Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 16
Veðrið S Off SV kaldi. Éljagangur. 0r0Wttií»íat>líl 4. tbl. — Sunnudagur 6. janúar 1957 Reykjavíkurbréf er á bls. 9 S./.S. borgobi ekki grænan eyri Gligoric og Larsen 6V4, í útsvar i Reykjavík árih /955 Friðrik og O’Kelly 6 „Endurgreibstur' samvinnureksfursins aðeins brot af hagnaðinum af skattfríðindunum Almenningur borgar gjöldin tyrir samvinnureksturinn SKAKMÓTINU í Hastings lauk í gærdag og varð keppnin harðarl nú en um langt árabil. Gligoric frá Júgóslavíu sigraði Friðrik Ólafsson í síoustu umferð og tryggði sér með því efsta sætið ásarat Bent Larsen sem gerði jafntefli við O’Kelly frá Belgíu í loka- umferðinni. O’Kelly komst með þessu jafntefli við Laisen í þriðja sætið ásamt Friðrik. 5. sæti skipa Szabo og Clarke. Frammistöðu Friðriks má telja afburða góða. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉ- LAGA hefur gefið út „fréttatil- kynningu" um „endurgreiðslur samvinnufélaga. Er þar um að ræða „endurgreiðslur" S.Í.S. _ til t upfélaga á tekjuafgangi S.I.S. og svo „endurgreiðslur“ kaupfé- laga til félagsmanna. í þessu sambandi spyr „Tím- inn“ hvað hafi orðið „af þeim arði kaupmanna, sem er hlið- stæður þeim arði S.Í.S. og kaup- félaganna, sem þau hafa endur- greitt eða lagt í nytsamar fram- kvæmdir“. í>að má segja að þessu sé sjálfsvarað enda alkunnugt. Eins og allir vita nýtur sam- vinnureksturinn stórkostlegra fríðinda bæði um greiðslur tekju- og eignaskatts svo og útsvars en annar rekstur, þar á meðal kaupmenn, verða að borga þessi gjöld að fullu. Verzlanir í landinu ,að sam- vinnurekstrinum fráteknum, er einn helzti skattstofn ríkis, sveita- og bæjarfélaga. Allt or þetta mál marg- rakið en sem dæmi um að- stöðumuninn í þessu efni milli samvinnurekstursins annars vegar og almennra verzlana hins vegar má á það benda að Samband ísl. samvinnufélaga borgaði ekki grænan eyri í útsvar í Keykjavík, árið 1955 vegna þess, að það taldi sig hafa „tapað“ stórfé á þeim við- skiptum, sem lögin heimila að leggja á, en það er ekki nema takmarkað. Var lagt á S.Í.S. það ár 1.155 þúsund kr. en það útsvar var fellt niður að fullu vegna „taps- ins“. Hins vegar er útsvar lagt á aðrar verzlanir þótt þær sýni tap. S.f.S. hefur heldur ekki borg- að útsvar sitt fyrir árið 1954 og er í málaferlum út af því. Á sama tíma greiða svo aðrar innflutn- ingsverzlanir útsvör, sem nema milljónum á milljónir ofan. Þetta er aðeins eitt dæmi um hinn gífurlega aðstöðumun hvað viðvíkur opinberum gjöldum en almenningur verður svo að borga fyrir samvinnureksturinn, það sem hann sleppur við vegna sér- réttinda sinna. Það er mál út af fyrir sig hvernig beri að haga skattlagningu samvinnufélaga, en auðvitað hlýtur að vera meira en lítið bogið við þær regl- ur, sem undanþiggja mesta og raunar einasta auðhring landsins frá útsvarsgreiðslum á sama tíma og almenningur og allur rekstur stynur undir hinum opinberu gjöldum. Þegar um er að ræða að S.f.S. eða kaupfélög „endurgreiði" einhvern hagnað er vitaskuld ekki þar um að ræða nema brot af því, sem þessi rekstur hagnast á skatt- og útsvarsfríðindum sínum. Sum kaupfélög greiða alls engan arð af viðskiptum, heldur aðeins hið lögboðna stofnsjóðstillag. — í „fréttatilkynningu" S.Í.S. er alls ekki sundurgreint hvað er arð- greiðsla og hvað er hið lögbundna stofnsjóðstillag kaupfélaganna og væri fróðlegt að fá það sundur- greint. Hvemig, sem almenning- ur veltir þessu máli fyrir sér, hlýtur meginstaðreynd in að verða sú, að sam- vinnureksturinn nýtur svo stórkostlegra fríðinda að jafnvel S.Í.S. hefur sloppið við að greiða eyri í útsvar en allir aðrir verða að borga gjöld sín að fullu. Þær „endurgreiðslur“, sem samvinnureksturinn telur að um sé að ræða hjá sér er hins vegar auðsjáanlega ekki nema hluti af því, sem þessi rekstur yrði að greiða í opinber gjöld ef hann nyti ekki fríðinda og sér- réttinda fram yfir almenn- ing og allan annan rekstur. ★ RÖÐIN Endanleg röð í mótinu varð þessi: Vinn. 1.—2. Gligoric Júgóslavíu og Larsen Danm. 6% 3.—4. Friðrik og O’Kelly Belgíu 6 5.—6. Szabo Ungverjalandi og Clarke Englandi 4% 7. Toran Spáni 3'A 8. Horseman Englandi 3 9. Penrose Englandi 2% 10. Alexander Englandi 2 Ef farið er nánar út í loka- niðurrödun og stig látin ráða milli þeirra sem jafnir eru að vinningstölu, hefur Gligoric sigur og Friðrik hefur hag- stæðari „punktatölu" en O’Kelly. ★ SÍÐASTA SKÁKIN Friðrik hafði svart á móti Gli- goric í síðustu umferð. Varð skák þeirra langdregin nokkuð, því aðeins 22 leikir voru leiknir 3 fyrstu klukkutímana. Þá höfðu þeir skipt upp, drottningar voru farnar og eftir stóðu báðir hrók- ar beggja og biskup hvorum megin, en Gligoric hafði sóknar- stöðu og betri peðstöðu — og það nægði til vinnings, enda virðist Friðrik hafa verið í tíma- hraki. En skákin varð 42 leikir. Skákin er birt í heild á bls. 2. Larsen og O’Kelly gerðu jafn- tefli í 59 leikjum. Hafði Larsen peð yfir, en það réði ekki mslit- um. Szabo og Clarke skildu jafnir. Horseman vann Alexander en. Penrose og Toran skildu jafnir. - * * Verðlagsyfirvöldin leyfðu hækkun iðnaðarvara Nýársgjöf Lúðviks Jósefssonar: Hvernig okursamning urinn við SÍS varð til Fromleiðendur innlendru tollvörutegundu höfðu þegor stöðvuð sölu ú vörum sínum VIB gildistöku laganna um I útflutningssjóð o. fl. urðu hækkanir bæði á framleiðslu- gjaldi og söluskatti af innlend- um iðnaðarvörum og þjón- nstu. — Framleiðslugjaldið hækkaði talsvert cn söluskatt- urinn úr G% í 9%. KKKI LEYFÐ HÆKKUN í fyrstu bar á nokkurri tregðu verðlagsyfirvalda um að leyfa iðnrekcndum að bæta söluskattshækkuninni við vöruverðið eins og tiðkazt hefur. Sömuleiðis hafði komið til greina hjá verðlagsstjóra að framleiðendur innlendra toll- vara tækju á sig nokkurit hluta framleiðslugjaldsins. STÖÐVUÐ SALA Af þessum sökum var stöðv- uð sala innlendra töllvöruteg- unda frá framleiðendum með- an beðið var eftir að fá að hækka vöruverðið sem gjalda- hækkuninni nam. FÉLLUST Á HÆKKUN Við nánari umræður ákvað innflutningsnefnd og verð- lagsstjóri að fallast á að iðn- rekendur fengju að leggja þessa skatta á vöruverðið eins og venja hefir verið. Mun sala innlendra tollvörutegunda, sælgætis, öls og gosdrykkja hefjast að nýju á morgun. í fyrradag hélt Félag ísl. iðnrckenda fund og skýrði stjórnin frá gangi þessara mála. Ennfremur leitaðist hún við að gera fundarmönnum grein fyrir ákvæðum laganna um útflutningssjóð o.fl., eins og kostur var, að þvi er snert- ir iðnaðinn. ÁLYKTANIR UM TOLLA- LÆKKUN HRÁEFNA Fundurinn samþykkti nokkr- ar ályktanir í sambandi við verðlagningu, skattamál o. fl. Ennfremur um það að breyt- ing fengist á tollun nokkurra hráefnistegunda, sem notaðar eru af iðnaðinum og settar hafa verið í mjög háan toll. HLUTUR IÐNAÐARINS VERÐI TRYGGÐUR Fundurinn fól stjórn félags- ins að fylgjast mjög vel með þessum málum og leitast við að tryggja að hlutur iðnaðar- ins yrði ekki fyrir borð bor- inn af hálfu ríkisvaldsins með óviturlegum ráðstöfunum. Á GAMLÁRSDAG kom til Reykjavíkur olíuskipið AMADA. Þetta skip var leigt til flutninga hingað á togaraolíu fyrir 220 sh. pr. smálest. Það er einmitt þessi farmur, sem Lúðvík Jósefsson viðskiptamálaráðherra hindraði að væri fluttur á 120 sh. pr. smálest með því að neita olíufélögunum um leyfi til leigu á skipi við því verði. Nokkru seinna „samdi“ svo þessi ráðherra við S.Í.S. og Olíufélagið h.f. um okurleiguna á „Hamrafellinu" og var þá þessi háa leiga á skipinu AMADA einmitt notuð til að „afsaka“ okurleiguna á „Hamrafellinu“. Gangurinn í þessu máli er táknrænn. Fyrst neitar Lúðvík Jósefsson um leyfi til olíuflutninga og bíður þess að skipa- markaðurinn hvað viðvíkur einstökum ferðum, eins og hér er um að ræða, hækki, en síðan þegar hækkunin er orðin mjög mikil er í skyndi gerður samningur við S.f.S. og Olíu- félagið — samherja Lúðvíks — um okurleigu. Með þessu at- ferli hefur Lúðvík Jósefsson ekki aðeins skaðað útgerðina um milljónir vegna leigunnar á AMADA heldur einnig valdið neytendum stórtjóni með okursamningum við S.f.S. og Olíu- félagið h.f. sem nemur 15—20 millj. kr. Til samanburðar má svo geta þess að ef olíufélögin væru frjáls að kaupum og flutningum á olíunni þá gætu þau fengið hana flutta nú fyrir um 50 sh. á smálest á sama tíma og skip Lúðvíks kostar 220 sh. „Tíminn“ segir að AMADA, sem kom á gamlárskvöld sé „nýjársgjöf íhaldsins“ en eins og að ofan sést er verðið á þessum farmi eihmitt sérstök nýjársgjöf Lúðvíks Jósefssonar til þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.