Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. janúar 1957 Þórir Þóróarson, dósent: Að vera eitt KIRKJAN á sér táknmál bæði í myndum og í hugtökum. Á bók- um og í kirkjulist eru tákn þessi teiknuð, saumuð, skorin og höggv in til þess að minna á staðreyndir Vrúarinnar. En hugtökin, trúar- hugtök helgra ritninga, eru líka tákn. f mæltu máli notum við tiltekin orð, sem hvert og eitt *ru tákn, er merkja einhvern hlut, hugtak eða persónu Táknin þarf að skilja, til þess að málið skiljist. Hugtök kirkjunnar og ritnirga hennar þurfa menn auð- vitað einnig að skilja til þess að geta numið kenningu hennar og boðun trúar. Mörgum reynist lest ur Bíblíunnar erfiður og veldur því oft, að þeir skiíja ekki tákn- mál hugtakanna, þekkja ekki þá merkingu, sem að baki hugtök- unum býr. Líf mannanna er skilið þeim skilningi í ritningum helgum, að þeir skuli lifa saman, og saman skuli þeir teyga af lífslindum. Samlíf þeirra skuii af því mót- ast, að eitt er upphaf lífs þeirra og einn gjafari ailra gæða, ein uppspretta alls lífs á jörðinni og loftinu og í hafinu. Rök þessa eru þau, að við erum allir háðir hinni sameiginlegu lífsuppsprettu, njótum lífs af sama lífsbrunni, erum allir skepnur, skapaðar af hinum mikla smið alls lífs. Líf vort er sem blaktandi strá, það finnum við, er dauðann ber að, hvernig maðurinn er sem ekkert, þegar andgustur blæs á hann. Allt mannlegt, allt holdlegt. er for- gengilegt, hverfult, en það eru hin andlegu verðmæti, sem stöð- ugt standa, hið mikla markmið. sem mennirnir stefna að og kyn- slóðirnar keppa að hver fram at annarri. hver í annarrar fótspor. Það er hin mikla framvinda lífs- ins, sem engan enda tekur og kynslóðirnar koma og fara en sogast inn í straum hennar, ber- °st með lífsfljótinu, afhenda því ijálfstæði sitt, sameinast því og rru hluti þess. Þannig erum við allir eitt. í kristninni er þessi hugsun hugsuð enn meir í þaula, og þar verður kirkjuhugtakið til þess að tjá þann skilning á samlífi mann- anna og samfélagi, sem byggist á kristinni trú, að einn Guð hafi heiminn skapað og að í Kristi hafi sköpun hins innra manns farið fram á nýjan leik, ef svo mætti að orði kveða. Kristur sé hinn nýi Adam, afleiðing falls- ins að engu gjörr og hinn full- komni maður fram sprottmn úr vitund Guðs Þetta alfullkomna líf Krists er mönnunum sú lífs- lind, sem veitir siðferðisstyrkn um, siðgæðinu, fórnfýsinni, kær- leikanum inn í líf þeirra. Hér að ofan, er það sýnt á táknmáli myndarinnsr hvað kirkjan er. Lind sprettur fram af dúfu hins helga anda Guðs og rennur sem breitt fljót fram hjá krossi Krists og safnast í laug. ucum sem lifnndi veruleiki í sakramentum kirkjunnar og opin berar okkur Guð sjálfan, færir hann til okkar, veitir lífi hans inn í líf okkar. Páll talar oft um kikrjuna og líkir henni við líkama, og er Kristur höfuðið. „Og hann er höfuð líkama síns, kirkjunnar, hann sem er upphaf hennar“ segir Páll í Kólossubréfinu (Að vísu notað orðið „söfnuður" í stað „kirkju" í okkar biblíuþýð- ingu). Kristur er höfuðið. við er- um limirnir. Hver gegnir því sínu hlutverki, allir erum við hlutar hins sama líkama, sem hefur Krist að höfði. Við erum alíin eitt. Kirkjuhugsjónin er því í sannleika þjóðfélagshug- sjón, þar sem borgararnir gegna hver sínu hlutverki, og má ekki gleyma því, að hversu lítilmót- legt sem hvert og eitt þeirra virð- ist að ytri ásýnd, eru þau öll ó- missandi, og ef einn limurinn skerðist, er líkaminn ekki allur. Enginn_ má hreykja sér upp og segja: Ég er höfuðið, þjónið mér. Enginn má auðgast á annars kostnað, enginn eflast svo að ann ar veikist, heldur erum við allir einn líkami og heill eins er ann- ars hagur. „Þannig erum vér, hinir mörgu, einn líkami fyrir samfélag vort við Krist, en hver um sig annars limir“. Þetta er einingarbandið, sem kirkjan boðar. Þessi eining var það, sem Jesús talaði um, er hann bað til föðursins: „Og dýrð- ina, sem þú hefur gefið mér, hef ég gefið þeim, til þess að þeir séu eitt. . .“ Engar áfengisveizlur Frétt frá Washington, sem ný- lega birtist í norska blaðinu „Folket“ segir frá því, að Eisen- hower forseti, hafi ákveðið, að eftirleiðis skuli allar samkomur móttökuathafnir og veizluhöld, sem fram fara í Hvíta húsinu vera áfengislaus, þ. e. gestun- um verður ekki boðið áfengi til neyzlu í neinni mynd. Það fylgir sögunni, að fregn þessi hafi vakið geysi athygli, og leikur það ekki á tveim tungum, að fordæmi forsetans mun hafa hin víðtækustu áhrif. Það, sem þykir hæfa í Hvíta húsinu verður brátt siður og venja annars staðar í landinu. (Áfengisvarnarn. Rvíkur). Þaðan greinist hún í fjógur fljót sem bera nöfn fljótanna í Para- dís hinni fornu og tákna einnig hin fjögur guðspjöll, renna síðan út í hina helgu á Jórdan. Hirtir og lömb, sem tákna mennina, svala sér á vatni árstraumanna, en á milli þeirra er teiknuð Psra- dís, og vakir engill yfir með svip- anda sverði. Umkringis eru fugl ar og efstur pelikaninn, sem of. er látin tákna kærleika Guðs. Þessi mynd er tákn hins full- komna lífs, er Guð skapar, þes; lífs, sem er að vilja Guðs. Menn- irnir lifa í samlyndi eins og hirt- irnir og lömbin, sem á vatninu bergja, lífsins vatni. Lindin á upp haf sitt hjá Guði, en krossinn gefuf Jienni '•érstakt innihald, merkir hana, bendir til þess, sem er áþreyfanlegt og handbært: líí Krists, sem veitist okkur mönn- Sfgurður Nordal ER RÍKIÐ ÓVINURINN? í „velfeiðmríkinu” kennu menn ríkisvnldinu öll sín mein Aramótaávarp Sigurðar Nordals sendiherra Á NÝJÁRSDAGSKVÖLD fluttu sex sendiherrar íslands stutt á- vörp í ríkisútvarpið. Vöktu þau mikla athygli. Fer hér á eftir ávarp Sigurðar Nordals, sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn: Háttvirtu áheyrendur! Ég ætla að nota þessa stuttu stund til þess að minnast á um- talsefni, sem sífellt ber á góma hér í Danmörku um þessar mund ir, bæði í ræðu og riti. Það fer ekki mikið fyrir því í frétta- skeytum, enda ekki við neinni fastri niðurstöðu, né ótvíræðum úrslitum, að búazt. En hér er samt á dagskrá vandamál, sem framtiðin á fyrir höndum að sferifar úr daglega lífinu MARGT hefur verið skrafað hér í borg um lögregluna og hennar starf. Mikið hef ég heyrt því haldið á lofti siðustu dagana og einnig fyrir og um jólin, að sialdan hafi hún staðið betur í stöðu sinni en einmitt um hátíðarnar. Mikil umferð og vaxandi EINS og við vitum er Reykja- vík unglingur sem tekið hef- ur út vöxtinn óeðlilega hratt. Við það hafa skapazt ýmislegir vaxt- arverkir sem von er til og er einn þeirra rneiri hin óeðlilega umferð, sem skapazt hefur á þröngum götum í litlum miðbæ. Það hefur vafalaust enginn séð fyrir hér fyrr á árum að bílum á Tslandi myndi fjölga svo gífur- lega sem raun hefrr borið vitni um F.kki einu sinni bjartsýnustu bifvélavirkjum eða varahlutasöl- um í villtustu draumum sínum. Ekki veit ég fyrir víst hvað bílar eru margir hérlendis, en ekki þykir mér ótrúlegt að önnur hver fjölskylda hér á landi eigi sinn eigin bíl, og a.m.k. gildir það hér í höfuðborginni. Sem á breiðgötum stórborgar ÞAÐ er því ekki furða þótt mik- ið öngþveiti og vandræði skapist í umferð í miðbiki kaup- staðar sem byggður er aðaliega fyrir gangandi fólk og hestvagna. En þegar maður ók um í hálk- unni dagana fyrir og um hátíð-' arnar þá var það ekki líkt því sem ekið væri um litla sveita- borg. Miklu heldur borg með fullkomnu, nýtízku umferðakerfi, næstum breiðgöíur Parísarborgar á vegtim sínum. Svo lipur og greið var umferðin. Og þakkirnar eru lögreghmn- er. Ekiri veit ég hvort hér var um óvenjulegan mannafla að ræða eða nýtt stjórnskipulag hjá götu- lögreglunni en víst er að þar var vel og greiðlga unnið Vonandi verður það svo um hver jól, hin sama árvekni og góða fyrir- greiðsla. Ég og vasabókin mín ÞETTA er mánuður prófanna, vasabókanna og góðra fyrir- heita. f búðum og í auglýsingum heyrast æði oft nefndar og aug- lýstar vasabækur sem ýmsir selja en aðrir gefa út í auglýs- ingaskyni sér og vöru sinni. í gær var mér gefin ein slík í fyrirtæki sem ég skipti mikið við. svona upp á góð orð á nýja árinu. Það var hinn mesti merkisgrip- ur eins og allai góðar vasabækur reyndar eru, bezti vinui okkar mannanna með reikult minni á símanúmer og götuheiti. Þetta var forlátabók eins og ég sagði, vendilega innbundin í skinn með gullþrykktu nafni fvrirtækisins og verksmiðjumynd. í kvöld hef ég niér til dundurs hér á ritstjórnarskrifstofunni verið að kíkja í þetta plagg og séð þar ýmsar nýjungar sem koma sér vel. Þar er m.a. lítil símaskrá þar sem mér er sagt hvaða síma- númer lögreglán hafi, ef upp á gamanið slettisl, bílstöðvar bæj- arins ef menn eru í skemmtána- hugleiðingum, og bankarnir, ef víxilllnn er í þann veginn að falla og um frest þarf að biðja. Þegar ég fletti lengra rekst ég á mikla töflu sem gefur mér ítar- lega til kynna hvað ég eigi að vera þungur samkvæmt hæð minni. Ég sé að ég er 14 kílóum of léttur, og hrellist við og var í þann veginn að loka bókinni. Þá sá ég þær gagnmerku upplýsing- ar, að kona sem er 190 sm á hæð á að vera 91.6 kíló að þyngd. — Þetta hlýtur að vera fönguleg kona í meira lagi, hugsa ég hug- fanginn með sjálfum mér, og sé hana fyrir mér í andanum, þar sem hún ber höfuð og herðar yfir samborgara sína, hávaxin og þrekin að sama skapi. Mikið geta slíkar vasabækur verið gagnleg- ar, þegar um upplýsingar um kvenfólk er að ræða! Hvar er Kanada? NÆSTUR þessum merku upp- lýsingum kemur gamall kunningi, kafli „um mál og vog í Stóra-Bretiandi, írlandi og N- Ameríku“. Þennan kafla hef ég lesið á hverjum áramótum frá því ég var barn til mikils gagns,1 því hver er sá maður sem gæti í snarheitum snarað einni Cable- length yfir í íslenzkt mál eins og að drekka vatn, án þess að hafa nokkru sinni átt sína vasabók? Þeim sem aldrei hafa höndum komið fyrir þá merku gripi skal ég segja frá því að það eru 219 og hálfur metri. En aðallega ætlaði ég að ræða um kaflaheitið Ég hef enn ekki getað komizt að niðurstöðu um það hvers vegna írland er tekið með varaðndi mál sitt en t.d. jafn gagnmerku landi sem Kanada sleppt. Ekki veit ég hvers Kanada á eiginlega að gjalda? Þetta væri t.d. upplagt að ræða á sambrezkum ráðstefnum, og reyna að fá botn í það hvers vegna þessi gleymska er jafnút- breidd og raunin er. — Og þá er ég kominn að skattstiganum og útsvarinu í bókinni. Það tekur langan tíma að reikna út eftir hinum flóknu reglum hvílík verð mæti muni renna úr mínum vasa yfir í vasa almennings eftir árið. Þegar ég sé að það eru hvorki meira né minna en 29.000 krónur, loka ég bókinni skjótlega, hrygg- ur í bragði og þykir mikilli reikningslist hafa illa verið varið. En allir geta af þessu séð hve vasabækur eru geysilega nytsam- legar hverjum manni, sem brýtur heilann um hinar ýmsu gátur til- verunnar, og þar sem þær eru bæði fróðleiks- og skemmtilestur ætti hver maður að fá sér þær. (En sleppa má gjarnan kaflan- um um skattstigann). glíma við og snertir fleiri þjóðir en Dani eina. Þegar meginspurn- ingin er sett fram í óbilgjarnastri mynd, hljóðar hún svo: Er ríkið óvinurinn? Eða með öðrum og vægari orðum: Eru afskipti rík- isins nú á dögum af ýmsum hlut- um, sem einstaklingarnir til skamms tíma voru látnir sjálf- ráðir um, farin að keyra svo úr hófi fram.að þau drepa úr mönn- um dáð og dug og verði hvorki heildinni til hagsbóta né almenn- ingi til raunverulegrar farsæld- ar. Nú er það alkunnugt, að með samstilltri íhlutun löggjafarvalds og stéttasamtaka hefur hér í landi smám saman verið gert geysimikið til þess að jafna kjör manna og hlynna að þeim, sem eru hjálparþurfi. ALDREI LIÐIÐ EINS VEL Fullyrða má að aldrei í sögu dönsku þjóðarinnar hafi eins mörgu fólki liðið efnalega vel og eins fáu illa. Danmörk er al- mennt talin til fyrirmyndaríkja, að því er snertir umhyggju fyrir sjúklingum, öryrkjum og gamal- mennum, styrki til barnafólks og atvinnuleysingja o.s.frv. Engum mun í alvöru til hugar koma, að unnt sé að hverfa frá neinu af þessu til eldra þjóðfélagsástands. Umræðurnar. sem ég gat um, hafa einkum beinzt að síðasta sporinu, sem stigið var nú í haust, þegar samþykktur var lagabálkurinn um almenn eftir- laun, Folkepension, ennþá víð- tækari en áður. Þessi lagasetn- ing var stefnuskráratriði og kosn ingarloforð Alþýðuflokksins, sem nú fer með stjórn og naut nokk- urn Veginn eindregins stuðnings róttæka flokksins. Hún var að lokum samþykkt með hlutdeild allra flokka eftir mikið þóf og nokkrar tilslakanir á báða bóga. En um það samkomulag mátti segja, að margur dansar, þótt hann dansi nauðugur. Hvorugur hinna stóru andstöðuflokka stjórnarinnar, vinstri né hægri, taldi sér stætt á því að vera hagsmunamáli svo margra kjós- enda sinna algerlega mótfallinn. Enda höfðu þeir ekki atkvæða- magn í þinginu til þess að stöðva framgang þess. En bæði hinir í- haldssamari menn og glöggvustu fjármálamenn í þessum flokkum hafa látið ótæpt í ljós, að nú þætti þeim mælirinn fullur og vel það eða ætti enn að ganga feti framar. FORSJÁ RÍKISINS Um það skipulag, sem smiðs- höggið hefur a.m.k. í bráð verið lagt á með þessum lögum, er nú farið líkt og áður hefur verið gert í Bretlandi, að hafa orðið velferðarríki, Velfærdstat, en í því heiti er fólgið, að ríkið taki á sig svo mikið af forsjá þegn- anna, sem unnt er, án þess að fara út í allsherjarríkisrekstur eða sameignarskipulag. Eins og gengur, eru raddir hinna óá- nægðu háværari, en þeirra, sem happinu hrósa. Þeir segjast þá fyrst og fremst ekki mundu hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.