Morgunblaðið - 20.01.1957, Page 10
10
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. Janúar 1957
usiirlðMfr
Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavik
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgrciðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Bæjarstjórnin og hásnæðismólin
ÁSÍÐASTA bæjarstjórnar-
fundi veir samþykkt tillaga
Sjálfstæðismanna um aðgerðir í
húsnæðismálunum og var hún
svohljóðandi:
„I>ar sem horfur eru á, að á-
ætlun Reykjavíkurbæjar um
íbúðabyggingar til útrýmingar
herskálum og öðrum heilsuspill-
andi íbúðum tefjist verulega, ef
ekki er tryggt aukið fjármagn til
þessara byggingaframkvæmda
frá hinu almenna veðlánakerfi,
svo sem í upphafi var ráðgert,
skorar bæjarstjórn á Alþingi og
ríkisstjórn að gera þegar nauð-
synlegar ráðstafanir í þessu
skyni.
Sérstaklega telur bæjarstjórn-
in óhjákvæmilegt að auka stór-
lega framlög ríkissjóðs til út-
rýmingar heilsuspillandi íbúða,
skv. II. kafla 1. nr. 55/1955, jafn-
framt því sem lánveitingar hús-
næðismálastjórnar, samkv. I.
kafla sömu laga séu framkvæmd-
ar þannig, að þeir, sem íengið
hafa ián vegna útrýmingar heilsu
spillandi íbúða, fái engu að síð-
ur nægjanleg A- og B-lán til
þess að fullgera íbúðir sínar.
Skorar bæjarstjómin sérstak-
lega á þingménn Reykjavíkur að
beita sér fyrir framgangi þess-
ara mála og átelur harðlega að-
gerðaleysi ríkisstjórnarinnar í
þeim að undanförnu",
Tilefni þess að Sjálfstæðis-
menn báru fram þessa tillögu
var það, að ríkisstjórnin hefur
ekki enn, svo vitað sé, aðhafzt
nokkuð í þá átt aS tryggja á-
framhaldandi fjármagn til veð-
lánakerfisins, sem stofnsett var
með nýjum lagabálki um hús-
næðismál á árinu 1955. Fyrrver-
andi ríkisstjóm hafði samið við
bankana um framlög til veðlána-
kerfisins og var sá samningur
útrunninn um síðustu áramót.
Einn þátturinn í húsnæðismála-
löggjöfinni var að Landsbanki
íslands hefði forystu um að beina
fjármagni annarra lánstofnana til
húsbygginga og var einsætt að
því yrði haldið áfram. En rikis-
stjómin hefur ekkert aðhafzt til
að endurnýja samkomulagið við
lánstofnanirnar um fjárframlög
og ekki heldur reynt að fá crlent
lánsfé svo vitað sé.
>egar Reykjavíkurbær gerði
áætlun sína í byggingarmálum,
sem miðar að því að útrýma
heilsuspillandi íbúðum í bæn-
um, var að sjálfsögðu byggt á
því að veðlánakerfið skv. hinum
nýju lögum yrði starfhæft, þann-
ig að það væri fært um að lána
út á nýbyggingar, skv. þeim
reglum, sem lögin setja. En nú
er útlit fyrir að ríkisstjómin
hafi keyrt þetta mál í strand og
ætli að gugna á að halda áfram
fjáröflun í framhaldi af því, sem
áður hafði verið gert. Formaður
framkvæmdastjóraar húsnæðis-
málastjórnar, eins og það er kall-
að, lét í ljós að hann hefði tak-
markaðan áhuga á lánveit
ingum skv. lögunum og að bygg-
ingar mættu vel stöðvast. Ef
þcssi er afstaða ráðandi manna
nú, er það stórkostlegt áfall fyr-
ir þá, sem treyst hafa á lögin
frá 1955 og þá lánmöguleika, sem
þau feia i sér.
>að er vegna þeirra, sem til-
laga SjálfstæðismEinna var borin
fram á fuixdi bæjarstjórnarinnar.
Mikil byggingaþörf
Eftir að rýmkað var um frelsi
manna til bygginga hefur sú
starfsemi tekið stórt stökk.
Þörfin var orðin brýn fyrir
bættan húsakost og þarf ekki
að hafa um það mörg orð, svo
alkunnugt, sem það er. Tala
byggðra íbúða á seinustu árum
ber vott um þetta.
Þannig var lokið við 329 íbúð-
ir árið 1952, 349 árið 1953, 4þ7
íbúðir árið 1954 og 564 íbúðir
árið 1955. Er þá aukningin árið
1955, miðað við árin á undan,
þessi: 16% miðað við 1954, 61%
miðað við 1953, 70% miðað við
1952 og 100% miðað við 1951.
Er aukningin langörust siðustu
árin, eftir að fjárhagsráð var lagt
niður og afnumdar fjárfestingar-
mömlur á minni íbúðum, eða
innan við 520 m3.
En það hefur alltaf háð úr-
lausn þessara mála mjög að
skortur hefur verið á fjármagni
og engin almenn veðlánastofnun
til í landinu, sem sinnti þörfum
þeirra, sem byggja vildu íbúðar-
hús. Veðdeild Landsbankans var,
fyrir atburðana rás, orðin óvirk.
Sjálfstæðismcnn lögðu á það sér-
staka áherzlu í sajnningi sínum
um stjórnarmyndun með Fram-
sóknarflokknum árið 1953 að
fjármagn yrði aukið til íbúða-
bygginga og báru fram tillögur
á Alþingi um nýskipan þeirra
mála og fjárútvcgun. Síðan voru
lögin um hið nýja veðmálakerfi
sett á Alþingi 1955 en á undan
var gengin lánadcild smáíbúða
árið 1952. Það hefur komið í ljós
að ekki hefur verið imnt að full-
nægja lánsfjárþörfinni en lánveit
ingar urðu miklu meiri frá veð-
lánakerfinu árin 1955 og 1956
en áætlað hafði verið. Mjög hef-
ur rýmkazt um lánsfé til íbúð-
bygginga frá þvi, sem áðu- var
og er talið að fastar lánveitingar
í þessu skyni á s.l. ári hafi num-
ið um 120 milljónum kr. Því hef-
ur verið haldið fram af hálfu
stjórnarflokkanna nú og síðast á
bæjarstjómarfundinum á dög-
unum að hið nýja veðlánakerfi
sé „gjaldþrota“. Reynslan af
þeim stutta tíma, sem það hefur
fengið að starfa sýndi allt ann-
að en ef það er hins vegar stefna
þeirra, sem nú ráða að eyðileggja
þessa stofnun, þá verður hún
„gjaldþrota" fyrlr þeirra til-
verknað og engra annarra.
Reykjavíkurbær hefur nú und-
ir forustu Sjálfstæðismanna
hrundið af stað stórfelldu átaki
til þess að útrýma heilsuspillandi
íbúðum í bænum. Fjöldi fólks
hefur tengt miklar vonir við að
það gæti fengið lán í hinu al-
menna veðmálakerfi en á lánsfé
frá því ásamt byggingar-
framkvæmdum bæjarins veltur
það hvort imnt er að úxýma
herskálunum og öðru ámóta lé-
legu húsnæði á næstu árum.
Samþykkt bæjarstjórnar var
gerð til aó undirstrika þaS að
Reykjavikurbær vill standa viff
það, sem hann hefur lýst yfir
að hann muni gera og til þess
að herða á rikisstjórninni um að
halda áfram þeirri stefnu í láns-
fjármálum vegna íbúðabygginga,
sem Alþingi staðfesti í löggjöf-
inni um húsnæðismál.
UTAN UR HEIMI
JjJíucjJerá áty ttlót
um
22 . Llót. JjJíocjiÉ
/
>Olli
beint ifji
r
inn
mt ann 24. febrúar n. k. |
mun merkilegur atburður gerast
í sögu flugsins, þegar fyrsta j
áætlunarflugvél SAS leggur af
stað til Tokyo höfuðborgar Japan.
Það merkilega er, að flugvélin
mun ekki fljúga hina venjulegu
leið suður yfir Miðjarðarhaf og
Indland, heldur flýgur hún yfir i
Norðurpólinn og Alaska. Þessi I
flugleið finnst mörgum spenn-
andi og ævintýraleg. Það er þó
ekki þess vegna sem hún er val-
in, heldur vegna þess, að hún er
stytzta leiðin til fjarlægra Aust-
urlanda.
Skandinaviska flugfélagið SAS
er fremur lítið samanborið við
hin voldugu flugfélög stórþjóð-
anna. Það hefur samt unnið mik-
ið brautryðjandastarf varðandi
flugferðir yfir norður-heimskauls
löndin. Stærri félög hafa síðan
fetað í þeirra fótspor.
M enn hafa að sjálf-
sögðu tekið eftir því fyrir löngu
að flugleiðin frá Evrópu til Vest-
urstrandar Bandaríkjanna og
Austur-Asíu er miklu styttri ef
farið er yfir heimskautssvæðið,
heldur en ef farin er hin venju-
lega leið. Sá hefur aðeins verið
gallinn, að aðstæður á þessari
flugleið hafa verið miklu verri.
Þar hefur þurft að glíma við hinn
mikla heimskautskulda. Þó flug-
vélarnar hafi orðið svo fullkomn-
ar með tímanum, að kuldinn gerði
þeim ekki mein, hefur vantað
flugvelli og þær birgðir sem til
hefur þurft. Áhættan hefur einnig
verið talin mikil.
SAS flugfélaginu hefur tekizt
að sigrast á erfiðleikunum. —
Bandaríski herinn og Kanada-
menn hafa gert flugvelli víða í
heimskautslöndum og hefur SAS
fengið afnot af þeim til ferðanna.
Farþegaflug yfir heimskauta-
svæðið hófst dag einn í nóvem-
ber 1952. Þá lagði Douglas-flug-
vél SAS „Arild Viking" upp frá
Los Angeles. Hún flaug fyrst
gegnum sólskin og hita Kaliforníu
síðan um nístandi vetrarkulda og
myrkur heimskautslandanna. Og
loks lenti hún eftir 28 klst. flug
í hellirigningu á Kastrup-flug-
velli.
TVeimur árum síðar hóf
SAS fastar áætlunarferðir með
sömu flugvél milli Los Angeles
og Kaupmannahafnar og öðlaðist
félagið heimsfrægð fyrir það.
Ferðum hefur stöðugt verið hald-
ið upp á leiðinni og eftirspurn
eftir fari mikil. önnur flugfélög
eins og Pan American og Luft-
hansa eru einnig að hefja áætl-
unarferðir á sömu leið.
SAS lét sér þó ekki þetta
nægja. Vart voru ferðirnar til
Los Angeles hafnar, fyrr en byrj-
að var að skipuleggja flugferðir
til Tokyo. Hin venjulega flugleið
þangað, suður um Indland er 20
þúsund km. En sé farið yfir heim-
skautið er leiðin aðeins 13 þús.
km. Með því að fljúga hana spar-
ast því mikið fé t. d. í benzíni.
Og enn þýðingarmeira er e. t. v.
að flugtíminn verður aðeins 28
Heimskautssvæðið verður fjölfarið, enda stytzt að fljúga um það
milli heimsálfa. Áætlunarleiðir SAS eru markaðar inn á þetta
landakort.
klst. en hefur verið 50 klst. Vel
má vera, að ákvörðun SAS um
að hefja flugferðir þessa leið til
Tokyo valdi gerbyltingu í flug-
málum milli Evrópu og Asíu.
Við skulum nú líta á
kortið. Flugíeiðin til Los Angeles
er í sjálfu sér ekki pólflug, því
að farið er aðeins rétt norður
fyrir heimskautsbaug, komið við
í Syðri Straumfirði í Grænlandi.
En leiðin til Tokyo er sannkallað
pólflug. Það er flogið norður með
Noregi, yfir Svalbarða, beint yfir
heimskautið og til Anchorage í
Alaska, sem verður að jafnaði
eini viðkomustaðurinn. Síðan er
Aleútaeyjunum fylgt til Japan.
Flugvélar SAS hafa 10 sinn-
um flogið þessa leið. M. a. fóru
þær þessa leið með íþróttamenn
Norðurlanda á Olympíuleikana í
Ástralíu. En margs er að gæta
i þessu sambandi t. d. að veður
eru oft válynd í Alaska, þokur
miklar og rigningar. Það verður
að sjá um að varaflugvellir séu
fyrir hendi, ef flugvöllurinn í
Anchorage er lokaður.
T il að prófa allar að-
stæður hefur SAS farið þessa
flugleið margsinnis „á pappírn-
um“ eins og það er kallað. Það
er framkvæmt þannig, að engin
raunveruleg flugvél fer af stað,
en tilkynning er send um það frá
Kaupmannahöfn að farþegaflug-
vél sé lögð af stað. Radióstöðv-
arnar í Bodö, á Svalbarða, á ís-
jaka við Norðurpól, Fairbanks,
Anchorage, Aleútaeyjum fylgjast
allar með hinni ímynduðu ferð.
Veðurskeyti eru send og þá kem-
ur fyrir að flugvélinni er sagt að
setjast á óvæntum stað og bíða
af sér fárviðri. Vindar eru mæld-
ir til að íhuga, hvort þeir tefji
flugið, hvort benzinbirgðirnar séu
nægar o. s. frv.
Við þessa rannsókn hefur það
komið í ljós, segir stjórn SAS,
að flugferðir yfir heimskautið til
Tokyo munu verða öruggar og
tímavissar.
Þjófaför á sfolnum
vörubjl
AÐFARANÓTT fimmtudagsins
var vörubílnum R-5724 stolið þar
sem hann stóð við Rauðarárstíg-
inn. Um nóttina lentu þjófamir
í árekstri, óku á mannlausan bíl
vestur á Bræðraborgarstíg. Mað-
ur nokkur er var þarna skammt
frá á bíl, sá þetta og að
bílnum var ekið í burtu. Veitti
hann bílnum eftirför niður Rán-
argötuna og á bílastæðið við
Garðastræti, en þar sá hann
mennina, sem báðir virtust ung-
ir, stökkva úr bílrnun og yfir
grindverk og hurfu þeir honum
í Grjótaþorpinu. Maðurinn lét
lögregluna strax vita tun þetta.
Ekki fundust þó mennirnir. En
það kom í ljós, að þeir höfðu
farið í þjófaleiðangur á bílnum
suður á Reykjavíkurflugvöll og
stolið þar úr geymsluskemmu
trétexi og masonitplötum.
,,
Fjölbreytt hefti af Nýju Helgafelli :
DESEMBERHEFTH) af Nýju
Helgafelli er komið út. Er
það að vanda f jölbreytt að
efni og frágangur allur hinn
prýðilegasti. Meðal efnis er
nýtt kvæði eftir Stein Stein-
arr, sem nefnist: Formáli á
jörðu. Er óhætt að segja, að
þetta kvæði Steins hafi vakið
mikla athygli, enda kveður
við talsvert nýjan tón í því.
Þá er Faustþýðing eftir
Magnús heitinn Ásgeirsson,
sem hann ,ét eftir sig í hand-
riti, sagan Far veröld, far vel,
eftir Gunnar Gunnarsson,
kvæðið Tossagerpla eftir Jó-
hann Hannesson, Ef skrifaðar
hefðu verið dagbækur eftir
Þórberg Þórðarson. Pétur
Benediktsson skrifar um
Millibð allra milUliða og Jó-
hannes Nordal ræðir um
Hvað er framundan? — Þá
eru tvö bréf um andlegt frelsi,
sem þeir skrifa Friðrik A,
Friðriksson og Níels Dungal.
Loks eru í þessu fjölbreytta
heftt Nýs Hdgalells tvö bréf
frá Matthíasi Jochumssyni til
H. G. Andersens, þættir um
bókmennttr leiklist og mynd-
list og tvær myndár efttr
Braga Ásgeirsson.