Morgunblaðið - 02.11.1956, Page 13

Morgunblaðið - 02.11.1956, Page 13
Fðstudagur 2. nov. 1956 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Myndirnar sýna hinn sögulega viðburð, þegar 9 metra há stytta Stalins á Stalin-torginu í Búdapest var felld af föðurlandsvinum. Xil vinstri er verið að koma á hana böndum, því næst er hún dreg- in af stallinum, og myndin til hægri sýnir stígvél einræðisherrans og ungverska fánann, sem blakt- ir þar sem áður stóð ógnvaldur Austur-Evrópu. Við komum úr vifi í Búdapest Frásögn sjónarvokta * USTURRÍSKA sendiráðið í Búdapest gekkst fyrir því, að send var bílalest með Aust- urríkismönnum og nokkrum öðr- um útlendingum frá Búdapest til Austurríkis. Með bílunum voru 23 karlar og konur, sem með frá- bærum dugnaði brutu sér braut til landamæranna og komust heilu og höldnu frá blóðbaðinu í Ungverjalandi. Frásagnir þess- ara sjónarvotta að atburðunum í Búdapest gefa lifandi mynd af ógnaröldinni, sem yfir borgina gekk, meðan á uppreisninni stóð. ★ ★ ★ Werner Henne frá Bern sagði við fréttamenn í Vínarborg: „Blöðin geta alls ekki lýst at- burðunum í Ungverjalandi með nægilega sterkum orðum. Veru- leikinn tekur langt fram öllum þeim hryllingi, sem hægt er að ímynda sér. Ég sá með eigin aug- tim hvar um 20 leiðtogar frelsis- sinna höfðu verði hengdir í flagg- stengur »g ijósastaura við eina aðalgötu borgarinnar. Ég sá með eigin augum, hvernig konum og börnum var smalað saman, stillt upp við vegg og strádrepin með vélbyssum". Annar sjónarvottur sagði: „Um tíu-leytið gengu um 2000 karlar og konur fram hjá bandaríska sendiráðinu veif- andi flöggum. Þau hylltu fán- ann, sem blakti fyrir framan bygginguna og hrópuðu: Hvei-s vegna hjálpið þið okkur ekki? Þessi hópganga var friðsamleg og fólkið óvopnað. Þá gerðust ótrúlegir hlutir. Þrír rússnesk- ir brynvagnar óku á vettvang, og í þeim voru ungir Ungverj- ar, sem höfðu gengið í lið með Rússum. Mannfjöldinn hélt í áttina til þinghússins, þar sem fyrir voru aðrir brynvagnar og sveitir rússneskra hermanna vopnaðar vélbyssum. Hópur- inn sendi þriggja manna sendi- nefnd inn í þinghúsið, þar sem forsætisráðherrann hafði að- setur sitt. Meðan beðið var eftir sendinefndinni, var hróp- að án afláts: Niður með Gerö! Látið fangana lausa! Rússarn- ir voru vinsamlegir, en hleyptu mannfjöldanum ekki að þinghúsinu. Ég hafði tekið mér stöðu í anddyri skammt frá. Allt í! einu hóf einn brynvagninn að í skjóta án afláts. — Tveir! vcpnaðir brynvagnar bættust í hópinn. Það var greinilegt að þeir skutu upp í loftið. Ég veit ekki með vissu, hve marg- ir úr hópnum létu lífið við þessa árás, en sá orðrómur gekk, að 200 til 300 manns hefðu legið í valnum. Torgið fyrir framan þinghúsið líktist helzt vígvelli eftir þessi f jölda- morð. Það var auðséð, að Rúss- arnir, sem í fyrstu voru vin- samlegir, höfðu fengið skipun frá æðri stöðum um að rýma torgið. Ég sá ekki einn einasta ungverskan hermann á lorg- inu“. ★ Annar sjónarvottur kvaðst hafa orðið vitni að því hvernig 10 ára stúlkubarn missti foreldra sína. og níu systkini á aldrinum 6—16 ára á nokkrum sekúndum, þegar markvissir Rúss ar í einum brynvagninum hófu skothríð á fjölskylduna. Blóði ötuð og sinnulaus rcikaði telpan grátandi innan um lík ástvina sinna. ★ Einn sjónarvotta varð vitni að daglöngum bardögum frá herbergi sínu í Hótel Astoria. Kl. 4,30 um morguninn var hann vakinn af hræðilegri skothríð. Gatan var full af rússneskum brynvögnum og löngum röðum af bílum með fótgöngulið. ★ KL. ÁTTA: Skothríðin verð- ur æ magnaðri. Hópur ungra frelsissinna gat ekki lengur brot- izt gegnum stálvegg Rússanna og flýði inn í hótelbygginguna. Skömmu síðar draga Rússarnir þá einn af öðrum út úr bygg- ingunni. Flestir þeirra eru á barnsaldri, 15—16 ára gamlir. Það er átakanleg sjón. Undir teppum og í skúmaskotum finnast skot- færi. Ég tek upp möppu, sem einhver hefur fleygt í skyndi Hún er full af skothylkjum. * KL. TÍU« Gestirnir safnast óttaslegnir í borðstofunni. Ómurinn frá bardögunum í borg- inni kemur nær og verður hávær- ari. Særðir menn eru fluttir inn í hótelið. Rússneskir hermenn rannsaka öll herbergi. En hve- nær sem þeir sýna sig í gluggun- um, kveða við skot frá næstu húsum. KL. TÓLF: Brynvagnarnir á götunni hefja skothríð. Eld- glæringarnar þjóta hjá. Vírar slitna, götuljós falla, raflínur sporvagnanna rofna. Brunalyktin fyllir vitin. Orrustugnýrinn er svo hár, að maður heyrir naum- ast til sjálfs sín. Handsprengju er varpað inn í hótelið, nokkur herbergi hrynja og vatnsleiðslan rofnar. Yfir 100 manns, mest- megnis þýzkir gestir, hafa þjapp- að sér saman í mollulega kjall- araholu hótelsins. Hin kjallara-j herbergin hafa verið tekin í notk- un af rússneskum herforingjum Og ungversku öryggislögreglunni. ★ KL. 22: Loksins áræðum við að yfirgefa kjallaraholuna. Þegar upp kemur, blasir við okkur alger eyðing. Glerhlið matstofunnar liggur í hrúgu á gólfinu. Bílarnir, sem stóðu fyrir framan hótelið, eru ekki annað en torkennilegir blikkhaugar. í vínsalnum er okkur borið kaffi. Þeir sem eru svo heppnir, að handsprengjurnar hafa ekki grandað herbergjum þeirra, geta nú lagzt til hvíldar. En um svefn er ekki að ræða. Alla nóttina kveða við óhljóð og skarkali kveinandi manna og hrynjandi húsa. Næsta morgun var eyðingin enn gertækari. Gatan kringum hótelið var þakin brynvagnakeðj- um. Á einu horninu stóð yfir- gefinn rússneskur brynvagn. Með miklum erfiðismunum komst Hermenn úr frelsissveitunum skoða skilríki borgara nálægt Györ í Vestur-Ungverjalandi. y~rrt „ þessi sjónarvottur 1 hálfeyðilögð- um vagni sínum yfir til Hótel Duna, þar sem austurríski sendi- herrann hafði stefnt bílalestinni saman. ★ ★ ★ * Á leiðinni frá Búdapest var auðsætt, að uppreisn frelsissinna var ekki takmörkuð við höfuð- borgina. í Raab lágu niðurrifnar rauðar stjörnur eins og hráviði á götunum. Rauða stjarnan á ráðhústurninum hafði líka verið rifin niður. Á leiðinni milli Búda- pest og Burgenland voru ekki færri en 15 stöðvar, þar sem her- menn gættu vegarins. Allar göt- ur voru fullar af rússneskum brynvögnum og fótgönguliði með þungavopn. Og loks var landa- mærunum náð. Þar var allt ró- legt, næstum óraunverulega frið- samlegt. „Ég mun aldrei gleyma því, hvernig frelsissveitirnar stóðu í gegn ofurefli liðs og horfðu hnarreistar framan í byssukjaftana, sem stráfclldu allt sem fyrir þeim varð“, sagði ein kvennanna. „Við erum komin heim frá helvíti“. Jon Suul sendir íslandi grenifræ að gjöl ÞEGAR Jon Suul lénsmaður frá Veradal í Noregi kom hingað til íslands í sumar til þess að af- henda skurðmyndina af Gunn- laugi ormstungu og Hrafni, kynntist hann nokkuð þeim á- huga, sem hér er ríkjandi um skógrækt, og hve mjög íslend- ingar þrá að geta klætt sitt nakta land. Þegar hann kom svo heim, fór hann að brjótast í því að útvega trjáfræ frá Þrændalögum, til þess að senda íslandi að gjöf. Var það talsverðum erfiðleikum bundið, en þó fékk hann ofurlítið af fræi hjá „Stiklestad planteskole", sem er eign Skógræktarfélagsins í Þrændalögum. Einnig fékk hann fræ víðar. Um þessar mundir veiktist hann og varð að leggjast í sjúkra- hús, en kona hans, frú Laura Suul sendir gjöfina með þeirrí ósk að öll fræin megi þroskast og dafna vel í íslenzkum jarð- vegi. Þetta eru 3 kg. af grenifræi, en það svarar til þess að þar sé hálf milljón fræja. Gjöfinni fylgja þakkir og kveðj ur Jons Suul til allra þeirra ís- lendinga, sem hann kynntist í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.