Morgunblaðið - 09.12.1956, Side 11

Morgunblaðið - 09.12.1956, Side 11
Sunaudagur 9. des. 1956. MORCVNBLAÐ1Ð 11 «m félagsins, eins og eg sagðij ykkur áðan, rakst eg á margt fleira merkilegt í eignaskránni Auk „marskálka-bandanna", sem •einast fréttist til í prestaskólan- um, og merkisstangarinnar, átti félagið nefnilega ýmis- leg hergögn. Hinn 1. október 1893 eru þessir munir upp taldir: „Ræðustóll, Salón pístóla að hálfu. Salon riffill.“ Við þetta gera endurskoðendur þá athuga- semd, að það sé „til athugunar framvegis, að félagið mun eiga að öllu leyti salon-pístóluna“, — svo að enn sannast hið forn- kveðna, að margur er ríkari en hann hyggur. Sex árum síðar, I október 1899, hefur bætzt í vopnabúrið „1 skotspónn, 1 púlt með læsingu, 1 blekbytta". Nú vil eg spyrja stjóm félags- ins: Hvar em öll þessi vopn nið- ur kominn i dag? Við getum hæglega þurft á þeim að halda. Skotspæni veit eg að við höfum Bæga ,svo að ekki þarf að leita að þeim. En pístólan og riffill- inn? Púltið með læsingu, blek- byttan, merkisstöngin án fána og ræðustóllinn- Ubi sunt? Eg tel mér það skylt, þótt það kunni að koma stofnun þeirri, sem eg starfa við í nokkurn vanda, að láta þess getið, að eg get gefið nokkrar upplýsing- ar um samastað ræðustólsins. í rvörum formanns til endurskoð- enda hinn 26. nóvember 1898 segir nefnilega, að „hinn fornfá- legi ræðustóU“ sé „geymdur með „þjóðnátíðar“-timbri í hinu trausta geymsluhúsi (Lands)- bankans við bæj arbryggj una“. En líklega verðum við að hefja leitina með því að reyna að hafa upp á hinu trausta geymsluhúsi bankans. ★ ★ ★ Við stúdentar eigum ekki að vera feimnir við að halda áfram á þeirri braut, sem ávallt hefir verið braut þessa félags, að taka höndum saman við almenning þessa lands — og almenning og stúdenta allra landa — í bar- áttunni fyrir sannleika og frelsi, Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Árni Pálsson sagði í ræðu á fimmtugsafmæli félagsins: „Kröfur tímans til íslenzkra menntamanna eru miklar og margvíslegar. En eitt er nauð- synlegt, — að við allir í einum hóp berjumst á móti makt myrkranna.“ Og enn segir harm: „Síúdentafélaginu hvílir fyrst og fremst sú skylda á herðum að annast um það af fremsta megni, að hið unga íslenzka ríki verði aldrei að andlegu myrkraríki". Þetta er jafnsatt nú og það var fyrir 35 árum, þegar Ami Pálsson brýndi félagsmenn. Fé- lagsskapur, sem kennir sig við menningu, hefir nýlega látið það boð út ganga, að Islendingar megi ekki vera of vondir við til- tekna erlenda þjóð, því að ráða- menn hennar hafi „aldi'ei sýnt íslendingum ókurteisi, öðru nær“, þetta er orðrétt úr ávarpinu —. „íslendingar af öllum stéttum hafa notið gisíivináttu og fyrir- greiðslu“. Gistivinimir mega sannarlega taka undir með því, sem segir í gömlu skopkvæði: Fús eg heim feta, fekk eg að éta. Nú er vissulega tími til kominn fyrir alla góða drengi að fara í vopnabúr félagsins. Hvað sem salonrifflinum og salon-pístól- unni líður, þá eigum við ekki lengur að láta fánastöng félags- ins vera „merkisstöng án fána“, heldur að draga fána sannleika og réttlætis við hún. Við eigum ekki að vera feimnir að stíga í hinn „fomfálega ræðustól", því að úr honum var frá fyrsta degi frelsisorð flutt íslenzkri þjóð, og þriðja vopnið, blekbyttuna, skul- um við ekki spara. Minnumst þess, hvemig Mar- teinn Lúter notaði blekbyttuna gegn sjálfum höfðingja myrkr- anna og verum þess fullvissir, að blekbyttan er ennþá gott vopn i baráttunni gegn makt myrkr- aima. Ágæl skemmtun Finnlandsvinafél. FINNLANDSVINAFÉLAGIÐ Suomi hélt mjög fjölmennan kvöldfagnað í Tjarnarcafé á þjóð- hátíðardag Finna 6. des. s. 1. Jens Guðbjörnsson, form. fél., setti skemmtunina og ávarpaði Finna, sem hér dvelja, í tilefni dagsins. Kai Saanila, finnski stúdent- inn, sem hér dvelur við Háskóla- nám, flutti fjörlegt og fróðlegt erindi um Finnland og sýndi jafn- framt litskuggamyndir. 10 manna flokkur Finna og Ármenninga í þjóðbúningum sýridi finnska þjóðdansa við mikla hrifningu. Skúli Halldórsson, tón- skáld, lék á píanó. Tvær ungar stúlkur úr Ár- manni sýndu akrobatik, síðan skemmti Karl Guðmundsson, leik ari, af sinni alkunnu list. Að lokum var svo stiginn dans af miklu fjöri. Auk allra Finna, sem búsettir eru í Reykjavík og nágrenni, var meðal gesta hin þekkta blaðakona, ritstjórinn Kirstí Jaantila, sem er á heimleið til Finnlands frá Bandaríkjun- um og dvelur hér á landi tæpa viku. Mun hún safna hér efni í greinar um ísland í blað sitt og skrifa, er heim kemur. Skemmtunin fór hið bezta fram. Lækningastofa mín í Apóteki Vesturbæjar verður fyrst um sinn opin á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 4,30—5,30. Viðtalstími á lækningastofunni Skólavörðustíg 1 A verðui' óbreyttur. VÍKINGUR H. ARNÓRSSON, læknir. Hljóðfærahappdrættið Vinningar 5 Píanó og Radiófónn með segul- bandstæki. — Vinningarnir eru til sýnis í glugga Morgunblaðsins og Verzlunar Kristjáns Siggeirssonar, Laugavegi 13. IVlunið Hljóðf ærahappd rættið Tugþúsmidir téku undir Úlym- píulofsönginn við slit leikunnu T GÆR, LAUGARDAG, lauk í Melboume 16. Olympíuleikum nútímans. Var leikumun slitið með virðulegri og hátíðlegri athöfn að vanda. íþróttamennirnir eru allflestir farnir heim, en síðustu keppninni lauk rétt fyrir lokahástíðina. Var það úrslitakeppni í knattspyrnu. Rússar sigruðu Júgóslafa með 1 marki gegn 0 og unnu þar nieð 37. gull- peninginn er Rússar hljóta á leikum þessum. Leikvangurinn var þéttskipaður Olympíufararnir: Hilmar, Ólafur og Viihjálmuc. Velkomnir heim Ólympíufarar íslands ¥¥VER heimsfréttitt- á fætur annari hefir borizt hingað síð- ★■■■ ustu vikurnar, sem flestir hugsandi menn láta sig nokkru skipta. Ein er sú frétt, sem vakið hefir heimsathygli, og um leið svipaðan þjóðarmetnað hér á landi, og þá er Halldór K. Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í fyrra. En þessi heimsfrétt var að íslendingurinn Vilhjálmur Einarsson, hefði sett Olym- píumet í þrístökki 16,25 stikur, 27. nóv. s.l. á Olympíuleik- unum. Það má segja að þjóðin öll hafi fagnað þessari góðu og glæsilegu frétt. Því nú hafa íslendingar eignast glæsilega full- teúa í heimi andans og orkunnar, sem alheimur hefir tekið eftir. — Mönnum er að verða það ljósara en áður, að menning og manndómur fer eigi eftir mannfjölda, heldur eftir afreki og ágæti hvers og eins. Að andleg og líkamleg menning á ávalt að haldast í hendur í uppeldi æskulýðsins. Þessi heimsfrétt er mesta landkynning íslands á þessu ári, þessu Olympíuári, sem nú er að líða í aldanna skaut. Og hefir orðið þess valdandi að alheimur horfir til íslands; og fær að vita að hér býr manndóms og menningarþjóð, þótt fámenn sé; og að aðalatvinnuvegur landsmanna sé fiskiveiðar, sem sævíkingar vorir afla. Það er sagt að Olympíuleikarnir séu mesta friðarhátíð mann- kynsins. Og með þátttöku vorri í leikunum, sýnum vér að við viljum taka virkan þátt í þessu friðarstarfi. Vér viljum efla þetta friðarstarf í verki, og láta vorn fagra fána, blakta þar á Olympíuvöllunum, meðal fána annara fullvalda þjóða. Það er ekki að furða þótt að þeir, sem um áratugi hafa barizt fyrir því, að vér íslendingar sendum keppændur á Olympíu- leikina, séu glaðir þessa dagana, því afrek Vilhjálms markar tímamót í íþróttasögu vorri. Málstaður þeirra og hugsjón hefir sigrað, þrátt fyrir það, að alltaf, fyrir hverja Olympíu- leiki, hafi verið deilt og þráttað um það, hve marga kepp- Þar sem Olympíuelduriim var tendraður með viðfaöfn og að viðstöddum 100 þús. áhorfend- um og tæpl. 5000 íþróttamönnum, fyrir hálfum mánuði, var hana nú slökktur. Á þessum tíma hef- ur ýmislegt það gerzt á vellinum sem greypt mun í hugi milljóna manna — og aldrei gleymast Þar hefur saga gerzt, atburðir sem skráðir eru og varðveitast muau. ic LOKAHÁTÍÐIN Fánar 68 þáttökuríkjanna vortt bornir inn á vöilinn við upphaf setningarhátíðarinnar og nafn- spjöld landanna borin fyrir þeim. Fánaberar röðuðu sér upp við há- svæðið, ræðupallinn. Fáni Grikk- lands var að hún dreginn til að minnast uppruna leikanna. Síðatt voru km bornir fánar Ástralíu, gestgjafanna og fáni Ítalíu, næst-u gestgjafa og þjóðsöngvar land- anna leiknir. Formaður alþjóða Olympíunefnd- arinnar gekk £ram og þakkaði fyrir hönd nefndarinnar öllum þeim, háum og lágum, som stuðl- að hafa að framkvæmd þessara Olympíuleilca. Síðan lýsti hamn Olympíuleikunum 1956 lokið en skoraði á æsku allra landa að safnast saman að 4 árum 1-iðnum í Rómaborg, til þess að halda há- tíðlegt 17. Olympíutímabil vorra tíma, svo að olympíueldurinn yrði borinn fram við af æ meiri festu, hugrekki og heiðri. Að máli hans loknu var Olym- píufáninn dreginn hægt niður og lúðrar voru þeyttir. Olympíueld- urinn, sem logað hefur meðan leikarnir stóðu var slökktur. Fall- byssuskot kváðu við — í kveðju- skyni. Fólksskarinn tók undir Olym- píulofsönginn, fánaberarnir gengu út. Mikilli hátíð var lokið. ★ Sumir sigurvegarar hafa eins og í Grikklandi forðum unnið sér æfilanga frægð. Seint munu ýmis nöfn gleymast, ss. Richards í stangarstökki, Kutz í langhlaup um, Morrow í spretthlaupum og lengi mætti telja. Hver þjóð á sínar minninga*. Og það ekki sízt við íslendingas. Tímamót eru í íþróttasögu okkar við þessa Olympíuleika. Við föga um okkar Olympíuförum í dag á annan hátt en öllum okkar fyrri Olympíuförum. Einn þeirra kemur heim með verðlaunapen- ing og svo glæsilegt afrek, að enn er það á vörum þúsunda manna víða um heim. Island hefur með- al stórþjóða hlotið viðurkenn- ingu — og vakið athygU. Við hér heima megum halda áfram starf- inu að eflingu líkamsmenntar, tvíelfd af þeim sóma og þeirii viðurkenningu, sem Vilhjálmur Einarsson hefur aflað landi sínu og þjóð. Hann hefur sýnt okkur og öðrum að við erum á réttrl braut. endur ætti að senda; en þáttakan hefir oftást farið eftir farar- eyri; hve mikið væri í sjóði. Má nú hér eftir gera ráð fyrir að landsmenn styrkji enn betur, en verið hefir framtíðar-þátttöku vor íslendinga í Olympíuleikum. Næstu Olympíuleikar verða háðir í Rómaborg 1960. Vér bjóðum Olympíufarana — þremenningana: Hilmar Þor- bjömsson, Ólaf Sveinsson og Vilhjálm Einarsson, hjartanlega velkomna heim aftur, og þökkum þeim fyrir góða og glæsilega Olympíuför. 8. desember, 1956. Ben. G. Wáge, fulltrúi íslands í alþjóða Olympíunefndinni. íþrótfir í dag í DAG kl. 2 fara fram að Há- logalandi síðustu leikir i haná- knattleiksmeistaramóti Reykja- víkur. Að leikum loknum ganga sig- urvegarar í hverjum flokki í sal- inn og Gísli Halldórsson form. Í.B.R. afhendir verðlaun. —★— Kl. 8 I kvöld hefst körfuknatt- leiksmót íslands að Hálogalandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.