Morgunblaðið - 02.11.1956, Qupperneq 19
Fðstuáfagur 2. tvðv. 195C
MORGVNBLAÐIÐ
19
Hveitibrauðskanta
í Coburg
DAGANA 29. ágúst til 3. sept.
voru saman komnir í hinni fögru
borg í Franken, Coburg, sjö
hundruð tónlistarmenn frá Vest-
ur- og Austur-Þýzkalandi á sam-
þýzkri músikhátí'ð. Borgin á sér
xnerka sögu sem músikborg. Fyrir
þrjátíu ára stríðið var Melchior
Franck hirðkapelmeistari hér, og
hér staríaöi tónskáldið Anton
Schweitzer, sem fyrstur manna
skrifaði samfelida óperu á þýzkri
tungu. Hér lifði óperuhöfundur-
inn Lortzing æskuár sin, og hér
fæddist Felix Draeseke, sein
samdi óperu eftir Laxdælu, er
hann nefndi „Guðrún“.
„MISJAFN SAUÐUR f MÖRGU
FÉ“
Tónverk allra tegunda — að
undanskildri óratóríu — voru
flutt, nær öll eftir nútímahöf-
Unda. Ægði þarna ýmsu saman,
góðu og miður góðu. Skemmtileg-
ur reyndist „konsert" fyrir píanó
og strokhljómsveit eftir Hermann
Reutter í Stuttgart, hins vegar
voru orgelfantasíur Siegfried
Borriee sundurleitar í stíl, notar
hann fimmíarfærslur sem ástæðu
laust skraut. Betra virtist vera
um að litast hjá Georg Trexler
frá Leipzig. ICantata hans „Met-
anoeite“ er hljómkröftug með
góðri skörun og háum hljómsúl-
um, en ekki nógu þétt í fram-
setningu. Aðlaðanöi var orgel-
verk eftir Georg Goerner í
Weimar „Improvisation, Ostinato
og Dobbelfúga“. Slef hans eru
lifandi og eölileg, sprottin af
riáttúrulegum tónstiga.
söngurinn, umfangsmikil lof-
gjörð.
HVEITIBRAUÐSKANTATAN
Þegar menn sjá hinar frægu
myndir eftir van Gogh og Céz-
anne, „Vinnustígvél“ og „Úlpa á
stól“, þá verður auðsætt, hve
mjög nútímalist hneigist æ meir
að rauntækum verkefnum. Real-
isminn leynir sér þá heldur ekki
í tónlist nýja tímans. Gott dæmi
um þessa stefnu var „Hveiti-
brauðskantatan“ eftir Hanns
Eisler í Berlin, fyrrum nemanda
Schönbergs. Tónslcáldið hefur
tónsett hugleiðingar ítalsks
bónda: sá sem á ekkert hveiti-
brauð, bara maísbrauð, hann
þekkir ekki náð guðs; og þegar
búandkarlinn gekk frarn íyrir
hásæti himinsins, bað hann um
stóra hveitibrauðssneið. Og
himnafaðir mælti svo fyrir, að
kotbóndinn San Bernardo skyldi
um alla eilífö fá nægju sína af
mjallhvítu hveitibrauði. — Meo
ágætri framsögn hefur höfund-
inum tekizt að draga hér upp
mynd af einfaldri ósk almúga-
mannsins. í endingarháttum
kemur fram gamansemi, sem
minnir á kerskni Heines í lok
margra ljóða hans. Tónsmíð þessi
vakti mikla athygii, og margir
deildu um réttmæti liennar. Samt
sem áður sýndi hún fullvel, að
listin getur brugðið nýju Ijósi
yfir trú og þjóðfélagsíræði; nú-
timinn leggur þessi öfl á aðrar
vogarskálar en heitstefnutrú píet-
ismans á dögum Bachs.
HUGMYND TÓNSKÁLDSINS
OG MANNVINARINS,
RICHARD STRAUSS
Á músíkmótinu voru haldnir
margir fyrirlestrar um uppeldis-
mál. Innihald þeirra markaðist
af stefnu þeirra, er Richard
Strauss (eitt mesta tónskáld síð-
ari tíma, naut enda sérstakra
heiðurslauna í Þýzkalandi eins
og Síbelíus meðal Finna) hafði
ótrauður barizt fyrir fram til
dauða sins 1949. Uppeldi yngri
kynslóðarinnar var honum hjart-
ans mál. Það sýndi henn einna
bezt í pistli sínum „Tíu gullvægar
reglur“ fyrir ungan hljómsveit-
arstjóra. í lok síðustu styrjaldar
1945 skrifar Strauss. „Bréf um
hinn húmanistiska menntaskóla".
Þar stendur m. a.: „Hin elztu
Frh. á bls. 21.
TSlkynning
frá skrifstofu Keflavíkurbæjar.
Útsvarsgreiðendur í Kefiavík eru minntir á að greiða
útsvarsskuidir sínar og fasteignaskatta nú þegar.
Samkvæmt lögtaksúrskurði, sem upp hefur verið kveðinn,
verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara, fyrir
ógreiddum útsvörum og fasteignaskatti þeirra, sem ekki
greiða reglulega af kaupi eða hafa samið um lokagreiðsiu
ÓLÍKIR SÖNGLEIKIR
Tveir andstæðir og óiíkir söng-
leikir voru uppfærðir: „Flóðið"
eftir Boris Blacher og „Friðar-
dagur“ eflir Richard Strauss.
Gárungar sögöu, ao eiginlega
væri röðin öfug, því að „frið-
samleg“ litil kammerhljómsveit
Blachers hefði drukknað í
„flóði“ hinnar stóru symfóníu-
hljómsveitar Strauss. Blacher
hefur tónsett reifara eftir Maupas
sant, upprunalega sem útvarps-
óperu. Kórinn, sem er í hljóm-
sveiíarláginni, syngur lýsingu á
leiksviðinu og síðan allar tilvís-
anir leikstjóra. Kammerópera
þessi, sem endar á bankasíjóra-
morði, er sannkölluð tvísör.gs-
ópera: hér skiptast á banka-
stjóradúettar, dobbeldúetíar,
kveðjudúettar og peningadúettav.
„Friðardagur“ Strauss gerist
24. okt. 1648, er þrjátíu ára stríð-
inu lauk með íriðnum í West-
falen, hryllilegustu styrjöld, er
nokkru sinni hefur geisað á
þýzkri grund. Friðnum er hér
lýst sem kraftaverki. Loks tók-
ust sættir, en við það klofnaði
Þýzkaland eftir trúarkenningum
í tvo ósamrýmanlega flokka,
norður og suður. Nú hefur þýzka
ríkið enn skipzt í tvo andstæða
hluta, austur og vestur, og allir
víðsýnir menn þrá sameiningu,
þótt mikið beri á milli. — Músik
Strauss er auðug að margbreytni.
Alþýðleg lagfærsla, sorgargöngu-
hljóðfall og hamslaus kórstígandi
skiplast á. Áhrifamikil) er loka-
fyrir ákveðinn dag.
Bæjargjaldkerinn.
Ibúðir til sölu
3ja herbergja íbútf við Skipasund. Stærð 70—80 ferm. Lán
að upphæð kr. 109.000.00 til 15 ára. Sér miðstöö. Sérstaklega
smekkleg og vönduð innrétting.
Skemmtileg 4ra herbergja íbúð á hæð í húsi i Sasásbáez-
hverfi. Stærð 112 ferm. auk sameignar í kjallara. Bílskúrs-
réttindi. Selst fokheld. Gert ráð fyrir sér miðstöð.
Glæsileg 5—S herbergja hæð í húsi við Bugðulælc. Hæðin
er 134 ferm. auk geymslu og annarar sameignar í kjallara.
Bílskúrsréttindi. íbúðin er með íullfrágenginni miðstöð,
búið að grófpússa hana. Fínpússningu verður lokið eltir
nokkra daga. Mjög skenrmtileg innrétting.
3ja herbergja íbúðir í húsi við Laugarnesveg tilbúnar undir
tréverk og málningu, þ. e. með fullfrágengnum miðstöðv-
arlöngum, gróf- og fínpússaðar að innan, með svala- og úti-
dyrahurðum. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Tilbúnar
til afhendingar.
3ja herbergja íbúð í húsi við Hörpugötu, 90 ferm. Utborgun
aðeins 90 þúsund.
Nánari upplýsingar gefur
Fasteigna & Verðbréfasalan,
(Lárus Jóhannesson, hrl)
Suðurgötu 4
Símar: 3294 og 4314.
4 Einbýlishús
Steinhús, á mjög góðum stað, rétt við miðbæinn með
tilheyrandi eignarlóð verður til sölu ef viðunandi tilboð
fæst. — í húsinu eru 6 herbergi, eldhús, bað, þvottahús
og hitaveita. Upplýsingar gefur undirritaður í dag og á
morgun kl. 2—4. — Fyrirspurnum í síma verður ekki
svarað* -
ÓLAFUR PÉTURSSON,
lögg. endurskoðandi,
( Austurstræti 12, III. liæð.
I
LAUGAVEGI 166
S3A Kúbiki skápur kostar aðeins kr. 8,540
GLÆSILEGUR, LÖNG ÁBYRGÐ, HAGKVÆMIR
GREIÐSLUSIULMÁLAR
arlmannas
iMýkomið mikið urval af
karlmatinaskóm með leijur- og svampsolum
Skó'bitð
ASalsírætl 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38 — Snorraþraut 38 — Garðastræti 6.