Morgunblaðið - 11.12.1956, Page 3

Morgunblaðið - 11.12.1956, Page 3
l>riðjudagur 11. des. 1956 MORCTJ1SBL4Ð1Ð 3 Úlympíuiöninum fugnað á flugvellmum Heiðraðii ui líkisstjórnmni KLUKKAN 6 á sunnudaginn kom Sólíaxi úr áætlunarflugi frá Hamborg og Kaupmannahöfn. Meðal farþega voru Olympíu- fararnir íslenzku. Hafði þá safnazt saman við flugskýli Flug- félagsins mikill mannfjöldi til að fagna Olympíuförunum, en Olympíunefndin gekkst fyrir hátíðlegri móttöku. Olympíufararnir fengu fyrstir út úr flugvélinni og til móts við þá gekk lítil stúlka á upphlut og færði þeim blómvönd hverj- um fyrir sig. Ættingjar og vinir fögnuðu þeim innilega en síðan gekk Bragi Kristjánsson íorm. Olympíunefndar í ræðustól, ávarp aði þá og gaf síðan menntamála- ráðherra orðið, en hann mælti á þessa leið: Við erum hingað komin til þess að bjóða velkomna heim þrjá landa okkar, fulltrúa íslánds á Olympíuleikunum í Melbourne, íþróttamennina Vilhjálm Emars- ton og Hilmar Þorbjörnsson og fararstjóra þeirra, Ólaf Syeins- son. Við erum hingað komin til þess að þakka þeim, að þeir urðu landi sínu til sóma, — að þeir sönnuðu það í sólskininu a suð- urhveli jarðar, að hér norður við nyrztu höf býr dugmikil þjóð, sem þrátt fyrir smæð sína er hlutgeng meðal stórþjóða. ís- lenzki hópurinn á Olympíuleik- unum var fámennastur og kom- inn lengst að. En orstír sá, sem hann gat sjálíum sér cg landi sínu, hefði sæmt livaða stórþjóð sem væri. Sérstaklega bjóðum við veikom inn Vilhjálm Einarsson. Við ósk- um honum til hamningju meö glæsilegt afrek hans, mesta afiek ísléndings í frjálsum íþróttum. Þjóðin öll kann honum þakkir, ekki eingöngu fyrir það að hafa skipað sér á bekk með beztu íþróttamönnum heims, — ekki aðallega fyrir það, að hafa orpið frægð á ísland, heldur fyrst og fremst fyrir hitt, að hann hefur sannað okkur sjálfum, ekki síður en umheiminum, að ísland er gott land, því að það er gott land, sem elur slíka syni, — sú þjóð, sem eignast afreksmenn, á sér framtíð. Engum er það brýnni nauðsyn en þeim, sem búa afskekktir Og við örðug skilyrði, að trúa á land sitt, treysta sjálf- um sér. Afrek Vilhjálms Einars- sonar hefur glætt trú okkar á ísland, traust okkar á íslenzkt þjóðerni. Þess vegna hefur það, sem gerðist suður í sólheitri Ástralíu, varpað birtu inn í skammdegið hingað norður undir heimskautabaug. Afreksmenn í íþróttum inna af höndum verðmæta þjónustu í þágu þjóðar sinnar með því að vera æskulýðnum fagurt for- dæmi. Mikil afrek verða ekki unn in í krafti neinnar náðargáfu einnar saman, heldur jafnframt fyrir þrotlaust starf og sterkan vilja. Fordæmi afreksmanna í íþróttum auka starfið og styrkja viljann. Á hvoru tveggja er ungu fólki höfuðnauðsyn. Iðkun heil- Heykjflvíkw- meisiarai í hondknattleik ÚRSLIT eru fengin í hanknatt- leiksmóti Reykjavíkur. Keppni var geysilega hörð og jöfn, sem »já má m.a. af því, að markatala ein réði úrslitum í tveim flokk- lun. Reykjavíkurmeistarar urðu: Mfl. karla: KR. 1. fl. karla: KR. 2. fl. karla: ÍR. 3. fl. karla A: Ármann. 3. fl. karla B: Fram. Mfl. kvenna: Þróttur. 2. fl. kvenna: Ármann. Nánar um mótið á morgun. brigðra íþrótta er leið að því marki. Mér þykir þess vegna vænt um að geta einmitt við þetta tæki- færi skýrt frá því, að mennta- málaráðuneytið hefur samkvæmt Vilhjálmur við liljóðnemann. Sig- urður Sigurðsson fréttamaður útvarpsins ræðir við hann á flug- vellinum. tillögu íþróttafulltrúa rikisins, ákveðið að reyna að glæða enn íþróttaáhuga í skólum landsins með því að láta gera sérstök íþróttamerki, úr bronzi, silfri og gulli, er vera skulu tákn tiltek- ins árangurs í hinum ýmsu grein- um skólaíþróttanna, en tilhögun þessi tíðkast á öllum hinum Norð- urlöndunum og víðar og hefur haft mikið gildi fyrir íþróttascarf skólanna. Það er von mín, að þessi nýjung stuðli að því, að íslendingar eignist enn fleiri ágæta íþróttamenn. Ég vil að síðustu óska íslenzkri íþróttahreyfingu til hamingju með afrek Vilhjálms Einarssonar. íslenzkum fþróttafrömuðum er nú án efa glatt í geði, og þeim má og á að vera það. Kennarar hans og þjálfarar hafa réynzt starfi sínu vaxnir. Mig langar einnig til þess að ,óska foreldr- um hans, sem hér eru staddir, til hamingju. Engra gleði er eðlilegri en þeirra, því að engum hefur hinn ungi maður orðið til meiri sóma. Vilhjálmur Einarsson: Ríkis- stjórn fslands þakkar afrek yðar. Bið ég yður því að veita viðtöku þessum bikar um leið og ég færi yður innilegar árnaðaróskir. ★ Að þessu loknu gekk farar- stjórinn, Ólafur Sveinsson, fram og þakkaði þessar hlýju móttök- ur. Blóm hlóðust á íþróttamenn- ina, einkum Vilhjálm. öll var athöfnin hin ánægjulegasta, enda fagnaðarefnið sérstakt. Tekið verði 100 millj. kr. erlent lán fyrir veð- lánakerfi til íbúðabygg- inga Þingsályktunartill. Sjálfstæbismanna i Sameinuðu þingi ÞAU Jóhann Hafstein, Sigurður Bjarnason, Ragnhildur Helga- dóttir, Kjartan J. Jóhannsson og Gunnar Thoraddsen flytja í Sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um lán til íbúða bygginga. Hljóðar hún svo: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir því, að veðdeild Landsbanka íslands taki allt að 100 milljón króna erlent lán, sbr. 3. og 5. gr. laga nr. 55/1955, er varið verði til út- lána á vegum hins almenna veð- lánakerfis til íbúðabygginga. Jafnframt ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að veita öðr- um aðilum, sem þess kynnu að óska, leyfi eða fyrirgreiðsiu til erlendrar lántöku til íbúðabygg- inga, sé um lántökur að ræða með eðlilegum kjörum. GREINARGERÐ Eins og nú standa sakir, er langveigamesta ráðstöfunin til þess að bæta skjótlega úr hús- næðisskortinum að gera þeim mörgu einstaklingum og öðrum aðilum, sem nú eiga hús í smíð- um, kleift að ljúka þeim sem fyrst. Til þess að svo megi verða, þarf mikið viðbótarlánsfé fram yfir það, sem varið hefur verið til íbúðabygginga. Sá vandi verð- ur ekki leystur nema með er- lendri lántöku í þessu skyni, en jafnframt er þá séð fyrir erlend- um gjaldeyri til kaupa á bygg- ingarefni og öðrum nauðsynjum til íbúðabygginga. Þegar lögin um húsnæðismálastjórn, veðlán til íbúðabygginga og útrýmingu heilsuspillandi íbúða voru sett, var veitt heimild til erlendrar lántöku og gert ráð fyrir erlendu lánsfé til útlána á vegum hins almenna veðlánakerfis. Bráð nauðsyn er nú á því að hagnýta þessa heimild, og er tillaga þessi því flutt. Jafnframt vísast til til- lagna þeirra, sem fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í húsnæðismála- stjórn hafa flutt um sama efm, TILLÖGUR FULLTRÚA SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS í IIÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN Við setningu laga nr. 55/1955, um húsnæðismálastjórn o. f 1., var tryggt fjármagn til framkvæmda laganna á árunum 1955 og 1956 með samkomuíagi, sem fyrrver- andi ríkisstjórn gerði við Lands- banka íslands. Með því að nú líð- ur að lokum þess tímabils, sem samið var fyrir, og alger óvissa ríkir um framhaldið, telur hús- næðismálastjórn brýna nauðsyn bera til, að hafnir séu nú þegar í stað samningar við bankana um ráðstafanir til fjáröflunar vegna húsnæðismálanna írara- vegis. Telur húsnæðismálastjórn, að við þá samninga beri að leggja áherzlu á eftirfarandi: 1. Tryggt sé, að minnst 150 millj. kr. verði ráðstafað af spari- fé landsmanna til útlána til íbúða bygginga í kaupstöðum og kaup- túnum árið 1957. 2. Tekin verði erlend lán að minnsta kosti 100 millj. kr., sem auk framangreinds fjármagns verði varið til útlána til íbúða- bygginga 1957 til þess að full- nægja eftirspurninni eftir íbúða- lónum og koma í veg fyrir okur- lánastarfsemi. 3. Kappkostað verði, að útlán ársins 1957 hefjist strax í árs- byrjun til þess að bæta úr láns- fjárskortinum og stuðla að því, að fokheldar íbúðir megi verða fullgerðar yfir vetrarmónuðina og komist sem fyrst í notkun. Villijálmur með foreldrum sínum. — Ljósm. Mbl.'Ól. K. M. Ætlar ríkisstjórnin að opna S.Í.S. og Olíu- félaginu h.t. lesð til okurgróða á olíu- flutningum ? IGREIN Ingólfs Jónssonar fyrrv. viðskiptamálaráðherra um olíumálin sl. sunnudag, er skýrt frá þeim ummælum Lúðvíks Jósefssonar ráðherra að ríkisstjórnin hefði „NÁÐ SAMNINGUM" við Olíúfélagið h.f. og SÍS um að skip þeirra „Hamrafell“ flytji olíu og benzín fyrir íslendinga. Þetta er mjög eftirtektarvert. Ingólfur Jónsson segir síðan: „í orðunum liggur, að ríkisstjórnin hafi staðið í samn- ingum við eigendur Hamrafells um að sigla fyrir fslend- inga. Hafa eigendur Hamrafells verið tregir til þess að láta skipið þjóna íslenzkum hagsmunum? Því skal ekki trúað að óreyndu. Hvað mundi verða sagt, ef ríkisstjórnin stæði í samningum við stjórn Eimskipafélags íslands um að halda áfram að flytja mjöl og aðra nauðsynjavöru til landsins og fisk og aðra framleiðsluvöru frá landinu, vegna þess að stjórn Eimskipafélagsins ætti þess kost að fá hærri fragt erlendis heldur en greitt er hér heima?“ Síðan bendir Ingólfur Jónsson á að Eimskip hafi ekki feitgið leyfi til að hælska farmgjöld árin 1955 og 1956, þrátt fyrir taprekstur þau ár. En nú bendir margt til að SÍS og Olíufélagið h.f. eigi að sæta allt annarri meðferð, það eigi að opna þeim lcið til að ná okurgróða á „Hamra- fellinu". Ingólfur Jónsson segir: „Um það leyti sem Olíufélagið sótti um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir olíuskipi 25. október 1955 voru fragtir á olíu til landsins eins og hér segir: 15 september, 1955, 36 shillingar pr. smálest, 10. október 46,6. Kaupendur skips- ins hafa rciknað með að skipið gæti borgað sig með þeim flutningsgjöldum, sem giltu á heimsmarkaðinum um það leyti sem ákveðið var að kaupa skipið. Um kaupverð skips- ins vissu kaupendur og leyfisbeiðni miðuð við það. Um reksturskostnað allan vissu þeir einnig og hafa gert sér fulla grcin fyrir því, að rekstursgrundvöllur var fyrir skipið miðað við þáverandi flutningsgjöld. Heyrzt hefur, að ríkis- stjórnin hafi talað við eigendur Hamrafells um 160 shillinga fyrir tonnið, eða nærri fjórum sinnum hærra verð heldur en reiknað var með í rekstursgrundvelli fyrir skipið þegar það var keypt. Almenningur í landinu spyr: „Getur þetta verið satt?“ Ég tel sjálfsagt að þetta verði upplýst sem fyrst. Ef það er rangt er gott fyrir ríkisstjórnina að gera nú þegar hreint fyrir sínum dyrum.“----- ------„Þegar Hamrafellið var keypt, var rekstursgrund- völlur fyrir það með þeim flutningsgjöldum, sem áður hafa verið nefnd. Eitthvað hefur reksturskostnaður hækkað síðan og mundi margur telja, að rekstursgrundvöllur væri fyrir skipið miðað við 60 shillinga tonnið. En til þess að Olíu- félagið njóti fullrar sanngirni og þess að hafa eignazt skipið mætti telja verjandi miðað við þau flutningsgjöld, sem nú gilda á heimsmarkaðinum, en eru væntanlega aðeins stund- arfyrirbrigði, að Hamrafellið fengi 80 shillinga fyrir tonnið eða helming þess sem ríkisstjórnin hefur látið sér detta í hug að semja um. Ef ríkisstjórnin gerir eigi að síður samn- ing fyrir 160 shillinga á smálest miðað við 5 ferðir eins og talað hefur verið um, þá flytur skipið í þessum 5 ferðum 90 þúsund tonn og þénustan á hverri smálest eru 4 til 5 £ eða 180 til 225 krónur. Sé aðeins reiknað með 180 krónum á tonn, er yfirgreiðsla til Olíufélagsins 16.400.000.00 kr. fyrir 5 ferðir sem fyrirhugað er að semja nú um. Ef skipið verður í förum allt árið, og miðað við að 60 sh standi undir reksturs- kostnaði skipsins, verður hagnaður þess fram yfir það, sem eðlilegt er og reiknað var með þegar það var keypt, kr. 40.500.000.00, en kr. 32.800.000.00 ef reiknað er með 80 shill- inga flutningsgjaldi á smálest.“ / Að lokum segir Ingólfur Jónsson: „Þjóðin mun fylgjast með því sem gerist í þessu máli. Hún mun veita því athygli, hvort ríkisstjórnin veitir ein- stökum gróðafélögum möguleika til þess að safna tugmill- jória gróða á örstuttum tima á kostnað almennings í landinu, sem berst fyrir því að hafa til hnífs og skeiðar. Olían er aflgjafi í íslenzku atvinnulífi. Verðlag oliunnar snertir hags- muni hvers einstaklings í landinu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.