Morgunblaðið - 13.11.1956, Síða 3
Þriðjudagur 13. nóv. 1956
M O R C Jl N R L A Ð 1Ð
3
Foroura
logum
Á HINUM fjölmenna aðal-
fundi Sjálfstæðiskvenna-
félagsins Hvatar í gær-
kvöldi, flutti Bjarni Bene-
diktsson ræðu, að loknum
aðalfundarstörfum og gerði
að umtalsefni ástandið í
heimsmálunum og stjórn-
málin hér á íslandi í dag.
Fer ræðan hér á eftir:
Bjarni Benediktsson gerði fyrst
grein fyrir þróun. utanríkismál-
anna að undanfömu, og sagði
síðan:
Menn hafa bundið of miklar
vonir við veðrabrigðin í ITúss-
landi. Deilt hefur verið um hvort
þar væri um eiginlega eðlisbreyt-
ingu að ræða eða aðeins nýja
aðferð til að ná hinu sama, sem
alltaf hefur verið stefnt að, al-
heims-yfirráðum kommúnista. Úr
þessu er nú skorið.
Tilgangurinn er hinn sami og
fyrr. Aðferðin nú er jafnvel
harkalegri en nokkru sinni áður.
Þess hefur ekki verið gætt
sem skyldi, að vaidhafarnir í
Moskvu hafa að vísu slakað
nokkuð á einræði og ofsókn-
um innan kommúnistaflokks-
ins en eftir sem áður hafa
ailir utan flokksins verið rétt-
lausir.
Þess vegna var í bili a. m. k.
láíið gott heita, að kommún-
istar í Póllandi skiptu um for-
ystumenn, tii þess þannig að
friða landslýðinn. En þegar
Ungverjar reyndu að reka
kommúnista aiveg af höndum
sér var járntjaldið látið skella
fyrir á ný og hin ógurlegustu
múgmorð hafin á bak við það.
SAMA AFLIÐ
Því miður getum við íslend-
ingar ekki látið svo sem þessir
atburðir komi okkur ekki við.
Sama aflið, sem er að verki í
Ungverjalandi, hefur einnig mik-
il áhrif í þjóðlífi okkar.
Kommúnistar hér á landi hafa
óneitanlega komið ár sinni vel
fyrir borð.
Þjóðin var komin vel á veg
með að einangra kommúnista. Sú
einangrun lék þá enn verr en
allur almenningur gerði sér grein
fyrir. Flokkurinn var að minnka
stórlega og tapa áhrifum sínum.
Margs konar aðferðir voru not-
aðar til að rjúfa einangrunina.
Nokkrar þeirra eru raktar í yfir-
lýsingu MÍR, sem Þjóðviljinn
birti á sunnudag.
„Þó að aðfarir ráðstjórnar-
innar í Ungverjalandi hryggi
íslendinga, þá er ekki ástæða
til að gleyma því á þessari
stundu að ráðstjórnin hefur
aldrei sýnt ísiendingum ókurt-
eisi né yfirgang, öðru nær;
að Ráðstjórnarríkin eru eitt
helzta viðskiptaland vort; að
vér höfum átt mörgum góðum
gestum að fagna úr Ráðstjórn-
arríkjunum, þar á meðal fá-
gætum vísindamönnum og
snillingum; og að íslendingar
af öllum stéttum hafa notið
gistivináttu og fyrirgreiðslu
svo í menningarlegum og við-
skiptalegum erindum i Ráð-
stjórnarríkjunum, og eignazt
þar vini.“
LJÓTASTA SETNINGIN
Mætur maður sagði við mig í
dag, að þetta, að íslendingar
ættu að sýna umburðarlyndi yfir
meðferð Rússa á Ungverjum af
því, að þeir hefðu „aldrei sýnt
íslendingum ókurteisi eða yfir-
gang“ væri ljótasta setningin,
sem hann hefði lesið.
ððrum frá ör-
Ungverjalands
Bæða Bjiirna Benedikíssonar
ó oðoifundi Hvatar í gær
Én af þessu sjáum við hver til-
gangurinn hefur verið með þeim
aðgerðum, sem MÍR telur upp.
Þjóðina hefur átt að múlbinda
og koma í veg fyrir, að hún léti
upp andstyggð sína á slíku at-
hæfi, sem nú hefur verið framið
í Ungverjalandi.
En á fleira hefur verið treyst
en hið rússneska gull eitt og vin-
áttuna, sem það megnaði að
kaupa. Metnaður einstakra ís-
lenzkra stjórnmálamanna hefur
og verið misnotaður í þessu
skyni.
FÉLL FYRIR FREISTINGUNNI
Fáir íslendingar hafa farið
harðari orðum um kommúnista
en Hannibal Valdimarsson. En
þegar hann hrökklaðist úr for-
mennsku í Alþýðuflokknum sáu
kommúnistar sér leik á borði og
hagnýttu sér sárindi hans og
buðust til að gera hann að for-
seta Alþýðusambands íslands.
Hannibal stóðst ekki freist-
inguna og hefur síðan verið
bandingi kommúnista.
Fyrst fannst þeim betra að
halda honum innan Alþýðu-
flokksins. Þar gerði hann þeim
mest gagn. En þegar einangrunin
blasti við kommúnistum í vor
vegna Stalins-afhjúpananna, var
Hannibal notaður til þess að gefa
kommúnistaflokknum nýtt naín
og reyna þannig að fela hans
sanna eðli.
Með svipuðum hætti hefur
sú sannfæring Hermanns Jón-
assonar, að ísland hlyti að
glatast, ef hann væri ekki
sjálfur forsætisráðherra, verið
notuð til þess að koma komm-
únistum inn í rikisstjórnina.
Til þess að svo mætti verða,
þurfti að visu að ganga á bak
hátíðlegra heita, sem voru gefin
fyrir kosningar.
Þau voru höfð að engu, þegar
Hermann Jónasson sá, að hann
gæti ekki náð völdunum með
öðrum hætti en samvinnu við
kommúnista. Þeir þurftu að vísu
að aíneita mörgu, sem þeir höfðu
áður sagt um efnahagsmálin til
þess að komast í stjórnina. Kaup-
bindingin er t. d. alger afneitun
þess, sem kommúnistar hingað
til hafa sagt um ástæður verð-
bólgunnar.
urinn samvinnu við Sjálfstæðis-
menn um utanríkismálin og kusu
heldur að leysa þau með komm-
únistum. Núverandi ríkisstjórn
mun og ekki lifa degi lengur en
kommúnistum líkar stefna henn-
ar í utanríkismálum.
í AUGSÝN HEIMSINS
Allir hafa þessir atburðir orðið
íslandi til lítillar sæmdar út á
við. Hermann Jónásson sagði í
sumar í útvarpinu að nú greiddu
íslendingar atkvæði um varnar-
málin í augsýn heimsins.
Þetta reyndist rétt. ísland hef-
ur aldrei, hvorki fyrr né síðar,
orðið svo umtalað víðs vegar um
heim.
Framsóknarmönnum hefur ekki
líkað sá dómur, sem upp hefur
verið kveðinn og kennt okkur
Sjálfstæðismönnum um. Allt er
þetta alger misskilningur. Sjálf-
stæðismenn ráða engu um skrif
erlendra blaða.
Það eru atburðirnir sjálfir,
samþykktin frá 28. marz og þátt-
taka kommúnista í ríkisstjórn,
sem hefur vakið ugg og kvíða
hvarvetna meðai frjálshuga
manna.
Á sama hátt er það furðuleg-
ur barnaskapur, þegar Tíminn nú
kennir Morgimblaðinu um tíð-
indi utan úr heimi.
Morgunblaðið kemst vitan-
lega ekki hjá því að segja
frá helztu heimsviðburðum,
þótt Hermanni Jónassyni þyki
þeir óþægilegir, bæði vegna
samstarfsins við kommúnista
og stefnunnar í utanríkismál-
um, sem haan hefur markað.
VERBUR
STEFNUBREYTING?
Allir íslendingar spyrja nú:
Hver áhrif hafa þessir atburðir
á utanríkisstefnu íslands?
Við Sjálfstæðismenn höfum af
okkar hálfu svarað með þeim
tveimur þingsályktunartillögum,
sem við lögðum fram á Alþingi
á föstudaginn.
Kommúnistar hafa svarað
með því að herða á því að
ísland verði gert varnarlaust
og að Atlantshafsbandalags-
samningurinn sé „í raun réttri
úr gildi fallinn.“
Lýðræðissinnar í stjórnarliðinu
segja enn ekki neitt. Bæði Tím-
inn og Alþýðublaðið reyna þó að
taka upp glens í sambandi við
þessar tillögur og er slíkt hugar-
ástand þó fjarlægast öllum skyni
bornum mönnum, er þeir hugsa
nú um þessi mál. En þessum
stjórnarliðum er sá sérstaki vandi
á höndum, að við Sjálfstæðis-
menn höguðum tillögugerð okkar
og rökstuðningi hennar svo, að
vitna sérstaklega til lýsinga og
ummæla Alþýðublaðsins og Tím-
ans um þessi má’ síðustu vik-
urnar.
SKÝR SVÖR HEIMTUÐ
Við vissum, hvílíkum fjandskap
orð og athafnir Sjálfstæðismanna
eiga að mæta af hálfu ýmissa úr
þessum herbúðum og kusum því
heldur að vitna til þeirra eigin
orða. Hrópyrði og skammir þess-
ara manna um okkur skipta engu
máli. Spurningin, sem allt á vélt-
ur, er þessi:
Hverjir eru þeir, sem vilja gera
Island varnarlaust, eins og nú
horfir í heiminum og hverjir eru
hinir, sem með nauðsynlegum
vörnum á íslandi vilja tryggja
öryggi íslands og efla heimsfrið-
inn, svo að öðrum þjóðum verði
forðað frá hinum ömurlegu örlög-
um Ungverjalands?
At fjölum Þjóðleikhússins :
Töfrafiautan frumsýnd um jólin
jþJÓÐLEIKHÚSIÐ situr ekki
auðum höndum þessa dag-
ana. Þar er svo mikil önn að
skortur á húsrými og öðru
æfingarsviði er tilfinnanleg-
ur.
Þjóðleikhússtjóri skýrði blað-
inu svo frá í gær, að nú væri
unnið af kappi að æfingum á
þremur verkum sem frumsýna á
öll fyrir jól.
Ilið fyrsta er brezka leikritið
„Tondeleyo“ eftir Leon Gordon,
sem sýnt verður í tilefni af aldar-
fjórðungsleikafmæli Jóns Aðils á
fimmtudag.
Þá eru daglega æfingar á leik-
riti sr. Sigurðar Einarssonar í
Holti, „Fyrir kóngsins mekt“. —
Það er sagnfræðilegs eðlis, fjall-
ar um frelsisafsal íslendinga á 17.
öld, Kópavogsfundinn og fleiri
válega atburði úr sögu þjóðar-
innar.
Dr. Páll ísólfsson hefur samið
tónlist við þetta leikrit séra Sig-
urðar. Er þar bæði um forleik að
ræða, tónlist milli atriða og kór-
söng í leikriiinu sjálfu. Mun
menn fýsa mjög að hlýða á verk
Dr. Páll Isólfssort semur tónlist v/ð
/i/ð nýja leikrit séra Sigurðar
Einarssonar
Sr. Sigurður Einarsson.
þessara tveggja þjóðkunnu
manna en leikritið verður frum-
sýnt 30. nóv.
Þá sýnir leikhúsið og óperuna
Dr. Páll Isólfsson.
„Töfraflautan“ eftir Mozart nm
jólin. Það er mikið verk og hug-
-júft, og verður víst eitt vinsæl-
asta viðfangsefni leikhússins á
þessu ári. Með aðalhlutverk fara
Ágœft mót ungra Sjálf-
stœðismanna að Hellu
Geysilegur mannfjöldi sótti það
ALAUGARDAGSKVÖLDIÐ efndi Samband ungra Sjálfstæðis-
manna til móts að Hellu á Rangárvöllum. Var þar saman
kominn geysimikill mannfjöldi og fór mótið hiö bezta fram, enda
var vel.vandað ti) dagskrár. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti
ágæta ræðu um atburðina fyrir austan járntjald.
EINANGRUNIN LÉK ÞÁ ILLA
En hér var meira í húfi. Ein-
angrunin hafði leikið kommún-
ista svo illa, að þeir vildu allt
til vinna að sleppa úr henni.
Reynslan hefur nú sýnt, að um
þetta hafa þeir séð rétt. Ef þeir
nytu nú ekki þess skjóls að vera
í stjórnarsamvinnu við tvo lýð-
ræðisflokka, mundu kommúnist-
ar hafa veslazt upp og eyðzt sem
afl í íslenzkum stjórnmálum við
atburði siðustu viku.
Fyrirlitning almennings á
þeim nú er mikil, en vissu-
lega dregur það úr áhrifa-
mætti hennar, að höfuð-
stöðvar kommúnismans á ís-
landi eru í sjálfri ríkisstjórn-
inni, og að forsætisráðherra
iandsins notar öll sín áhrif
og völd til að bjarga þeim úr
vandanum.
Það er ekki einangrunin ein,
sem kommúnistar hafa á þennan
veg forðað sér úr. Þeir hafa og
fengið úrslitaáhrif á utanríkis-
stefnu stjórnarinnar.
Með samþykktinni frá 28. marz
slitu Framsókn og Alþýðuflokk-
ÁRÁSARFERILL RÚSSA
Ásgeir Pétursson, formaður
Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna, setti mótið með skörug-
legu ávarpi, þar sem hann hvatti
unga Sjálfstæðismenn að standa
þétt saman um frelsi þjóðarinnar,
sjálfstæði hennar og menningu.
Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri rakti í ræðu sinni sögu þess
hvernig Rússar hafa neytt færis
að leggja undir sig grannþjóðir
sínar, gat um samstarf þeirra við
nazista fyrir heimsstyrjöldina og
blóðugan landvinningaferil
þeirra síðan sem hámarki sínu
náði í hinni fólskulegu ofbeldis-
árás Rauða hersins á Ungverja-
land.
SÖNGUR GUÐMUNDAR
Þá söng Guðmundur Jónsson
íslenzk lög með undirleik Weiss-
happels, Hjálmar Gíslason
skemmti og tvær ungar stúlkur
sýndu akrobatik.
þau Þuríður Pálsdóttir, Kristinn
Hallsson og Þorsteinn Hannesson.
Eftir nýjár verður tekið til við
leikrit hins unga og efnilega höf-
unar, Jóns Dan, fyrsta leikritið
sem eftir hann er sýnt og nefnist
það hinu rómantíska nafni
„Brönugrasið rauða“. Mun það
íjalla um ástir og raunir ungra
skálda í Reykjavík á vorum tím-
um.
. Loks starfar svo ballettskólinn
undir þaki Þjóðleikhússins og
stjórna honum af festu og rögg-
semi Erik Bidsted, ballettmeistar-
inn ágæti, og kona. hans, sem
kom hingað til lands í fyrradag
írá' Bandaríkjunum.
Eru í þeim skóla alls 350 nem-
endur, svo mjög eykst nú leik-
dansakunnátta vor með ári
hverj::.
Má v htóulega segja að Þjóð-
leikhús vort sé hið bezta menn-
ingarmusíeri, — alveg eins ®g
þjóðieikhús eiga bezt að vera.