Morgunblaðið - 13.11.1956, Síða 17
Þriðjudagur 13. nóv. 1956
MORCUWRL.4ÐIL
17
Mynd þessi var tekin af Öryggisráði S. Þ., er það ræddi niðings-
verk Rússa í Ungverjalandi.
bónda í Borgarlandi í Helgafells-
sveit. Dágott skáld er Helga
Halldórsdóttir, húsfreyja á Dag-
verðará í Breiðuvík og hefur
líklega einhvern tíma verið efni
í stórskáld. Kvæði hennar „Vetr
arkvöld á Snæfellsnesi“ og
„Harpa“ eru meðal þess hezta í
bókinni, einkum hið síðara, en
það endar svo:
„Skáld er ég eigi, þótt óði
unni mitt hjarta.
Ómar frá ástvinum Braga
anda minn gleðja,
sorgina sveipa í dróma,
sólgeisla hlýja
láta með tónunum ljúfu
líða til hugans.“
Ingólfur Kristjánsson er kunn-
ur rithöfundur, en ekki eru beztu
kvæðin hans þarna, þótt „Veður
fregn“ og „Kaupmannahöfn“ séu
allsnotur. Falleg vísa er „Sólsýn“
eftir Ingveldi Ólafsdóttur hús-
freyju í Hraunsfirði í Helgafells-
sveit, og „Xogarinn Gyllir" eftir
Jóhann Pétur Jónsson Hraun-
fjörð er sterkt og vel gert kvæði.
Jóhann Magnús Kristjánsson
bóndi á Lágafelli syðra í Mikla-
holtshreppi birtir tvö athyglis-
verð kvæði og eina góða fer-
skeytlu. Fallegt ljóð er „Vöggu-
vísa mÖDinra" eftir Jóhannes Ól-
af Þorgrímsson, og Jón Ólafsson
bóndi í Einarslóni í Breiðuvík
birtir vel gert trúarljóð, sem
nefnist: „Dásemdarverkin".
Jón Gunnlaugsson Sigurðsson
bóndi í Hofgörðum í Staðarsveit
var um langt skeið eitt kunnasta
skáld Snæfellinga. Hann hefir
ort fjölda kvæða, en aðeins fá
þeirra birtast þarna, að vonum.
En hér er þó hið snjalla ljóð:
„Andvarp“, eitt bezta kvæðið í
bók þessari, og mundu margir
vilja hafa kveðið það. Skulu til-
færð úr því tvö erindi:
„Styrjöldum lífs í ströngum
stóðstu við hlið mér löngum.
Hjartans úr þráðum þínum
þú snertir boga mínum
streng þann, er aldrei uggði,
í ölíu stríði að dugði,
hverjum sem voða verjast
var eða gegn að berjast.
Þú hefur lífið látið.
Látið þitt hef ég grátið,
grátið þig tregatárum,
tárum, er valda sárum,
sárum, er blæða og svíða.
Sár hlýt ég þreyja og bíða.
Syrgjandi ég sit í leynum.
Segir oft fátt af einum.“ —
Jón Þórðarson frá Borgarholti
á þarna nokkur allgóð kvæði og
er: „Þú vakir æ í minni“ þeirra
bezt. Skemmtilega skáldmælt er
Kristín Benjamínsdóttir frá
Haukatungu í Kolbeinsstaðar-
hreppi. Hér er ein vísyn hennar:
„Lifað hef ég langa ævi
laus við hroka,
í lítinn skaufa látin moka,
ég loftaði aldrei stórum poka'*.
Þá er Kristján H. Breiðdal áð-
ur bóndi á Jörva, nú verzlunar-
stjóri á Vegamótum í Miklaholts-
hreppi, snilldarhagyrðingur, öll-
um kunnur á nesinu og víðar
Ein vísan hans er svona:
„Þó yfir fenni ævislóð,
yndi ég mínum kjörum,
gæti ég kveðið lítið ljóð,
sem lifði á þjóðarvörum“. —
Honum hefur tekizt það. Bezta
kvæðið hans þarna er: „Minning
Borða“, eftirmæli eftir hest
Kristján Eggertsson, áður bóndi
í Dalsmynni, var allvel skáld-
mæltur, og nafni hans, Elíasson,
bóndi á Lágafelli syðra í Mikla-
holtshreppi, gat gert góðar vísur.
Fallegt kvæði er þarna eftir
Kristján Jónsson á Snorrastöð-
um. Nefnist það: „Guðrún Ós-
vífursdóttir". Snoturt kvæði er
„Æskan“, og „Hamingjuleit“
snilldarljóð; hvorttveggja eftir
Oddfríði Sæmundsdóttur frá Ell-
iða í Staðarsveit. Ottó Árnason,
bókari í Ólafsvík, á þarna prýði-
legt kvæði, sem heitir: „Ljóð inn
heimtumanns“. Ólöf Sveinbjarn-
ardóttir, húsfreyja á Rauðamel
ytra, birtir vel gerð erfiljóð eftir
Halldór Bjarnason frá Gröf.
Snotur er einnig Vorþulan henn-
ar og ljóðið: „Gott eiga þeir“.
Skáldmælt vel er Rangheiður
Guðrún Kristjánsdóttir, hús-
freyja í Straumfjarðartungu í
Miklaholtshreppi. Öll kvæðin
hennar, sem þarna birtast, eru
athyglisverð. Prýðilega hagmælt
ur og oft gamansamur í ljóði er
Reinhold Richter. „Breiðasund“
hans er laglegt kvæði. Sigríður
Sigurðardóttir frá Öxney er hag-
mælt í bezta lagi, og Sigurborg
Eyjólfsdóttir frá Dröngum á
þarna "eitt skínandi fallegt kvæði:
„Himinninn er blár“. Tryggvi
Valdimar Kristófersson á vel
kveðnar vísur, er nefnast: „Sum
arkvöld á Hellnum“. Unnur Sig-
fúsdóttir frá Hólmlátri á Skógar-
strönd birtir tvö snotur kvæði.
„Snæfellsjökull“, eftir Þórð Hall
dórsson, er dável gert kvæði. Þor
leifur Sigurðsson bóndi og hrepps
stjóri á Þverá í Eyjarhreppi á
þarna nokkrar góðar stökur. Og
loks eru tvö snotur ljóð eftir
sóknarprestinn í Söðulsholti í
Eyjarhreppi, Þorsteinn Lúther
Jónsson: „Skuld“ og „Guðs helgi
máttur“.
Ekki verður annað sagt en að
það sé kostagóð bók, sem „vonda
fólkið“ á Snæfellsnesi hefur lát-
ið frá sér fara. Er hér aðeins
nefnt það, sem höfundi þessarar
umgetningar fellur bezt, en auð
vitað er margt fleira gott i
kvæðasafninu.
GeÉsIavirJe e/ni tíl
hfahhameias-
lækningya
SJÚKLINGAR, sem þjást af al-
varlegu krabbameini á sjúkrahúsi
einu í London, munu bráðlega
ganga undir aðgerð, þar sem not-
að verður nýtt efni, sem unnið
hefur verið úr geislavirkum úr-
gangi úr plútóníum-birgðunum
hjá Windscale í Cumberland. Er
hér um að ræða lítil plútóníum-
hylki, sem fyllt eru með geisla-
virku „cæsíum“ og senda frá sér
kjarnageisla.
Þeita efni, sem framleiðir marg-
falt meira magn kjarnageisla
en radíum, er íyrsta efnið sem
framleitt er í sérstakri nýrri verk
smiðju í Windscale. Tuttugu
brezk sjúkrahús hafa þegar pant-
að efnið, og mun það taka verk-
smiðjuna 2 ár að fullnægja þess-
um pöntunum.
Áhugi manna á þessu efni bæði
innan og utan Englands er svo
mikill, að nú er verið að byggja
aðra stærri verksmiðju til að
vinna „cæsíum“ úr geislavirkum
úrgangi. Þessi vinnsla er mjög
erfið og hættuleg. Hún felst m. a.
í því að framkvæma ýmsar efna-
breytingar bah við þykka stein-
veggi með fjarstýrðum tækjum.
Lokastigið er að bræða „cæsíum“-
saltið þangað til það er rauðgló-
andi og renna því inn í plútón-
iumhylkið.
Þetta hylki er 7 sentimetra
langt og þriggja sentimetra breitt
og því er komið fyrir í þar til
gerðu tæki, sem byggt var af
Krabbarannsóknastofnuninni í
London i samvinnu við kunna
brezka verksmiðju. Þetta er
þykkt ílát úr blýi og úranium,
sem vegur nálega eitt tonn, og
ver það menn gegn geisluninni.
Sérstok loka hleypir út sterkum
gamma-geislum, sem beint er að
hinum sýktu líkamshlutum. Kost-
urinn við að nota gamma-geisla
í krabbalækningum er sá, að hægt
er að beina þeim að öllum hlut-
um líkamans án þess að skemma
nokkra vefi.
Þetta tæki hefur mikla yfir-
burði yfir venjuleg röntgengeisla-
tæki. Það þarfnast ekki rafmagns
til að framleiða kjarnageislunina.
Það þarf ekki að kæla tækið, og
yfirleitt er lítil hætta á bilunum
eða mistökum. Kjarnageislunin í
„radíó-cæsíum“ minnkar svo
hægt, að nota má sama efnið í
20 ár.
f Bandaríkjunum hafa verið
gerðar tilraunir með „cæsíum“
um nokkurt skeið, en Bretland er
eina landið, sem á fullkomna
verksmiðju til að framleiða efnið.
Það er gleðilegt til þess að
vita, að þau efni sem ella hefðu
orðið einna vandmeðförnust allra
úrgangsefna í kjarnorkuverum,
hafa nú reynzt nytsamlegust
þeirra allra. „Radíó-cæsíum“
tiltölulega algengt í kjarnorku-
framleiðslu, og hefði nytsemi þes:
ekki verið uppgötvuð, hefði orðið
að geyma það á öruggum stöð
um með miklum tilkostnaði, þar
til kjarnageislun þess væri að
mestu horfin. Nú eru ekki aðeins
horfur á, að nota megi efnið til
lækninga, heldur eru miklar lík-
ur til að það geti einnig komið
að góðum notum í alls konar
iðnaði.
BKZT AÐ AUGL'fSA
t M.ORGUNBLAÐINU
Vegna veikindlaforfalla
vantar afgreiðslustúlku strax.
Verzlunin Stella,
Bankastræti 3
Húsgagnasmiður
eða lagtækur maður, vanur verkstæðisvinnu, getur fengið
vinnu við smíðar. Akkorðsvinna kemur til greina. Tilboð
með upplýsingum um fyrri störf sendist Mbl. fyrir föstu-
dagskvöld merkt: „Smíði —3298“.
Takið eftir
Af sérstökum ástæðum verða seldir næstu daga
mjög ódýrir K J Ó L A R
□ DYRI
M A R KAÐU R I NN
Tetnplarasundi 3
Eldhúsinnréttingar
Smíða eldhús- og svefnherbergisinnréttingar
við hagstæðu verði.
Trésmiðja Óskars Jónss»nar,
Itauðalæk 21 — sími 82228.
Verzlunarhúsnæði
óskast til kaups eða leigu, má vera fokhelt.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi á fimmtudag
merkt: Verzlun —3301.
H úsgagnasmi&ir
óskast
s t r a x
Cj. SCltúfaíon. oa ^Álldera hi.
Tilboð óskast
í nokkrar Pick-up og Cariol-bifreiðar, er verða til sýnis
að Skúlatúni 4, miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 1—3 síðd.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri, Laugavegi 13,
sama dag, kl. 5.
Sölunefnd varnarliðseigna.
ms. Sœíeíl .
fer tvisvar í viku til Eyja eins og áður. Þannig: '
Frá Reykjavík, sunnudag kl. 14 og miðvikudag kl. 18.
Afgreiðsla Akraborgar annast afgreiðslu í Reykjavík.
Símar: 1420—80966.
Vörumóttaka daglega.
Guðni Jónsson.