Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. janúar 1957 MORGUISBLAÐIÐ 7 neitt við velferðarríkið að at- huga, ef það yrði ekki annað og verra í framkvæmdinni, nefni- lega forræðisríki eða fjárhalds- ríki. Þeir eru uggandi um að með þessu skipulagi verði einstakling- arnir smám saman gerðir ófull- veðja, ómyndugir, hvorki fjár síns, né athafna, ráðandi. Manna á meðal er vitanlega langmest kvartað yfir sköttunum, bæði beinum og óbeinum. Nú eru skattar hér miklu tilfinnanlegri, en verið hefur, ekki einungis vegna vaxandi útgjalda til alls konar félagsmála, heldur af því að eytt er meira fé til landvarna en áður, og það er mjög andstætt dönskum hugsunarhaetti, að kjósa heldur fallbyssur, en smjör FER ILLA MEB GEBSMVNI MANNA En fyrir utan sviðann af skatt- gjöldunum sjálfum fer eftirlitið og aðhaldið ilia með geðsmuni manna. Framtalið verður að vera ákaflega nákvæmt og smá- smugulegt og því er sjaldan trú- að af yfirvöldunum, fyrr en eftir miklar yfirheyrslur og jafnvel njósnir um hagi manna og líf- erni. Forsjá verður ekki fram- kvæmd, nema með eftirliti og að- haldi. Menn reka sig alls staðar á skorður, án þess að þeir muni eða ski'.ji, hvers vegna þær voru upphaflega reistar. Það þarf leyfi til alls og þetta fer óskaplega í taugarnar á fólki. Kvartað er um óhæfilega kostnaðarsamt ríkis- bákn, skriffinnsku, mannfjölda, sem tekinn sé frá gagnlegum störfum til þess að tefja þá, sem eitthvað vilji gera. Um armæð- una að þurfa að fara með alls konar lítilræði frá Hei'ódesi í þessari skrifstofunni til Pílatus- ar í þeirri næstu. Bíða í halaróf- um. biðja og þrasa. Með þessu hvoru tveggja, sköttunum og hömiunum íinnst mörgum öllu framtaki og vilja til þess að gera betur en í meðallagi vera settur stóllinn fyrir dyrnar. Því má skjóta hér inn, að enn sem kom- ið er, virðist þetta ekki háska- legra en svo, að á hverju ári sprettur upp dálítið af nýjum rnilljónunguin í Danmörku, hvernig sem þeir fara nú að því að sigla slíkum gróða í höfn, gegn um brim og boða skattakerfis- ins. En hinu verður ekki neitað, að einstök dæmi sýna, hversu jafnvel fátæku fólki getur þar verið vandstýrt milli skers og báru. Til dæmis vann barnakenn- ari með stóra fjölskydu sér inn fyrir utan föst laun sín 750 kr. með súrum sveita. En þar yfir- sást honum iila, því að fyrir bragðið komst hann í hærri tekjufiokk og missti meðal ann- ars 800 krónur í framfærslu- styrk, sem hann hefði fengið, ef hann hefði unnið sér inn 50 kr. minna. í flestum mönnum togast að einhverju leyti á, þótt í mis- munandi hlutföllum sé, viljinn til framtaks og áreynslu og viljinn til þess að leggja árar í bát. Þess vegna má fara varlega í að taka frá fólki annars vegar vonina um að njóta einhvers ávinnings af starfi sínu og hins vegar ábyrgð- ina á sjáifu sér. Og með síhækk- andi meðalaldri er það ekki laust við að vera kvíðvænlegt, að með tímanum hvíli eftirlaunagreiðsla til allt of margra gamalmenna, sem engu hafa safnað til elliár- anna á allt of fáu vinnandi fólki, hvernig sem raunin verður. AUKNING FRAM- LEIBSLUNNAR Núverandi forsætisráðherra Dana hefur sagt, að með lögunum um almenningseftirlaun og aamningunum um sjúkralaun é svo komið, að ekki verði talin nauðsyn á fleiri stórvægilegum íélagslegum umbótum, heldur megi nú beina allri orku að því að auka framleiðsluna og efla með því velmegun þjóðarinnar á þessum grundvelli. En það er alis ekki auðvelt að auka til veru- legra muna framleiðsluna í Dan- mörku. Landbúnaður stendur þegar á svo háu stigi, að um stór- stígar framfarir er þar vart að ræða og sem iðnaðarland er Dan- mörk mjög fátæk, þar sem hér vantar algerlega kol, olíu, vatns- afl, málma og jafnvel beztu teg- undir trjáviðar. Viðgangur danskra fyrirtækja í iðnaði, sigl- ingum og verzlun, sem aflar land- inu mikils af nauðsynlegum er- lendum gjaldeyri, er annars veg- ar að þakka vel menntuðum og vandvirkum starfsmönnum en hinsvegar og ekki síður stórhug og framtaki einstakra afburða- manna. Það er varla furða, þótt slíkir menn bíti illa í brisið, þegar þeim er gert of erfitt fyrir að efla starfsemi sína, bæði með því að taka of mikið af rekstrar- fé þeirra í skatta og með því að auka svo dýrtíð innanlands, að fyrirtæki þeirra verði miður samkeppnisfær erlendis. Nú spyrja andstæðingar stjórnarinn- ar storkandi: Getum við þá treyst því, að Alþýðuflokkurinn stilli sig um stóru loforðin í næstu kosningum? Það er nú einu sinni svo um stjórnmála- flokka, að þeir njóta þess síður við kosningar, sem þeir hafa fengið framgengt, en hins, sem þeir lofa að gera. HAFA EFNT OF MIKIÐ Voldugir flokkar eins og frjáls- lyndir í Bretlandi og vinstri í Noregi hafa hreinlega veslazt upp á þvi að efna of mikið af því sem þeir hafa lofað. Ef um ofvöxt ríkisvalds og ríkisíhlutunar er hér að ræða, þá stafar hann ekki sízt af sífelldri samkeppni og yf- irboðum stjórnmálaflokkanna, sem alltaf verða að finna upp á einhverju nýju til þess að póli- tíkin staðni ekki. Það er býsna athyglisvert, að einn af sann- gjörnustu og vitrustu stjórn- málamönnum Dana, Torkel Kristinsen, heíur haldið því fram, að ágreiningurinn milli fjögurra aðalflokkanna væri nú ekki meii'i en svo, að eðlilegast væri að þeir mynduðu stjórn all- ir saman í stað þess að vera sí- fellt að leita dauðaleit að ein- hverju til þess að berjast um. Eitt af því, sem oft er kvartað' um hér í Danmörku og þykir í- skyggilegt tímanna tákn, er á- hugaleysi æskulýðsins á stjórn- málum. Við skoðanakönnun með- al háskólastúdenta fyrir skömmu kom í ljós, að 70 af hverjum 100 sögðust ekki geta fylgt neinum stjórnmálaflokki og mundi slíkt hlutleysi meðal íslenzkra stúd- enta þykja saga til næsta máls. Ekki er auðvelt að vita, hvað und ir þessu hlutleysi býr, en mér er nær að halda, að þessum ungu mönnum finnist eldri kynslóðirn- ar hafa haft oftrú á löggjöf og opinberum ráðstöfunum til þess að tryggja mannlega velferð. KENNA RÍKINU UM ALLT Ef fólki er innrætt að ríkið eigi að leysa og geti leyst öll þess vandamál, fer það að lokum að kenna ríkinu um öll sín mein. Hvorttveggja er vitanlega jafn- fjarstætt. Það verður bæði að grafa dýpra, skyggnast víðar um og seilast hærra en ríkisvaldið getur nokkurn tíma náð til þess að finna brýnustu þarfirnar, estu verðmætin, alls konar mannlegt böl og bölvabætur. Og það hefur verið gert allt of mik- ið að því líka meðal lýðræðis- þjóða að reyna að gera tíma- bundnar stjómmála- og félags- málastefnur að allsherjar lífs- skoðun. Eitt er þegar augljóst af umræðunum um velferðarríkið, að sá æskulýður, sem alinn er og verður upp í því og gengur að þeim arfi, sem sjálfsögðum hlut, kemst ekki hjá þvi fremur en fyrri kynslóðir að taka vanda- málið um afstöðu einstaklingsins til heildarinnar upp til nýrrar og jafnróttækrar íhugunar. En um þá niðurstöðu, sem hann kemst að fyrir sig og sína samtíð, er hyggilegast að spá sem fæstu. Að lokum vil ég þakka þeim, sem hafa hlustað á þetta ófullkomna spjall um mikið mál og óska öll- um íslendingum friðar og far- sældar á nýja árinu. ■ Reykjavik — Laugaveg 166 Kennsla hefst í kvölddeildum fullorðinna fimmtu- daginn 10. þ.m. kl. 8 e.h. Innritun samtímis fyrir nýja nemendur. Kennsludeildir: Myndhöggvaradeild, kennari Ásmundur Sveins- son, myndh. Málaradeild, kennari Hörður Ágústsson, listm. Teiknideild, kennari Ragnar Kjartansson, keramiksm. Barnadeildir hefjast mánudaginn 14. þ.m. Nánar auglýst síðar. Upplýsingar í síma 80901. Unglinga vantar til blaðburðar í Kleifarveg Sjafnargötu Laugav. III. Laufásveg Mýbýlaveg Sjómannafélagar Hafnarfirði Kosið verður í dag frá kl. 1—5 Komið og kjósið. Kjörstjómin. HðFIIM K/UIPENDUR að fokheldum 2ja og 3ja herbergja íbúðum. Öskum eftir C—7 herbergja einbýlishúsi í skiptum fyrir 4ra herbergja íbúð. Fleiri skipti koma til greina. Sala og Samningar Laugavegi 29 — Sími 6916 Kvensokkar Svartir Bemberg sokkar Ullarsokkar, bezta tegúnd Baðmullarsokkar fyrirliggjandi Hagstætt verð, Þórbur Sve/nsson & Co. hf. Mercedes Benz 180 til sölu af sérstökum ástæðum. Verður til sýnis kl. 1—3 e.h. í dag við Leifsstyttuna. Kven-strkuskór grœmr Sterkustu og beztu morgunskómir Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17 — Framnesvegi 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.