Morgunblaðið - 11.12.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.1956, Blaðsíða 8
9 Moncrnvfí* íoið Þriðjudagur 11. des. 1956 Læknarnir og eitur- lyfjanautn íslend- inga HINN 2. sept. sl. birtist í Mbl. grein undir rirsögninni: „Gagn- gerð rannsókn hafin á eiturlyfja- notkun hér á landi“. Ástæðuna til þess, telur blaðið þá, að á dagskrá sé komið að íslendingar muni vera um það bil að setja heimsmet í þeirri göfugu íþrótt, eiturlyfjanautn. Ekki muni þó um smygl ac ræða svo neinu iemL Enn fremur að starfandi sé 3ja nanna nefnd nafngreindra lækna til eftirlits nieð úthlutun lækna á deyfilyfjum til sjúklinga sinna en getur þess þó, að erfitt sé að fá nokkrar upplýsingar hjá op- má meiri furðu gegna, að engum lýfjasjúklinga. Heimiid blaðsins eru: Land- Iæknir, forstjóri Lyfjaverzlunar ríkisins og formaður Læknafélags íslands. Eðlilegt má telja, að við slíka váfregn setji menn hljóða. Hitt má meiri furðu gegna, að enginn skuli hafa rofið þá þögn. Ekki er það vegna þess, að ég telji mig öðrum fær- ari, að ég skuli til þess verða, nema síður sé. — Hitt er sönnu nær, að einhver verð- ur að gera það, svo mikill þjóð- arvoði, að maður ekki segi þjóð- arskömm, sem hér er um að ræða, enda vænti ég, að kunnugir muni mér þá framhleypni til nokkurrar vorkunnar virða. Eins og að framan getur, telja þeir menn sem gjörst mega vita, að um smygl sé vart að ræða og skilst manni að þar hljóti undir að falla ólögleg afhending frá lyfjabúðum. Hringurinn þrengist því ískyggilega um sjálfa ræknana. Ekki eru læknar almennt svo vitað sé eigendur lyfjabúðanna, annars freistaðist maður til, að álykta, að þeir skipuðu sér í flokk þeirra manna (útlendra) sem auðga sig á, að útvega mönnum eiturlyf, en sem í flest- um menningarlöndum er refsað þunglega fyrir, ef í þá næst, enda þar venjulega um „sjálfmennt- aða“ menn að ræða en ekki sér- fræðinga í faginu. Hér virðist því vera um svo stórvítavert kæruleysi af hendi lækna að ræða, að við svo búið má ekki sitja, enda bendir áður- greind nefndarskipun til þess, að sjálfum finnist þeim ekki allt með felldu í þessu efni. En hér þarf meira til ef takast á að afstýra stórum voða en skipa nefnd. Hún þarf að vinna líka og standa opinberlega skil gerða sinna, svo alvarlegt er málið. Seinastur myndi ég trúa að nokkur læknir fyndist, sem af ráðnum hug eða í auðgunarskyni leiddi menn út á braut eitur- lyfjaneyzlu. Kinu á ég aftur á móti bágra með að útrýma úr hugskoti mínu, að þeir sumir hverjir hafi ekki að einhverju leyti, jafnvel að nokkru á kostn- að læknisfræðinnar, tileinkað sér þann góða hæfileika kaupsýslu- mannsins, að gera viðskiptavin- inn ánægðan. Eða munu læknar ekki hafa fyrir því orðið, að til þeirra leitaði „sjúklingur" er bæði þá um lyfseðil upp á eitt- hvert ákveðið lyf, sem hann til- tekur, en læknirinn af hendi lát- ið án fullrar sannfæringar um læknisfræðilegar nauðsynjar þess? Óhugsandi er ekki, að einmitt hér mætti finna eina ástæðuna fyrir hinum síhækkandi sjúkra- samlagsgj öldum, þrátt fyrir hina þyrnum stráðu braut þeirra undralyfja, inn á lista sjúkra- samlagsins yfir niðurgreidd lyf, sem fram hafa komið á síðustu tímum. Öllu dularfyllri eru þó forsend- ur heilbrigðisstjórnarinnar fyrir því fyrirbæri, að á sama tíma og íbúatala borgarinnar hefir margfaldazt og tala lyfjabúða tvöfaldazt, þá hefir hún ekki séð ástæðu til að fjölga næturlækn- um úr einum í tvo. Enda þótt læknar verði þung- um sökum bomir í sambandi við eiturlyfjaneyzlu þjóðarinnar, má þó ekki gleyma því, að þar eiga fleiri hlut að. Má í því sambandi benda á fólkið sjálft, sem vanið hefur sig á sífellt meðalasull þar til það er orðið því að ástríðu. Enn fremur má benda á það ógnar skipulagsleysi, að menn skuli geta vaðið í hvaða lækni sem er og fengið hjá honum umbeðna þjónustu án þess að þeirra eigin heimilislækn- ir hafi neina aðstöðu til að fá vitneskju um, hvað gert /ar, svo að hann geti samræmt sínar að- gerðir við það, og á það ekki hvað sízt við ef viðkomandi sjúklingur hefir einhverja ástæðu til að nota hættuleg lyf. Þessu virðist þó auðvelt að kippa í laf ef vilji er fyrir hendi, ein- faldlega með því, að skylda lækna til að láta heimilislækni viðkomandi sjúklings í té upp- lýsingar um þá þjónustu, sem hann hefur veitt. Enn fremur að sjúkrasamlagið greiddi ekki lyf nema eftir uppáskrifuðum lyfseðli af heimilislækni viðkom- anda. En jafnvel þó þessu væri sleppt, ættum við ekki að standa berskjaldaðir fyrir. Við sjúkra- samlagið vinna bæði trúnaðar- læknir og lyfjafræðingur. Hvað væri eðlilegra en það, að þegar til samlagsins fara að streyma lyf- seðlar upp á máske tífaldan skammt miðað við • það sem hættulaust er talið af læknum, af deyfilyfi, útgefið á sama ein- stakling, máske af ýmsum lækn- um, en að þessir menn færu út af örkinni til að rannsaka málið, þó aldrei væri til annars en að firra stofnunina óþarfa útgjöld- um? Hvað svo um þá, sem orðið hafa eiturlyfjunum að bráð? Ekki treystist ég til að lýsa því hástigi mannlegs volæðis svo í lagi sé. Á hitt má benda, að neyzla eiturlyfja er að því leyti háskalegri en annarra nautna- lyfja, að þau eru orðin að ómót- stæðilegri ástríðu áður en nokk- ur veruleg ytri einkenni koma í ljós og þar af leiðandi ekki hægt að varast þau fyrr en allt er komið í óefni. Með aukinni nautn og neyzlu þverr að sama skapi manndóms- kennd og hæfileiki til sjálfs- stjórnar. Það er því mjög erfitt, að hjálpa þessu' fólki, því það skortir allan skilning á, að nokkuð sé við það að athuga og lítur á alla, sem það reyna, sem ofsækjendur sína. Fylgifiskur eiturlyfjanautnar- innar er venjulega áfengið, sem sjúklingurinn reynir að bæta sér upp vöntun eiturlyfsins með. — Það væri því ekki að ófyrir- 'synju, að hið opinbera tæki þessi mál fastari tökum en nú er gert, því það er vægast sagt sorglega lítill stuðningur, sem það veitir þessum sjúklingum og þeim, sem forlögin hafa leitt til forsjár þess. Vegna lítils líkamsþróttar þessara sjúklinga, eru þeir öðr- um móttækilegri fyrir (öðrum) sjúkdómum. Það verður því að- standendum þeirra sem vonar- stund þegar þeir af þeim sökum komast á sjúkrahús, því við það kviknar von um, að um leið muni þeir fá bót síns aðalmeins. En þar fer á aðra leið. Þegar bót er fengin á hinu síðara og lækn- arnir hafa komizt að, að við- komandi er nautnasjúklingur, er þeirra hlutverki lokið, en að- standendum sagt, að þeir verði að koma sjúklingnum á hæli ef nokkur von eigi að vera um bata. Eins og áður er að vikið er það vart framkvæmanlegt, nema með lögræðissviptingu og valdbeit- ingu. Eðlilegra fyndist manni að viðkomandi sjúkrahús hefði vald, sem það gæti beitt í slíkum til- fellum, til þess að ráðstafa sjúkl- ingum sínum til þeii-ra aðgerða, sem læknar þess telja óhjá- kvæmilegar, heldur en að bæta þvi í ofanálag á aðstandendur. Setjum svo að hér ætti hlut að máli eiginkonan, húsmóðirin, móðir barnanna, sem eiginrhað- urinn ætti að svipta lögræði og með lögregluvaldi að börnunum ásjáandi að drífa á geðveikra- hæli, þó hún hefði ekkert til saka unnið annað en leita sér lækninga við sjúkdóm, sem hún hefði strítt við frá barnæsku en fengið þetta í staðinn. Getur nokkur láð þó hikað sé við að drekka þann bikar i botn, jafnvel þó samvizkan skipi það? Já, svona grátt verða örlögin að leika íslendinga til þess að þeir láti ekki sem vind um eyru þjóta, að þeir séu að setja heims- met í eiturlyfjaneyzlu. Að endingu þetta: Ef að lík- um lætur, þegar einhver gerist svo djarfur, að ympra á umbótum á þeim málum sem til þjóðar- smánar horfa, þá skeður annað t-veggja, að sá hinn sami er þag- aður í hel, munandi það, að svo má leiðan forsmá, að anza honum engu, eða þá hitt, að hann er bókstaflega holrifinn. Er þar skemmst að minnast her- hlaups þeirra láglendismanna austan Hellisheiðar á Helga Hjörvar. Ekki get ég þó lofað að taka jafnmannlega á móti og hann gerði, en hinu get ég lofað að gera nánari grein fyrir orðum mínum, ef misskilningi valda. H. Eggertsson. KVIKMYNDIR - NÚ ERU jólin að nálgast og auð- vitað geyma kvikmyndahúsin hér það, sem þau eiga bezt í poka- horninu til jólasýninganna. Engu að síður eru nú sýndar hér dá- góðar myndir og sumar prýðileg- ar. Má þeirra á meðal nefna myndina: „Maðuinn með gullna arminn“, sem Tripólibíó sýnir með snilldarleik Franks Sinatra í aðalhlutverkinu. En um þessa mynd hefur verið skrifað áður hér í blaðinu og skal því ekki farið fleiri orðum um hana hér. — Önnur afbragðsmynd er nú sýnd í Nýja Bíó, „Cirkus á flótta“. Er þetta amerísk mynd frá 20th. Century Fox og er leikstjórinn Elia Kazan. — Er söguþráður myndarinnar reistur á sannsögu- legum viðburðum, sem gerðust í Tékkóslóvakíu árið 1952, er heil- um hópi sirkusleikara tókst að flýja undan hinni hötuðu harð- stjórn og kúgun kommúnista þar í landi til Austurríkis. Myndin er mjög efnismikil og spenna at- burðarásarinnar sterk, enda með Björn Frímnnnsson 80 órn 80 ÁRA er í dag Björn Frimanns- son, trésmiður á Sauðárkróki. Hann er einn af mætum borg- urum þess staðar þó hann hafi ekki borið svo hátt sem suma aðra, enda einn af þeim mönn- um, sem minnsta löngun hefur til að haida sér fram með nokkr- urn gusti eða hávaða. Um hann hefur alltaf verið sveipað hóg- værð og hljóðleika hins var- færna og hófsama manns bæði dal í Austur-Húnavatnssj slu, sem á sínum tíma voru mjög róm- uð að ágætum, góðum gáfum og höfðingslund, enda Frímann tal- inn að verðleikum bændahöfðingi Húnvetninga á sinni tíð og þótti þá flestum talsvert til þurfa að bera af húnvetnskum bændum. Björn hefur marga mannkosti erft frá sínum foreldrum svo sem greind og góðmennsku, sem afl- að hefir honum hvers manns vin- sældar og virðingar. Hann er mað ur traustur og trygglyndur og bregzt aldrei neinum. Slikum mönnum er gott að kynnast og gott að eiga að vinum. Ég sendi þér Björn Frímanns- son mínar og konu minnar beztu afmæliskveðjur með þökk fyrir öll okkar kynni fyrr og síðar. Lifðu heill og sæll í guðs friði. Sigurður Á. Björnsson, frá Veðramóti. flóttanum telft um líf og frelsl — eða dauða. Gefur myndin vafa- laust raunsanna lýsingu á vinnu- brögðum kommúnista í leppríkj- um Rússa, þar sem fólkið er þjak- að af sífeldum ótta við leynilög- reglu valdhafanna og allt líf manna er eitrað af tortryggni til náungans og jafnvel nánustu vandamanna. En þó að hörmung- ar og ótti hins óbreytta þjóðfélags þegns í þeSsu kúgaða landi sé uppistaða myndarinnar, bregður þar oft fyrir broslegum og skemmtilegum atriðum í tjaldbúð um tr’úðanna, er þeir sýna þar listir sínar. — Hér er ekki rúm til að rekja efni myndarinnar, ett aðeins skal þess getið að sirkus- flokkurinn lendir á flótta sínum í átökum við hina kommúnísku lögreglu og hermenn, en kemst að lokum undan fyrir snilli eins af sirkusmönnunum, við illan leik þó og nokkurt mannfall. Hinn ágæti ameríski leikari Fredric March, leikur aðalhlut- verkið, Cernik sirkusstjóra, af frábærri snilld, en konu hans og dóttur leika þær Gloria Graham og Terry Moore. Einnig þær fara afburðavel með hlutverk sín. Þá er og prýðilegur leikur hin* gamla og góðkunna leikara, Adolphe Menjou, í hlutverki leynilögreglumannsins, sem hlýt- ur þau örlög að lokum að falla í ónáð hjá valdhöfunum, og er þá ekki vafi á hver verða afdrif hans. Kvikmynd þessi er yfirleitt mjög athyglisverð og óhætt að mæla með henni. Þá sýnir Gamla bíó um þessar mundir mynd í litum er nefnist „Maðurinn frá Texas“. Er þetta ný amerísk kvikmynd, er gerist í frumskógum Brazilíu. Mynd þessi á það sammerkt við flestar þær myndir amerískar, sem ger- ast í Mið- og Suður-Ameríku, að menn þeytast um á hestbaki og láta skotvopnin óspart tala. Og „týpurnar" með barðastóru hatt- ana, skammbyssurnar i beltinu og skeggjaða ásjónuna eru gamal- kunnar, enda alltaf hver ann- arri líkar. — Þó er þessi mynd efnismeiri en margar aðrar sem hér hafa sézt af þessu tagi og ekki óskemmtileg á köflum, enda vel farið með þau hlutverk, sem veigamest eru. Er sérstakleg* góður leikur þeirra Glenns Ford er leikur „hetjuna“, Cesars Ronv- ero, er leikur Manoel — náunga. sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og Ursulu Thies* í hlutverki Mariannu, sem er ung stúlka og búgarðseigandi á þess- um slóðum. Ego. í orði og athöfn. Björn er ein af þeim mönnum, sem þrátt fyrir margra tuga ára heilsuleysi í ýmsum myndum hefur aldrei lát- ið bugast, aldrei látið baslið smækka sig heldur haldið óbugað ur sínu glaðlyndi og góðlyndi. All ar stundir verið starfandi að sín- um smíðum á milli veikindakasta og spítalavistar og margar eru þær orðnar vikurnar og mánuðirn ir sem Björn hefur dvalið í sjúkra húsum. Hann er einstakur elju- og starfsmaður, manndómsmað- ur og drengskapar, enda af góðu bergi brotinn. Hann er sonur Frímanns Bjarnarsonar og fyrri konu hans Sólveigar Eiríksdótt- ur, sem bjuggu í Hvammi í Langa Picasso vðttur af flokksbræðrum sínum Honum er skipað að „ganga í fakf við verkalýðinn” PA R f S : — Franski kommúnistaflokkurinn hefir vítt listmáfi- arann heimsfræga Picasso og 9 aðra listamenn fyrir að gagn- rýna afstöðu flokksins til ofbeldisárása Rússa í Ungverjalandi. Eina og kunnugt er, hafa franskir kommúnistar lagt blessun sína yfig rússneska ofbeldið. f TAKT Listamennirnir eru víttir í L’Humanité, aðalmálgagni franska kommúnistaflokksins og er þeim m. a. skipað „að komast í takt við verkamenn", eins og það heitir á máli kommúnistanna. Greinin í blaðinu er undirrituð af Casanova, sem hefir yfirum- sjón með „menningardeild“ franska kommúnistaflokksins. — Casanova segir, að listamennirnir „hafi engan rétt til þéss að þröngva skoðunum sínum inn á flokkinn með ólöglegum aðíerð- um“, eins og komizt er að orði. VILDU RÆBA MALIÐ Listamennirnir tíu kröfðust þess, að flokksfundur franska kommúnistaflokksins yrði I skyndi kallaður saman til þess a8 ræða ástandið í Ungverjalandi. Bezt að auylýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.