Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 12
12 MORniJNfíT/AÐIÐ Sunnudagur 6. janúar 1957 GULA Ulll herbergið eftir MARY ROBERTS RINEHART Framhaldssagan 20 sumt. Og þar á Howard hægara með að koma heim um helgar. En Carol sá pegar í hendi sér, að Marcia gerði það ekki út í blá- inn að fára að minnast á Elinor, og hafði því andvara á sér. — En skrítið er þetta nú samt, sagði Marcia, og horfði enn á hana. — Ég þóttist sjá bílinn hennar á laugardagsnóttina var, eitthvað um Klukkan tvö. Ég þc-kki þann bíl, hvar sem ég sé hann. — Þetta er ekki annað en fjar- stæða, Marcia. — Sennilega er það. Mér fannst bara réttara að segja þér af því. Einhver annar en ég kann að hafa séð hana, eða það datt mér að minnsta kosti í hug. Hann var á leiðinni til járnbrautarinnar og ók minnst 60 mílur á klukku- stund. Ég hélt ekki, að til væri annar sams konar bíll. — Það hlýtur nú samt að vera. Elinor hefur alls ekiú hingað kom ið; það veit ég fyrir víst. Hún var í New York. — Nú, jæja, ef þú ert svona viss — en ég er í hjúkrunarsveit- inni og vann lengi fram eftir á spítalanum þetta kvöld. Þegar ég svo kom heim, varð mér það á að láta hundskrattann minn út, en svo kom hann ekki aftur, svo IJTVARPIÐ Sunnudagur 6. janúar: (Þrettándinn). Fastir liðir eins og venjulega. 9,20 Morguntónleikar (plötur). — 11,00 Messa í Dómkirkjunni — (Pi’estur: Séra Jón Auðuns. Org- anleikari: Páll Isólfsson). — 13,15 Endurtekið efni: „Helgur maður og ræningi" eftir Heinrich Böll, í þýðingu Bjöms Franzsonar (áður flutt 10. apríl 1955). — Leikstjóri Þorsteinn Ö. Stephensen. 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16,30 Veðurfregnir. Færeysk guðsþjón- usta (hljóðritað í Þórshöfn), 17,30 Barnatími (Baldur Pálmason). — 18.30 Hljómplötuklúbburinn. Gunn ar Guðmundsson við grammófón- inn. 20,20 Um helgina. — Umsjón- armenn: Björn Th. Bjömsson og Gestur Þorgrímsson. 21,20 Kór- söngur: Karlakór Reylcjavíkur syngur. Söngstjóri: Sigurður Þórðarson. Einsöngvari: Guðmund 111* Jónsson. Píanóleikari: Fritz Weisshappel (Hljóðritað í útvarps sal í haust). 22,05 Danslög: Ólaf- ur Stephensen kynnir plöturnar. 23.30 Dagskrárlok. að ég fór að svipast um etir honum. Þannig atvikaðist þetta. — Já, en þetta nær bara ekki nokkurri átt, Marcia. Þú hefur séð bíl, en þú hefur bara ekki séð Elinor í honum, því að það gæti ekki átt sér stað. En Carol var ekki eins viss og hún vildi vera láta. Hún vissi, hversu afskaplega glögg og eftir- tektarsöm Marcia var. Og hún vissi líka, hvernig sagan myndi blása út, ef Marcia segði hana einhverjum. En þar kom Marcia sjálf henni til hjálpar. — Þetta hefur þá líklega verið missýning, sagði hún,- — Að minnsta kosti er ekki ástæða til að fara að segja þetta neinum. Þú þekkir, hvernig fólkið hérna er, og reyndar er það alls staðar eins. Ég ætla ekki að segja frá þessu, Carol. Þú getur reitt þig á það. Drjúg stund var liðin, eftir að Marcia fór, þegar Carol hafði fengið nægilegt vald yfir taugum sinum til þess að geta kveikt sér í vindlingi. 7. Hún hringdi Elinor upp um kvöldið, og lokaði sig inni í bóka- stofunni, svo að enginn skyldi heyra til hennar. Dálítil huggun var henni það að heyra rödd Elinor, sem var fullkomlega blátt áfram og eðlileg. — Halló, Carol! Ég heyri, að þú hafir orðið fyrir einhverri ákomu þarna norðurfrá. — Svo þú hefur heyrt það? — Ojá, til þess eru blaðarnenn- irnir, svaraði Elinor léttilega. — Ég hef verið að reyna að ná sambandi við þig, en þú veizt hvernig gengur með landssíma- samtölin nú á dögum. Ég vona, að þetta hafi ekki verið mjög slæmt. — Það hefur verið fullslæmt. Veit mamma um það? — Ekki ennþá. En vitanlega þegar það kemur í blöðunum.... Hafa þeir nokkra hugmynd um, hver þetta er? — Ekki enn. — Fötin á henni ættu að geta gefið einhverjar bendingar. — Þau hafa enn ekki fundizt. En, heyrðu mig, Elinor. Ég hringdi þig upp til þess að segja þér nokkuð sérstakt. Marcia Dal- ton segist hafa séð bílinn þinn hérna í nágrenninu á laugardags- nóttina. Hún var að segja mér það rétt áðan. Ofurlítil þögn, «m þá sagði Elinor; og hló víð: — Ég held að Marcia sé farin. að sjá ofsjónir. Segðu henni frá mér, að ég bafi örugga fjarverusönnun og eins hitt, að ég leggi það ekki í vana minn að fara um og myrða fólk á nóttinni. — Svo að þú fórst þá til New York? -— Ég vona, að símafólkið hérna á línunni hafi ánægju af þessu samtali, svaraði Elinor kuldalega. — Og því til fróðleiks vil ég geta þess, að ég skildi bílinn eftir í Providence á föstu- dag, tók þar lest til New York, var í íbúðinni okkar um nóttina, var svo í búðum allan laugardag- inn, borðaði svo með manninum mínum á laugardagskvöld og fór í leikhúsið á eftir. — Svo þú varst í íbúðinni ykk- ar? — Og hversvegna ekki Allir klúbbar voru troðfullir, og eins hótelin. En hvað gengur eiginlega að þér? Þarf ég að leggja fram fjarverusönnun? Carol hálfskammaðist sín, þeg- ar Elinor sleit samtalinu, snöggt eins og hún var vön. Auðvitað hafði Marciu missýnzt Hvaða hugsanlegt samband gat svo sem verið milli Elinor í New York og morðs norður í Máine? Og jafnvel þótt svo væri — var það kannske trúlegt, að hún færi að leggja allt í hættu, sem henm þótti vænzt um í heiminum, fyrir slíkt tiltæki? En þá var samt ó- svarað spurningunm, hvers vegna stúlkan hafði komið til Crestview og hvers vegna Lucy hafði hlevpt henni inn í húsið — ef hún þá hafði gert það. Elinor gat hafa verið þarna á ferðinni. Hún gat hafa komið í bílnum, þá um nóttina, snúið við. sömu leið, til Providence skilið þar eftir bílinn og komizt með lest snemma morguns til New York. En þá kom spurn:ngin: Hvers vegna? Hafði stúlkan verið frilla Howards? Ekki vai það ó- trúlegt um svo ríkan mann. Hitt var ótrúlegra, að Elinor hefði farið að ná sér niðri á þennan hátt. Hún gat yfirgefið hann og heimtað af honum gífurlegan líf- eyri, eða líka gat hún setið sem fastast og látið sem hún hvorki sæi neitt né heyrði. En að bendla hana við glæp. framinn af af- brýðisemi, náði engri átt. Carol var enn inni í bókastof- unni, þegar Dane barði að garð- dyrunum. Hún bauð honum inn og hann leit á hana, alvarlegur a svip. — Ég ei' hræddur um, að ég hafi verið ruddalegur við yður áðan, sagði har.n, — En löppin á mér var alveg að drepa mig og .... ég bið yður að fyrirgefa .... ég skal aldrei gera það oftar. — Það er allt I lagi, sagði hún. — Ég get alveg fyrirgefið yður bó að þér teljið mig með sníkju- dýrunum á þessari jörð. Svo Framfíðarstaða ! Innflutningsfirma óskar eftir skrifstofumanni. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Ensku- og dönskukunnátta, á- samt vélritun nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun, óskast sent afgreiðslu blaðs- ins fyrir 10. jan. merkt: „7029.“ TILKVIMNIIMG UM YFIRFÆRSLU VIINIIMULAUNA Þeir, sem óska að ráða erlenda menn til starfa hér- lendis og greiða þeim laun í erlendum gjaldeyri, þurfa að tryggja sér fyrirheit Innflutningsskrifstofunnar um yfirfærslu launanna, áður en ráðningarsamningar eru gerðir. íslenzkir atvinnurekendur, sem nú hafa erlenda menn í vinnu eða hafa þegar undirbúið ráðningu þeirra, þurfa að senda beiðnir um „yfirfærsluloforð“ á launum þeirra án tafar. Skilríki um atvinnuleyfi þurfa að fylgja beiðnum um „yfirfærsluloforð“, en þau verða látin í té bréflega og innihalda upplýsingar um, hvernig haga skuli umsóknum um gjaldeyrisleyfi fyrir vinnulaununum jafnóðum og nauðsyn krefur að yfirfæra þau. Einnig hvaða upplýsinga og skilríkja verður krafist í því sambandi. Allar umsóknir skulu atvinnurekendur undirrita, en ekki hinir erlendu starfsmenn. Gjaldeyrisleyfi verða ekki veitt fyrir vinnulaunum til þeirra, sem ekki hafa í höndum „yfirfærsluloforð" frá Innflutningsskrifstofunni á þar til gerðu eyðublaði. Reykjavík, 4. janúar 1957. Innflutningsskrifstofan. Langar yður til að læra erlend tungumál? Ef svo er, ættuð þér að kynna yður kennsluna í Málaskólanum MÍMI. Kennslan er jafnt fyrir unga sem gamla og alltaf að kvöldinu eftir vinnutíma. Þér lærið að TAL.A tungumálin um leið og þér lesið þau af bókinni og venjist því um leið að hlusta á þau i sinni réttu mynd. Jafnvel þótt þér hafið tiltölulega lítinn tíma aflögu til náms, fer aldrei hjá því, að þér hafið gagn af kennslu sem fer að mestu leyti fram á því tungumáli, sem þér óskið að læra. Ef yður langar t.d. að skreppa til Kaupmannahafnar að vori, getið þér æft yður í dönsku með því að tala við danskan úrvalskennara tvisvar í viku. Ef ferðinni er heitið eitthvað annað gegnir sama máli um önnur tungumál, þér getið talað við Spán- verja á spönsku, Þjóðverja á þýzku o.s.frv. Hringið milli 5 og 8, ef þér óskið eftir nánari upp- lýsingum! Hfálaskólinn IVSámir Hafnarstræti 15 (Ellingsen). Sími 7149 Mánudagur 7. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Steingrím- ur Steinþórsson búnaðarmálastjóri flytur ávarp til bsenda. 18,30 Skák þáttur (Guðmundur Arnlaugsson). 19,00 Lög úr kvikmyndum (pl.). 20,30 Útvarpshljómsveitiij; Þór- arinn Guðmundsson stjórnar. Lög eftir íslenzk tónskáld; Karl O. Bunólfsson færði þau í hljómsveit arbúning. 20,50 Um daginn og veg inn (Sigurður Magnússon full- trúi). 21,10 Einsöngur: Magnús Jónsson syngur; Fritz Weisshap- pel leikur undir á píanó. 21,30 Út- varpssagan: „Gerpla" eftir Hall- dór Kiljan Laxness; XV. (Höf. les). 22,00 Fréttir og veðurfregn- ir. Kvæði kvöldsins. 22,10 Þýtt og endursagt: Þórunn Elfa Magnús- dóttir rithöfundur segir frá æsku- árum og æviferli Alexöndru Kol- lontay. 22,35 Kammertónleikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok. MARKÚS EftirEd Dodd 1) — Sjáðu nú drengur minn. Þú átt að vísa mér leiðina út úr skóginum og ég vil engin brögð. Annars verður einhver fyrir meiðslum. 2) — Já, ég get vísað ykkur leiðina út. Vinur minn Markús verður við Litlabjarnarvatn eft- ir þrjá daga. Ef við komumst þangað tímanlega, þá erum við hólpin. J 3) — Nei, drengur minn. Það verður ekki úr því. Við höldum í þveröfuga átt, til landamær- anna og mundu það, að_ ég vil ekki hafa nein brögð. Ég veit að þú villt ekki að neitt slæmt hendi mömmu þína. 4) — Þú myndir þó ekki fara að meiða hana? — Mig langar ekkert til að meiða hana. En það er bezt að þú skiljir það. Ég hef brotið upp peningaskáp skógarhöggsstöðvar og drepið mann. Svo að ég er ekki að gera að gamni mínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.