Morgunblaðið - 02.11.1956, Side 15
Föstudagur 22. nóv. 1956
M ORGVMiLAÐlÐ
15
Danslagakeppni S.K.T.
HÉR með fylgir atkvæðaseðill
Danslagakeppni S.K.T. 1956, er
nú stendur yfir.
Væntanlegir þátttakendur í at-
kvæðagreiðslunni eru kvattir til
að varðveita blaðið og atkvæða-
seðilinn þangað til útvarpað verð
ur frá keppninni. En það verðui
væntanlega fljótlega, og þá til
kynnt með fyrirvara.
Til verðlauna er að vinna, meu
þátttöku í atkvæðagreiðslunni.
Þeir, sem merkja við þau þrjú
lög í hvorum flokki, — gömlu
dönsunum og nýju dönsunum,
sem flest atkvæði hljóta að lok-
um, geta fengið að verðlaunum:
Gítar, um 500,— kr. virði, sem
hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga-
dóttur í Reykjavík gefa keppn-
inni í nýju dönsunum, — og
óperu, á plötum, eftir eigin vali,
sem hljóðfæraverzlunin Fálkinn
í Reykjavík gefur keppninni í
gömlu dönsunum.
Verði fleiri en einn í hvorum
flokki með rétta atkvæðagreiðslu,
verður varpað hlutkesti.
Nafn:
Höfundur þess lags, sem fær
flest atkvæði samanlagt, hlýtur,'
að verðlaunum flugfar til Kaup-
mannahafnar og heim aftur, sem
Flugfélag íslands gefur sigur-
vegaranum, — og vikudvcí í
Höfn, er ferðaskrifstofan Orlof
í Reykjavík gefur sigurvegaran-
um. Mun hún einnig koma lag-
inu og höfundi þess á framfæri
á helzta skemmtistað Kaup-
mannahafnar.
Ennfremur gefur Sameinaða
fargjald til Kaupmannahafnar og
heim aftur þeim, sem verður
efstur í hinum flokknum.
Hver þátttakandi í atkvæða-
greiðslunni á að merkja við þrjú
lög í hvorum flokki.
Það má hvorki merkja við
fleiri né færri en þrjú lög í hvor-
um flokki, því þá er atkvæða-
seðillinn ógildur.
Atkvæðin verða talin og birt
viku eftir að útvarpað hefur ver-
ið.
Utanáskriftin er: Pósthólf 88,
Reykjavík.
Bréf.
„Exersexes"
Hr. ritstjóri!
FYRIR skömmu hlýddi ég á
barnatíma Ríkisútvarpsins.
Stjórnandinn er námsstjóri. Hann
tók að fræða börnin um Grikki
og samskipti þeirra við Xerxes.
Birtist þá þrjátíu ára gamall
kunningi minn frá skólaárunum,
sem sé „Exersexes".
Árni Pálsson hafði tekið nú-
verandi héraðslækni einn upp í
þessum kafla fornsögunnar. Ný-
sveinninn féll í sömu gröf og
námsstjórinn á dögunum, hann
íslenzkaði nafn þessa forna pers-
neska heiðursmanns, kallaði
hann „Exersexes“. Það þurfti
minna til, að ásjóna Árna Páls-
sonar formyrkvaðist og það í
fyrsta tíma á mánudegi.
Segja mætti, að slysni náms-
stjórans væri varla umtalsins
verð og sambærileg gati sveins-
ins hjá Árna Pálssyni. Svo er þó
ekki. Annars vegar er nýsveinn
í skóla, tekinn óvænt upp, lítt
lesinn á mánudagsmorgni, haf-
andi takmarkaðan áhuga á efn-
inu og aðeins hraðfleyga helgi til
undirbúnings. Hins vegar er
námsstjóri heils landsfjórðungs,
sem af innri köllun og frjálsum
vilja fer að „fræða“ gjörvöll
landsins börn. Umbununin er
líka misjöfn. Vinur minn, lækn-
irinn, uppskar aðeins háð og spé
og olli vinsælum kennara sárrar
hryggðar. Námsstjórinn þiggur
fé úr almanna sjóði, þakklæti
allrar þjóðarinnar og von bráðar
riddarakross.
J. Á. G.
RACNAR JÓNSSON
hæstaréltarlögmaður.
Laugavegi 8. — Sími 7752.
Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla.
LÖGIN VIÐ GÖMLU DANSANA:
Nóttin og þú .............................. eftir B-6.
Akranes-skórnir .................... eftir Þórð skóara.
Heim vil ég ............................ eftir Tvíbein.
Greikkum spor ............................. eftir Nóa.
Sonarkveðja ............................. eftir Es-dur.
Þú gafst mér allt ............... eftir Mörlanda.
Á gömlu dönsunum (Hæll og tá> . ...... eftir Jóa.
^GIN VIÐ NÝJU DANSANA
Bláu augun ............................. eftir Baldursbrá.
Hvítir svanir ............................... eftir Ómar.
Kveðja förusveins ............................ eftir Jónas.
f maí.......................................... eftir E. S.
Þú ert vagga mín, haf ....................... eftir Háseta.
Viltu koma? ............................... eftir Glettinn.
Við gluggann ................................ eftir Donna.
' 'jrið svo vel að setja kross (X) framan við nöfn þriggja laga,
.ivorum flokki, — þeirra sem yður þykja bezt.
T rétex
Höfum fyrirliggjandi trétex í stærðunum
4X8 og 4X9 fe*.
Texið er geymt í upphitaðri geymslu.
Sendum heim kaupendum að kostnaðarlausu.
Hagstætt verð.
ftfarpa hf.
Einholti 8
Sendiferðahíll
Tilboð óskast í Fordson sendiferðabíl. Verður til sýnis
í dag eftir klukkan 1.
ÞVOTTAHÚSIÐ GRÝTA
Laufásveg 9.
Til sölu
Fasteignin Linnetstígur 6, Hafnarfirði, er til sölu.
Verður til sýnis laugardaginn 3/11 kl. 2—6. — Tilboð
sendist afgr. Mbl. merkt: „Fasteign — 3173“.
Fulltrúastaða
er laus til umsóknar. — Upplýsingar hjá undirrituðum
eða dómsmálaráðuneytinu.
Umsóknarfrestur er-til 15. nóv. nk.
Bæjarfógetinn á Isafirði.
Heimilisfang: .....................
— Grein R. Becks
Fxh. af bls 10
; . anna, er hann lýsir, á úrslita-
. , indunum í lífi þeirra. Hér koma
;.rgir og ólíkir við sögu, en öll-
um er þeim, hvort sem þeir leika
mikið eða lítið hlutverk á leik-
sviði sögunnar, lýst af svo næm-
um skilningi og brugðið yfir þá
svo björtu ljósi raunveruleikans,
r.ð þeir standa lesandanum lifandi
íyrir sjónum að loknum lestri.
Blindum augum leitar þetta
fólk hamingjunnar, auðugra og
æðra lífs, með ýmsum hætti;
uppreisn þess gegn umhverf sínu
finnur sér, með öðrum orðum,
framrás í mismunandi myndum,
og fer það eftir aðstöðu þess og
lífsviðhorfi.
Minnisstæðust allra, sem bar-
áttu sína heyja á þessu sögu-
sviði, verður lesandanum þó vafa
laust Birna Þorbrandsdóttir, um-
komulaus stúlka, sem hefur sig
upp úr niðurlægingu og þræl-
dómi; hlotnast það æðra líf, sem
hún leitar eftir, og lyftir jafn-
framt manninum, sem hún elsk-
ar, Torfa Loftssyni, með sér upp
úr djúpi örvilnunar inn í heim
nýrra vona og framtíðartrúar.
Ástin er því mikill örlaga- og
máttarvaldur í þessari sögu. Og
það er einmitt í hinni djúpu og
fórnfúsu ást, sem Birna finnur
það æðra líf, sem hún hefir ver-
ið að leita eftir, eða eins og
hún skilgreinir það fyrir Jóni
blinda, sem niðurlægt hafði hana
og lítilsvirt:
„Æðra líf er að vera fær um
að hlusta á þig og hafa þig fyrir
augunum án þess að fyrirlíta þig
og fyllast viðbjóði, og að láta
þig ósjálfbjarga ekki gjalda þess
í dag að þú spýttir á mig heil-
brigður í gær. Já, ég held, að ég
hafi fundið æðra líf, Jón minn“.
Birna er komin út úr myrkri
nótt ömurleikans inn í glaðbjart
an dag, eða eins og hún orðar
það nær sögulokum:
„Mér finnst ég hafa verið með
ykkur í blindingsleik, þar sem
allir höfðu bundið íyrir augun
og enginn sá hvað hann var að
eltast við. En nú tökum við ekki
lengur þátt í þeim leik, Torfi
— er það?“
„Nei,“ svarar hann lágt. „Ég
held þú sért í þann veginn að
leysa bindið frá augunum á mér,
Birna. Mér hefur alltaf fundizt
ég einbúi í dimmum köldum
skugga, og einskis virði allt sem
ég hef gert, en þessi tilfinning
þjakar mig ekki núna. Það er
eins og að hafa verið mikið veik-
ur, en finna allt í einu ekki leng
ur til.“
Síðan kveðjast þau ástúðlega
og halda hvort sína leið, „þangað
sem þau vissu aö þörfin fyrir þau
var brýnust.“
En menn verða sjálfir að lesa
þessa sögu gaumgæfilega, eins og
hún á skilið, til þess að njóta
hennar til fulls, þeirrar snilldar
I frásögn og djúpsæju túlkunar
sálarlífsins og mikilla örlaga, sem
hún hefir að geyma.
Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergs
son), sem sjálfur er einhver mesti
snillingur núlifandi í íslenzkri
smásagnagerð, segir, að Blind-
ingsleikur sé „alveg vafalaust
meistaraverk“. Hann hefir rétt að
mæla, og eins í þessum viðbót- j
arorðum: „Saga þessi stendur tví j
mælalaust í röð bezt rituðu skáld- j
sagna nú á tímum. Þorpið og 1
fólkið, sem hún íjallar um,'
gleymist ekki þeim, er söguna
lesa. Þrátt fyrir hið alvöru-
þrungna efni er sagan mjög
skemmtileg aflestrar, vegna hins
mikla hraða, lifandi stíls og við-
burðaríks efnis.“ (Eimreiðin,
janúar-marz 1956).
Með þessari efnismiklu og
snilldarlegu skáldsögu sinni og
með beztu smásögum sínum hef-
ir Guðmundur Daníelsson unnið
sér sess innarlega á bekk fremstu
samtíðarskálda í sagnagerð.
FRÁ TÉKKÓSLÓVAKÍU :
FaUeg snið úr frábæru efni.
REGNFRAKKAR
úr ull og gabardine.
Umboðsmenn:
O. 31. Albertsson
Laugavegi 27 A — Sími: 1802.
i
s
i
í
í
I
\
!
I
í
I
;
\