Morgunblaðið - 11.12.1956, Side 18
fS
MORCVNBLlÐtB
Þriðjuclagur 11. des. 195$
Ur heiðnum sið á Islandi
KRISTJÁN ELDJÁRN ÞJÖÐMINJAVÖRÐUR
Kristján Ekljárn er löngu orðinn landskunnur sem
fræðimaður, rithöfundur og fyrirlesari. Þetta er
stærsta verk hans til þessa. Bókin er 464 blaðsíður
í stóru broti, prentuð á myndapappír, sem sérstak-
lega var fenginn fyrir þetta stórglæsilega verk.
í bókinni eru 200 myndir til skýringar.
í holtum og melum í námunda við bæi, liggja kuml fornmanna með þvi haugfé, sem í þau var lagt, áður en kristni kom til Islands, og skipan
komst á kirkjugarða. Öðru hverju koma þessar fornu minjar fram í dagsljósið, annað hvort af völdum náttúruafla eða manaa. Um langan tíma
hefur verið reynt að halda öllu slíku til haga, safna fornminjunum saman í Þjóðminjasafni íslands og bókfesta fundarvitneskju uai þá. í þessari bók
gerir Kristján Eldjárn þjóðminjavörður heildaryfirlit um allar þessar minjar, sem kunnar eru. Hann skýrir frá hinum elztu merkjum mannabyggðar &
íslandi og rekur síðan kumlfundi alla í hverri sýslunni á fætur annarri um landið allt. Þá er gerð grein fyrir þeim útfararsiðum, se*n tíðkuðust hér á
landi í heiðni og öllum tegundum skartgripa, vopna og áhalda, sem fundizt hafa til þessa dags frá þeim tíma. í bókinni eru nær 200 myndir til skýr-
ingar, og til samans birta lesmál og myndír eins fullkomna heildarsýn og nú er unnt að leiða í ljós af ytra menningargervi karla og kvenna á sögu-
öld, þegar flestar íslendingasögurnar gerast. Þá reynir höfundur og jafnan að láta hvað eina bera við menningarsöguleg atriði erlendis á sama
tima og draga aí þeim samanburði þær ályktanir, sem heimilar virðast á núverandi stigi rannsókna.
Bók þessi á erindi tii allra; er unna iandi sínu, sögu
forfeðra vorra og siðum. Hér eiga ísiendingar
loksins kosl á að skyggnast inn í og kynnasl leynd-
ardómi liðinnar tíðar og dularheimi haugbúans.
Kristján leiðir lesendur sína á skemmliiegan háit
sýslu úr sýslu frá einum söguslað til annars og lyftir
hinni myrku hulu heiðninnar.
KUML OG HAUGFE er bók, sem allir vilja eignast, ungir sem gamlir
BÖKAÚTGÁFAN NORÐRI
Tfím