Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. janúar 1957
MORCXJlSfíLÁÐlÐ
3
XOGAKAKNIR
Gæftir hafa verið sæmilegar
þessa síðustu viku. Eru skipin nú
búin að færa sig suður á bóginn,
er mikið af þeim út af Patreks-
firði og v.ið Víkurál. Einstaka
skip hafa kastað við Jökul í heim
leiðinni og orðið vel vör. Er það
óvenjusnemmt.
LANDANIR
Úranus 240 lestii.
Askur 228 lestir.
Geir 233 lestir.
Samtals 701 lest.
FISKSÖLUR
Svalbakur 237 1 RM 111.000.
Marz 4788 kít £ 15.276.
Skúli Magnúss. 192 1. RM 89 326
Kalbakur 217 1. RM 109.021.
Aðeins 8 skip mega selja í Eng-
landi í janúar, en í Þýzkalandi
nokkurn veginn eins og vill. —
Tveir togarar eru að bætast '
hópinn við þá, sem landa heima,
Ingólfur Arnarson og Karisefni.
BÁTARNIR
Nokkrir bátar eru byrjaðir
róðra með línu, sumir þeirra eru
í útilegu.
Þá eru 2—3 bátar með ýsunet
og hafa stundum aflað sæmilega,
þegar tillit er tekið til þess, að
þeir eru með tiltölulega fá net.
Er þetta nýr veiðiskapur, sem
spáir góðu.
Vestmannaeyjar
Tveir bátar dróu út á fimmtu-
daginn, Gullborg og Stigandi, en
hrepptu vont veður og öfluðu lít-
ið, 1%—3% lest.
í vetur munu ganga frá Eyjum
um 90 bátar með aðkomubátum.
Verður um helmingur af þessum
flota kominn á veiðar um og upp
úr miðri þessari viku.
Hekla kom á nýársdag með 60
færeyska sjómenn og er annað
eins eða meira ókomið.
Skók-keppnin
1. BORD
Svart: Akureyri
(Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.)
ABCDEFGH
Hvitt: Reykjavik
(Ingi R. Jóhannsson)
13. Rd5—e7t
2. BORB
Svart: Reykjavík
(Björn Jóhanness.-Sv. Kristinss.)
ABCDEFGH
Hvítt: Akureyri
(Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.)
12...... Hf8—e8
Það veldur útgerðarmönnum
nokkrum erfiðleikun., hve út-
gerðarlán eru lág, kr. 1H.000,
þar sem um tvíþætta útgerð er
að ræða, línu og net, en slík út-
gerð er miklu dýrari en þar, sem
lína er notuð eingöngu. Hrekkur
útgerðorlánið rétt fyrir brýnustu
veiðarfærakaupum, og er þá eftir
allur kostnaður við að búa bátinn
á veiðar að öðru leyti, sem er nú
orðinn mikill.
Keflovík
Vélbáturinn Helgi Flóventsson
frá Húsavík varð fyrstur til að
draga út 2. janúar og reri þá ein-
skipa. Fékk hann 7 'ík lest af fiski.
Síðan hefur verið róið hvern dag
og bátunum smáfjölgað og eru
orðnir um 20 núna um þessa
he'gi.
Aflinn hefur almennt verið
5—7 lestir á skip. Er það sæmi-
legur afli miðað við línulengd og
árstíma.
Minni bátarnir róa með ýsulóð
og afla vel, 3—6 lestir yfir dag-
inn. Tvíróa þeir oftast. Er ýsan
í meðallagi stór.
Undanfarna daga hefur verið
reynd í Flökunarstöðinni eina
flökunarvélin, sem komin er, og
spáir hún góðu. Á að flaka í stöð-
inni fisk fyrir 5—6 frystihús. —
Verður fiskurinn tekinn óslægð-
ur.
Mjög mikil skipakoma heíur
verið í vikunni, lestaði Goðafoss
nærri fullfermi, 2000 lestir af
frosinni síld og síldarmjöli. Þá
bíður skip eftir að losa 1200 lestir
af salti og annað eftir að ferma
saltsíld
Akranes
Róðrar hófust ekk: um áramót-
in eins og í öðrum verstöðvum
vegna deilu um hlutaskiptin. —
Vildu sjómenn fá hækkaða lág-
markstrygginguna. Ekki var sam
ið um neina hækKun, en sam-
komulag varð um, að gert skyldi
tvisvar upp á vertíðinni. 2 vél-
stjóri fékk lítilsháttar kjarabæt-
ur.
Fyrstu bátarnir beittu í
fyrrakvöld, annars eru sárafáir
tilbúnir, vart meira en 4 bátar.
Er nú unnið af miklu kappi í
bátunum, vinna smiðirnir til kl.
11 á kvöldin. Þó væri enn meira
kapp í mönnum, ef tíðin væri
betri.
Hvaðanæfa að
ÍSKYGGILEGUR SKORTUR
Á SJÓMÖNNUM
Það er orðið ískyggilegt, hve
fslendingar eru nú orðnir háðir
færeyskum sjómönnum með út-
gexð sína. Skyldi það ekki vera
orðið tímabært að fara að líta
í kring um sig eftir innflytjend-
um, sem stund vildu leggia á sjó-
mennsku. Þessir hlutir kema ekki
aí sjálfu sér, það er hrein undsn-
tekning, ef færeyskur sjómaður
sezt hér að Það ætti ekki að
veie hættu.egt þjóðerninu og
tungunni þótt 200—300 sjómenn
flyttust arlega næstu árin til
landsins. Ef um Norðurlandabúa
væri að ræða, sem væri eðlileg-
ast ,yrðu afKomendur þeirra ís
iendingar í fyrsta lið. Lífskjör
eru hér sennilega betri en víðast
hvar á Norðuriöndum, og ætti
því að vera hægt að fá sjómenn
til að flytjast hingað, væri skipu-
lega að því unnið. En þgð er ekki
við því að búast til lengdar, að
Færeyingar fái sér ekki skip, sem
veitt geti þeim næga atvinnu. Þá
stæðu hér uppi um leið 100 skip,
sem ekki væri næg; að manna.
KVENFÓLK VANTAR
í FRYSTIHÚSIN
Þá er nú farið að bera á skorti
á kvenfólki til starfa í frystihús-
u-.um. íslendingar eiga nú orðið
svo mikið af framleiðslutækjum,
að þeir hafa ekki fcik í sínu landi
til að fullnýta þau, og alltaf ei að
bætast við.
Frystihúsin vantar nú á annað
hundrað stúlkur. Helzt hafa
menn rennt augunum til Færeyja
vegna hinnar góðu reynslu, sem
þeir hafa af færeyskum sjómönn-
um. En það mun ekki blása byr-
lega í þeim efnum. Eitt írysti-
hús kvað hafa leitað fyrir sér
með stúlkur í Færeyjum, og að-
eins ein hafði viljað koma, Má
vera, eð það sé svo til að byrja
með, á meðan engin reynsla er
fengin í þessum efnum. Ekki er
það efnilegt að þuvfa nú að fara
að fá færeyskar stúlkur til starfa
í frystihúsunum í ofanálag á sjó-
mannaskortinn. Fn hvað skal
gera, ef ekki er um.t að hagnýta
aflann með því fólki, sem fyrir
er.
FISK VINNSLUSKIPIÐ
FAIRTRY
hefur á 2% ári lagt á land afla
sinn í Bretlandi, sem svarar til
að vera meðalafli af 2Vfe togara
Breta af þeim er veiða á djúp-
miðum, og um 100 æstir af fiski-
mjöli að auki.
OLIUSKOMMTUN
í BRETLANDI
1, janúar átti að ganga i gildi
skömmtun á olíu hjá fiskiskipa-
flotanum brezka. Verður olíunot-
kunin skorin niður um 10%. —
Togaraútgerðarmenn hafa iátið
þá skoðun í ljós, að þetta muni
hafa þær afleiðingar, að lengur
verði legið í höfnum og aflamagn
ið minnki. En begar þjóðarhags-
munir krefjist þess, verði útgerð-
armenn að sætta sig við slíkt
eins og aðrir.
HAGNAÐUR Á GRÆN
LANDSÚTGERÐINNI
Det grönlanske fiskerikomp-
agni a/s hefur í fyrsta sinn frá
því það tók til starfa skilað hagn-
aði árið 1955. Nam hagnaðurinn
134.000 danskra króna. Er þetta
% hluti aí hagnaðinum af fisk-
sölunni og útgerð „Grænlands“.
en danska einokunarverzlunin
fær % hlutana. Alls nam fiskút-
flutningurinn 1955 5 millj. d. kr.
og svarar upphæð þessi aðeins til
að vera fullunninn árs afli af
einum ís enzkum togara
NÝJUSTUTOGARAR
ÞJÓÐVERJA
Nú eru m.a. í smíðum í Þýzka-
landi 2 togarar 763 br lestir að
stærð með 1250 hestafla díselvél
og skiptiskrúfu Er þeim ætlað
að ganga 14 mílur. Það tekur ár
að byggja slika togara. Þjóðverj
ar eru nú með ýmsar nýjungar
í togarasmíði.
Til samanburðar má geta þess,
að togarinn Gerpir, sem Norð-
firðingar eru að láta byggja fyrir
sig og verður afhentur 10. þ.m.,
á fimmtudaginn, er 801 br. lestir
með 1600 hestafla díselvél.
VÉL. SEM FLOKKAR FISK
Rússar hafa smiðað vél, sem
flokkar fisk eft.ir ,>tærð. þó ekki
yfir 40 sm langan og m.a. síld.
Flokkar vélin fiskinn í 3—4
stærðarflokka.
salnum í gær, er Magnús hafði Iokið við að syngja nokkur lög
fyrir mánudags-dagskrána. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
Magriús Jónsson rdð/nn
oð Kgl. leikhúsinu í Höfn
Mikil viðurkenning á hæfileika hans
MAGNÚS JÓNSSON, óperusöngvari, er nú á förum „ af landi
brott. Magnús, sem er meðal fremstu söngvara okkar, hefur
tekið tilboði frá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn um
að koma þangað og gerast söngvari við óperuna. Má búast við að
Magnús muni ílengjast nokkuð ytra. Verður hann þriðji íslending-
urinn, sem Kgl. leikhúsið í Höfn ræður að óperu sinni.
f gær hitti tíðindamaður Mbl.
Magnús sem snöggvast. Hann var
þá að ljúka við að syngja inn á
plötur fyrir útvarpið og hafði
hinn kunni píanóleikari Fritz
Weisshappel, leikið undir.
Fritz' sagði, er hann stóð upp frá
hljóðfærinu, að segja mætti um
þessa fregn um utanför Magnús-
ar, að það væri gleðileg sorgar-
tíðindi! Siíkt tilboð sem þetta
ste idur ekki til boða nema hinum
fremstu listamönnum, sagði
Weisshappel og lagði áherzlu á
gildi þessa fyrir Magnús en hann
yrði að loggja mikið að sér. Sagð-
ist hann sannfærður um að Magn-
ús reynist vandanum vaxinn. —
En leiðinlegt væri þó að mönn-
um eins og Magnúsi biðust ekki
starfsskilyrði hér.
— Hvað geturði sagt mér
meira um þetta tilboð, Magnús?
— Jafnframt því sem ég verð
við óperuna, þá mun Kgl. leik-
húsið kosta mig að öllu leyti á
Jólin á Elliheimilinu Grund
J ÓL AUNDIRBÚNIN GURINN á
Grund var að venju allmikill,
enda heimilisfólkið margt. —
Margar gjafir bárust vistfólkinu
frá vinum og vandamönnum —
fyrir utan öll jólakortin og jóla-
kveðjurnar. Þá sendu og ýmis
félög jólagjafir eins og svo oft
áður.
Ónefndur velunnari stofnunar-
innar hringdi skömmu fyrir jól
og bað um nöfn 50 vistmanna —
sem fá ekki margar jólagjafir
— eins og hann orðaði það. —
Öllu þessu fólki sendi hann pen-
ingagjöf — og hefir gert um
mörg jól. Slíkan höfðlngskap og
rausn er ljúft að þakka.
Ég vissi um að hann hefir um
jólin, fundið að margur einstæð-
ingurinn hugsaði hlýlega og með
þakklæti til hans — enda þótt
þeir viti ekki nafn hans.
Starfsfólk ameríska sendiráðs-
ins hefir á undanförnum jólum
glatt vistfólkið með allskonar
gjöfum og í þetta skipti bárust
3 útvarpstæki, sem komu í góðar
þarfir.
Rétt fyrir jól barst dánargjöf
kr. 5000.—, sem þær Þórunn
Finnsdóttir og Hólmfríður Rósin-
kranz ánöfnuðu stofnuninni í
erfðaskrá.
Allar þessar gjafir þakka ég
innilega fyrir hönd vistfólksins
og stofnunarinnar.
Gisli Sigurbjörnsson.
leikskóla sinn, því ég er óvanur
öllum leik. Eg er að sjálfsögðu
mjög ánægður yfir þessu glæsi-
lega tilboði Kgl. leikhússins og
hlakka til að taka til starfa þar,
en að öðru leyti get ég lítið sem
ekkert sagt um það sem framrnd-
an er.
Vissulega hefði ég helzt kosið
að geta helgað mig list minni hér
heima, en það er nú einu sinni
svo, að slíkt er ekki mögulegt.
Því taldi ég mig eKki geta hafn-
að boði Kgl leikhússins.
— Hefur þú nokkru sinr.i sung-
ið í Kaupmannahöfn?
— Nei, þangað nef ég aldrei
komið, en forsaga málsins mun
vera sú að er Poul Reumert og
fleiri danskir listamenn voru hér
í sambandi við norrænt leikhús-
mót, þá heyrðu þeir mig syngja.
Ég átti reyndar að vera kominn
út nú þegar, en það gat ekki orðið
þar eð eg hafði samningsbundn-
um störfum hér að sinna, sem
ég gat ekki farið i'rá fyrirvara-
laust, en segja má að þetta hafi
verið á döfinni frá því I sumar
er leið.
-- Hvað varstu að syngja núna?
— Það voru nokkrir ítaiskar
aríur og fleira, sem við Weiss-
happel eigum að vera með í út-
varpinu á mánudaginn.
— Það verður þá . síðasta skipti
um óákveðinn tíma, cem þú kem-
ur fram í útvarpið?
— Ja, ekki veit ég nú þ. ð Vera
má að ég syngi þar aftur af plöt-
um innan skamrr.s tíma og er
Weisshappel að undirbúa það.
En hér var ekki til sttunnar
boðið. Magnús þurfti að ilýta sér,
svo samtalið varð ekki lengra,
utan þess ?ð blaðamaðurinn ósk-
aði honum til liamingju og gæfu
og gengis á listabrautinni, og full
vissaði hann um að undir það
tækju lesendur blaðsins.