Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 8
t MORCUSTt^ jfílfí Sunnudagur 6. janúar 19S7 Útg.: H.f. Árvakar, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óia, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson, Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstrseti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í laUsasölu kr. 1.S0 eintakið. Hin örlagaríka viðurkenning HINIR svoköiluðu „verkalýðs- flokkar", sem svo kálla sig, kommúnistar og Alþýðúflokkur- inn, hafa nú endanlega viður- kennt, að þeir hafi haft forystu um stefnu í kaupgjaldsmálum, sem leitt hafi mikil vandkvæði og erfiðleika yfir íslenzkt efna- hagslíf. Þessir flokkár lýstu því yfir svo að segja um leið og þeir komust tii valda á s.l. sumri, að nú væri nauðsynlegast af öllu að hindra frekari kauphækkanir., Þess vegna settu þeir á miðju sumri bráðabirgðalög um festingu vísitölunnar og verulega skerð- ingu kaupgjalds. Þessi lögggjöf var síðan stað fest á Alþingi og i hinum nýju lögum, sem sett hafa verið um! útfIutningssjóð og nýjar skatta álögur er endanlega ákveðið, að launþegar skuli ekki fá greidd þau sex vísitölustig, sem þráðabirgðalögin i sumar sviptu þá. Jafnframt er því lýst yfir af hálfu ríkisstjórn- arinnar, að ætlunin sé að reyna að halda kaupgjaldinu niðri og hindra þarmeð áfram- haldandi kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. þeirra er ekki í ríkisstjórn berj- ast þeir gegn betri vitund fyrir því, að kaupgjald sé hækkað langt fram yfir greiðslugetu útflutn- wvgsframleiðslunnar. Ef þeir fá hins vegar stjórn- araðstöðu viðurkenna- þeir villu sína og segja fólkinu, að nú verði að skipta um steínu. Nú verði að halda kaupgjaldinu niðri og helzt lækka það. Með þessu er það enn einu sinni sannað, að kommúnistar hafa beitt verkalýðsfélögun- um fyrir pólitiskan striðsvagn sinn, ekki til þess að bæta kjör og aðstöðu launþeganna og verkalýðsins heldur til þess að kaupa sig inn í ríkis- stjórn. Þeir hafa ekki hikað við að hefja stórverkföll fyrir kröfum, sem þeir vissu að hlutu að leiða vandræði yfir verkalýðinn ef að þeim yrði gengið að nokkru eða öllu leyti. Mikilvæg stefnubreyting Engum getur dulist, að gersam- leg stefnubreyting hefur átt sér stað hjá kommúnistum og kröt- um í þessúm málum, Úndanfar- in ár hafa leiðtogar þessara flokka haldið því fram statt og stöðugt, að launþegarnir yrðu að krefjast kauphækkana til þess að afla sér „kjárabóta". Þeir hafa brennimerkt allar aðvaranir gegn kauphækkunum sém „verkalýðs- fjandskap" og Þetta gerðist í síðustu verkföll- um á árinu 1955 eins og greini- lega og frekast verður á kosið. Kommúnistar hóta þjóðfélag- inu þannig hruni og vandræðum ef þeim séu ekki tryggð póli- tísk völd og áhrif á stjórn lands- ins. Þeir riota verkalýðssamtök- in til þess að fylgja þessum hót- unum eftir. Dýrkeypt reynsla Reynsla þjóðarinnar af þessari iðju kommúnista er vissulega dýrkeypt. Þeir hafa valdið miklu tjóni og margvíslegu óhagræði. En af þessari reynslu hefur þjóð- in þó lært margt og mikið. Verka- að Sjálfstæðis auðvaldshyggju". | lýðurinn sér t.d A grundvelli þessarar stefnu; menn sögðu honum sannleikann r*fn lfnmmnnist.ar n? mpffreið-' um filcrano' oXi; »,«v.irínii-- hófu kommúnistar og meðreið armenn þeirra hin stórkostlegu verkföll veturinn 1955. En afleið- ing þeirra varð 22% launahækk- un þegar árið var liðið og stór- aukinn rekstrarhalli útflutnings- framleiðslunnar. Af því leiddi aftur nýja skatta og tolla í árs- byrjun 1956. Þeir nýju skattar og tollar, sem núverandi ríkisstjórn lagði á þjóðina rétt fyrir jólin eru enn- fremur bein afleiðing stórverk- fallanna á árinu 1955. Það er enn verið að taka af almenningi það, sem framleiðslan var ofkrafin um í þeim miklu átökum. Þetta viðurkenna kommún- Istar og kratar í dag. Þeir segja fólkinu eins og er, að nú þurfi að taka af þvi aftur það, sem það fékk í sinn hlut fyrir nokkrum árum og framleiðsl- an hafði þá ekki efni á að borga þvi. Þetta er vissulega örlagarík viðurkenning. íslenzkur al- 2^dÁuótu L SfYierlzuóh u uonurncir u ui Ébur&ir 1 tíunda sinn á 11 ár- um hafa Bandaríkjamenn valið frú Eleanor Roosevelt sem þá konu, er þeir dá mest í heirhin- uni. Stofnun sú, er rannsakar al- menningsálit í Bandaríkjunum, hefur látið fram fara hina árlegu könnun á því, hvaða 10 núlifandi konur séu mest dáðar meðal Elenor Roosevelt Bandaríkjarriánna. Listinn yfir þær er svona: 1. Frú Eleanor Roosevelt. 2. Frú Clare Boothe Luce (fyrr verandi ambassador Banda- ríkjanna í Róm). 3. Frú Mamie Eisenhower. 4. Ungfrú Helen Keller. 5. Elizabeth Bretadrottning. 6. Ungfrú Helen Hayes (fræg leikkona). 7. Frú Sjang Kai-Sjek. 8. Ungfrú Kate Smith (kunn útvarps- og sjónvarps- stjarna). 9. Ungfrú Marian Anderson (negrasöngkonan). 10. Grace (Kelly) Rainier, prinsessa í Monaco. /»f þessum tíu konum hafa sjö verið á listanum áður. Þær, sem nú eru þar í fyrsta sinn, eru Helen Hayes, Marian Ander- son og Grace Rainier. Mamie Eisenhower hefur verið í 3. sæti í mörg ár, en Eleanor Roosevelt hefur sem sagt verið efst í 10 ár. U nited Press fréttastof- an hefur gert svipaða könnun meðal viðskiptavina sinna, og ; beðið þá að nefna 10 mestu við- \ burði síðasta árs. Það varð ljóst við þessa rannsókn, að árið 1956 var óvenju viðburðaríkt, og ýmsir atburðir, sem áður fyrr hefðu komið með á listann yfir 10 mestu ! viðburði ársins, eru ekki á þess- j um lista. Má þar sem dæmi taka hina miklu sprengingu í Cali í! Kólumbíu 7. ágúst s. 1., þar semj 1200 manns létu lífið. Einnig mundu Ólympíuleikirnir hafa ver Helen Keller, hin blinda og heyrn arlausa afburðakona, sem lærði að tala á fullorðinsaldri, og hef- ur skrifað fjölda bóka. Hún var fyrsta konan, sem gerð var heið- ursdoktor M’rvard-háskól- anr. um tilgang og eðli verkfallanna, sem kominúnistar beittu sér fyr- ir í ársbyrjun 1955. Þau hafa haft nákvæmlega þau áhrif, sem Sjálf- stæðismenn sögðu fyrir um. Þau hafa lækkað gengi íslenzkrar krónu, aukið dýrtíð og verðbólgu, skapað enn aukinn hallarekstur hjá útflutningsframleiðslunni og knúð fram gífurlegar álögur á aimenning til stuðnings henni. Allt þetta sér og skilur ís- lenzkur almenningur í dag. Hann sér það, að það eru kommúnistar og meðreiðar- menn þeirra, sem leitt hafa erfiðleikana yfir íslcnzkt efna- hagslíf. Það er af þeirra skemmdarverkum, sem þjóðin er að súpa seyðið í dag. Grace Kelly og Rainier fursti, þegar þau hittust í Monaco og felldu saman hugi. Marian Anderson ið teknir með á fyrri listum, en þeir eru ekki nieð í þetta sinn. T iðskiptavinir United Press í Bandaríkjunum álíta eft- irfarandi atburði 10 mestu við- burði síðasta árs: 1. Uppreisniri í Ungverjálandi. 2. Atburðirnir við Súez-skurð- in’n. 3. Endurkjör Eisonhowers for- seta. 4. Árekstur „Stockholms“ og „Andréa Doria“. 5. Slysið yfir Grand Canyon, þar sem tvær flugvélar rák- ust á. 6. Dauði 6 bandarískra land- gönguliða, er þeir voru að næturæfingum nálægt her- búðum sínum, og dómurinn yfir liðþjálfa þeirra, Mc- Keon. 7. Kynþáttaóeirðirnar í skól- um Suðurríkjanna. 8. Brúðkaup Grace Kelly og Rainiers fursta í Monaco. 9. Hið glæsilega afrek Don Larsens í heimskeppninni i „baseball" (amerískum bolta leik). 10. Afnám stalinismans í Sovét- ríkjunum. menningur sér nú að þessir j s flokkar hafa blekkt hann herfi | lega á undanförnum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar sagt þjóðinni sann- leikann, að ekki væri hægt að bæta kjör hennar með kaup- hækkunum þegar framleiðsla hennar gæti ekki risið undir þeim. íslendingor megn ekki lesn Time — né önnur vestræn blöð!! Hótanir kommúnista Það sem gerzt hefur er þá þetta: Þegar kommúnistar og fylgifé ,3jargráð“ ríkisstjómar- innar koma víða niður á al- menningi. Þau eru ekki aðeins „jólagjöf" um milljónaskatta. Þau hafa og það í för með sér meðal margs annars, að ís- lendingar fá ekki að lesa vest- ræn blöð. Það verður kannski næsta sporið að hefja innflutn ing á blöðium „að austan“. Time, Newsweek, Saturday Evening Post, Colliers, Home Journal og fleiri blöð munu nú senn hverfa nr bókaverzl- unum. Ástæðan er sú, að 16% gjaldeyrisálagið legst á greiðslur fyrir þessi blöð, sem annan innflutning, en bóksal- ar fá ekki leyfi til hækkunar. Álagning á blöðin hefur ekki verið það há, að hún beri hækkað innkaupsverð um 16%. Bóksalar munu því ekki sjá sér fært að halda innflutn- ingi áfram, og ef hann verður ..Minu blöðin aðeins fóst í verzlun þess bóksala er hefur umboð fyrir viðkomandi Mað. Blöð eins og Time og News week er sárt að missa fyrir alla þá er fylgjast vilja með heimsmálunum. En það hefur kannski verið stefna rikis- stjórnarinnar, að koma í veg fyrir að íslendingar geti feng ið þessi blöð til aflestrar? Ef svo er, virðist stjórninni hafa teklzt að framfylgja stefnu sinnl. llt virðist nú benda til þess, að réttarhöldin, sem fram fara í New York varðandi árekst- ur stórskipanna, muni enda með sættum. Er þar deilt um skaða- bætur, sem skipta milljónum. Yfirheyrslurnar virðast hafa leitt það í ljós, að bæði skipin hafi átt nokkra sök á árekstrinum. Þar sem tryggingafélögin, sem greiða eiga skaðabæturnar, eiga hagsmuna að gæta hjá báðum aðilum, er talið líklegt, að sættir takist og þau greiði þær 50 millj. dollara, sem krafizt er í skaða- bætur. Yfirheyrsluhum lýkur sennilega í febrúar, og ættu þá réttarhöldin um sjálfar skaða- bótakröfurnar að hefjast, en marg ir draga það í efa, að úr þeim verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.