrænnar tjáningar. Er það nú í ríkum mæli á daginn komið. í hinu nýja smásagnasafni hans skipar öndvegi sagan „Pytturinn botnlausi“, og á hún það fyllilega skilið, því að síðan ég las hana fyrst í handriti fyrir nokkrum ár- um, hefi ég verið sannfærður um, það, að hún væri heilsteypt lista- verk. Þar sameinast markviss snilld í efnismeðferð og sál- skyggni á háu stigi. „Höfundur- ParKgf ‘51’ hefur alltaf verið langt á .undan öðr- um pennum. Er nú með sínu sérstæða Aerometric blekkerf’ og hinum raf- fægða platínuoddi, sem einnig er alltaf í fram- för. Með Parker ”51“ hafa þeir ráðíð örlög yðar. Flestir af þekktustu ráðamönnum heimsins — svo og þeir sem þér hafið mest dálæti á — eru stoltir af að eiga Parker ”51 og muna ávallt þann sem færði peim hann að gjöf Með honum hafa þeir fram- kvæmt úrbætur fyrir veiferð yðar. Mundi það ekki vera dásamlegt ef einhver vildi heiðra yður með gjöf sem pessari? Parker ’Sí' Eftirsóttasti penni heims, gefinn og notaður af fræg’u lolk' Verð: Parker ‘51’ með gullhettu kr. 560.00 Parker ‘51’ með lustraloy hettu kr. 480.00 Pai’ker Vacumatic kr. 228.00. Einkaumboðsmaður Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283, Reykjavík. Viðgerðir annasv: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavórðustíg 5, Reykjavík. 2401E Guðmundur Daníelsson. inn speglar þar draum æskunnar og viðhorf hennar og örlög og gerir vandasömu viðfangsefni frábær skil.“ (Helgi Sæmundsson, Suðurland, 19. nóv. 1955). „Svala“, frásögnin um ungu stúlkuna fyrir norðan, sem á hug söguhetjunnar allan, er einnig prýðisvel samin smásaga, og beit- h’ höfundur þar af mikilli leikni cndasamri aðferð hinnar „hálf- -'gðu sögu“, og eykur það drjúg- m áhrifamagn sögunnar. „Styrkir" er bráðskemmtileg ádeiia, að vísu ekki eins fastmót- uð, og fyrrnefndar sögur, en hug- nyndaauðlegð og frásagnargleði höfundarins njóía sín þar ágæt- l;ga, og mannlýsingarnar eru Jóslifandi, sérstaklega á sögu- etjunni. Af skyldum toga spunnin er „ugan „Fasteignir hreppsins“, údeilusaga, en hér er slegið á strengi alvörunnar fremur en gamanseminnar, þó ekki sé frá- sögnin með öllu laus við nokkura kaldhæðni; þessi saga er ágæt- lega sögð, gamla fólkinu, sem þar lcemur við sögu, lýst af nærfærni og samúð. „Vísa Hadríans keisara" er að ýmsu leyti skemmtileg frásögn og ber bitni hugkvæmni höfundar, en nokkuð laus i reipunum, og I ber mciri svip góðrar blaða- mennsku en skáldsögu, eins og bent hefir verið á af öðrum. Og fyrst frásögn þessi er, eins og sögulokin sýna, tengd vestúrför höfundar, þá fer vel á því að geta samtímis þeirrar sögunnar í safninu, „Þú skalt farmanns- kufli klæðast", sem er hreinrækt- aður ferðaþáttur, og sver sig ó- tvírætt í ætt til fyrri ferðasagna höfundar um snjallar lýsingar og hressilegan frásagnarhátt, svo að myndirnar, sem þar er brugðið upp, verða minnisstæðar. Þrjár sögur í þessu safni eru að 'því leyti í samhengi, að þær snerta allar drenginn Húna, en þær eru: „ Úr blöðum Húna drengs“, „Vígsla“ og „Faðir og sonur“. i fyrstu sögunni svífa lesandanum fyrir sjónir átakan- legar en vel gerðar myndir úr lífi drengsins. „Vígsla“ segir frá örlagaríkri stund í lífi hins unga sveins, „dyrum heimsins hefir verið lokið upp fyrir honum“. Um innsæi og fastmótaða efnismeð- ferð svipar þessari áhrifamiklu sögu til „Pyttsins botnslausa“. Djúpur sálrænn skilningur og þróttmikill stíll haldast þar í hendur. „Faðir og sonur“ er mjög vel gerð saga, svipmerkt sömu einkennum og „Vígsla“, þó eigi sé hún eins fastmótuð í efnis- meðferð. Hins vegar fatast höfundi lista- tökin í seinustu sögunni, „Gest- urinn“, þó að hún sé athyglisverð að efni til. En í heild sinni er þetta smá- sagnasafn Guðmundar prýðilegt og hið merkilegasta; það sýnir á minnisstæðan hátt, að hann er búinn að ná föstum tökum á list- rænu formi smásögunnar, og eyk- ur að sama skapi skáldhróður hans. Því að auk annarra vel sam- inna sagna og athyglisverðra, eru fjórar af þessum sögum, „Pyttur- inn botnlausi“, „Svala“, „Fasteign ir hreppsins“ og „Vígsla", gerðar af þeirri snilld, að þær skipa heiðursrúm í þeim skáldsagna- flokki íslenzkra nútíðarbók- mennta. II. Það er ánægjuleg fjallganga, í andlegri merkingu talað, að fylgj ast með ungum rithöfundi, er klífur æ hærra brattan tind auk- ins þroska og snilldar, og þá eigi sízt vinum hans og velunnurum. Þetta hefir góðu heilli, verið að gerast hvað snertir Guðmund Daníelsson, eins og þegar er gefið í skyn í sambandi við hið nýja smásagnasafn hans; en það er eigi síður sannmæli um nýjustu skáldsögu hans, Blindingsleik. Hann hefir á undanförnum ár- um stöðugt verið að sækja í sig veðrið í skáldsagnagerðinni; hin ríka skáldgáfa hans, sem auðsæ var þegar í fyrstu bókum hans, hefir notið sín betur og betur í seinni skáldsögum hans, en hvergi örugglegar eða á eftir- minnilegri hátt heldur en í ofan- nefndri skáldsögu hans. Réttilega lýsir einn af snjöllustu samtíðar- höfundum íslenzkum henni á þessa leið: „í hinni nýju skáldsögu Guð- mundar hníga allir kostir hans sem rithöfundar í einn farveg. Málið er fagurt og þróttmikið, stíllinn breytilegur eftir efni, glæsilega lit- og myndríkur, en þó hvergi uin of, heldur í fyllsta samræmi við tilgang höfundar og heildina. Lýsingarnar á um- hverfinu skera sig ekki úr eins og stundum áður í sögum Guð- mundar, en falla að hugblæ per- sónanna og rás atburðanna eins og vel gerð og sjálfsögð um-. gerð. Um atburðalýsingarnar er sama máli að gegna. Þær mynda samfellda heild, þar sem eitt svarar til annars.“ (Guðmundur Gíslason Hagalín, Vísir, 28. des. 1955). Blindingsleikur er mjög sér- stæð skáldsaga bæði um efni og frumlega meðferð þess. Hún ger- ist öll á einni nóttu í litlu sunn- lenzku sjávarþorpi á íslandi ein- hvern tíma á árunum 1900—1920, en staður og stund skipta 1 raun- inni mjög litlu máli, því að þessi saga er táknræn frá upphafi til enda, í fyllstu merkingu orðsins; hún hefði alveg eins getað gerzt hvar sem var annars staðar í heiminum, og það er einmitt þessi hlið hennar, algildi hennar, sem gerir hana eins_kyngimagnaða og raun ber vitni. í harmsögu þeirra, sem þar heyja sína óvægu bar- áttu, speglast almenn örlög mann anna barna, sem hljóta að vekja bergmál og samúð l huga les- andans, hvern dóm sem hann kann annars að fella á breytni þeirra og horf til lífsins. Sagan fjallar um mesta vanda- mál vorrar aldar og allra alda, um hamingjuleitina, leitina eftir og baráttuna fyrir betra og æðra lífi. Og sú barátta er háð hið innra, á vettvangi sálarlífsins, Hér sviptir höfundurinn til hliðar huliðsblæjunni frá innstu afkim- um hugskots - sögupersóna sinna; gerir lesendur hluthafa í því ölduróti tilfinninganna, sem bylt ist um í sálum þeirra manna og Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.