Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 6. janúar 1957 VflucnMRr mrp 9 Reykjavíkurbréf: Laugardagur 5. janúar Umferðasíys - Óskiljanlegur dráttur - Góðar bækur - ílialdsúrræðin - Þugnin - Falskur mælikvarði - Er gengislækkun möguleiki? - Af hverju eru álitsgerð- irnar ekki birtar? - Ekki skiota upp meira en aílað er - Ekki kinnroðalaust - Trúðu á mýrarljós. Jólalok ~ Skipbrot - hefði orðið liollari - Jóla lok ÞÁ EH komið að lokum jóla að þessu sinni. Þau hafa nú eins og endra nær orðið mörgum fagn- aðarefni og veitt þeim næði til dvalar með börnura sínum, ætt- ingjum og vinum. Auðvitað fer það þó eftir atvikum um hvern og einn, hvernig hann hefur var- ið þessum dögum. Hvort hann lítur til þeirra með ánægju eða vitund um, að betur hefði mátt fara. Ýmsir hafa sótt kirkjur og enn fleiri hlustað á messur í útvarp- kiu. Þeir sem hvorttveggja hafa reynt, ’ hafa vafalaust enn einu sinni sannfærzt um það, hversu ólíkt betur þeir njóta kirkjuferð- ar en jafnvel ánægjulegrar út- varpsmessu. Hún skapar aldrei hin sömu geðhrif og þátttalca x guðsþjónustu. Skipbrot UM ÞESSI jól eins og öll önnur hefur sorg og veiltindi orðið hlut- slupti sumra. Alþjóð vottar öll- um, sem fyrir því hafa orðið. innilega samúð. Samúðin verður einmitt ríkari með mönnum, þeg- ar ógæfa sæltir þá heim á sömu stund og aðrir halda fagnaðarhá- tíð. Sérstaklega finna ménn til með aðstandendum hins unga skip- stjóra á Goðanesi, sem einn, lét lífið, er skip hans brothaði við strendur Færeyja. Hryggð yfir orlögum hans og gleði yfir björg- un hinna minna okkur ennþá einu sinni á, hversu mikið við eigum sjómönnum okkar upp að inna. Kjarkur þeirra og þrotlaus barátta við náttúruöflin er ein megin-undirstaða íslenzks þjóð- lífa. Umferðaslys ÞVf MIÐUR urðu um jólin um- ferðarslys, sem sjálfsagt hefði verið hægt að forða með meiri aðgæzlu. Dauði móður frá fcörn- um er nægt hryggðarefni, þótt slík óhöpp eigi þar ekki sök á. Engir finna sárar til þess en þeir, sem slíku valda. Því meira ríður á að gera ráðstafanir, sem hindri, að annað eins komi fyrir ?ðra. Slys geta ætíð orðið, en með áfengisneyzlu við bifreiðaakstur er ógæfunni boðið heim. Hver vill lenda í slikri raun að valda slysi af þessum sökum? Auðvitað eng- inn. Ráðið til þess að forða sliku er að bragða aldrei áfengi við bifreiðaakstur eða svo skömrnu á undan, að hætta geti stafað af. Þýðing refsinga í þessum efnum er takmörkuð. Úrslitaáhrif hefur almenningsálit, sem telur áfeng isneyzlu í sambandi við bifreiða- akstur jafnfráleita og að hafa gler í skó þá gengið er í kletta. Óskiljanlegur dráttur ÞÓ AÐ refsingar og löggjöf hafi hér minni þýðingu en almenn' ingsálit og heilbrigð fræðsla, þá má ekki heldur gleyma gildi hins Að undanförnu hefur verið unnið að setningu umferðalöggjafar og hafði fyrrverandi dómsmálaráð- herra fengið hina hæfustu menn til þess starfa. Þeir luku verki sínu um miðjan september og hefði því mátt ætla, að unnt yrði að leggja frv. fyrir Alþingi, er saman kom í október. Hefði verið því meiri ástæða til að láta Alþingi sem fyrst fjalla um þetta mál, þar sem viðhorf til þess fara ekki eftir stjóm- málaskoðunum, og íhugun þess hlýtur að taka töluverðan tíma, en Alþingi mátti heita starfs- laust í fulla tvo mánuði hausts- ins. Af einhverjum ókunnum ástæðum var frv. þó haldið í ráðuneytinu og Alþingi þar með varnaö að vinna þarft verk. ■ Hlutfallsleg aukning SjálfstæVisflokksins nH --------ii— minkun ------------------------ Stjórnarliðiff reynir aff telja mönnum trú um, aff aff Sjálfstæffisflokkurinn hafi í kosningunum á s.l. sumri goldið afhroð utan Reykjavíkur. Sannleikurinn er sá, aff flokkurinn jók hlutfallslega fylgi sitt í 19 kjördæmum [svörtu reitunum á myndinni aff ofan] og tapaði hlutfallslega affvins í 9 kjör- dæmum [hvítu reitunum]. Þessar staðreyndjr er nauffsynlegt aff bera saman viff hinar villandi frásagnir í áramótahugleiffingum stjórnarblaðanna. gerða, þannig að dýrtíðin held- ur stöðugt áfram að vaxa, þá er hreinn voði vís og litlir mögu- leikar aðrir en bein gengislækk- un.“ En er gengislækkun mögu- leiki? Ög hvaða ráðstafanir aðr- ar en „verðlagsákvæði og verð- lagseftirlit“ telur Alþýðuflokkur- inn fært að gera og hafi þýðingu i þéssu sambandi? Af hverju eru álits- gerðirnar ekki birtar? STJÓRNARLIÐAR spýrja nú, hver úrræði Sjálfstæðismanna séu. Engir vita betur en valdhaf- arnir, að sundurliðaðar tillögur um slík mál sem þessi getur eng- inn lagt fram annar en sá, sem hefur aðgang að öllum gögnum. Eitt af hinu vítaverða við tillögu- gerð ríkisstjórnarinnar nú er einmitt það, að hún hefur hvorki gefið Alþingi né almenningi kost á að kynna sér undirstöðu- gögnin við lausn vandans. Er- lendir sérfræðingar eru fengnir til landsins í þvi skyni að „taka út þjóðai-búið“ með aðstoð út- valdra stjórnargæðinga. Um álits gerðir þessara manna er digur- barkalega talað allt þangað til að úrslitunum kemur. Þá er þeim stungið undir stól og þær vand- lega faldar. Góðar bækur MARGIR hafa nú sem endranær eytt frídögunum í lestur bóka, er þeim bárust um eða fyrir jóli«i, Flestir heyrðust tala um viðtöl Valtýs Stefánssonar, ritstj. Fróð- íeg eru einnig viðtöl Vilhjálms S. Vilhjálmssonar. Báðar veita þessar bækur fræðslu um menn og málefni, sem hætt er við að ella hefði týnst. Ýmsir höfðu orð á bókinni eftir noi’ska sjómann- inn, sem Guðmundur Hagalín þýddi og nefnist Nytsamur sak- leysingi. Þar segir frá reynslu manns, sem var sanntrúaður kommúnisti þangað til hann varð sjálfUr að þola framkvæmd þess fagnaðarboðskapar. Af ljóðabókum /akti hin nýja bók Davíðs Stefánssonar lang- mestá athygli og þótti honum tak- ast vel upp með túlkun lífs- reynslu, vizku og þjóðhollustu í sínum ljúfu ljóðum. Steinn Steinarr hefur og eflaust vaxið í hugum flestra við þá útgáfu ljóða hans, sem nú liggur fyrir. Og ekki má gleyma hinni nýju útgáfu ljóðmæla Matthíasar Jochumssonar. Engum íslendingi sæmir annað en að þekkja ljóð þess höfuðskálds. íhaldsúrræðin MISJAFN vár hann nú sem fyr boðskapurinn, sem barst frá stjórnmálamönnum um nýjárið. Skoðanirnar eru auðvitað maigar og misjafnar. Að sjálfsögðu túlk- ar hver málin frá sínu sjóna»- rniði og er þá allt undir því komið að reynt sé að gera það af ein- lægni og heilindum. Þar bar ára- mótagrein Ólafs Thors af, enda hefur málefnastyrkur Sjálfstæð- ismanna aldrei verið meiri en nú. Öllum yfirsést einhvern tíma. Manndómurinn kemur þá fram í því, hvort þeir viðurkenna villu sína eða reyna að villa um fyrir öðrum. Núverandi stjórnarlið er í þeirri einstöku aðstöðu, að á fimm mánaða valdatíma hefur það orðið að breyta í flestu um stefnu frá því, sem boðað hafði verið eða lofað fyrir. kosn- ingar. Ganga þeir jafnvel svo langt, að ráðast á Sjálfstæðis- flokkirm fyrir, að hann sé á móti úrræðum þeirra i efnahagsmál- unum og séu þetta þó „íhaldsúr- ræði“. Þögnin hefði verið hollari EKKI var að ástæðulausu, að Hannibal Valdemarsson fékk ekki að tala um þessi mál á Al- þingi þá þrjá daga, sem hæfa þóttu þinginu til umræðna og ákvörðunar þessarra 500 milljóna króna álagna. Hannibal hafði staðið sig svo við umræðurnar um varnarmálin skömmu áður, að ekki þótti vogandi að sendr hann, þó félags- og verkalýðs- málaráðherra sé, til að tala um þetta mesta kjaraskerðingarmál, sem Alþingi hefur fjallað um. Stjórnarliðið sá rétt í, að því mundi þögn Hannibals hentust. Ái’amótaskrif hans í Þjóðviljan- um sanna það.svoekkiverðurum villst. Þar býsnast hann yfir „verð hækkunaræði“, „250 milljóna skatta- og tollaálögum ofan á allt sem fyrir var“ og hann segir hafa verið lagðar á um síðustu áramót. Sök sér er, að Hannibal ýkir stórlega, hversu álögurnar hafi þá verið miklar. Hér skiptir máli, að allt sem hann segir um, að þessar álögur hafi verið óbæri- legar á því fremur við þær 250 milljónir, sem nú er bætt ofan á það, sem gert hafði verið í janúar 1956 og áður. Falskur mælikvarði NÚ ER álögunum hagað svo, að reynt er að híndra, að launþegar fái uppbætur með hækkandi vísitölu. Þetta er fegrað með því að segja, að helztu nauðsynjar séu undanþegnar hinum nýju kjarabótum. Ólafur Björnsson prófessar sýndi fram á það á AI- þingi, að með þessu er í raun og veru verið að svifta almenning þeim kjarabótum, sem hann lief- ur hlotið frá því, að grundvöllur vísitölunnar var lagður 1939. Kjarabæturnar eru einmitt fólgnar í því, að launþegar hafa nú efni á að kaupa fleiri vörur en þá. Lífsnauðsynjar þeirra eru nú fleiri og fjölbreyttari en var á sultarárunum undir stjóm Hermanns Jónassonar frá 1934— 1939. Ef vei’ðlag á þessum nauð- synjum hækkar svo, að verka- menn geta ekki keypt þær, af því að engin uppbót fæst vegna hækkunar þeirra, þá er verið að hverfa aftur til gömlu eymdar- áranna. Sé þetta nauðsynlegt á að segja fólki það berum orðum, viður- kenna að lau iin séu hærri en at- vinnuvegirnir fái Undir risið. Hitt er í senn svik og lítilmennska að þykjast vera að vinna fyrir þá fátækustu með því að l.ita vísitöluvörurnar ekki hækka, þegar það, sem í raun og veru gerist, er, að mælikvarðinn er falsaður. Við hækkun vísitölunn- ar hækkar kaupgjaldið svo að launþeginn verður ekki verr stæður, þótt atvinnurekendum kunni að vera of boðið. Þess vegna verður vísitalan því aðeins réttur mælikvarði urn raunveru- leg lífskjör, að vörurnar, sem hún er byggð á, hafi sömu með- altalshækkun og aðrar vörur. Einmitt af þessum ástæðum m. a. er vísitöluskrúfan hættu- leg, en þessi sannindi ber stjórn- endunum að skýra út fyrir mönnum í stað þess að í’eyna að véla þá eins og nú. Er gengislækkun möguleiki? SJÁLFSTÆÐISMENN vilja ekki taka þátt í slíkum skollaleik. Þeir hafa aldrei gert lítið úr örð- ugleikunum né talið þá auðleysta. Þeir hafa játað, að halda þyrfti á bráðabirgðalausn í þessum efnum, þangað til almenningur hefði öðlast næga reynslu og þekkingu á lögmálum efnahags- lífsins. En þeir hafa aldrei talið, að lausnin ætti að vera sú að villa I um fyrir mönnum og dylja þá hins sanna samhengis. Stjórnarliðið er þó í þessu eins og öðru sjálfu sér harla sundur- þykkt. Emil Jónsson játar t. d. berum orðum „að vöruverð hlýt- ur að hækka mjög verulega, jafn- vel þó að verðlagsákvæðum og verðlagseftirliti verði beitt til hins ýtrasta —Enda segir hann í sömu andránni. „— — það eru takmörk fyrir því, hve langt er Kægt að fara á þessari braut, og takizt eklji að gera aðrar ráðstafanir samhliða, sem draga úr áhrifum þessara að- Ekki skiptá upp meira en aflað er SJÁLFSTÆÐISMENN hafa ein- mitt að undanförnu bent á, að engin töframeðul væri til í efnahagsmálunum. Skrafið um „varanlegu úrræðin" og annað svipað, sem andstæðingarhir höfðu á orði þangað til á sjálfa þá reyndi, væri einmitt haldlaus blekking. Efnahagsmálin verður hverju sinni að leysa eftir þeim atvikum, sem þá eru fyrir hendi og með þær meginreglur í huga, sem sannfæring valdhafanna seg- ir til um. Skrumtillögur eins og þávei’andi stjórnarandstæðingar fluttu eftir áramótin í fyrra eru einskis virði. Sú hógvæið, sem Alþýðuflokk- urinn gleymdi í fyrra, en lýsir sér nú í þessum oröum formanns hans, fer öllum vel: „Þegar allt keínur til alls er það fyrst og fremst árangur starfsins, framleiðslan til lands og sjávar, sem kemur til skipta í þjóðarbúskapnum. Það er ekki hægt að skipta upp meiru en aflað er. Aukin framleiðsla og „framleiðni“, eins og það nú er kallað, ber ein í sér möguleika til bættrar aikomu, ef réttlátlega er skipt.“ Hér vantar þó það á, að gleymst hefur að gefa um það óbrigðula reglu, hvenær réttlát- lega sé skipt. Gallinn er, að hún hefur ekki fundizt enn, og því miður standa ekki meiri vonir til, að núverandi valdhöfum okkar takizt að finna hana, en öðrum, sem spreytt hafa sig á því svo lengi sem menn kunna sögur af. Olíuflutninga-oki’ið bendir þvert á móti til þess, að nú muni verr takast en verið hefur um skeið. En jafnvel í Tímanum hefur veriö sagt frá því ekki alls fyrir löngu af ungum manni, sem dvaiist hafði í Bandaríkj- unum, að hagur almennings virt- ist þar sízt betri en hann hafði á undanförnum árum kynnst á íslandi. Bandaríkin eru þó viðurkennt ríkasta land veraldar, en staðreyndin er, að lífskjör hafa með engri þjóð verið jafn- ari en á íslandi meðan „íhaldið“ réði mestu. Ekki kinnroðalaust GÍFURYRÐIN og gambrið um það, sem ætlunin er að standa Frh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.