Morgunblaðið - 13.11.1956, Qupperneq 4
4
M ORCTIVni 4Ð1Ð
Þriðjudagur 13. nðv. 1956
— Dagbók —
Stjörnubíó sýnir um þessar mundir frönsk-ítölsku kvikmyndina
„Aðeins einu sinni“. Aðalhlutverkin leika Alida Valli og Jean
Marais og sjást þau á myndinni hér að ofan.
í dag er 318. dagur ársins.
Þöðjudagur 13. nóvember:
Árdegisflæði kl. 1,32.
Siðdegisflæði kl. 14,00.
Slysavarðstofa Reykjavíkur í
Heilsuverndarstöðinni er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörður L.
R. (fyrir vitjanir), er á sama stað
kl. 18—8. Sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfs-apó-
teki, sími 1330. — Ennfremur
eru Holts-apótek, Apótek Austur-
bæjar og Vesturbæjar-apótek, op-
in daglega til kl. 8, nema á laug-
ardögum til kl. 4. Holts-apótek er
opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4.
Garðs-apótek er opið daglega
frá kl. 9—19, nema á laugardög-
um, 9—16 og á sunnudögum 13—
16. Sími 82006.
Hafnarfjörður: — Næturlæknir
er Ólafur Einarsson, síroi 4583.
Akureyri: — Næturvörður er í
Akureyrar-apóteki, sími 1032. —
Næturlæknir er Sigurður Ólason.
□ EDDA 595611137 = 2.
I.O.O.F. Rb. 1 == 10611138% —
9. II. III.
RMR — Föstud. 16. 11. — Fund
inum frestað til 23. 11.
• Brúðkaup •
S.l. föstudag voi-u gefin saman
í hjónaband af séra Jóni Thoraren
sen, ungfrú Selma Samúelsdóttir
frá ísafirði og Ketill Jensson
óperusöngvari. — Heimiii þeirra
er að Laugateigi 5.
Gefin voru saman í hjónaband
s.l. laugardag Sigurdís Skúladótt-
ir, bankaritari, Flókagötu 67 og
Jóhann Sigmundsson, prentari, —
Kjartansgötu 3. Heimili þeirra er
á Nesvegi 9.
• Afmæli *
Frú Kristín Hjálmsdóttir, Ból-
staðahlíð 13, er 85 ára í dag. Hún
er stödd á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar, að Laugateigi 42.
• Skipafrétíir •
Fimskipafélag íslands h.f.:
Brúarfoss fór frá Vestmanna-
eyjum 7. þ.m. til Rostock. Ðetti-
foss fer frá Gdynia í dag til Ham-
borgar og Reykjavíkur. Fjallfoss
er í Reykjavík. Goðafoss fór frá
Kotka 9. þ.m. til Reykjavíkur. —
Gullfoss fór frá Hamborg í gær-
kveldi til Kaupmannahafnar. —
Lagarfoss er í Reykjavík. Reykja
fc«s fór frá Iíamborg 11. þ.m. til
Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá
Reykjavík 7. þ.m. til New York.
Tungufoss fór væntanlega frá
Húsavík í gærkveldi til Svalbarðs-
eyrar. Straumey lestar í Hull til
Reykjavíkur. Vatnajökull lestar í
Hamborg um 14. þ.m. til Rvíkur.
Skipantgerð ríkisins:
Hekla er á Austf jörðum á suð-
urleið. Herðubreið fer frá Reykja
vík á morgun austur um land til
Bakkafjarðar. Þyrill var væntan-
legur til Reýkjavíkur seint í nótt
frá Þýzkalandi. Baldur fór frá
Reykjavík í gærkveldi til Snæfells
nesshafna og Flateyjar. Ásúlfur
var á Hornafirði í gær á suðurleið.
Eimskipafélag Rvíknr h.f.:
Katla er í Reykjavík.
• Flugíerðix •
Flugfélag íslands h.f.:
Millilandaflug: Sólfaxi fer til
London kl. 08,30 í dag. Væntanleg
aftur til Reykjavíkur kl. 23,00 í
kvöld. Flugvélin fer til Osló, Kaup
mannahafnar og Hamborgar kl.
08,00 í fyrramálið. — Innanlands
flug: 1 dag er áætlað að fljúga
til Akureyrar (2 ferðir), Blöndu-
óss, Egilsstaða, Flateyrar, Sauð-
árkróks, Vestmannaeyja og Þing-
eyrar. — Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar, ísafjarðar,
Sands og Vestmannaeyja.
Pan American-flugvél
kom til Keflavikur í morgun
frá New York og heldur áleiðis til
Oslo, Stokkhólms og Helsinki. Til
baka er fluvélin væntanleg annað
kvöld og fer þá til New York.
Danska félagið
heldur fund í kvöld kl. 20,00 í
Tjarnarkaffi.
Vinningar í happdrætti
Hringsins
Brúðurúm nr. 240; silkidúnteppi
nr. 1702; bíll nr. 3178; skeiðasett
nr. 4904; skíðaföt nr. 1908; vöru-
bíll nr. 4522; bollasett nr. 216;
sínii nr. 3443; traktor nr. 4652;
brúða nr. 3393. — Vinninganna
má vitja í Verzlun Andrésar
Andréssonar, Laugavegi 3. (Birt
án ábyrgðar).
Blómsveigasjóður
Þorbjargar Sveinsdóttur
Minningaspjöld fást í Hljóðfæra
verzlun Sigríðar Helgadóttur, —
Lækjarg. 2, hjá Emilíu Sighvats-
dóttur, Teigagerði 17, Guðfinnu
Jónsdóttur, Mýrarholti við Bakka
stíg, Ólöfu Björnsdóttur, Túngötu
38 og Áslaugu Ágústsdóttur, Lækj
argötu 12B.
Óhuggandi 2ja ára telpa
1 gær var hringt til Dagbókar-
innar, frá Hvammsgerði 4 í Smá-
íbúðahverfinu. — Tveggja ára
telpa í heimilinu þar er óhuggandi
síðan hún týndi tuskukisunni
sinni, mjög falleg gul, loðin, með
rautt band um hálsinn og merki
í eyranu. Amma hennar hafði
gefið henni kisuna, og litla telpan
hefur alltaf sofið með kisuna sína
hjá sér. — Nú eru það vinsamleg
tilmæli til þeirra, er kynnu að
hafa séð slíka tuskukisu, að þeir
geri viðvart í Hvammsgerði 4, svo
litla telpan geti tekið gleði sína á
ný. —
Slysavarnadeiidin
Hraunprýði
Fundur í kvöld kl. 8,30.
Kvenfélagið Keðjan
Skemmtifundur í kvöld kl. 8,30
í Golfskájanum.
Happdrættið á hlutaveltu
K. R.
Þessi vinningsnúmer komu upp
í happdrættinu áhlutveltu K.R. s.I.
sunnudag: Nr. 7095, kr. 3.000,00.
Nr. 2656, hringferðin. Nr. 14376,
mályerkið. Nr. 2791, matarforðinn
og nr. 6868, 1 tunna ljósaolía. —
Vinningarnir sækist til Sigurðar
Halldórssonar, Ingólfsstræti 5. —
Sími 5583. (Birt án ábyrgðar).
LEIÐRGTTING
Vegna greinar í blsðinu, hefur
verið beðið fyrir eftirfarandi leið-
réttingu:
Á þriðjudaginn var, 6. þ.m., bil-
aði fólkslyftan á Hótel Borg, rétt
eftir hádsgi. Voru þá strax fengn
ir fagmenn til að athuga þetta. —
Kom þá í ljós, að ásinn í lyftu-
tromlunní var brotinn. Tók þá
Hamar h.f. að sér að smíða nýjan
ás, sem mun vera nokkurt verk
og verður hann ekki til fyrr en
eftir þesea helgi.
Jóhannes Jósefsson.
Orð lífsins:
Og ekki er hjóApræóió í neinum
öörum, þvi að eigi er heldur ann-
að nafn undir himninum, er menn
kunna að nefna, er oss sé ætlað
fyrir hóipnum að verða.
(Post. 4, 12).
Sniðgangið þá, er freista yðar
með áfengum dryjtkjum, og vafa-
sömum og oft hættulegmn félags-
skap í því sambandi.
— Umdæmisstúkan.
Tveir pennavinir
Fimmtán ára dönsk stúlka,
Inger Christensen, Stateansvej 63,
Shalborg, Jylland, Danmark, ósk-
ar eftir að komast í bréfaviðskipti
við pilt eða stúlku á aldri við hana
sjálfa. Hún hefur áhuga á ýmsu,
t. d. klassískum tónverkum, mál-
aralist, kvikmyndum og mörg
þekkileg hugðarefni á hún fleiri.
Bréf bennar liggur hjá Dagbók
Morgunblaðsins.
David nokkur skrifar á ensku
frá Hong Kong og langar ákaf-
lega mikið til að kynnast, með
bréfaskriftum, íslenzku æskufólki.
Einnig bans bréf er bjá Dagbók
Morgunblaðsins, ef æskufólk vill
sinna því.
Frá AJlianoe Francaise
Fyrsti fundur félagsins á þess-
um vetri var haldinn í Tjarnar-
kaffi s. I. fimmtudagskvöld. Hinn
nýi sendikennari ungfrú Made-
leine Gagnaire flutti f:óðlegt og
skemmtilegt erindi um efnið. AIli-
ance Francaise í hitabeltinu, og tal
aði um lífið á Jamaica, en við há
skólann bar hefir ungfrúin stund-
að kennslu næstliðin þrjú ár. Að
Hér kemur reikningur ...cgr-
unar- og snyrlistofunni, fyrir
marga ntánuði, má ég spyrja, fyrir
Kvað á ég eiginlega að greiða?
erindinu loknu sýndi hún skugga-
myndir frá þessu gróðursæla landi,
voru þetta undurfagrar litmyndir,
sena hún hafði sjálf tekið. — Var
síðan stiginn dans til kl. 1. Voru
fundarmenn mjög ánægðir með
þetta fróðlega og skemmtilega
kvöld. —■
Félag austfirzkra kvcuna
munið fundinn í kvöld kl. 8,30 í
Grófin 1.
Gjafir til kirkjubyggingar
Óháða safnaðarins
Ónefnd kona, kr. 5 þús. B Þ 2
þús. Una kr. 500. Áheit frá Dóru
kr. 100; Guðrún Vigfúsdóttir kr.
100. Jón Tómasson, Hvítanesi k».
100. — Með einlægu þakklæti, fyr-
ir hönd kirkjunnar. — Safnaðar-
prestur.
Læknar fjarverandi
Bjarni Jónsson, óákveðinn tíma.
Staðgengill: Stefán Björnsson.
Elías Eyvindsson læknir er
hættur störfum fyrir Sjúkrasam-
lagið. — Víkingur Arnórsson geg*
ir sjúklingum hans til áramóta.
Ezra Pétursson óákveðinn tíma.
Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn-
laugsson.
Hjalti Þórarinsson verður fjar-
verandi til nóvemberloka. Stað-
gengill: Ólafur Jónsson, Háteigs-
vegi 1. Heimasími 82708, stofu-
Kristbjörn Tryggvason frá 11.
október til 11. desember. — Stað-
gengill: Árni Björnsson, Brött -
götu 3A. Sími 82824. Viðtalstími
kl. 5,30—6,30, laugard. kl. 3—4.
sími 80380.
• Gengið •
Gullverð ísl. krónu:
100 gullkr. = 738,95 pappírskr.
1 Sterlingspund .. kr. 45,70
1 Bandaríkjadollar . — 16.32
1 Kanadadollar ... — 16.40
100 danskar kr. .... — 236.30
100 norskar kr.........— 228.50
100 sænskar kr.......— 315.50
100 finnsk mórk .... — 7.09
1000 franskir frankar . — 46.63
100 belgiskir frankar . — 32.90
100 svissneskir fr. .. — 376.00
100 Gyllini .......... — 431.10
100 tékkneskar kr. .. — 226.67
100 vestur-þýzk mörk — 391.30
1000 Lírur .'............— 26.02
Maður nokkur kom til sóknar-
prestsins og sagði:
— Faðir, er það rétt að hagnast
' á glappaskotum annarra?
— Nei, sonur minn, svaraði
presturinn.
— Jæja, þá ætla ég að fara
fram á það við þig, faðir, að þú
\ endurgreiðir mér þennan dollara,
| sem ég borgaði þér í fyrra fyrir
að gifta mig.
★
Didda: — Eg er að hugsa um að
slíta trúlofuninni við hann Sigga,
hann er svo ruddalegur.
Anna: — Hvað er að heyra
þetta, bvað gerir hann?
Didda: — Hann kann svo marg
ar dónalegar vísur.
Anna: — Syngur hann þær fyr-
ir þig?
Didda: — Nei, hann blístrar
þær.
FERÐINAIMD
SíiiiÉðin góði mifiai
★
— Það lítur ekki út fyrir að þú
gerir þér grein fyrir hver hlið
brauðsneiðarinnar er smurð?
— Það gerir engan mismun, ég
borða báðar hliðarnar hvort eð er.
★
Vinnukonan: — Það hryggir
mig, frú, en húsmóðirin bað mig
að slcila til yðar að hún væri ekki
heima.
Vinkonan í heimsókn: — Það
gerir ekkert til, skilið til hennar,
stúlka mín, að það gleðji mig að
ég skuli ekki hafa haft fyrir því
að koma.