Morgunblaðið - 13.11.1956, Side 18
n
MORCUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 13 nóv. 1956
Akranes f
Hæð og ris með porti í steinhúsi í miðbænum er til sölu.
Nánari uppl. veitir
Yalgarður Kristjánsson, lögfr.
Akranesi. Simi 398.
SKARAR FRAMÚR
JrtVAÐA BLEKI SEM ER
Á meðan Quink nær því bezta úr
Parker pennum, þá bætir það skrif-
hæfni allra annarra penna. Hvers
vegna? Vegna þess að Parker Quink
er eina blekið, sem inniheldur Solv-x.
Solv-x er hið frábæra nýja Parker
blek, sem auk þess að veita yður
klessulausa og áferðarfagra skrift, þá
heldur það penna yðar ávallt hrein-
um!
Reynið hið nýja Royal Blue Washable Quink.
Quink . . . eina blekið með solv-x . . . er fram-
leitt af Parker, þektasta nafni heims, í fram-
leiðslu skriffæra.
Verð: 2 oz kr: 5,30, 16 oz kr: 19,80, 32 oz kr: 33.00.
Umboð: Sigurður H. Egilsson, P.O.Box 283, Reykjavík.
Nýung!
f/yt/sYj mtfqtc »#£ HICK
INIECTOR RAZOR
Sjálfvirk skipting á rakblaði
Síáifí/'^'ir miúkur rakstur
Sjálfvirk hreinsun
X-S-42E
Sveinn Björnsson & Ásgeirsson
Heildverzlun — Hafnarstræti 22.
Hydro-magie askja inniheld-
ur eina Eversharp „Hydro-
magic Schick Injeetor" rak-
vél 24 Hydro-magic rakblöð
(þau bitbeztu sem fást)
Ein plastik ferðaaskja.
Helgi Björnsson írá Staðarhöfða
Mirmingarorb:
f GÆR fór fram í Reykjavík
útför Helga Björnssonar frá Stað-
arhöfða á Akranesi. Lézt hann í
sjúkradeild Elliheimilisins
Grundar í Reykjavík 1. þ.m. eftir
langa vanheilsu.
Helgi var fæddur 1. des. 1886.
Foreldrar hans, Kristín Helga-
dóttir og Björn Ólafsson, bóndi
og sjómaður, áttu þá heima á
Klembrum á Akranesi. Þar hófu
þau búskap í þurrabúð, en voru
þar skamma hríð.
Lengst af síðan bjuggu þau
hjónin Björn og Kristín í Staðar-
höfða, og stundaði Björn þar jöfn
um höndum landbúnað og sjó-
mennsku, svo sem altítt var um
bændur á þeim árum, einkum þá,
er við sjávarsíðuna bjuggu. Var
Björn faðir Helga, verkmaður
góður að hverju sem hann gekk,
harðduglegur og fylginn sér. En
Kristín móðir Helga, sem var
kona mjög vel gefin, naut
skamma hrið í hjónabandinu
hæfni sinnar sökum langvarandi
veikinda. En ástríki og umhyggja
eiginmanns hennar, sem aldrei
brást, og umönnun og nærgætni
barna þeirra, eftir að þau kom-
ust á legg, létti henni krossburð
veikindanna svo sem frekast var
unnt.
Helgi var efnismaður á upp-
vaxtarárum sínum. Hann var
góðum gáfum gæddur og mjög
námfús. Var bókhneigð mjög rík-
ur þáttur í skapgerð hans. En
eigi voru fyrir hendi þær að-
stæður, að greidd yrði gata hans
til náms á þann veg, að hann gæti
með þeim hætti fengið grund-
völl fyrir lífsstarf sitt í framtíð-
inni. En þau eru æði mörg dæmin
fyrr og síðar, sem sýna það, að
margan æskumannin hefir borið
af leið sökum þess, að honum
hefur ekki tekizt að afla sér þess
veganestis, er með þurfti til þess
að geta fylgt þeirri köllun í
lífinu, sem hugur hans þráði.
En engan vegin var því svo
farið um Helga, að hann gæti
ekki staðið hverjum sem var á
sporði í önn hins daglega lífs,
þótt menntabrautin í þeim skiln-
ingi, sem hugur hans og þrá frá
öndverðu beindist að, væri hon-
um lokuð, ef þar hefði ekki annað
komið til sögu. Helgi var efnis-
maður til allra verka á sjó og
landi. Hann var sérstaklega lag-
virkur og hafði hneigð til smíða.
En sú varð raunin á, að Helgi
hafði naumast tekið út fullan
líkamsþroska, er hann kenndi
heilsubrests, er fór vaxandi eft-
ir því sem aldurinn færðist yfir
hann. Þetta varð þess valdandi,
að hann átti upp frá því mjög
óhægt með öll áreynslustörf.
Þetta háði honum eðlilega mikið
í þeirri lífsbaráttu, sem hann
varð að heyja, og gerði allt líf
hans daprara en ella hefði orðiði
Að upplagi hafði Helgi létta
lund, og glaðværð og gamansemi
var honum þrátt fyrir allt lengst
af til tæk.
Þess varð ekki vart langt fram
eftir ævi, að heilsubilunin hefði
áhrif á sálargáfur hans. Hann las
jafnan mikið og var bæði fróður
og minnugur. Sú náðargjöf hafði
fallið honum í skaut, að hann var
hagyrðingur góður. Skemmti
hann mörgum með kveðskap síp-
um. Varð það og honum mikið
til raunaléttis að iðka þessa gáfu
sína. Og það var ekki einasta
það, að rímið léki honum létt á
tungu, þar risti hann dýpra, því
skáldlegra tilþrifa gætir og í
kvæðum hans. Helgi mun hafa
verið á miðjum aldri eða rúmlega
það, þegar gefin var út kvæða-
bók eftir hann, er hann nefndi
Örvar. Þá eru og birt nokkur
kvæði eftir hann í Borgfirzkum
ljóðum.
Það mun hafa verið á sjó-
mannsárum Helga á Akranesi, en
þá var dagurinn oft tekinn
snemma og löngum róið áður en
dagsbrún var á lofti, sem Helgi
kvað vísu þessa:
Faðmar Skagann fögur nótt.
Flýgur saga af veiði.
Eggjar dagur æsku þrótt
út á lagarheiði.
Helgi hóf búskap í Staðarhöfða
eftir lát föður síns og bjó þar
lengst af ævi sinnar.
Fyrir allmörgum árum brá
hann búi og fluttist til Reykja-
víkur til barna sinna, er þá voru
orðin þar búsett.
Tvær af systrum Helga eru á
lífi; búsettar í Reykjavík: Hall-
dóra, ekkja eftir Þórð Sigurðsson,
prentara, og Guðrún, ekkja eftir
Guðmund Guðmundsson, verka-
mann. Kona Helga Ágústína Þór-
arinsdóttir, góð kona og um-
hyggjusöm, lifir mann sinn ásamt
fjórum börnum þeirra, þremur
dætrum: Unni, Áslaugu og Krist-
ínu, sem allar eru búsettar í
Reykjavík. Eru þær Unnur og
Kristín giftar. En Björn sonur
þeirra er sjúklingur á Vífilsstöð-
um. Ágústína dvelst hjá dætr-
um sínum.
Með þessum fáu orðum kveð
ég Helga vin minn og þakka hon-
um tryggð og vináttu á langri
samleið.
y---------
Til leigu
vélkrani á bíl með ámoksturskóflu
og lyftibómu.
Valdimar Þórðarson, sími 4480 og 3095
Skrifstofustúlka
Eit af stærri fyrirtækjum bæjarins vantar skrifstofu-
stúlku til símavörzlu strax.
Þarf að kunna vélritun. Tilboð merkt: „3303“, sendist
Morgunblaðinu fyrir miðvikudagskvöld.
Pétur Ottesen.