Morgunblaðið - 13.11.1956, Page 10
10
MORGUWBLAÐIÐ
Þriðjudagwr T3. nóv. 1956
í HAUST var í Morgunblaðinu
sagt frá kornrækt bændanna í
Miklaholtshelli í Flóa. Sagt er
nú, að þetta sé eina búið á Suður-
landsundirlendinu, sem sinnir
kornrækt, að nokkru ráði, þegar
frá er talið tilraunabúið á Sáms-
stöðum, í höndum Klemensar
Krist j ánssonar.
Um nokkur ár var töluverð
kornrækt í Birtingaholti, síðar á
Blesastöðum á Skeiðum, og víðar
hafa bændur borið niður með
kornrækt, en horfið frá henni
fljótt aftur.
Margir telja þetta fullgildia
sönnun þess, að kornræktin eigi
ekki rétt á sér, og að „árangurs-
laust“ brautryðjandastarf Klem-
ensar sé hver mest sönnunin. Er
þetta rétt — að það sé vonlaust
um kornræktina? Það getur ver-
ið rétt á tvennan hátt. Það getur
verið rétt á þann veg, að skii-
yrði til kornræktar séu svo léleg
frá náttúrunnar hendi, að hún
sé óréttmæt og ótiltækileg venju-
legum bændum, þó að einn til-
ráunastjóri geti framkvæmt hana.
En þó að þessu sé ekki til að
dreifa, getur kornræktin verið
meira eða minna vonlaus, eins
og nú standa sakir, sökum þess
að bændur vilji ekki sinna henni,
hafi ekki trú á henni, og þar af
leiðandi sé hún þeim um megn.
Ef hið fyrra væri sannanlega
rétt, ber að leggja niður allar
kornræktartilraunir og hætta öllu
skrafi um þær.
En það er sannanlega misskiln-
ingur, að skortur á sæmilegum
skilyrðum geri kornrækt von-
lausa í höndum dugandi bænda.
Klemens gerir engin kraftaverk,
til þess að fá korn þroskað.
Hann vinnur föstum tökum að
ræktuninni, gerir hlutina á rétt-
um tíma og á réttan hátt, eftir
því sem reynsían hcfir kennt hon-
um.
Ekkert er yfirnáttúrlegt við
þetta, ekkert sem hver verkmennt
aður bóndi getur ekki gert auð-
veldlega, ef hann vill. Við þetta
bætist, að Klemens (og aðrir)
hefir mestmegnis ræktað korn á
óræktuðu landi, og þó hefir korn- j
uppskera á Sámstöðum aldrei
brugðizt að fullu á undanförnum j
30 árum, þótt hún hafi stundum j
verið léleg.
Sveiflurnar á kornræktinni i
hafa sízt verið meiri, en á kart-
öflurækt og íoðufeng.
Of lítið hefir verið á það bent
hver munur er, og hlýtur að vera,
á því að rækta korn, og auðvitað
einnig annan gróður, á óræktuðu
landi eða ræktuðu landi. Það seg-
ir sig sjálft, að öll ræktun er
auðveldari vissari, ódýrari og á-
litlegri á ræktuðu landi. Þó að
einhver ræktun sé affallasöm á
óræktuðu landi, getur hún veiið
sæmilega örugg á landi sem er
í góðri rækt.
Öll rök hníga þannig að því
að náttúruskilyrðin skeri ekki
möguleika kornræktarinnar svo
við nögl, að hún sé vafasöm, eða
jafnvel ótiltækileg þess vegna,
það er fjarri því.
Þá kemur að hinu atriðinu,
trúleysi bænda, viljaleysi og getu
leysi, að fást við kornrækt. Vér
skulum ekkert vera að klípa ut-
an af því, að þetta er allt fyrir
hendi. En þetta eru ekki óyfir-
stíganlegar náttúruhindranir. Það
er verkefni tilraunastarfsemi og
búnaðarfræðslu að breyta trú-
leysi í trú, viljaleysi í áhuga og
getuleysi í framkvæmd. Þetta er
hægt að gera, þetta verður að
gera og þetta verður gert.
Athugum nú hvað er framund-
an á Suðurlandsundirlendinu.
f Árnessýslu er nýræktin um 1
ha á ári á býli. Er hægt að halda
þannig áfram og er það rétt-
mætt?
Eg tel það meira en vafasamt.
Enn þurfa að sönnu margir bænd-
ur að auka ræktun sína til þess
að koma búunum í hagkvæma
stærð. Nýbýlastofnun grípur
einnig inn í og raskar meðaltals-
tölum. En þrátt fyrir það fjölg-
ar nú ört býlum, sem komin eru
að því marki, eða komast það
bráðlega, að það er meira en vafa-
samt fyrir bóndann að stækka
við sig ræktun og bú, sérstaklega
Komrækt á ræktuðu landi í
eðlilegu hlutfalli v/ð bústærð
er næsta sporið fyrir bændur
a
urlandi
lega votheysverkun, og með því
að rækta bygg og hafra til kol-
vetnafóðurs. Hið þriðja bætist
svo við, heymjöl af innlendri
framleiðslu til kjarnfóðursbóta.
Mönnum virðist yfirleitt veita
mikið léttara að átta sig á hinni
þjóðhagslegu hlið slíkra mála,
heldur en því sem veit að ein-
staklingnum. Þjóðinni þykir það
borga sig, sem von er, að fram-
leiða köfnunarefnisáburð innan-
athuga hvað bóndinn, sem rækt- lands Bændur eru líka ánægðir
eftir Árna G. Eylands
Árni G. Eylands.
ræktunina. Bústærðin er víða orð
in heppileg, með tilliti til vinnu-
afls, vélanota og annara búshátta.
Slíkir bændur verða nú að fara
að líta í kringum sig eftir mann-
bætandi og búbætandi verkeín-
um.
Það er með öllu óvíst að það
sé ávalt eftirsóknarvert fyrir
bónda sem hefir t.d. 30—50 ha
af ræktuðu túni og byggingar og
búfé í hlutfalli við það, að vera
endilega að sperrast við að auka
ræktunina og stækka búið á
þann hátt, nema þá með það
beint fyrir augum að skipta jörð
sinni í tvö býli, t.d. á milli barna
sinna. Hitt er miklu líklegra að
þeir tímar séu nú framundan, að
mörgum bónda, sem þannig er
settur, sé fyrir beztu að fara sér
hægt með nýræktina, en bæta í
þess stað ræktunina og auka
þannig afrakstur búsins og bæta
haginn.
Þá, en ekki fyrr, er raunveru-
lega komið að því, að bóndinn
getur á eðlilegan hátt tekið upp
nýja og breytta ræktunarhætti.
Hann byltir túninu sínu, og þá
getur hann um leið fléttað veru-
lega kornrækt á ræktuðu landi
inn í búskapinn, svo sem 3—5 ha
árlega. Það er höfuðatriði, að
menn geri sér ljóst hver regin-
munur er á því að búa þannig
ræktunarbúskap og flétta korn-
rækt inn í hann, og hinu sem enn
er víðast að verið er að keppast
við, að auka ræktun, oft meira
um víðáttu en gæði. Þó kornrækt
geti lánast í því sambandi, í hönd-
um snjallra manna eins og Klem-
ensar á Sámsstöðum, er slíkt eigi
eðlilegir ræktunarhættir. Korn-
rækt hér í álfu, er hvergi um
hönd höfð nema á ræktuðu landi.
Svo virðist nú horfa um fram-
leiðslu búsafurða og markað, að
ekki verði hjá því komizt fyrir
bændur,' í þeim sveitum landsins,
þar sem ræktun er komin bezt
á veg, að fara að athuga aðra og
fleiri möguleika en þá að gera
hlutina hvað' sem það kostar, í
trausti þess að hægt sé að setja
verð afurðanna eftir tilkostnaði,
án verulegs tillits til þess hvort
tilkostnaðurinn við framleiðsluna
hefir verið eðlilegur og hóflegur
eður eigi, eins og nú á sér stað
mjög verulega. Athugun bónd-
ans á því hvort hinn heimafengni
baggi sé ekki hollari heldur en
meiri kaup og útborgaður tilkostn
aður, og verðsperringur, sem því
fylgir, hlýtur að koma til greina.
Þá kemur kornræktin — korn-
rækt á ræktuðu landi, í eðlilegu
hlutfalli við bústærð og stærð
hins ræktaða lands — alvarlega
til greina, þá á hún rétt á sér,
en fyrr ekki. En sem betur fer
standa nú töluvert margir bænd-
ur á Suðurlandi við þessi vega-
mót og verða bráðlega að velja
sér leið. Það val verður varla
umflúið, nema með stórauknum
þjóðnýtingarstyrkjabúskap.
Kjósa bændur þá leið og kýs
þjóðfélagið hana?
Innflutningur fóðurbætis er
orðinn geigvænlega mikill, og um
leið eru kaup á fóðurbæti orðin
ótrúlega frekur^ liður í búskap
margra bænda. Eg held það hljóti
að vera kominn tími til fyrir
bændur og skipulagssamtök
þeirra að athuga þetta, og hvort
hér megi ekki breyta til batnaðar
fyrir bændurna sjálfa. Um hitt
þýðir ekki að tala né til þess
ætlazt að bændur breyti um ein-
göngu af þegnskap við þjóðiéiag-
ið og verzlunarjöfnuðinn, en
vissulega má hafa þá hlið málsins
í huga í umræðum um það.
Innflutt kjarnfóður nam á ár-
unum 1952—,54, að meðaltali
13.669 smálestum að innflutnings-
verðmæti nálægt 21 millj. króna
á ári.
Árið 1955 nam þessi innflutning
ur 20.727 smálestum fyrir kr.
29.608.000,00. Að sjálfsögðu er
verð kjarnafóðursins til bænda
allmikið hærra, því að við bæt-
ist uppskipun, hafnargjöld, toll-
ar, álagning og flutningskostnað-
ur innanlands. Mun láta nærri að
reikna smálestina af útlendu
kjarnfóðri á um kr. 2100,00 heima
í garði hjá bændum.
Auk hins innflutta kjarnfóðurs,
voru fardagaárin 1953—’54 og
1954—’55, notaðar að méðaltali
4814 smálestir af innlendu kjarn-
fóðri, þ.e. síldarmjöli og fiski-
mjöli.
Eg hefi ekki í höndum gögn,
er sýni hve miklu kjarnfóður
nemur á meðalbúi á Suðurlandi,
en eigi mun fjarri sanni að áætla
kjarnfóðurkaup á 30 kúa búi um
13.500 kíló, að vermæti um kr.
34.500,00, víða eru þau mikið
meiri.
Hér skal ekki dvalið við
drauma um það, hvað eðlilegt
og réttmætt væri að framleiða
mikið af korni á búum bænda á
Suðurlandsundirlendinu, eða um
suðvesturland, og hve mikinn
innflutning mætti spara á þann
hátt. Hitt er líka greinabetra að
ar 3—5 ha kornakur getur spar-
að sér í kjarnfóðurkaupum.
Vér skulum ekki gera ráð fyr-
ir meira en 18 tunnu uppskeru
af ha. Það verða 54—90 tunnur
af korni, eftir akurstærð 3—5
ha. Frá dregst útsæði til næsta
árs 550—900 kg. Netto kjarnfóður
í búið verður því 48,5—81 tunna.
Tunnuna má eftir núverandi
verði á kjarnfóðri meta á kr.
ræktunina og stækka búið á
220,00 til hænsnafóðurs, en
minna, sem nemur mölunarkostn-
aði, í fóðurblöndu handa kúm.
Kjarnfóðurverðmæti uppskerunn
ar verður því allt að kr. 10.670,00
til 17.820,00 í búi bóndans, miðað
við umrædda akurstærð.
Um það má deila óendanlega
hvort hægt sé að framleiða korn-
ið fyrir þetta verð, en það sem
að lokum sker úr um það er að-
allega tvennt.
Hvaða tækni og kunnáttu er
hægt að beita við kornræktina,
jafnvel umfram það sem gert
hefir verið á Sámsstöðum og á
þeim örfáu búum, sem fengizt
hafa við kornrækt eitthvað að
ráði.
Hvað er framundan í búskap
bændanna og þjóðarinnar? Kem-
ur það til að skipta máli, eða varð
ar það ef til vill engu, hvort
heima er tekið, eða inn- og að-
flutt? Ég tel að nú sé óráðlega að
staðið og að unnið, við marga
framleiðslu. — Því miður
er ég áreiðanlega ekki einn
um þá skoðun, og því mið-
ur á þetta víðar við og engu síð-
annars staðar, en í búskapnum.
Þetta getur gengið meðan ríkið
borgar mismun þess, sem fram-
leiðandinn þarf að fá með sínu
núverandi háttalagi, og þess sem
hann getur fengið við eðlilega
sölu. En hve lengi gengur það?
Hve hátt verður sá bogi spennt-
ur án þess að hann bresti? Er
óheilt að óska þess blátt áfram,
að framleiðendur til lands og
sjávar, í byggð og í borg verði
að grípa til annarra ráða, að
verulegu leyti? Meðal annars þess
ráðs, að sjást betur fyrir og forð-
ast allan óþarfa kostnað við fram-
leiðsluna.
Getur þá ekki orðið athugandi
fyrir margan béndann aff fram
leiffa sem mest af fóöurbæti og
kjarnfóðri heima?
Þaff er hægt meff tvennu móti,
meff bættri heyverkun, sérstak-
með þetta, sem betur fer, þó að
áburðurinn sé sízt ódýrari en
innfluttur áburður þyrfti að vera.
Þetta er vafalaust rétt stefna fyr-
ir þjóðfélagið. En er hún það þá
líka fyrir hinn einstaka bónda?
Á hann ekki, um leið og hann
litast um eftir leiðum til að bæta
búskap sinn, að líta til þess að
framleiða meiri hluta fóðurs
handa búfé sínu, heima. á bú-
inu, heldur en hann gerir nú,
með hinum ískyggilega miklu
kjarnfóðurkaupum? Á þessu við-
horfi bænda til málanna veltur
mest, um skynsamlega kornrækt,
eða enga kornrækt á Suðurlandi.
Vilja bændur breyta búnaðarhátt
um sínum sér og þjóðinni til hags
og krefjast til þess sanngjarns
stuðnings, frá hinu opinbera, eða
kjósa þeir fremur að krefjast
stuðnings frá ríkinu, sem nær
út yfir það sem sanngjarnt er,
en er þó ef til vill í samræmi
við það sem aðrir gera. Bænd-
um getur vel orðið það til stund-
arhags að velja síðari leiðina, en
hún er ekki leið batnandi bún-
aðar.
í næstu grein mun ég ræða
möguleika þess að gera kornrækt-
ina aðgengilegri um vinnubrögð
og tilkostnað, heldur en nú er,
það er hægt með aukinni og
bættri tælcni og aukinni verk-
kunnáttu.
18. október 1956.
Árni G. Eylands.
Bruninn á Öxará
MORGUNBLAÐIÐ hefur átt tal
við Þóri Ingjaldsson bónda að
Öxará í Þingeyjarsýslu um brun
ann, sem varð á bæ hans fyrir
rúmri viku, og sagt hefur verið
frá hér í blaðinu.
Sagðist Þóri svo frá, að heim-
ilisfólkið hafi verið -að mestu
búið að slökkva eldinn, þegar
menn frá næstu bæjum komu á
vettvang. Eldurinn kom upp um
miðja nótt og kviknaði út frá
rafleiðslu. Skemmdir voru minni
nn búizt var við.
Brann yfir gangi í miðju húsinu
eitthvað upp í súðina, en ekkert
teljandi tjón varð af eldinum.
Hafði hann verið slökktur innan
klukkutímá frá því heimilisfólkið
að Öxará varð hans vart.
Sænska kvikmyndaleikkonan Anita Ekberg (t. h.) og maður henn-
ar, enski kvikmyndaleikarinn Anthony Steel, sjást hér á mynd-
inni ásamt Ingu Lindberg, systur Anitu, sem heimsótti þau i
^Lundúnum.