Morgunblaðið - 11.12.1956, Side 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
ÞriSjuðagur 11. des. 1958
Kristmann Guðmundsson skriíar um
BÓKMENNTIR
og fallegt, svo sem: „Ég syng til
þín“, „í rökkrinu", „Til Guðs“,
„Við skerið", „Gréta“, „Stjaman
mín“, og „Klara". En bezta ljóðið
ea- ef til vill „Kvöld“:
..Aftanroðabliki brá á saeinn,
bláhvit rökkurslæða fjarri lá;
sveipað hafði sólarheitan daginn
sseluþrungin, fögur ágústbrá.
Fjarri vogi festarsvanur renndi,
á fjarðarmynni björtum roða sló,
og unaðssælu unga hjartað
kenndi,
því æðri máttur gullna fegurS
bjó.“
Ef höfundurinn er innan við
tvítugt, þá bendir kverið til þesa,
að hann gaeti orðið skáld.
Saga og sex lesendur.
Eftir Claude Haugthon.
Sveinn Víkingur þýddi.
Bókaútgáfan Fróði,
SAGA þessi sýnir m.a. hvílíkt
ábyrgðarstarf það er að rita
bækur. — Höfundur hennar fær-
ist mikið í fang og enda þótt
tæknikunnáttu hans sé nokkuð
ábótavant, er bókin ákaflega at-
hyglisverð. Sálfræðileg rannsókn
er það sem gefur henni mest
gildi. Höf. er mikill sálfræðing-
ur og hann framkvæmir sálkönn-
un sína á heilbrigðum grundvelli.
Hann er og dulspakur vel og
honum lætur ágætlega að gefa
boðun sinni táknrænt form, sem
jafnframt er heillandi dulrænt.
Sagan fjallar um sögu og áhrif
hennar á nokkra lesendur, en höf.
fléttar saman persónum beggja
sagnanna á mjög skemmtilegan
hátt. Að vísu er hann talsvert
stirður á svelli tækninnar og nær
ekki alltaf æskilegum tökum á
efni sínu. En hin dulræna móða,
sem dregin er yfir allt saman,
hylur gallana að nokkur leyti,
svo að þeir verða lesendanum
skki eins mikill þyrnir í augum
-g annars hefði orðið.
Margar af persónulýsingum
jókarinnar eru aðeins skírt dreg-
ð riss, en lýsingar kvennanna þó
miklu betri en karla. Bezt er frú
Purvis, þó Mitzi festist kannski
fullt eins vel í minni lesandans.
Karlmennirnir eru fremur teg-
undatákn en lifandi persónur, og
ef litið er á t.d. Fingleton frá því
sjónarmiði, er hann listavel gerð-
ur. Eýsingin á „Manninum með
hendurnar“ er snjöll — þangað
til höf. fer að skíra hann sál-
fræðilega, þá bregst bogalistin.
Höf. skortir kunnáttu til að
skilja, að persónur, sem gerðar
eru á þennan hátt, þola ekki
„sálgreiningu“, þá leysast þær
upp og verða að engu, eins og
draugarnir. — „Maðurinn, sem
aldrei fékk herbergi" í gistihús-
inu dularfulla, er einnig mis-
heppnaður hjá höf. — Loks er
sagan nokkuð margorð og lang-
dregin. — En kostir hennar eru
margir, og meira en vega á móti
göllunum. Hún er hreinleg, já-
kvæð og nýstárleg, geðfelld, og
spennandi afle§trar. — Bók-
menntir af þessu tagi eru nú að
ryðja sér til rúms í heiminum.
Lesendur allra landa eru á hnot-
skóg eftir heilbrigðara, hressara
og fegurra lestrarefni en því sem
fyllt hefur bókamarkaði veraldar
nú um langt skeið.
Þýðing Sveins Víkings er vel
gerð, án áberandi snilli.
Ormar.
Eftir Jökul Jakobsson.
Helgafeil.
EFTIH að Jökull gaf út fyrstu
skáldsögu sína, er var skrambi
léleg, birti hann smásögu, sem
teljast verður ágáet, eftir svo
ungan höfund. Og enda þótt
„Ormar" sé ekkert listaverk, er
þó um framför áð ræða, og margt
er það í þessari sögu, sem bendir
til að höfundur hennar geti orðið
skáld. Hann virðist hafa fullan
huga á því og viljinn dregur
hálft hlassið, í þessu efni sem
flestum öðrum. — Fyrsti kafli
„Ormars", með lýsingu söguhetj-
unnar á barnsaldri, er nokkuð
vel gerður og margar atburða-
lýsingar, víðs vegar um bókina,
eru góðar. Samtöl eru og víða
eðlileg og umhverfislýsingar gerð
ar af mestu prýði. Þá er bygging
sögunnar sæmileg. Og höfundur-
inn apar ekki eftir neinum, þótt
hann sé að læra af ýmsum. Allt
bendir til að hann muni verða
sjálfbjarga vel og sækja ekki til
annarra, umfram það sem allir
gera.
„Ormar“ sýnir allmarga kosti,
sem vekja vonir um að hér sé
skáldefni á ferð, er láti til sln
taka, þegar árum fjölgar og fisk-
ur vex um hrygg. — Gallar bók-
arinnar eru að vonum margir, og
nenni ég ekki að eltast við þá,
að þessu sinni. Þetta er allt ung-
æðislegt, enda ekki við öðru að
búast hjá vart tvítugum unglingi.
En það, sem máli skiptir, er að
hér virðist vera efniviður, sem er
aðgæzluverður.
Aungull í tímann.
Eftir Jóhann Hjálmarsson.
ÞETTA er allra snotrasti öngull,
enda þótt eigandinn skrifi hann
með a»! Það hafa aðrir haft fyrir
unglingnum — og ýmislegt
fleira, sem vonandi skaðar hann
ekki í lengdinni. — Ef þessi pilt-
ur öðlast þann þroska, þá mennt-
un og víðsýni, sem skáldum er
nauðsynleg, þá er liklegt að hann
verði mikið og gott ljóðskáld. —
í þessu kveri hans er hvert smá-
Ijóðið öðru betra, t.d. „Við“,
„Ljóð“, „Hve oft“, „Þrá“, „í leit
ég gekk“, „Söknuður", „Hvert“
og „Bláa land“:
„Ó bláa land
sveipað rauðri móðu
ég hef leitað þín
Rektu ekki barn þitt
út í auðnina
þegar það kemur aftur
eftir langa fjarveru
því það er þreytt
og þráir að hvíla við brjóst þín
og teyga ilm
þíns unga blóðs
Ó bláa land
sveipað rauðri móðu
ég hef leitað þín“.
„Vor“ er líka falleg:
„Sólrauðir fuglar svífa
yfir blátærri lind
Og litið barn
kemur gangandi eftir veginum
með vorið í höndunum“.
Hann er undir ýmsum álirifum,
en naumast til skaða. List hóf-
seminnar kann hann, hina örðug-
lærðu, sem fæstir nema til hlít-
ar! Það er óvíða ofaukið orðum
hjá þessu unga skáldi, og það er
forkunnar góður kostur á bók
hans. Annar kostur göður er Ijóð-
ræn fegurð og mýkt, galdur í með
ferð einfaldra orða: mikil með-
feedd skáldgáfa.
í föSurgarði fyrrtim.
Þulur eftir GoSrdnu
AuSunsdóttur.
Myudskreytt efiir Halldór
Pétursson.
Norðri.
SIGU'RÐUR Einarsson skáld og
prestur í Holti, fylgir þessu litla
kveri úr hlaði með eftirmála.
Ræðir hann um. þúluna sem list-
grein og kynnir Guðrúnu Auð-
unsdóttur, höfund kversins. En
hún. er húsfreyja á stóru og anna-
sömu búi, og skáldskapurinn
henni tómstundagaman. Eigi að
síður hefur henni vel tekist og
líklegt að þulurnar hennar verði
vinsælar og eigi fyrir sér langlífi
í landinu. Þær eru ljúft og lipurt
kveðnar, hressar og lifandi. Bezt
er ef til vill: „í föðurgarði fyrr-
um“ og „Sofðu litli Ijúíurinn”.
Myndir Halldórs Péturssonar
eiga einkar vel við textann.
HÓFATAK
Eftir Bjöm Braga.
Höfundur þessa litla ljóðakvers
segir sig sextán ára gamlan og
gætu mörg kvæðanna bent til
þess þroskastigs. En ekki kæmi
mér á óvart þótt pilturinn reynd-
ist nokkru eldri. Um það skal
ekki þrætt, en þess getið, að
ýmislegt er þarna lipurt kveðið
1
Model og myndaauglýs-
ingar — nýtf fyrirtœki
NÝLEGA tók til starfa hér í
Reykjavík, fyrirtæki, er nefnist
Model & Mynda-auglýsingar. Er
þar um að ræða algjöra nýjung
Rúna Brynjólfsdóítir.
hér á landi. Eigandi og fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins er
ungfrú Rúna Brynjólfsdóttir og
er starf þess í því fólgið, að út-
vega fyrirmyndir (model) til
ljósmyndatöku fyrir auglýsingar.
Model & Mynda-auglýsingar hafa
aðsetur sitt ^ð Birkimel 8 B, síma
6970. Morgunblaðið ræddi við
Rúnu Brynjólfsdóttur í gær í til-
efni þessa.
shrifar úr
daglega lífinu
ÞÁ hafa blöðin flutt þær gleði-
fregnir að Stina Britta Mel-
ander sé væntanleg hingað til
landsins aftur innan skamms og
muni um jólin syngja hlutverk
Næturdrottningarninnar í hinni
unaðsfögru óperu Mozarts „Töfra
flautunni".
Mikill aufúswgestur
EG segi gleðifregnir, því tví-
mælalaust er Stina Britta ís-
lenzku leikhús- og óperulífi mik-
ill aufúsugestur. Allir þeir sem
séð hafa hana á óperusviði munu
ljúka upp einum munni um, að
þar er snilldarsöngkona á ferð,
sem hefir þann fremur sjaldgæfa
hæfileika góðra söngkvenna, að
vera mjög sýnt um leik og alla
sviðstækni. Hún er í einu orði
sagt fáguð og heillandi listakona,
sem hefir sungið sig inn í hjörtu
allra Reykvíkinga.
Hlutverk Næturdrottningarinn
ar er álitið mjög erfitt og ekki á
færi nema allra beztu söngkvenna
að fara með það. Stina Britta
hefir sungið það í Stokkhólmi og
fengið ágæta dóma fyrir.
Því hefir heyrzt fleygt að
ástæðulaust væri að flytja inn er-
lent listafólk eða óperusöngvara
þar sem við værum sjálfir birgir
af góðum söngvurum. Það sjónar-
mið er fjarri öllu lagi og ef við
ættum að aðhýllast það íslend-
ingar, myndum við sýna einstæð-
an molbúa- og hjárænuhátt. Jafn-
vel stórþjóðimar með fremstu
söngvara í veröldinni innan landa
mæra sinna telja sér jafnan feng
í því að fá erlenda óperusöngvara
á svið sín, sem góða gesti. Þeir
koma jafnan með nýjan andblæ
og af þeim niá einatt margt læra.
íslenzk söngmennt
og erlend
UM okkar ungu óperu gildir
þetía sjónarmið miklu frem-
ur, og hún verður aldrei hyggð
upp til neinnar hlítar nema við
■njóti bæði góðrar stjórnar og
söngvara og söngmenntunar er-
lendis frá, enda er það Teynsla
allra þjóða í þeim efnum. ís-
lenzkir söngvarar fá örugglega
nóg tækifæri til þess að láta ljós
sitt skina þrátt fýrir það, enda
verður og að hafa það í huga, að
almenningur verður leiður á
sama listamanninum, ef hann á
kost á að hlýða á list hans í tima
og ótíma. Því er full ástæða til
þess að gleðjast yfir komu
sænsku söngkonunnar sem hefir
getið sér slíkan orðstír á íslenzku
óperusviði, og óska þess að aðrir
erlendir söngvarar í fremstu röð
sæki okkur einnig heim er tímar
liða fram. .
Jólin í nánd.
IMORGUN í birtingu þegar ég
var á leið til vinnu hitti ég tvo
skólapilta sem gengu út með
sekki sína og mal og voru á leið-
inni út á flugvöll, til framhalds-
ferðar norður í land í jólaleyfi.
Þá varð mér skyndilega ljóst að
jólin eru i nánd, meira að segjr.
rétt að koma.
Auðvitað vissi ég, eins og aðrir,
að almanakið lýgur ekki, en ein-
hvern veginn er það svo að mað-
ur þarf slíka viðburði eða öllu
heldur smáatvik í næsta um-
hverfi sínu til þess að skilja hve
skammt lifir eftir jólaföstu. Hver
dagurinn er öðrum svo líkur, og
tíðarfarið hefir verið slíkt, að
minnsta kosti hér sunnanlands, að
manni verður miklu fremur hugs
að til annarra tíma en jólanna.
En tíminn stöðvast ei og dagarn
ir láta aldrei bíða eítir sér heldur
renna hljóðlaust í skaut tímans.
Börnin eru fyrir löngu farin að
hlakka til hátíðarinnar, konur
norðanlands farnar að hnoða
laufabrauðið sitt og jólaþvottur-
inn byrjaður til sveita.
Tvenn jól.
F?G var í gær að lesa í Þjóð-
háttum Jónasar á Hrafnagili
um jólin í tið afa okkar og
ömmu og undrast yfir því hví-
líkar stökkbreytingar þjóðin og
siðir hennar allir hafa tekið síð-
an þá. — Þar voru jólin í sinni
aldagömlu íslenzku mynd, með
leikum sínum, helgihaldi og há-
tíðleik. Nú liggur við að jólin séu
orðin eins og einn hagmæltur
kunningi mixm sagði: Fagnaðar-
hátíð Frelsarans er féþúfa í túni
mangarans.
Jólin hér í höfuðborginni hafa
fengið á sig geysilegan kaup-
mennskusvip. Það er eins og fólk
hugsi ekki um annað en gjafir
og peninga, í stað Frelsarans
stendur manni fyrh hugskots-
sjónum kaupahéðinn með heil-
mikla peningagloríu kringum
höfuðið. Það er illt og við skulum
öll reyna að forðast það eftir
megni að láta hughrif og tilætlan
jólanna hverfa í gjörningaveðri
kauptíðarinnar.
BLAÐA- KVIKMYNDA- OG
GÖTUAUGLÝSINGAR
Þrjár stúlkur starfa nú þegar
við fyrirtækið, auk Rúnu Brya-
jólfsdóttur. _Eru það fegurðar-
dísirnar, Ágústa Guðmunda-
dóttir, Ásdís Steindórsdóttá
og Ester Garðarsdóttir. Stúlk-
ur þessar starfa sem fyrirmynd-
ir. Starfið er aðallega í því fólgið,
að fyrirtækið útvegar þeim sem
vilja auglýsa, ljósmynd eða
myndamót, þar sem einhver af
fyrirmyndum þess auglýsir hlut-
inn af smekkvísi og kunnáttu.
Nær þetta til blaða-, kvikmynda-
og götuauglýsinga. Þeir sem vilja
auglýsa vörur sínar á þennan
hátt, geta snúið sér nú þegar til
fyrirtækisins, sem veitir allar
upplýsingar. Þótt ennþá séu að-
eins stúlkur starfandi sem fyrir-
myndir hjá fyrirtækinu, verða
innan skamms ráðin til þess
einnig hörn og karlmenn, til þesa
að þjónustan við viðskiptavinina
geti orðið sem fullkomnust
AUGLÝSINGATEIKNARl —
TÍZKUSÝNINGAR
Rúna Brynjólfsdóttir, skýrðl
svo frá, að ef allt gengi að ósk-
um, væri það ætlun sín, að ráða
að fyrirtækinu auglýsingateikn-
ara, eða að öðrum kosti stofna til
samstarfs við einhvern slíkan. Þá
er og í ráði að fyrirtækið taki
að sér að standa fyrir tízkusýn-
ingum og einnig að útvega tíma-
ritum forsíðumyndir og aðrar
myndir.
Með tilliti til tízkusýninga, hef-
ur Rúna Brynjólfsdóttir valið til
samstarfs með sér, stúlkur, er
vanar eru slíkum störfum. Sjálf
hefur hún allmikla reynslu i
Ásdís Steinþórsdótttir, ein af
fyrirmyndunum, sem starfar vi*
Model & Mynda-auglýsingar.
Hún varð nr. 2 í fegurðarsam-
keppninni í sumar.
slíkum starfa, þar sem hún hefur
tekið þátt í fjölmörgum tízku-
sýningum undanfarið og er auk
þess sveinn að menntun í hatla-
saumi.
ÆTLAR A» KYNNA SER
STARFIÐ TIL HLÍTAR
Fyrirtæki slík sem þetta em
mjög algeng erlendis og hafa t.d.
á Norðurlöndum borið mjög góð-
an árangur. Rúna hefur þegar
kynnt sér nokkuð starf slíkm
fyrirtækja í Kaupmannahöfn en
ætlar í janúar næstkomandi að
fara til Kaupmannahafnar og ef
til vill fleiri Norðurlanda til þess
að kynna sér störf slíkra fyrir-
tækja til hlítar.