Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐ1Ð Shinnudagur 8. Janúar 1957 Það reynist morgri konunni eríitt nð heijn sveitnbúskap, en góður skéli getur bætt nr því Þessu atriði hafa Svíar séð bezt fyrir á IVorðurlöndum hver sveitakona að kunna. Við ýmis konar skepnuhirðingu leggja sænsku skólarnir mikla alúð, en þó er því fagi ekki hagað eins í öllum landshlutum. í S-Sví. þjóð er húsmæðraefnunum venju GARÐAHIRBING. Garðahirðingin er kennd á tvennan hátt, og má nemandinn velja um hvort hann lærir hina nytsömu garðahirðingu eða til fegrunar. Þeir, sem ætla sér að koma upp þroskalegum græn- metisgarði, eiga þess kost að læra að gróðursetja berjaplöntur alls konar, ávaxtatré, hirðingu ávaxta, kartöfluhirðingu, gul- rófnahirðingu, og yfirleitt hirð- ingu og gróðursetningu alls græn metis og einnig meðferð þess eft- ir að það er tekið upp úr görð- ALLAR ÞJÓÐIR kappkosta að greiða sem mest veg æskunnar til mennta og menningar og stuðla að bættum lífsskilyrðum fólks yfirleitt. Unga fólkið verð- ur að læra til þess, sem síðar meir verður lífsstarf, á hvaða sviði sem það er. Öllum ungdómi er það sameiginlegt, að vera fá- kunnandi í fyrstu, en með námi og æfingu verða störfin auðveld- ari. Jafnvel þau sem í fyrstu reyndust vart framkvæmanleg, verða síðar meir leikur. En til þess að svo megi verða, verða að vera fyrir hendi skólar, þar sem unga fólkið getur fengið undirbúning undir það starf sem það hefur valið sér í lífinu. Á Norðurlöndum yfirleitt, má segja að vel hafi verið hlúð að æsk- unni á þessu sviði, þó misjafn- lega. Fer það vitanlega eftir fjár- hag hvers lands að miklu leyti. Fyrir þessu atriði munu Svíar hafa séð einna bezt. Um landið þvert og endilangt eru ýmislegir skólar, þar sem ungu fólki gefst á ódýran hátt kostur á því að læra og undirbúa sig undir mis- munandi atvinnugreinar, og er óhætt að segja að varla muni vera til það starf, sem ekki er hægt að búa sig undir í ein- hverjum þeirra. SKÓLAR FYRIR VERÐANDI HÚSMÆBUR í SVEIT. Sem aðeins eitt dæmi má nefna skóla fyrir verðandi sveitahús- mæður. Slíka skóla telja Svíar mjög þýðingarmikla, enda ekki að ástæðulausu, því hvernig má búskapur blessast, ef húsfreyjan kann ekki til sveitastarfa. Svíar eiga 39 slíka skóla dreifða um landið, 1—2 í hverri sýslu, að Gotlandi undanteknu. Skólar þessir starfa í einu allt frá 5 mán- uðum upp í 18 mánuði, en einnig eru haldin námskeið í sam- bandi við þá, mismunandi löng. Skólarnir eru yfirleitt fullskip- aðir nemendum og árangurinn hefur orðið mjög góður. STORF SEM AÐ GAGNI MEGA VERÐA VIÖ BÚSKAP í þessum skólum, er aðalá- herzla lögð á að kenna náms- mitt það atriði er mjög mikil meyjunum þau störf sem daglega þarf að inna af hendi á venjulegu sveitabúi. Þær læra að mjólka, hirða alls konar búpening og ali- fugla, garðrækt, meðferð á afurð Þá eru það kálfarnir. Þeir heimta mat stnn og engar refjar. Stund- um þarf að hafa krafta í kögglum, til þess að þeir rífi ekki fötuna úr höndum manns og helli öilu „sullinu sinu“ niður. um búsins, svo sem mjólkurmat, slátri, kjöti grænmeti og garð- ávöxtum. En auk þess fá þær mikla tilsögn í matreiðslu, bakstri, húsþrifum, saumum, meðferð á kornbörnum og ýmsu öðru, vefnaði, sjúkrahjálp og meðferð sjúklinga sem sveita- konu er nauðsynlega að kunna, til þess að geta kallazt dugleg húsmóðir. KENNSLUNNI HAGAB EFTIR AÐSTÆÐUM Það atriði sem eftirtektaverð- ast er í sambandi við þessa skóla, er það, að ekki er eingöngu kennd meðferð nýjustu heimilistækja svo sem rafmagnseldavéla, þvotta véla og hrærivéla, heldur eru einnig til gamaldags kolavélar, kolaofnar og ýmis önnur heimil- istæki, sem tilheyra eldri tíman- um, en eru þó ennþá notuð víða í sveitum. í skólanum er náms- meyjunum, jafnframt kennt að vinna við þau skilyrði sem þessi heimilistæki skapa. Þannig er nemandinn búinn undir ýmis konar erfiðleika sem gætu átt sér Maturinn verður að koma á réitum tima og hann þarf eiiuxig að stað í byrjun búskapar, en ein- vera vel til búinn og Iystugur. " ' ' ■ í 1 ' I '"'i' I fuli þörf, að stúlka sem ætlar sér að búa í sveit, kynni sér syeitastörf- in á slíkum skóla sem hér hefur verið lýst. Hún þarf ef til vill að sinna alifuglum, mjöltum, sauma skap, héyvinnu og húsverkum á einum og sama degi auk hinnar venjulegu matseldunar og hús- þrifa. Margar stúlkur hafa verið aldar upp við þessi störf heima hjá sér, en aldrei þurft að bera ábyrgð á þeim öllum í einu. Slíkt eru viðbrigði og hefur margri ungri húsmóður reynzt erfitt. Þessir skólar hafa þegar gert stór kostlegt gagn, og gefið margri ungri húsmóður óviðjafnanlegt veganesti, sem hefur enzt henni vel, þegar út í alvöru búskapar- ins er komið. Það væri óskandi, að ekki liði á löngu, áður en slíkur skóli hæfi starfsemi sína hér á landi. Á ári hverju giftast ungar, duglegar stúlkur bændaefnum, en áreið- anlega eru þær ekki allar vanar sveitastörfum. Hversu mikils virði yrði ekki slíkur skóli sveita húsmæðraefnum, fyrstu búskap- arárin? Ef til vill alla ævina? — M.Th. Ekki tjáir að gleyma hænsnunum, þau verða að fá sinn mat, einnig á réttum tíma. vægt. AÐ ANNAST SKEPNUR Að hlynna að dýrunum verður lega ekki kennd stórgripahirð- ing, aðeins að mjólka, en aftur á móti mikil rækt lögð við að kenna þeim að hirða hænsni, endur, gæsir og alls konar ali- fugla, og eitthvað að svínahirð- ingu. í Norður-Svíþjóð, er aftur á móti mikið lagt upp úr naut- gripahirðingu, og hefur það leg- ið þar í landi um langan aldur. ' IJÓLKURMATUR Mjólkurvinnslukennslan felur í sér, að nemandanum er kennt að mjólka fyrst og fremst, en síð- an að hagnýta mjólkina á sem flestan hátt. Búa til osta, ysta mjólk og sýra, sem Svíar gera mikið af og gera síðan margvís- lega rétti úr draflanum og súrn- um. Einnig er kennt að búa til smjör, en þó mikið að leggjast niður að nota heimatilbúið smjör, á sveitabæjum. Samt þykir nauð- synlegt að húsmóðirin kunni að skilja mjólk og strokka. Framh. af bls. 9 ekki við, hefnir sín oft áður en varir. Svo er t. d. með misnotk- un Framsóknarflokksins á helg- ustu málum þjóðarinnar í kosn- ingabaráttunni á s.l. sumri. Eflaust hafa þá margir hrifizt af dirfsku Hermanns Jónassonar og eldheitri ættjarðarást, þegar hann sagði, að „betra væri að vanta brauð“ en þola áframhald dvalar erlends varnarliðs í land- inu. Nú kemur sami maður og minnir þjóðina á göfugmennið, sem Grímur Thomsen sagði um: „Hverja réð hann rún, sem vildi, en -— reikning hjartað aidrei skildi.“ Á þeim fáu mánuðum, sem síð- an eru liðnir, hefur undir forystu þessa ljóðfróða manns verið „frestað" samningum um brottför vamarliðsins, en ísland sloppið undan því, að tollur á fiski héðan væri stórhækkaður í Bandaríkj- unum. Einn handgengnasti stuðn- ingsmaður Eisenhowers forseta, sem ákvörðunina tók, öldunga- deildarþingmaðurinn Saltonstall, sagði berum orðum, að samband væri á milli þessara tveggja ákvarðana. Og ekki er nóg með það, því að um það bil, sem Hermann Jónasson var að semja áramótaboðskap sinn tilkynnti Bandaríkjastjórn 4 milljón doll- ara lán til íslands. í þeirri til- kyrunngu var þannig tekið til orða: „Fé til dollaralánsins er fengið úr sérstökum sjóði, sem forseti Bandaríkjanna ræður yfir sam- kvæmt heimild Bandaríkjaþings og aðeins má nota til ráðstafana, sem forsetinn telur mikilvægar fyrir öryggi Bandaríkjanna." Um það, sem hér hefur gerzt þarf ekki að fjölyrða, en enginn íslendingur getur hugsað til þess kinnroðalaust. Það lýsir svo harla vel vinnubrögðum ríkisstjórnar- innar, að þessi mikilsverði kafli var felldur niður úr tilkynningu hennar. í stað þess að birta mönnum allan sannleikann er látið svo sem hér sé um hið sama að ræða og var á meðan Marshall-samstarfið stóð. Það alþjóðlega uppbyggingarstarf er nú löngu úr sögunni en í stað þess kominn heimild til slíkra ráðstafana, sem að framan er lýst. Trúðu á mýrarljós HERMANN Jónsson má eiga það, að hann var í auðheyrðum vanda, þegar hann var að reyna að skýra þessi mál á gamlárskvöld. En hann bætti ekki um, er hann lét sér sæma bein ósannindi um í hverju væri fólgnar ólíkar skoð anir flokkanna um þessi efni. Ósannindum Hermanns Jónaí- sonar um þetta er bezt svarað með þessum orðum Emils Jóns- sonar: „Um hitt má svo auðvitað deila endalaust, hvað séu friðartímar.“ Síðar segir hann: „Friðmælin höfðu reynzt mýr- arljós og vafurlogar, og stjórn- arstefnan í Kreml virtist nú ó- breytt frá Stalínstímanum, eða sízt betri. Það er engin ódyggð að geta skipt um skoðun, heldur þvert á móti jafnan skylt og sjálfsagt að hafa það, sem sannara reynist.“ Hér viðurkennir Emil, að deil- an hafi einmitt staðið um það í vor og sumar, hversu friðvæn- legt væri og þar hafi Sjálfstæðis- menn haft réttara fyrir sér en aðrir. Emil er maður að meiri fyrir þessa viðurkenningu en hitt er ekki nema mannlegt þótt hann hnýti dálítið í Sjálfstæðismenn í leiðinni og tekur enginn slíkt há- tíðlega. ^ ■ lHiii AÐ VERZLA í KJÖRBÚÐI NNI í AUSTURSTRÆTI Wj HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.