Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 1
Eisenhower biður um heimild til uð veitu núlægum Austurlöndum efnuhugs- og hernuðuruðstoð Egyptar vanhelga minningu verjenda sinna London, 5. jan. Frá Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA Ástralínu hefur látið í ljós undrun sína og gremju í sambandi við það, að unnin hafa verið skemmdarverk á minnisvarða um hermenn frá Ástralíu og Nýja Sjálandi, sem reistur hafði verið í Port Said eftir fyrri heimsstyjöM. Hann spurði, hvort Nasser hefði gleymt því, að þessir hermenn létu lífið, þegar þeir tóku þátt í að verja flgypta- land. Hann sagði að þessi óheyrðu níðingsverk kynnu að hafa verið unnin af ungum óaldalýð, en egypzka stjórnin hefði átt að bera fram opin- bera afsökun á óhaefunni. Krúsjeff var hjá skjólstæðingnum Moskva, 5. jan. Frá Reuter. KRÚSJEFF, aðalritari rússueska kommúnistaflokksins, sagði austurþýzkum fréttamönnum í dag, að hann hefði verið í Búda- pest síðan um nýár til viðrseðna við ungverska ráöamenn. Hann átti tal við fréttamennina i veizlu, er haldin var austur- þýzkri sendinefnd, sem nú er stödd í Moskvu til að fá leið- beiningar Sovét-leiðtoganna. — Hann neitaði að láta nokkuð uppi Um viðræðurnar í Búdapest eða ræða um ástandið í Ungverja- landi, en sagði að opinber yfir- lýsing um heimsóknina yrði birt í Moskvu-blöðunum á morgun. Washington, 5. jan.: Ý DAG, tveim dögum eftir að 85. þjóðþing Bandaríkjanna kom saman, flutti Eisenhower forseti því áramótaboðskap sinr Talaði hann fyrir báðum deildum þingsins og lagði fram áætlun sína um leiðir til að tryggja friðinn við austanvert Miðjarðarhc Eisenhower lagði áherzlu á þrjú mcginatriði í ræðu sinni 1) Áætlunin „heimilar Bandaríkjunum að hafa samstar' við og hjálpa hverju ríki eða ríkjasambandi við austan- vert Miðjarðarhaf til að efla efnahagsstyrk sinn, sem st' helgaður því að tryggja algert sjálfstæði þess“. 2) „1 öðru lagi heimilar hún forsetanum að láta í té hernaðaraðstoð og hafa samstarf um hernaðarmál við þau ríki eða ríkjasambönd á þessu sama svæði, sem þess æskja“. 3) „í þriðja lagi gefur hún heimild til þess, að umrædd hjálp og samvinna feli í sér notkun bandarískra herja til að tryggja og verja landsvæði og pólitískt sjálfstæði þeirra ríkja, sem um aðstoð biðja, gegn vopnaðri árás einhvers ríkjanna, sem lúta alþjóða-kommúnismanum". í ANDA S.Þ. Forsetinn benti á, að tillögur hans yrðu að vera í samræmi við þá samninga, sem Bandaríkin væru bundin, m.a. við stofnskrá S.Þ., enda yrði haft fullt samstarf við S.Þ. og tekið tillit til allra ályktana þeirra. Ennfremur væru tillögur hans takmarkaðar við vald og aðgerðir öryggisráðsins, ef til vopnaðrar árásar kæmi. Til viðbótar við þrí-liða áætlun sína bað forsetinn um heimild til að nota ýmsa sjóði, sem ætlaðír eru til öryggisþarfa, til efnahags- legrar og hernaðarlegrar aðstoð- ar við nálæg Austurlönd, án til- lits til þeirra takmarkana ,sem notkun þessa fjár eru nú settar. 400 MILLJ. DOLLARA Á 2 ÁRUM Hann skýrði þjóðþinginu einn- ig frá því, að hann hefði í hyggju að biðja síðar um lögheimild til að nota 400 milljónir dollara í nálægum Austurlöndum til „ým- issa þarfa“. Mundi helmingur þess fjár koma á fjárlögin 1958, en hinn helmingurinn 1959. Eisenhower lagði áherzlu á, að Súez-skurðurinn fær öllum skipum í maí Fær 10.000 tonna skipum í marz, segir Wheelcr KAIRÓ, 2. jan.: WHEELER HERSHÖFÐINGI, sem hefur yfirumsjón með hreins un S.Þ. á Súez-skurðinum, tilkynnti nýlega, að í marz mundi skurðurinn verða fær skipum allt upp í 10.000 tonn að stærð. En talið er, að i maí verði hann orðinn fær öllum skipum, sem um bann gátu farið, áður en hann var stíflaður. Skurðurinn verður hreinsaður í þremur áföngum, segir Wheel- er. Fyrst verður lögð áherzla á að gera hann færan skipum, sem rista 25 fet eða minna. Þessu er þegar lokið umhverfis Port Said og 35 km. inn í skurðinn. Eftir er að ná upp 9 skipum ennþá og fjarlægja 2 fallnar brýr, og er þá fyrsta áfanga lokið. Það verð- ur að líkindum í byrjun marz. ANNAR OG ÞRIÐJI ÁFANGI Annar áfanginn er í því fólg- inn að ná upp um 30 skipum, og verður skurðurinn þá fær öllum skipum. Jafnhliða þessu fara fram viðgerðir á ljósum og öðr- um útbúnaði, sem nauðsynlegur er siglingum um skurðinn. Búizt er við, að því verði lokið í maí. Síðasti áfanginn er svo hreins- un allra hafna, viðgerð á bryggj um og öðrum hafnarmannvirkj um. Þetta verður að líkindum gert samhliða hreinsun sjálfs skurðarins. í þessu starfi taka þátt 30 björgunarskip S.Þ., og eru 23 þeirra þegar komin á staðinn. Hin 7 koma einhvern næstu daga. S.Þ. bæru meginábyrgðina á því að halda uppi friði og öryggi í heiminum, en hins vegar væru þær ekki „algerlega öruggur verndari frelsisins, þegar tekið er tillit til yfirgangs Sovétrikj- anna“. Benti hann á hið „kald- rifjaða skeytingarleysi" Rússa varðandi ályktanir S.Þ. um Ung- verjaland. FRELSI, EKKI ÞRÆLKUN Bandaríkin styðja afdráttar- laust fullveldi og sjálfstæði hvers einasta ríkis við austanvert Mið- jarðarhaf, sagði forsetinn og bætti við: „Það er almennt viðurkennt, bæði i nálægum Austurlöndum og annars staðar, að Bandarikin sækjast ekki eftir pólitískum eða efnahagslegum yfirráðum yfir nokkurri annarri þjóð. Við óskum eftir andrúmslofti frelsis í heim- inum, ekki þrælkunar. Hins vegar eru margar, ef ekki allar, þjóðir við austanvert Miðjarðarhaf sér meðvitandi um hættuna, sem þeim stafar af alþjóða-kommún- ismanum, og þær taka tveim hönd um samstarfi við Bandarikin um að gera að veruleika markmið sín og S.Þ., sem eru: sjálfstæði, efna- hagsleg vellíðan og andleg grózka“. Framh. á bls. 2. Flutningaskipin enn kyrr- sett í Súez-skurðinum London, 5. jan. Frá Reuter. j ¥jAU 12 FLUTNINGASKIP, sem hafa verið innilokuð í * Súez-skurðinum s.l. tvo mánuði, komast ekki leiðar sinnar ennþá. Wheeler hershöfðingi tilkynnti í dag, að brottfararleyfi þeirra væri enn til athugunar hjá egypzkum stjórnarvöldum. Hann hafði áður tilkynnt, að þau mundu leggja af stað í dag. Formælandi flotamálaráðuneytisins í London lét svo um mælt, að þessi skip hefðu getað farið frá Súez-skurðinum fyrir 6 vikum, en þá höfðu björgunarskip Breta og Frakka hreinsað skurðinn frá Port Said til E1 Cap, þannig að hann var fær skipum, sem ristu 25 fet eða minna. Þetta var 26. nóv. s.l., og síðan hefur ekkert verið því til fyrirstöðu tækni- lega, að skipin sigldu inn í Miðjarðarhaf um Port Said. Algert öngþveiti í otvinnulífi Ungverja New York, Búdapest, 5. jan, Frá Reuter. jKAÐ VAR tilkynnt á Aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag, " að fjórir efnahags-sérfræðingar frá þeim væru nú staddir í Búdapest til að rannsaka þörf Ungverja á erlendri aðstoð. For- maður þessarar nefndar er aðstoðar-framkvæmdastjóri S.Þ., sá er fer með efnahagsmál. Fréttamenn segja, að Kadar- stjórnin hafi fallizt á að leyfa þessum sérfræðingum að koma til Ungverjalands með því skil- yrði að ekkert yrði látið uppi um för þeirra, fyrr en þeir væru komnir á staðinn. Hins vegar neitar kvislings-stjórnin enn að leyfa eftirlitsmönnum S.Þ. að koma til landsins og rannsaka al- mennt ástand þar. Útvarpið í Búdapest skýrði frá því, að iðnaðarmálaráð- herrann hefði tekið á móti námumönnum frá suðurhluta landsins, sem tjáðu honum, að hægt væri að hefja fulla vinnu í kolanámunum, ef ákveðin efnahagsleg skilyrði væru uppfyllt af stjórninní. Ráð- herrann hét því að láta hjálp- ina við námumenn ganga fyrir öllu öðru, sagði útvarpið. Hann lagði áherzlu á,að efna- Framh. á bls. 2 Löndin fyrir botni Miðjarðarhafs, sem Eisenhowcr hyggst styðja til aukins efnalegs sjálfstæðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.