Morgunblaðið - 13.11.1956, Síða 6

Morgunblaðið - 13.11.1956, Síða 6
6 MORGIJNMAÐIÐ Þriðjudagur 13. nðv. 1956 Bók Vilhjálms Finsens: Enn á heimleið FYRIR þremur árum kom út bók eftir Vilhjálm Finsen sendi- herra og nefndist hún „Altaf á heimleið“. Þetta voru endur- minningar hans frá því að hann var smástrákur hér í Reykjavík og þangað til hann var orðinn sendifulltrúi íslenzku ríkisstjórn- arinnar í Noregi, en Þjóðverjar rálcu hann þar úr landi er þeir hertóku Noreg. Þessi bók varð þá metsölubók hér á landi, seld- ist öll á fáum vikum. Nú er komin ný bók frá hendi Finsens og heitir hún „Enn á heimleið“. Má segja að það sé framhald fyrri bókarinnar, og nær hún yfir þau sjö ár, sem höf- undurinn var sendiherra íslands í Stokkhólmi. Þessi bók er skrifuð af sama fjöri og hin bókin, en efni henn- ar er að vissu leyti allt annað. Hún er skrifúð í andrúmslofti styrjaldaráranna, þegar Sviþjóð var sem lítil vin í fellibyljum og hafróti heimsstyrjaldarinnar. Þjóðverjar höfðu lagt undir sig Danmörk og Noreg. Rússar herj- uðu á Finna, og lögðu undir sig Eystrasaltslöndin. Allt umhverf- is Svíþjóð ólgaði og hamaðist ófriðarbálið. Landið varð vett- vangur og bækistöð hinna slyng- ustu og ófyrirleitnustu njósnara allra ófriðarþjóða, skemmdarverk voru unnin og við því mátti bú- ast þá og þegar að þjóðin dræg- ist inn í styrjöldina. Allt var í 1 óvissu og lítið hugsað um annað en stríðið. En þarna á þessum friðhelga bletti, mitt í orrahríðinni, söfn- uðust einnig saman fulltrúar allra ríkja, vestrænna, austrænna og Miðveldanna. Og í hópi þeirra var sendifulltrúinn frá fámenn- asta ríki álfunnar, frá hinu her- numda íslandi. Hann kynntist öll- um hinum sendiherrunum, um- gekkst þá daglega, og var þannig í snertingu við öll þau öfl, er börðust í heiminum. Slík kynning setur sinn stimpil á endurminn- ingar hans, og því er ekki nema eðlilegt að á þessu beri langmest í bókinni. Hún er ekki ævisaga í líkingu við fyrri bókina, heldur ótal svipmyndir þeirra myrku tíma, er þá gengu yfir mann- kynið. En um annað er bókin sem hin fyrri, um hraðann í frásögn, skipt ing efnis sitt á hvað, án þess þó að maður verði var við neinar gloppur eða eyður á milli. Hér er það ekki sagnfræðingurinn, held ur blaðamaðurinn sem er að segja frá, vinsar úr það sem honum finnst frásagnarverðast, og hleyp- ur með lesandann fram og aftur til þess að sýna honum sem fiest og mest. En þótt hratt sé farið, þá mun enginn lýjast á því að fylgja Finsen á sprettinum, og ég hygg að fæstir muni leggja frá sér bókina fyr en seinasta blað- síðan er lesin. Ostillt líðarfar í hansl Bæ, Höfðaströnd. f HAUST hefir verið svo óstillt til lands og sjávar að sama veður er aldrei dag eftir dag — ýmist norðan hvassviðri með snjókomu eða slyddu, eða þá sunnan asa- hláka, ýmist hvítt í sjó niður eða alautt langt upp í fjöll. Ekki hefir verið farið á sjó nú lengi, en síðast þegar farið var til fiskj- ar aflaðist vel. Víðast hvar er fénaður hafður við hús. Verið er að byggja steinsteypta brú á Hofsá skammt ofan við Hofsós, miðar því verki vel áfram og er jafnframt unnið að vegarlagningu að brúnni báðum megin. Losna vegfarendur nú við svokallað Hofsóshorn, sem mörg- um hefur þótt hvimleitt og af sumum verið talið með hættu- legustu leiðum landsins fyrir bíla og alla umferð. Þessa dagana hefir farið fram frá Hofsósi útskipun á ýmsum afurðum frá kaupfélaginu. Einn daginn var flutt um borð í Jökul- fell og Helgafell um 230 smá- lestir af kjöti, gærum, fiski og fiskimjöli. Allar þessar vörur þurfti að flytja á bílum til Sauð- árkróks í skipin þar. Hafnar- bryggjan á Hofsósi er svo stutt og svo grunnt við hana að aðeins smærri skip fást til að koma upp að henni í stillilogni. Geta allir séð hve mikið óhag- ræði og tjón er að þessu. Með einu eða 2 steyptum kerum gæti bryggjan orðið góð og nothæf flestum íslenzkum skipum, ég tala nú ekki um hagræðið fyrir sjómennina, sem flesta daga þurfa að setja báta sina á land á milli róðra. Hofsós og nágrenni hafa ekki verið kröfuhörð til hins opinbera enda lítið fyrir plássið gert að margra dómi. Töluvert er unnið að jarðabót- um og nýbyggingar sem verið hafa í smíðum fullgerðar, en lítið byrjað á nýjum byggingum. Nokkrir jeppar hafa komið í héraðið, eingöngu eru þeir rúss- neskir. Misjafna dóma fá þeir. Sumum finnst þeir góðir, en aðr- ir segja þá kraftlitla og eyðslu- freka, stirða o. s. frv. Ég held að þeir séu að mörgu leyti hentugir til notkunar á heimilinu. Heilbrigði er í fénaði, það sem til er vitað, en nokkuð vantar aðallega frá hretinu 3. október. því þá fórst margt fé og líklega mikið fleira en menn gerðu sér fyrst í stað grein fyrir. — B. Finsen er áhugamaður og hann kann þá list að hrífa aðra með sér. Á einum stað í bókinni segir hann svo um sjálfan sig: „Eig- inlega hefi ég verið á eilífum hlaupum alla mína ævi. Á hlaup- um og á stökki. í leit að til- gangi tilverunnar, í leit að því, sem fagurt er í lífinu og göfug- ast, í leit að sannleikanum, í leit að sjálfum mér, áður en það er um seinan, áður en hið óumflýj- anlega stóra stökk verður tekið“. Þetta mun vera rétt lýsing, en hann hefir þó gefið sér tíma til að virða fyrir sér umhverfið og sjá margt sem aðrir sjá ekki, þótt hægar fari. Um það ber bókin líka vitni. En hér skal ekki reynt að rekja efni hennar, það er svo margbreytilegt. Mikið af því kem ur þó íslandi beinlínis við, og þar get ég ekki stillt mig um að minnast á það, sem mér þykir merkilegast. Finsen segir frá því afdráttarlaust, að það hafi aðeins verið hinni frækilegu vörn Norð- manna að þakka, að Þjóðverjar gerðu ekki innrás í ísland og hertóku það, þeir misstu svo mörg skip í viðureigninni við Noreg, að þeir urðu að hætta við að hertaka ísland. — Bókin er gefin út hjá Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og er frágangur allur hinn bezti, eins og á fyrri bókinni. Þessi bók er sem hin fyrri, prýdd fjölda mynda. — Á. 75 ára: Halfdan Hendriksen fyrrverandi ráðherra f GÆR átti einn af mikilhæf- ustu stjórnmálamönnum Dana, Halfdan Hendriksen 75 ára af- mæli. Þessi merki maður á marga vini hér á landi, ekki sízt frá þeim árum er hann rak hér verzl- un og viðskipti og var þá m.a. umboðsmaður ýmissa stærstu verzlunarfyrirtækjanna á ís- landi. Gat hann sér þá orð fyrir að vera í senn mjög heiðarlegur og traustur málsvari umbjóðenda sinna. Halfdan Hendriksen er ágæt- lega greindur maður, skarp- skyggn og þróttmikill. — Hefur hann í æ ríkari mæli sýnt vinarhug sinn í garð íslendinga á stjórnmálasvið- inu. — Ber vinarkveðja sú, er hann fyrir nokkrum árum síðan sendi íslenzku þjóðinna, ásamt tveimur öðrum dönskum stjórn- málaleiðtogum glöggan vott þess. Halfdan Hendriksen hefur ver ið formaður danska íhaldsflokks ins í mörg ár og ráðherra var hann um árabil. Hann er vinsæll maður og nýtur trausts langt út fyrir raðir flokksmanna sinna. í framkomu er hann höfðinglegur og virðulegur og ber aldur sinn ágæta vel. Morguinblaðið sendir þessum merka manni kveðjur og árnað- aróskir á þessum tímamótum ævi hans. Kveðjuafhöfn um séra Péfur T. Oddsson í Búðardal í gær Búðardal, 12. nóvember. IDAG fór fram kveðjuathöfn séra Péturs T. Oddssonar prófasts að Hvammi í Dölum og var fjölmenni mikið. Prestarnir Þórir Stephensen, Hvoli í Saurbæ og Eggert Ólafsson, Kvennabrekku í Miðdölum fluttu bænir og minningarræður. Söngfólk úr kirkjukórum Hvamms, Hjarðarholts og Stað- arhólssóknum söng undir stjórn Sigurðar Birkis söngmálastjóra. Að lokum fylgdu allir hinum látna prófasti að sveitarmörkum Hvammssveitar og var þar sung- inn sálmur. shrif*ar úr daglega líftnu MINNINGAR- og samúðar- stund sú, sem íslenzka þjóð- kirkjan gekkst fyrir s.l. sunnu- dag var hátíðleg og ynnileg. í öllum kirkjum landsins var beðið fyrir ungversku þjóðinni á þess- um þungbæru þrautatímum henn ar, er margir af hennar beztu sonum liggja fallnir í valnum. En eitt skaut þennan sunnudag mjög skökku við. Á sama tima sem prestar landsins og söfnuðir minntust ungversku þjóðarinnar og hörmunga hennar, vegna inn- rásar rússneska hersins, lék Rík- isútvarpið af segulbandi tónleika Rússa, sem hingað komu í haust á vegum MÍR. Furðulegt smekkleysi. SJÁLFSAGT var að útvarpa þeim tónleikum einhvem tímann, því góð list er aldrei stjórnmálaeðlis. En að gera það á þeirri stundu, að útvarpa rúss- neskri tónlist rússneskrar sendi- nefndar, þegar öll þjóðin sam- einast i því að fordæma ofbeldis- árás þessarar sömu þjóðar á varnarlitla smáþjóð, er vægast sagt einstætt smekkleysi. Vafa- laust hefir hér verið um athug- unarleysi að ræða, því varla er unnt að trúa því að svo hafi dag- skráin verið saman sett af ásettu ráði. En því frekar er það skil- yrðislaus krafa til jafnmerkrar stofnunar að þar komi ekki fyrir smekkleysur slíkar sem hér átti sér stað. Þessi tónlistarflutn- ingur um miðjan dag á sunnu- daginn var móðgun við alla þá sem fóru að bón biskups og þjóð- kirkjunnar og hugleiddu þá hörm ungaratburði sem í Ungverja- landi hafa verið að gerast. Þetta er hér eingöngu átalið til þess að koma í veg fyrir það, ef verða má að slíkur atburður sem þessi endurtaki sig í áheyrn alþjóðar. Öryggismerki á úipur barna. ITILEFNI af hinum tíðu slys- um sem nú verða á þessu hausti langar mig til þess að gera stuttlega að umtalsefni ör- yggisráðstöfun, sem hefir gefizt vel erlendis, m.a. í Bandaríkjun- um. Það er sjálflýsandi depill eða þríhyrningur sem menn bera á baki sér, þannig að þegar gengið er í myrkri sér bifreiðarstjóri sem á eftir manninum ekur ótví- rætt hvar hann gengur af depli þessum. Með þessu á að vera unnt að minhka mjög hættuna á því að ekið sé á menn í myrkri og mér finnst sjálfsagt að slík merki séu saumuð á föt allra barna hér í Reykjavík. Mér er kunnugt um að umferð- arnefnd hefir eitthvað fjallað um málið, en því fyrr sem þetta er framkvæmt því betra. Kostnaður er sáralítill og unnt væri að skipu leggja þetta í gegnum skólana. Með þessu er nokkuð að gert og þótt öryggisráðstöíun þessi forðaði ekki nema einu barni frá bifreiðarslysi, væri sú fyrirhöfn greidd sem er við að framkvæma hana með þeim þúsundum barna sem nú byggja þennan bæ. Þura eða þota OG hér skrifar O. B. um skemmtilegt nýyrði: „Menn ræða nú helzt nýyrði, fyrir utan ofbeldi og veðurfar. Yonandi er að þessi áhugi á ný- yrðum eigi eftir að auðga móður- málið, en ekki afskræma það — eða þá setja á það flatneskjublæ. Mér finnst fslendingar merkilega hræddir við að nota svipmikil og hljómfögur orð; eins og þeim finnist þau tilgerðarleg eða sér- vizkuleg. Að mínum dómi stafar íslenzkunni mikil hætta af þess- um hugsunarhætti, eða hvaða af- rek hefir „látleysið“ unnið í þágu mælts máls? Það væri þá helzt latmælgi og aðrar sléttanir á mál inu, alveg eins og menn haldi að sama regla gildi um tungu og landbúnað. Nei, tungan á að vera þýfð og hólótt, eins og þingeysku túnin hér áður. Sem dæmi um þessa svipleysisstefnu nýyrðanna dettur mér í hug orðið þota, sem þeir í útvarpinu, og vafalaust víðar, eru að reyna að innleiða í móðurmálið. Þota hét áður þrýstiloftsflugvél, sem er langt og óþjált orð. Ég segi ekki að þota sé slæmt orð eða ljótt, en höfundar nýyrðasafnsins um flug mál komu með annað nýyrði miklu snjallara yfir skímsl þessi, sum ei lítil, er fara um háloftin, þyrlandi aftur úr sér lofti með ferlegum gauragangi (ja — skárri er það nú þotan!), en það er orðið þura, ekki aðeins svipmikið og harðíslenzkulegt orð, þrátt fyrir stuttleika, en einnig hljóðgerfing ur fyrir framangreindan grip, svo að á betra verður ekki kosið, en það atriði er út af fyrir sig afar þungt á metunum. Mörgum mun finnast orð þetta skemmtilegt — en sérvizkulegt, og fáum mun detta í hug að nota það í mæltu máli. Nei, ég fæ ekki séð að það sé vel til þess fallið að fegra mál- ið að velja ætíð þau orð er kosta tunguvöðvann minnst erfiðið. Þá fer að verða töluvert misræmi á íslenzkri tungu og öðru íslenzku, er oss þótti mikið til koma, t.d. íslenzku fjöllunum...." Kistan var síðan flutt suður, en jarðarförin fer fram næstkom- andi fimmtudag frá Fossvogs- kirkju kl. 10,30. Ný bók: Davy CrockeH EINS og vænta mátti er nú kom- in bók á íslenzku um Davy Crock ett, landnemann, sem Walt Disney gerði frægan með sam- nefndri kvikmynd sinni. Höfund- ur bókarinnar heitir Tom Hill, og segir þetta bindi frá bernsku- og æskuárum Davys, en aftan á spjaldi bókarinnar segir, að von sé á öðru bindi fljótlega. Davy er einkar hugþekk sögupersóna, hugprúður drengur, sem eignast æskuvin í hópi Indíána, þótt á þeim tímum ríkti hálfgert styrj- aldarástand milli hvítra manna og Rauðskinna. Útgefandi bók- arinnar er Bókaútgáfan Drengir. Illufi Jens Þorleifss., Sfykkishóimi Fæddur 12. júní 1940 „Dauðinn er lækur, lífið er strá“. Hversu oft erum við ekki minnt á þessi orð Matthíasar og finnum við ekki æ sannindi þeirra og kanske aldrei eins og þegar vinir okkar eru kallaðir skyndilega frá okkur. Þau komu mér strax í hug sunnudaginn sem ég frétti um lát Illuga sál. Hún var ekki löng ævin hans, en samt skildi hann eftir þær minningar að samferð- armenn hans finna að horfinn er úr hópnum góður drengur, sem þeir bjuggust við að ætti eftir að vinna mikið í þessu lífi. Illugi sál. var prúður í fasi og prúður í umgengni, enda þótti þeim vænst um hann sem hon- um kynntust bezt. Hann var einkabarn foreldra sinna, Guðrúnar Torfadóttur og Þorleifs Einarssonar, sem nú er mikill harmur kveðinn að. Yið vittum þeim ynnilega sam- úð okkar og blessum minningu þessa góða drengs sem nú hefir kvatt. — Á.H.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.