Morgunblaðið - 20.01.1957, Blaðsíða 12
12
MORGVNBTAÐtÐ
Sunnudagur 20. janúar 1957
Vilhjólmur Einursson kjörinn
„Iþröttumuður úrsins" 1956
24 korlor og konur fengu utkvæði í vuli
íþróttufrétturituru ú„10 beztu“íþróttumönnum úrsins
l/TLHJÁLMUR EINARSSON var kjörinn íþróttamaður ársins 1956 af þeim mönnum er
* skrifa um íþróttir í dagblöð og íþróttablöð. Hans kjör var einróma, hans nafn var efst
á lista allra þeirra 10 manna er félagar eru í samtökum íþróttafréttamanna, sem stofnað
var til fyrir nál. ári síðan af þeim er um íþróttir skrifa.
í öðru sæti var bin unga en bráðefnilega sundkona Ágústa Þorsteinsdóttir og í 3. sæti
Hilmar Þorbjörnsson, spretthlauparL
★ „10BEZXU"
Slíkar atkvæðagreiðslur
meðal íþróttafréttamanna eru
algengar erlendis og sjálfsagð-
ur og skeramtilegur liður í
skrifum um íþróttaraál. Hér
var spurt að því á kjörseðlin-
um), hverjir eru „10 beztu
íþróttamenn ársins" sem leið.
Gefin voru stig þannig að 1.
maður á listanum hlaut 11
stig, annar maður 9, þriðji 8
stig o.s.frv. 10. maður 1 stig.
Og útkoman var þannig:
Stig
1. Vilhjálmur Einarsson ÍR 110
2. Ágústa Þorsteinsdóttir Á 78
3. Hilmar Þorbjörnsson Á 75
4. Valbjörn Þorláksson ÍR 59
5. Eysteinn Þórðarson ÍR 55
6. Svavar Markússon KR 45
7. Ríkharður Jónsson ÍA 30
8. Einar Halldórsson Val 19
9. Karl Jóhannsson KR 17
10. Hallgrímur Jónsson Á 12
★ EKKI ÓVÆNT ÚRSLIT
Þannig lítur úrslitaseðillinn
út yfir „10 beztu íþróttamenn árs-
ins“, og má segja að niðurstaðan
komi ekki á óvart. Enginn efast
um að Vilhjálmur eigi 1.
sætið skilið. Ágústa, 14 ára göm-
Hl, sem sett hefur 11 isl. met á
árinu og náð árangri, sem Island
getur verið stolt af, skipar annað
sætið. Hilmar Þorbjörnsson,
Ólympíufari og jafnsterkasti
spretthlaupari sem ísland hefur
étt, skipar 3. sætið. Valbjörn með
sinn framúrskarandi árangur í
stangarstökki 4. sætið og Eysteinn
Þórðarson, er beztum árangi ís-
lendinga hefur náð á stærstu
skíðamótum, 5. sætið. Síðan kem-
ur Svavar, hlauparinn með flest
íslandsmet íslenzkra frjálsíþrótta
manna á árinu og síðan flokka-
ftjróttamennirnir (sem oft vilja
verða útundan nokkuð í skoðana-
könnun sem þessari). Ríkharður
og Einar í knattspyrnunni og
Karl Jóhannsson í handknattleik
og Hallgrímur Jónsson, annar
tveggja íslendinga á Evrópuskrá
fyrir frjálsíþróttaafrek, skipar
10. sætið.
★ HINIR 14
En margir. fleiri hlutu stig,
eða alls 24 karlar og konur. Sé
haldið áfram lítur áframhaldið
þannig út:
Ágústa Þorsteinsdóttir.
Stig
11. Daníel Halldórsson ÍR 11
12. Björgvin Hermannsson Val
Þórður Þórðarson ÍA 7
14. Ágúst Bjartmarz Snæf. 6
15. Jakobína Jakobsd. ísaf.
Pétur Kristjánsson Á
Sigríður Lúthersd. Á 5
18. Sigurður Sigurðsson ÍA 4
.19. Guðjón Finnbogason ÍA 3
ÍÍ0. Jóel Sigurðsson ÍR
Guðm. Hermannsson KR 2
il. Albert Guðmundss. ÍBH
Birgir Björnsson FH
Ól. Ág. Ólafss. GR (golf) 1
Alls 24 íþróttamenn og konur:
8 frjálsíþróttamenn, 6 knatt-
spyrnumenn, 3 úr sundi, 3 úh
handknattleik, 2 í skíðaíþróttum,
1 badmintonmaður og 1 golfmað-
ur. —
★ MÖRG SJÓNARMIÐ
Þegar velja á „10 beztu“
geta mörg sjónarmið komið til
greina. Einn kjósandinn horfir ef
til vill á hvernig íslenzkir íþrótta
menn myndu standa sig í keppni
á alþjóðamótum, annar lætur það
ráða mestu, hverjum framförum
íslenzkir íþróttamenn hafa náð
á árinu, þriðji reynir að finna
mann í sem flestum greinum í-
þrótta og fleira og fleira getur
mótað valið. Sem betur fer er úr
stórum hóp að velja og margir
Vilhjálmur Einarsson.
koma til greina á lista yfir „10
beztu".
★ SAMTÖK ÍÞRÓTTA-
FRÉTTAMANNA
Samtök íþróttafréttamanna
eru eins og í upphafi segir árs-
gömul. Þau voru stofnuð með
hliðsjón af sams konar klúbbum
á öllum Norðurlöndunum 4 og
haga starfi sínu á sama hátt og
eiga samstarf við þau. Félags-
menn eru ýmist aðalfélagar eða
aukafélagar eftir starfi þeirra við
blöðin. Aðalfélagar eru: Frímann
Helgason, Þjóðviljanum; Hallur
Símonarson, Tímanum; Sigurður
Sigurðsson, íþróttaþáttur útvarps
ins; Brynjólfur Ingólfsson, rit-
stjóri íþróttablaðsins; og Atli
Steinarsson, Morgunblaðinu.
Aukafélagar eru: Örn Eiðsson
og Einar Björnsson við Alþýðu-
blaðið, Hannes Sigurðsson við
Morgunblaðið og Axel Sigurðsson
og Þórður Sigurðsson við Vísi.
Stjórn þessara samtaka skipa:
Atli Steinarsson og Frímann
Helgason.
Hiimar Þorbjörnsson.
Reykjavik vann alla 3
leiki fyrra kvöldið
BÆJAKEPPNIN í handknattleik milli Hafnarfjarðar og Reykja-
vikur, sem hófst á laugardaginn bauð upp á skemmtilega leiki,
vel leikna og hraða, en Reykjavíkurliðin fóru með sigra af hólmi
> öllum 3 leikunum það kvökl. Þeir hafa því 6 stig er síðari hluti
keppninnar hefst í kvöld en þá fara fram 3 leikir og geta Hafn-
firðingar ekki náð nema jöfnum heildarúrslitum, en það munu
þeir hafa fullan hug á.
í KVÖLD er keppnin í m.fl. karla, þar sem úrvalslið HKRR
leikur fyrir Rvík gegn úrvalsliði Hafnarfjarðar; í 1. fl.
karla, þar sem Reykjavíkurmeistarar KR leika fyrir Reykja-
vík; í 3. fl. karla þar sem Reykjavíkurmeistarar Ármanns
leika fyrir Reykjavík. í fyrra sigruðu Hafnfirðingar í meist-
ara- og 3. flokki.
* 2. FLOKKVR KVENNA
Bæjakeppnin hófst með leik
í 2. flokki kvenna. Sá leikur var
alltof ójafn til þess að hann gæti
verið skemmtilegur. Reykvíking-
ar sigruðu með 9 mörkum gegn
0. Þeir voru öruggir sigurvegarar
allt frá byrjim. Hafnarfjarðar-
stúlkurnar eru miklu minni að
vexti og getu — að þessu sinni.
★ MEISTARAFLOKKUR
KVENNA
í Mfl. kvenna kepptu Reykjavík-
urmeistarar Þróttar fyrir Reykja-
vík nema markvörðurinn, sem •
ekki mætti vegna veikinda og1
kom varamaður í hans stað
og það út af fyrir sig jafnaði
leikinn mjög. Úti á vellinum
var lið Þróttar allsráðandi, með
fallegum og hröðum skiptingum
og nákvæmu spili — flokki ofar
hafnfirzku stúlkunum. Og Reykja
vík sigraði með 9 mörkum gegn
5 eftir 4:3 í hálfleik.
★ 2. FLOKKUR KARLA
2. flokks leikur karla, þar
sem ÍR mætti fyrir Reykjavík
var ákaflega harður leikur,
skemmtilegur og tilþrifamikill á
köflum. Það þarf ekki að örvænta
um framtíð handknattleiksins
meðan svona snjallir unglingar
halda áfram að streyma í hand-
knattleikssalina. Reykvíkingar
tóku forystuna með 2 mörkum
og náðu Hafnfirðingar aldrei
nema að jafna leikinn og það
ekki nema 3 sinnum í honum.
Allan tímann voru Reykvíkingar
yfir í mörkum enda lið þeirra
jafnsterkara. Þó voru Hafnfirð-
ingarnir áberandi betri í vörn.
Ef Hafnfirðingum tókst að æsa
hina ungu Reykvíkinga upp,
koma miklum hraða í leikinn, þá
var Reykjavíkurvörnin mjög
götótt. Hafnfirðingar byggðu um
of á einum manni, Ragnari. Út-
hald þeirra bilaði fyrr en hinna,
því undir lok leiksins skoruðu
Rvíkurmenn 5 mörk í röð, þó
Hafnfirðingum tækist á síðustu
mínútum að minnka markamun-
inn í 18:15, sem urðu úrslit leiks-
»s. Beztu menn Reykjavíkur
voru Matthías, Hermann og Val-
ur. Gunnlaugur er skotfastur, en
of ör á skotin. Hjá Hafnfirðing-
um bar langmest á Ragnari og
markvörðurinn átti og góðan leik.
— Reykjavíkurbréf
Framh. af bls. 11
leitt, hefðu þeir hér tækifæri til
að koma þeim áformum fram, —
Nú er að sjá, hvort ofan á verð-
ur, þörfin á að koma Haraldi
Guðmundssyni úr landi eða
tryggðin við gamlar sparnaðar-
kröfur.
Fulltrúar Framsóknar
hjá Sameinuðu
þjóðunum
MESÐ svipuðum hætti héldu
Framsóknarmenn því löngum
á lofti, að óþarft væri að senda
nema einn mann á þing Sam-
einuðu þjóðanna. Á þessu varð
breyting, þegar Framsóknarmað-
ur varð utanríkisráðherra. Þá
þótti meira við liggja að senda
Vilhjálm Þór á þessa samkundu
og síðan Þórarin Þórarinsson
en að spara fé rikisins, eins og
áður hafði sífellt verið
tönnlast á. Ágengni Framsóknar
í sendifarirnar var svo mikil í
haust, að þótt Alþýðuflo'kur-
inn með utanríkisráðherrann í
sínum hópi sætti sig við að hafa
engan sinn flokksmann sem full-
trúa á þinginu, þá krafðist
Framsókn að fá þar fulltrúa. —
Fyrst var sendur þangað Þórar-
inn Þórarinsson, en er hann
þótti ekki geta verið þar leng-
ur vegna starfa síns við Tím-
ann, varð fyrir valinu Stein-
grímur Hermannsson, maður bú-
settur vestanhafs, en sonur sjálfs
forsætisráðherrans, Hermanns
Jónassonar.
„Tíminn" hefur nú fundið þá
frumlegu skýringu á þessu full-
trúavali, að Sameinuðu þjóðirn-
ar starfi svo mjög að tækniþróun,
að þangað verði að senda tækni-
fróðan mann. En þetta er nokk-
uð seint séð. Af hverju var
Steingrímur Hermannsson þá
ekki útnefndur strax í haust, ef
með þvi hefði mátt bjarga tækni-
þróun íslands? Og mundu þó
ekki ýmsir skólar henta betur
í þessu efni en allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna?
Um Steingrím Hermannsson
má sjálfsagt margt gott segja og
Morgunblaðið hefur ilia sízt
löngun til að gera hlut hans lít-
inn, en það vita allir, að eng-
um hefði komið til hugar að
gera hann að fulltrúa Islands hjá
Sameinuðu þjóðunum, ef hann
væri ekki sonur Hermanns Jón-
assonar.
Heimsatburðir
í sama horfi
Ún í HEIMI hefur lítið nýU
gerzt. Minni breytingar urðu á
brezku stjórninni en ýmsir höfðu
búizt við. Tillögur Eisenhowers
um ráðstafanir í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs eru nú til
meðferðar á Bandarikjaþingi. —
Þar eru andstæðingar hans í
meiri hluta og munu áreiðanlega,
eins og einn forystumaður þeirra
sagði, taka þær til rækilegrar
meðferðar áður en endanleg af-
staða verður tekin. Sérstaka at-
hygli hafa ummæli Achesons,
fyrrverandi utanríkisráðherra,
um þessar tillögur, vakið, en
hann taldi þær vera um of óá-
kveðnar og frekar lýsa löngun
til að gera eitthvað heldur en
ákveðið væri, hvað gera skyldi.
Enn harðnar deilan um Kash-
mir. Nehru, sem er óneitanlega
einn af helztu forystumönnum
heimsins, sýnir í því máli, að
honum fer sem fleirum, að vilja
láta aðrar reglur gilda um sjálf-
an sig en aðra. Hann ræðir mik-
ið um hlutleysi og andúð á vald-
beitingu, en hefur ekki hingað
til skirrzt við að láta valdið
skera úr um þennan ágreining
austur þar.