Morgunblaðið - 20.01.1957, Qupperneq 9
Sunnudagur 20. Janúar 1957
MORCVNBLAÐIB
9
Flöktandi ljósgeisli inn í
myrkur hins forna tíma
KIjUKKA'I 2 í gær hófst doktors-
vörn Kristjáns Eldjárns, þjóö-
minjavarðar, með hátíðlegri at-
höfn í hátíðasal Háskóla fslands.
Stýrði Steingrímur J. Þorsteins-
son, prófessor, forseti heimspeki-
deildar, athöfninni.
Fjöldi fólks, m.a. forseti fs-
lands, háskólakennarar, stúdent-
ar og aðrir menntamenn, voru
viðstaddir doktorsvörnina, sem
fór hið virðuiegasta fram.
NÁMSFERIL.L,
DOKXORSEFNIS
Doktorsefni, Kristján Eldjárn,
tók fyrstur til máls. Gerði hann
samkvæmt venju stutta grein
fyrir námsferli sínum.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri vor-
ið 1936 og sigldi um haustið til
Virðuleg afhöfn í Háikóla Islands er Krisfján Eldjárn
þjóðminjavörður var kjörinn 20. dokfor,
sem ver þar dokforsrifgerð
AXARSKAFTLD VANT AR
í sýningarskápnum hlasir við
blaðið af öxi steinaldarmannsins,
sagði doktorsefni. En ekki einu
sinni axarskaftið hefði varðveitzt
hvað þá heldur þekking á þeim
vinnubrögðum sem hann beitti
við þetta áhald eða hugarheimur
hans, tungumál, átrúnaður og
listir. Heil veröld væri hér óaft-
urkallanlega horfin. Steinöxin ein
væri þess megnug að bera boð
frá henni til okkar tíma.
Kristján Eldjárn kvaðst benda
á þetta vegna þess að svo bezt
bjonaði fornloifafræðin fram-
gangi hinna almennu vísinda að
hún þekkti takmörkun sína.
GRUNDVÖLLUR,
SEM BYGGJA MÁ Á
Doktorsefni komst þvínæst
þannig að orði, að í bók smni, og
þá einkum í svonefndu kumla-
tali hennar, væri greint frá því,
sem fundist hafi hér á landi af
gröfum og lausum fornleifum úr
heiðnum sið, eða frá svonefndri
víkingaöld. í>etta ætti að vera
grundvöllur, sem síðan mætti
auka og byggja á frá ári til árs,
eftir því sem fleiri heimildir
fyndust.
Hann kvað það hafa vakað fyr-
ir sér að raða efnisatriðum þann-
ig, að bókin gæti orðið hagnýt
sem handbók. Sér kæmi hins veg-
ar ekki á óvart þótt menn sökn-
uðu margra atriða, sem þeir ættu
von á að finna þar.
Doklorsefni kvaðst að lokum
telja sig sæmilega ánægðan ef
Kaupmannahafnarháskóla. .Lagði rit hans yrði álitið bæta úr þörf,
hann þar stund á fornleifafræði. sem ófullnægt var, og vera þótt
Kkjörsvið hans til háskólaprófs
i þeirri fræðigrein skyldi vera
landnáms- og söguöld íslands. En
atvikin höguðu því svo að dokt-
orsefni lauk aldrei prófi í forn-
leifafræði við Hafnarháskóla.
Heimstyrjöldin hindraði fram-
kvæmd þess áforms. Hafði hann
þó áður en hann fór heim til ís-
lands vorið 1939 fengið viður- ||1
kennda ritgerð, sem teljast
skyldi fyrri hluta próf, og skír-
teini um að mega viðstöðulaust
leggja á hinn síöari áfanga.
Kristján Eldjárn gerðist síðan
menntaskólakennari á Akureyri
næstu tvö árin. En haustið 1941
innritaðist hann í heimspekideild
Háskóla íslands og lauk þaðan
meistaraprófi í ísienzkum fræð-
um vorið 1944.
Árið 1947 tók hann svo við
embætti þjóðminjavarðar og hef-
ur gegnt því síðan.
Að lokum óskaði fyrri andmæl-
andi doktorsefni til hamingju með
rit hans, sem væri mjög þýðing-
armikið fyrir norræna fornleifa-
fræði.
Doktorsefni þakkaði dr. Peter-
sen og kvaðst vilja hylla norska
fornleifafræði, sem væri stór-
veldi, er margir ágætir menn
hefðu byggt upp. íslenzkir forn-
leifafræðingar yrðu alltaf að
sækja stuðning til norrænnar, og
þá ekki sízt norskrar fomleifa-
fræði.
Prófessor Steingrígur J. Þor-
steíasson lýsir doktorskjöri.
FLÖKTANDI LJÓSGEISLI
Kristján Eldjárn ræddi því-
næst um undirbúningsstarf sitt
að riti sínu, „Kuml og haugfé“,
sem heimspekideild Háskólans
hefur talið hæfa til varnar við
doktorspróf. Hann kvaðst gera
sér ljóst þegar hann legði þessa
bók opinberlega undir dóm ann-
arra manna, hve flöktandi og
grannur sá ljósgeisli væri, sem
hún varpaði inn í myrkur hins
forna tima. Og þó væri leikurinn
til þess gerður að lýsa þeim, sem
þangað vildu skyggnast. Hér
væri um að ræða menningarsögu-
lega rannsókn. En menning heill-
ar þjóðar, þótt á fornsögulegri
eða hálfsögulegu stigi sé, væri
svo fjölþætt og margslungin
heild, að jafnvel hin þykkasta
bók sem einstakur maður gæti
tekið samau um tiltekið atriði
hennar mundi aldrei megna að
rjúfa nema örlítið skarð í þann
múrvegg íyrnskunnar, sem
skyldi okkur frá henni. Þau brot
væru örsmá, sem aldirnar hefðu
leift okkur af menningarheildum
hinna löngu forsögulegu tíma.
Dr, Kristján Eldjárn flytur ræðu
sína.
með því að vegavinnumenn hefðu
unnið þar að malartekju.
Þessa skýringu kvað hann út í
hött. Hitt væri eðlilegri skýring,
að menn hefðu haft ríka hneigð
til þess að staðsetja kuml við
vegi og vegir hefðu víða haldist
á sömu stöðum um aldir allt
fram til þessa tíma.
Minnti hann í þessu sambandi á
orðin leiði og að leiða, sem þýddu
gröf við veg(leið) og að jarða
við vegi. Ennfremur sögnina að
götva, komið af götu, sem þýddi
þá að grafa við götu. Líklegt
væri að menn hefðu verið grafn-
ir við alfaraleið til þess að minn-
ing þeirra geymdist sem bezt.
Doktorséfni kvað það rétt að
menn hefðu oft verið grafnir ná-
lægt reiðgötum og alfaraleiðum.
En í því fælist engm sönnun um,
að það hefði verið algeiig regla.
Orðið leiði þyrfti heldur alls ekki
að vera komið af leið, eða sögnia
að götva af nafnorðinu gata.
Milli þessa þyrfti ekki að vera
neitt innra samband.
DOKTORSKJÖRi LÝCT
Þegar báðir andmælendur
höfðu lokið máli sínu og doktors-
efni svarað, þakkaði doktorsefni
andmælendum drengilega gagn-
rýni. Jafnframt vottaði hann Há-
skóia íslands, og heimspekideild-
inni sérstaklega, virðingu og
þakklæti. Árnaði hann Háskólan-
um vaxtar og viðgangs.
Þá var gert örstutt hlé.
Síðan gekk fram forseti heim-
spekideildar, prófessor Steingrím
ur J. Þorsteinsson, og lýsti því
yfir, að þar sem rit Kristjáns
Eldjárns um Kuml og haugfé
hefði verið tekið gilt til varnar
við doktorskjör og þar sem hann
hefði nú staðist vörn ritgerðar-
innar, þá væri hann nú réttkjör-
inn doktor philosophie við heim-
spekideild Háskóla íslands.
Lauk þar- með doktorskjöri
Kiistjáns Eidjárns og hafði hin
virðulega athöfn staðið í 3 klukku
stundir.
Dr Jan Petersen, fyrri andmæl-
andi, talar.
STAÐSETNING KUMLA
Þá tók til máls síðari andmæl-
andi, prófcssor Jón Jóhannesson.
Kvað hann mikinn feng að riti
doktorsefnis um Kuml og haug-
fé í heiðnum sið. Nokkur atriði
ritsins þörfnuðust þó nánari at-
hugunar.
Ræddi prófessorinn síðan ýmis
atriði, þar á meðal um staðsetn-
ingu kumla. Hann kvað doktors-
efni skýra fund kumla við vegi
Aftakaveður olli miklum skemmd-
um víða í Barðastrandasýslu
Hvallátrum, 19. janúar:
AFTAKVEÐUR af suðaustri gekk hér yfir 16. og 17. þessa
mánaðar, með miklu hafróti svo að sjór gekk víða hærra á
land en þekkzt hefur um áratugi. Sjór gekk víða yfir veginn sem
liggur út Rauðasandinn. Skemmdir urðu þó ekki á veginum nema
á milli Saurbæjar og Kirkjuhvamms.
í Fitinni á Rauðasandi voru
hestar á beit, er sjórinn flæddi
yfir. Forðuðu þeir sér á næstu
rima er upp úr stóðu og stóðu
þar af flóðið, þar til þeim var
bjargað.
VÍÐA SKEMMDIR
í Kollsvík olli sjórinn stór-
skemmdum á sandgræðslu og
girðingum. Á Hvalskeri og Hlaðs-
Kvikmyndir:
„HÉÐAN TIL EILÍFDAR
ii
Prófessor Jón J. Jóhannesson,
annar andmælandi.
ekki væri nema lítill steinn í hús-
vegg almennra íslenzkra fræða,
sem íslenzk fornleifafræði væri
hluti af.
Að svo mæltu kvaðst hann
leggja bók sína undir dóm and-
mælenda sinna.
RÆÐUR ANDMÆLENDA
Þá tók til máls fyrri andmæl-
andi af hálfu Háskólans, dr. Jan
Petersen. Setti hann fram ýmsar
aðfinnslur, en doktorsef'ú svar-
aði jafnharðan.
Dr. Petersen kvað doktorsefni
hafa byggt á gömlum grundvelli
í riti sínu. Þar væri mjög lítið
nýrra hluta.
Doktorseíni kvað það rétt vera
en mörg ný sjónarmið kæmu þar
fram.
Þá kvað dr. Petersen margt
vanta í ritið.
Doktorsefni kvað það aldrei
hafa verið ætlun sína að rann-
saka allar fornminjar á íslandi
og gera þaim skil í þessari bók.
STJÖRNUBÍÓ hefur undanfarið
sýnt og sýnir enn við mikla að-
sókn ameríska kvikmynd, „Héð-
an til eilífðar", sem gerð hefur
verið eftir samnefndri skáldsögu
James Jones.
Mynd þessi hefur hlotið mikið
lof erlendra gagnrýnenda og
fjölda heiðursverðlauna, þar á
meðal verðlaun sem bezta kvik-
mynd ársins 1953 í Ameríku,
enda er myndin mjög áhrifarík,
ágætlega leikin og prýðilega á
svið sett. Atburðarásin er hröð
og spennan mikil frá upphafi til
enda. Gerist myndin í herbúðum
Bandaríkjanna á Hawaii
skömmu áður en síðari heims-
styrjöldin skall á, enda lýkur
myndinni með hinni fólslegu
árás Japana á Pearl Harbour,
sem kom Ameríkumönnum svo
gjörsamlega á óvart, enda var
hún gerð án undanfarandi stríðs-
yfirlýsingar af hálfu Japana. —
t þessari viðburðariku mynd er
lýst af miklu raunsæi lífi hinna
amerísku hermanna í bækistöðv-
um þeirra á Hawaii, heræfingum
þeirra og skemmtanalífi, þar sem
gamanið er oft æði grátt og menn
vega hver annan, en þó ekki í
góðsemi eins og hjá Goðmundi
á Glæsivöllum forðum. Hinn
miskunnarlausi heragi, hatur og
mannvonzka er öðrum þræði
uppistaðan í myndinni, en einnig
vonbrigði og óskir, er leiða til
mikilla átaka, og sönn vinátta
drengilegra manna, er þar annar
meginþátturinn. Það yrði allt of
langt mál að rekja, þó ekki væri
nema helztu atriði þessarar
myndar, og verður það þvi ekki
gert hér, en látið nægja að benda
á ágætan leik þeirra Burt Lan-
caster’s, Montgomery Clift’s og
Deborah Kerr í aðalhlutverkum
og frábæran leik Frank’s Sinatra
og Donna Reed’s í minni hlut-
verkum, enda hlutu þau bæði
Oscarsverðlaunin fyrir leik sinn
í hlutverkum þessum. Einkum er
Þó leikur Frank’s Sinatra áhrifa-
mikill. Ego.
eyri tók vginp af á parti. Þá olli
fárviðrið skemmdum í Skápadal.
Þar fauk þak af hlöðu og fjárhús-
um. Hlöðuþakið fauk á sjó út.
Einhverju var bjargað úr hinum
þökunum. Einnig missti bóndinn
allmikið af heyi.
Þegar þakið fauk af fjárhús-
inu, kom bóndinn í Skápadal,
Einar Þórðarson, fénu til bráða-
birgða fyrir í nausti. En skömmu
seinna, meðan verið var að vinna
að björgunarstarfinu, féll sjórinn
í naustið og tókst þá svo hrapal-
lega til að ein kindin fórst.
Á Hnjóti i Örlygshöfn fauk
þak af gömlu íbúðarhúsi, sem
notað var til geymslu. Húsið átti
Egill Ólafsson. Þakið ónýttist al-
veg og skemmdir urðu á húsinu,
en í því var geymt ýmislegt dót
og varð það einnig fyrir nokkr-
um skemmdum.
LÁ VH) AB BÁTARNIR
FÆRU I SJÓINN
Á Hvallátrum var hafrótið swo
óskaplegt, að við lá að Látra-
menn misstu báta sína í sjóinn.
Voru þeir þó í vetrarskorðum.
f briminu skolaði á land flösku
skeyti á Látrum. Var það sent
af Hans Petersen Hjelm, Dan-
mark, sem hafði þá verið staddur
á m.s. Gullfossi í Norðursjó, 1/11
1955. Finnandinn Barði Helga-
son, mun koma skeytinu til skila
svo sem um var veðið. — Þórður.
Danny Kaye og Peter Freuehen
ÓSLÓ: — Svo sem kunnugt er
ráðgerir skandinavíska flugfé-
lagið SAS að fara fyrstu ferð
sína til Austurlanda yfir Norður-
heimskautið hinn 24. febrúar nk.
Verður flogið frá Kaupmanna-
höfn til Tokyo. Mörgu stórmenni
hefur verið boðið að vera ineð í
þessari vígsluför — og þar á
meðal utanríkisráðherrum Norð-
urlandanna þriggja, Noregs, Dan-
merkur og Svíþjóðar. Þar sem
flugið er iangt bafa forráðamenn
flugfélagsins sennilega óttazt, að
farþegunum mundi leiðast í loft-
inu. Til þess að koma í veg fyrir
það hefur félagið nú einnig boðið
með heimskautakönnuðinum
fræga, Peter Freuchen, og banda-
ríska gamanleikaranum Danny
Kaye. Óhætt er að fullyrða, að
ráðherrana þrjá mun hvorki
skorta fræðslu um hnattsvæði
það, sem flogið verður yfir — né
hressilega skemmtun Danny
Kaye þess i milli.