Morgunblaðið - 20.01.1957, Qupperneq 8
8
MORCrUNIU/AÐIÐ
Sunnudagur 20. janúar 1957
Tengja þarf yíir milljón
símaþrœöi í „faugakerfi44
sjálfvirku stöövarinnar
SÁ, sem aldrei hefur komið inn
í sjálfvirka símastöð, getur
ekki gert sér í hugarlund hvílík
furðusmíð slík stöð er og hvílíkt
verk það er að koma slíkri stöð
upp, jafnvel þó ekki séu nema
nokkur þúsund númer. Um þess-
ar mundir er verið að stækka all-
mikið sjálfvirku stöðina í Lands-
símahúsinu. Um 20 menn eru við
það verk og mun því ekki verða
lokið fyrr en næsta sumat. Jafn-
framt því sem stöðir. verður
stækkuð, verður gamla sjálf-
virka stöðin endurbætt. Nú þegar
er nokkur hluti simnotenda far-
inn að kynnast breytingunni sem
verða mun við stækkunina, en
það er nýr sónn. Hinn nýi sónn,
sem heyrist þegar tólið er tekið
upp, er mikiu hærri en áður var,
en hringingin aftur daufari. —
Gleymi maður að leggja símann
á, eða lætur tólið liggja og velur
ekki númer, þá kemur innan
skamms stöðugur sónn, sem svo
hækkar jafnt og þétt, ef menn
leggja ekki tólið á símann, strax
og hann heyrist. Hælckar tónninn
alltaf og endar á mjög skærum
són. Ef það dugar ekki heldur, þá
verður númerinu tafarlaust lok-
að Verður þetta nauðsyniegt til
þess að sjálfvirkg stöðin geti ann-
að öllum simíölunum. En hér
skal á það bent, að stundum get-
ur farið svo að fólk þurfi að bíða
svolítið lengur eftir són er það
ætlar að hringja og er það tækni-
legt atriði, sem ekki er ástæða
til að útskýra nái.ar, en það
stendur í sambandi við stækkun
stöðvarinnar og mun að sjálf-
sögðu hverfa þegar stöðin er full-
gerð.
Símamennirnir, sem við þetta
vinna, verða að vera miklir ná-
kvæmnismenn við vinnu sína,
því hvar sem þeir voru að tengja
héldu þeir á hundruðum ör-
mjorra símþráða, og ein skökk
tenging í einn slíkan þráð getur
haft mikil óþægindi í för með
sér, þegar elta þarf hana uppi
innan um þúsundir tenginga.
Auk íslenzkra símvirkja og að-
stoðarmanna þeirra, eru þarna að
störfum sænskir símamenn og
einn þýzkur, einn brezkur og
loks er einn Færeyingur. Vinna
menn þessir allir undir stjórn T.
Haarde símafræðings.
í sal hinnar nýju, sjálfvirku
stöðvar, þar sem tengja þarf rétt
yfir eina milljón símþráða.
— Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
Áheyrnarf ulltrú i
EINS og áður hefur verið skýrt
frá, bauð Menningarmálastofnun
Sam. þjóðanna (UNESCO) rík-
isstjórninni að senda áheyrnar-
fulltrúa af Islands hálfu á níundu
aðalráðstefnu stofnunarinnar, er
haldin var í New Dehli á Indlandi
dagana 5. nóv. til 5 .des. síðastl.
Hefur ríkisstjórnin nú í athug-
un hvort leggja á til við Alþingi
að fsland gerist aðili að UNESCO.
TfMINN“ er í gær enn að gera veika tilraun til að gera
Sjáifstæðismenn í bæjarstjórn Reykjavíkur tortryggi-
lega vegna útsvarsáiagningar á „Sameinaða verktaka“, en
nú' er blaðið komið á undanhald, sem er líkast algerum
flótta.
Blaðið gerir enga tilraun til að útskýra hvers vegna
Eysteinn Jónsson beið í eitt og hálft ár með að láta dóm-
stólana úrskurða um skattskyldu samtakanna. Blaðið getur
heldur ekki skýrt það hvers vegna nefnd skipuð af Eysteini
Jónssyni og sem auðvitað samanstendur að meirihluta
af pólitiskum áhangendum hans, felldi niður útsvar og
skatta samíakanna, Þetta hvort tveggja þegir „Tíminn“ um
en vill svo draga bæjarstjórn Reykjavíkur inn í þetta mál,
sem hún hafði ekkert vald yfir, heldur Eysteinn, neíndin
hans og dómstólarnir.
Blaðið fjargviðrasí enn yfir því, að ekki skyldi lagt
rekstrarútsvar á S. V. En nú er svo til háttað eins og allir
vita, að allur rekstur samtakanna fer fram utan Reykja-
víkur og er lagt á veltu hans þar í mörgum sveitarfélög-
um í a. m. k. 3 sýslum. Ef unnt væri að leggja á rekstur
S. V., sem fer fram utan Reykjavíkur, hvernig væri þá
að bæjaryfirvöldin tækju nú .upp að leggja veltuútsvar á
rekstur SÍS sem fer fram utan Reykjavíkur. Það er engu
líkara en að „Timinn“ sé að biðja um að það sé gert. En
hingað til hefur gengið full-illa að fá SÍS til að borga útsvar
af rekstri sínum hér, eins og sést á því að SÍS borgaði
ekki grænan eyri í útsvar í heilt ár og lét aðra bæjarbúa
borga það fyrir sig. En ef til vill hefur nú „Tíminn“ fundið
ráð til þess, að loksins takist að láta þennan harðsnúna
auðhring og stórgróðafélag borga útsvar til bæjarins í stað
þess að SÍS hefur hingað til haft tök á að velta því yfir
á aðra.
En því miður hefur „Tíminn“ víst ekki fundið lausnina
á útsvarsmálum SÍS, enda þess ekki að vænta. Ef bæjar-
búar ættu að geta rétt hlut sinn gagnvart því yrði víst
að finna aðrar leiðir. Það hneyksli að Samband ísl. sam-
vinnufélaga skuli ganga útsvarsfrjálst á sama tíma og aðrir
stynja undir gjaldabyrðunum, er áreiðanlega þess eðlis að
úrbóta á því er ekki að leita í dálkum „Tímans".
Hafnorfjarðorbæ berst vegleg
bókagjöf író Frederiksberg
HAFNARFIRÐI:
FYRIR SKÖMMU barst hingað allvegleg bókagjöf frá vinabæ
Hafnarfjarðar, Frederiksberg, en það eru 59 bækur, fræðilegs
efnis. Eru bækurnar gefnar hingað með því skilyrði, að þær séu
geymdar í bókasafninu Þessi sending er % af þeim bókum, sem
vinabærinn hyggst gefa Hafnarfjarðarbæ, og er næsta sending
væntanleg seint á þessu ári. — Frú Anna Guðmundsdóttir bóka-
vörður og Stefán Júlíusson, sem er formaður bókasafnsnefndar,
kvöddu blaðamenn á sinn fund I gær og sögðu þeim nokkuð frá
þessari ágætu bókagjöf.
bókasafnsins að halda á seinni
árum, sérstaklega eftir að hin
nýja skólalöggjöf gekk í gildi.
Og nú líður ekki á löngu þar til
Símamaður við tengingar. — Við það starf er betra að vera hvorki
skjálfhentur eða óþolinmóður. — Þá er hætt við að eitthvað kunni
að brenglast. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
safnið flyzt í ný húsakynni,
en það er í hið nýja hús, sem
byggt hefur verið yfir það við
Mjósund. Er það tveggja hæða,
um 200 ferm., og er ráðgert að
safnið verði á neðri hæðinni fyrst
um sinn, en fái einnig efri hæð-
ina þegar tímar líða. Standa von-
ir til að bókasafnið geti ílutzt
í hin nýju húsakynni seint á
þessu ári.
BÓKAVERÐIR
Fyrsti bókavörður safnsins eft-
ir að það kom í Flensborgar-
skóla var Magnús Stefánsson
skáld, en hann varð að segja því
starfi lausu eftir skamma hríð
vegna vanheilsu. Tóku þá við
þeir Ólafur Þ. Kristjánsson ckóla-
stjóri og Stefán Júlíusson kenn-
ari. En 1941 réðist Magnús Ás-
geirsson að því, og gegndi því
starfi til dauðadags, en þá tók
við ekkja hans, frú Anna Guð-
mundsdóttir.
Fyrir nokkru var lögum safns-
ins breytt þannig, að það heitir
nú Bæjar- og héraðsbókasafn
Hafnarfjarðar. Hafa Garðhverf-
ingar t. d. núna leyfi til að not-
færa sér það.
Bókasafnsnefnd skipa þeir
Stefán Júlíusson, Bjöm Jóhanns-
son, Bjöm Konráðsson, Eggert
ísaksson og Kristinn Ólafsson.
— G. E.
UM DANSKT ATVINNULfF
OG MENNINGU
Eins og fyrr segir, eru í þess-
ari bókasendingu fræðibækur:
bókmenntasaga, listasaga, sagn-
fræði, saga Frederiksborgar í
þremur bindum, Den danske
dagspresse eftir Svend Thorsen,
Danmarks Historie í 2 bindum,
Danske digtere i det 20. aarhun-
drede eftir Johannes V. Jensen,
Danmarks malerkunst fra midd-
elalder til nutid o. fl. Eru bæk-
urnar bundnar í fallegt og vand-
að band, og er auðséð, að mjög
hefur verið vandað til þessarar
sendingar. Á hverri bók stendur
„Gav til Havnefjord kommune
fra den danske venskabsby Fred-
eriksberg". í næstu sendingu
verða sígild verk eftir danska
höfunda og í hinni þriðju og síð-
ustu verk eftir unga danska höf-
unda, en alls verða bækumar ná-
lega 200.
FLYZT f NÝ HÚSAKYNNI
Bókasafn Hafnarfjarðar hefur
verið í Flensborgarskólanum síð-
an 1938, en þá var lokið bygg-
ir.gu hans. Fyrstu árin var all-
rúmt um það, en nú er svo kom-
ið, að það húsnæði er allsendis
ófullnægjandi. Má geta þess, að
árið 1941 voru 5 þúsund bindi í
safninu, en nú um 15 þúsund. Um
margra ára skeið hafði safnið
lestrarsal, en hann var tekinn af
því fyrir nokkrum árum undir _
kennslustofu. Reyndar hefur Fr“ An«a Guðmundsdóttir bókavörður hja hluta af hinni veglega
skólinn þurft mjög á húsnæði bókagjöf. — Ljósmyndastofa G. Ásgeirssonar.
A ú leggja veltuútsvar á
Samband ísl. samvinnufélaga?