Morgunblaðið - 20.01.1957, Síða 4

Morgunblaðið - 20.01.1957, Síða 4
4 MOFCUlVmAÐ1Ð Sunnudagur 20. Janúar 1957 — Dagbók — Töfraflautan er enn sýnd í Þjóðleikhúsinu við mikla hylli og ágætar undirtektir. Búast má þó við að sýningum verði hætt um mánaða- mótin, vegna þess að Stina Britta Melander, sem syngur sem gestur í óperunni, er samningsbundin við leikhús sitt i Svíþjóð og verður að fara af landi burt í byrjun febrúar. Næsta sýning á óperunni er í kvöld. Myndin sýnir Kristin Halls- son og Hönnu Bjarnadóttur sem Papageno og Papagenu í einu vinsælasta atriði óperunnar. í dag er 20. dagur ársins. Sunnudagur 20. janúar. Bræðramessa. Árdegisflæði kl. 4,26. Síðdegisflæði kl. 16,58. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuvemdarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Lseknavörður L. R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki, sími 1760. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek opin daglega til kl. 8, r.ema á laugar- dögum til klukkan 4. Holts-apótek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. — Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20, nema á laugardögum 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. — Sími 82006. Hafnarf jarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kL 9—19, laugardaga frá kL 9—16 og helga daga frá kl. 13—16 Hafnarfjörður: — Næturlækn- ir er Ólafur Einarsson, sími 4583. Akureyri: — Næturvörður er í Stjörnu-apóteki, sími 1718. Næt- urlæknir er Erlendur Konráðsson. □ EDDA 59571227 — 1 Atkv. □ MÍMIR 59571217 — 1. Atkv. I.O.O.F. 3 = 1381218 == Kvm. • Bruðkaup • Laugardaginn 12. jan. voru gef in saman, í dómkirkjunni af séra Jóni Auðuns, ungfrú Jóhanna Guðmundsdóttir (Guðm. Benja- mínssonar klæðskerameistara) og Halldór Magnússon (Magnúsar Skaftfjeld bifr.stj.). — Heimili þeirra er fyrst um sinn á Skóla- vörðustíg 28. S.I. Iaugardag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Leó Júlíus- syni á Borg, Sonja Ásbjörnsdótt- ir og öm Ragnar Símonarson, bifvélavirki, bæði til heimilis í Borgarnesi. I gær voru gefin saman í hjóna- band af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Auður Jörundardóttir og Guðjón Júlíusson. — Heimili brúð hjónanna er á Barónsstíg 55. • Hjónaefni • Á gamlárskvöld opinberuðu trú lofun sína ungfrú Amdís Lára Kristinsdóttir, verzlunarmær, — Rauðarárstíg 24 og Helgi Schev- ing Jóhannesson, húsasmiðanemi, Grundargerði 15. • Afmæli • í dag er sextíu ára frú Anna Stefánsdóttir húsfrú á Borg í Miklaholtshreppi í Hnappadals- sýslu. Anna hóf búskap á Borg á- samt manni sínum Ásgrími Þor- grímssyni, árið 1917. Hafa þau hjónin búið þar síðan við mikla rausn, bætt jörð sína stórkostlega að húsum og jarðabótum. Þeim önnu og Ásgrími hefur orðið sjö bama auðið og em þau öll á lífi. Frú Anna hefur tekið virkan þátt í félags- og menningamálum sveit ar sinnar. 80 ára er á morgun, 21. þ.m. Guðbjörg Bjamadóttir, ekkja Kristjáns H. Jónssonar, fyrrum rit8tjóra á Isafirði. — Guðbjörg hefir lengst af dvalizt á Akureyri og í Þingeyjarsýslu síðan maður hennar lézt 1914. Hún dvelst nú í Reykjavík hjá börnum sínum og verður á morgun hjá dóttur sinni og tengdasyni að Hæðargarði 22. • Skipafréttir • Eimskipafélag tslands h.f.: Brúarfoss er í Reykjavík. Detti- foss er í Rvík. Fjallfoss er í Ant- werpen. Goðafoss er í Rotterdam. Gullfoss er í Reykjavík. Lagarfoss fór frá Vestmannaeyjum 10. þ.m. til New York. Reykjafoss fór frá Gufunesi í gærkveldi til Isafjarð- ar, Siglufjarðar, Dalvikur Akur- eyrar og Húsavíkur. Tröllafoss fór frá New York 18. þ.m. til Reykjavíkur. Tungufoss er í Rvík. Dfangajökull fór frá Hamborg 15. þ.m. til Reykjavíkur. SkipaúígerS ríkisins: Hekla var væntanleg til Rvíkur í nótt að vestan. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjald- breið fór frá Reykjavík í gær- kveldi vestur um land til Akureyr ar. Þyrill var í Bergen í gær. Skipadeild S. f. S.: Hvassafell er í Hangö. Amar- fell er í New York. Jökulfell vænt anlegt til Reykjavikur á þriðju- dag. Dísarfell losar kol á Aust- f jarðahöfnum. Litlafell fór í gær frá Reykjavík til Veatur- og Norð urlandshafna. Helgafell væntan- legt til Reykjavíkur á morgun frá Wismar. Hamrafell væntanlegt til Reykjavikur annað kvöld frá Batum. — • Flugferðir • Flugfélag Islands hf.: Millilandaflug: Gullfaxi er vænt anlegur til Reykjavíkur kl. 16,45 í dag frá Hamborg og Kaupmanna höfn. — Innanlandsflug: .. dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Homafjarðar, Isafjarðar, Siglufjarðar og Vest- mannaeyja. Pennavinur Frönsk stúlka, sem hefur áhuga á uppeldis- og menningarmálum kvenna, hefur óskað eftir að kom- ast í bréfaviðskipti við íslenzkan bloðamann, karl eða konu. Nafn hennar og heimilisfang er, Maria Gouzalez Vera, „Enseignauts du Monde" 10 Rue de Solférino, Paris 7e, France. — Vonandi er, að einhver blaðamaður sinni þessu. K.F.U.M. og K., Hafnarfirði Á samkomunni í kvöld, sem hefst kl. 8,30, talar N. J. Gröttem. Orð lífsins: Því að þér vitið, hver hoðorð vér yáfum yður með skirskotun til Drottms Jesú. Þvi að það er vilji Guðs, að þér verðið heilayir. Hann vill, að þér haldið yður frá frillu- lífi, oy sérhver yðar láti sér lær- ost oð lifa hjúskaparlífi við konu sína ebia, i heilagleik og heiðri. (1. Þess. 4, 2—4). Fyrir 50 árum hófst merkilegt trmabil í iþróttamálum þjóðarinn- ar. Þeir, sem að þvi stóðu voru aUir bindindismenn. — Umdæmis túkan. Slasaði maðurinn Afh. Mbl.: Halli og Maggi kr. 200,00; áheit N N 100,00; móðir 100,00; áheit L E 50,00; Guðr. Sig Sólheimadrengurinn Afh. Mbl.: N. N. krónur 100,00. urðard., Eyrarbakka 500,00. Happdrætti Háskóla íslands Dregið verður í 1. flokki á morg un kl. 1: Vinningar verða 300, samtals 900000 krónur. Miðar verða seldir til hádegis, eftir því sem til endist í umboðunum. Handíða- og myndlistaskólinn Næstu daga byrja þessi nám- skeið: Bast- og tágavinna; kenn- ari ungfrú Sigríður Bjömsdóttir, teiknikennari. — Útsaumur, bast- saumur og skermagerð; kennari frú Sigrún Jónsdóttir. — Auglýs- ingaletrun og teiknun; kennari Wolfgang Schmidt auglýsinga- teiknari. —• Listasaga; kennari Björn Th. Björnsson listfræðing- ur. — Tækni- og húsgagnateikn- un; kennari Sveinn Kjarval hús- gagnateiknari. Nokkrir nemendur geta nú einn ig komizt að í dagdeild hagnýtrar myndlistar, — listiðnaðardeild kvenna, síðdegis- og kvöldnáms- skeiðum í bókbandi, tízkuteiknun, fríhendisteiknun, listmálun o. fl. greinum. Ný barnanámskeið eru að byrja í teiknun, meðferð Iita og föndri. Skrifstofa skólans í Skipholti 1 er opin mánud., miðvikud. og föstu daga kl. 5—6,30 síðd. (Sími 82821) Læknar f jarverandi Bjarni Jónsson, óákveðinn tíma. Staðgengill: Stefán Björnsson. Ezra Pétursson óákveðinn tíma. Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn- laugsson. Hjalti Þórarinsson fjarverandi óákveðinn tíma. — Staðgengill: Alma Þórarinsson. Ólafur Þorsteinsson frá 2. janú- ar til 20. janúar. — Staðgengill: Stefán Ólafsson. Um Beethoven Það var einu sinni að Ludwig Beethoven kom inn á veitingahús. Hann settist við borð, kallaði á þjóninn, en enginn kom. Hann kall aði aftur, en árangurslaust. Rétt á eftir kom tónlistargáfan yfir hann. Hann þreif minnisbók úr vasa sínum og byrjaði að skrifa lagið niður. Hann gleymdi öllu öðru en því sem hann var að gera og tók alls ekki eftir því, að þjónn inn var tvisvar búinn að koma að borðinu og standa þar lengi og var nýfarinn í síðara skiptið. Þegar Beethoven var loksins bú- inn að „punkta“ lagið niður, bank aði hann höstuglega í borðið og hrópaði: — Þjónn, komið með reikning- inn strax svo ég geti greitt hann, ég er að flýta mér. Afh. Mbl.: Inga kr. 50,00; Gunn ar kr. 50,00. • Gengið • Gullverð ísl. krónu: 100 gullkr. = 738,95 pappirskr. Sölugengi 1 Sterlingspund .. kr. 45.70 1 Bandaríkjadollar . — 16.32 1 Kanadadollar .. — 16.90 100 danskar kr.........— 233.30 100 norskar kr.........— 228.50 100 sænskar kr. . .... — 315.50 100 finnsk mörk .... — 7.09 1000 franskir frankar . — 46.63 100 belgiskir frankar . — 32.90 100 svissneskir fr. .. — 376.00 100 Gyllini ...........— 431.10 100 tékkneskar kr. .. — 226.67 100 vestur-þýzk mörk — 391.30 1000 Lirur ............— 26.02 HEIMDALLUR F U S, efnir til grímudansleiks í Sjálf- stæðishúsinu fimmtud. 31. jan. (ekki 24. jan.) kl. 8,30 e. h. Allar upplýsingar og að- göngumiðapantanir í Sjálf- stæðishúsinu (uppi) kl. 9—5 alla virka daga nema laugar- daga kl. 9—12. Sími 7100. — Félagsmenn eru vinsamlega beðnir um að panta miða i tíma. Gústav III. Svíakonungur var hrifinn af Carl Michael Bellmann, og afréð að ráða hann að hirðinni. Þetta gerði konungur. En Bell- mann var vanur því að ráða sér sjálfur og kunni lítt að hlýða sið- um hirðarinnar. Meira að segja var hann orðhvatur við sjálfan konunginn, og einn dag var hann svo óforskammaðu r við hann, að kóngur rak hann í bræði sinni. — En hann iðraðist eftir þetta og sendi Bellmann hvað eftir annað skilaboð um að Ieika fyrir sig og syngja og hafði Bellmann rikuleg- ar tekjur af því. Einu sinni átti konungurinn leið fram hjá húsi Bellmanns. — Þetta hafði Bellmann frétt. Þegar konungur reið fram hjá, sá hann hvar höfuðið á Bellmann stóð út um glugga, en fyrir utan var rak- ari og rakaði hann þannig í gegn um gluggann. — Hvern djöf..... á þetta að þýða? spurði kóngur forviða, og stöðvaði hestinn. —- Ó, yðar hátign, kveinaði Bellman. Rakarinn minn hefur fallið í ónáð og ég hef rekið hann úr húsi mínu, en ég get samt ekki án hans verið. ★ Enski gamanleikarinn John Drev lék einu sinni í hlutverki sem út- heimti það, að hann varð að raka af sér skeggið. Nokkru seinna hitti hann Max Beerbohm og þekkti hann ekki í fyrstu. Beerbohm var fljótari að átta sig. — Ó, herra Drev, sagði hann — þér þekkið mig vist ekki af þvi að þér eruð búnir að raka af yður skeggið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.