Morgunblaðið - 20.01.1957, Page 20
Veðrið
SV-kaldi, éljagangur.
Reykjavíkurbréf
er á bls. 11.
16. tbl. — Sunnudagur 20. janúar 1957.
Fulltrúa- og trúnaðarmannaráðsfundur Sjálfstæðisfélaganna kl. 2 i dag
Rætt um aðgerðir ríkisstjórnarinnar
í efnahagsmálunum
Frummælendur: Björn Ólafsson aljxn.
og Ólafur Björnsson alþm.
KLUKKAN 2 e. h. í dag hefst fundur í Fulltrúaráði ©g Trúnaðar-
mannaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Sjálfstæðishús-
inu. Frummælendur verða alþingismennirnir Björn Ólafsson og
Óiafur Björnsson prófessor, en utnræðuefni fundarins er: Aðgerðir
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum.
Fátt er nú meira rætt manna
á meðal en hinar gengdarlausu
skattaálögur á almenning, sem
ríkisstjórnin knúði í gegn á Al-
þingi rétt fyrir jólahátíðina. Sið-
aa þessi illa þokkuðu lög voru
samþykkt, hafa ýmsir þættir
þeirra skýrzt verulega og liggja
nú fyrir ýmsar nýjar upplýsing-
ar um hversu miklar álögur þau
hafa í för með sér á allan al-
menning og um þá kjaraskerð-
ingu, sem þau óhjákvæmilega
hljóta að leiða af sér fyrir hinar
vinnandi stéttir í landinu. Stjórn
Fulltrúaráðsins hefur því ákveð-
ið að efna til fundar um þessi
mál í Sjálfstæðishúsinu í dag kl.
2 e. h. fyrir meðlimi Fulltrúa-
ráðsins og Trúnaðarmannaráðs-
ins.
Frummælendur verða alþingis-
mennimir Björn Ólafsson og
ólafur Björnsson, prófessor, en
báðir tóku þeir mikinn þátt í
umræðunum um þessi mál er þau
lágu fyrir Alþingi, enda gagn-
kunnugir þessum málum. Full-
trúaráðsmeðlimir og trúnaðar-
ráðsmenn eru hvattir til að mæta
stundvíslega kl. 2 e. h. og sýna
skírteini við innganginn.
Björn Ólafsson.
Ólafur Björnsson.
Talsimasambands-
laust við Vest-
firðina
THUFLANIR hafa verið tíðar á
talsímasambandinu við Vestfirði
og í gærkvöldi var símasambands
laust þangað. Hafði það þá verið
í lagi í nokkrar klukkustundir og
hægt að koma raest áriðand-i sím-
tölum sem fyrir lágu vestur. —•
Var bilunin á línunni milli bæj-
anna Skámadals og Brekku í
Barðastrandasýslu. Vestur við
Djúp brotnuðu 6 staurar og bilun
varð á símalínunni austan og
vestan Arngerðar. í gær var ó-
fært veður vestra, svo að ekki
var hægt að fást við lagfæringar.
Strax og veðrinu slotar og hægt
ver'ður að lagfæra þessar skemmd
ir, verður tekið til óspilltra mál-
anna.
Þá er þess að geta að noröur I
Húnavatnssýslu hafa orðið tals-
verðar bilanir á sveitasímum.
Háskóli íslands hefur
kjörið 56 doktora
20 þeirra hafa varió doktorsritgerð
H
ÁSKÓLI ÍSLANDS hefur frá upphafi útnefnt 56 doktora. Hafa
20 þeirra varið doktorsritgerð. Fyrsti maðurinn, sem varði
doktorsritgerð við háskólann var dr. phil Páll Eggert Ólason árið
1919. Sá er síðastur varði doktorsritgerð þar er dr. phil. Kristján
Eldjárn, sem var kjörinn doktor í gær. Þrjátíu og sex af doktorum
háskólans eru doktorar honoris causa eða heiðursdoktorar.
Þessar upplýsingar um doktorspróf við Háskóla fslands fékk
Mbl. í gær hjá skrifstofu háskólans.
Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi líkist nú firði
Sjávarfalla gætir allt upp að jökli
Kirkjubæjarklaustri 19. jan.1 að 50 metra djúpt lón, sem
í DAG fóru menn frá Svínafelli
í Nesjum með vörubtl austur yf-
ir Skeiðarársand. Gekk þeim
ágætlega austur í Öræfi, enda
er færi nú eins og bezt verður
á kosið. Þeir ætla með bílinn all»
leið austur í Hornafjörð, en óvíst
er hvernig þeim gengur yfir Jök-
ulsá á Breiðamerkursandi, þvi
að sem stendur er talsvert flóð
á ánni.
Komst Sigurður Arason á
Fagurhólsmýri svo að orði,
að hún mætti nú frekar kall-
ast fjörður heldur en fljót.
Uppi við jökulröndina er allt
FLESTIR DOKTORAR
VH) HEIMSPEKIDEILD
Þeir 20 menn, sem tekið hafa
doktorspróf, skiptast þannig eftir
deildum, að 11 eru dr. phil., 6 dr.
med., 2 dr. juris og 1 dr. íheol.
Allir eru þessir menn íslending-
ar.
Hinir 36 menn, sem sæmdir
hafa verið heiðursdoktorsnafnbót
skiptast þannig eftir háskóla-
deildum, að 19 eru dr. phil., 6 dr.
theol, 4 dr. juris, 4 dr. litt. isl.
(sérstakur heiðurstitill fyrir út-
lendinga, sem skarað hafa fram
úr í íslenzkum fræðum), 2 dr.
med. og 1 dr. oecon.
Af heiðursdoktorunum eru 20
Islendingar, 8 Vestur-íslending-
ar og 8 útlendingar.
NÝR DOKTOR
Eins og áður er sagt var nýr
doktor kjörinn við hátíðlega at-
höfn í Háskólanum í gær. Er frá
þeirri athöfn skýrt á öðrum stað
í blaðinu.
Æskulýðsvika
á Akranesi
Á MORGUN, sunnudag, hefst
æskuiýðsvika í kirkjunni á
Akranesi. Verða þar samkcm-
ur á hverju kvöldi alla vik-
una, og munu ýmsir ræðu-
menn tala. Almennur söngur
verður mikill og auk þess
einsöngur eða tvísöngur á
hverju kvöldi.
Á fyrstu samkomunni, sem
verður annað kvöld, talar
Sverrir Sverrisson, skólastjóri.
— Allir eru velkomnir á sam-
komur þessar.
Þróttarfélogar, vinnið
oð sigri A.-listans
Stjórnarkjöri lýkur i kvöld
STJÓRNARKOSNINGIN í
Vörubilstjórafélaginu Þrótti
heldiur áfram í dag og hefst kl.
1 e.h. og stendur til kl. 9 e.h. og
er þá lokið. Tveir listar eru
kjöri: A-listi, sem borinn er fram
af andstæðingum kommúnista
félaginu og skipaður er mönn
um er um árabil hafa haft for-
ustu í málefnum Þróttarfélaga.
Aftur á móti er B-Iistinn, sem
skipaður er kommúnistum og
studdur af þeim, saman setúur af
mönnum sem enga reynslu eða
þekkingu hafa á málefnum fél
agsins og formannsefni kommún-
ista hefur fallið í kosningum ár
eftir ár við lííinn orðstír.
Er greinilegt, að jafnvel Þjóð-
viljamenn skammast sin fyrir
þessa flokksbræður sína í Þrótti,
þvi að í gær minntust þeir ekki
á lista sinn í félaginu, sem er þó
skipaður tryggum fylgismönnum
kommúnistaflokksins. Er þetta
vissulega athyglisvert, því að
sjaldan hefur það komið fyrir
i stjórnarkosningium í verkalýðs
félögunum að Þjóðviljinn hafi
sparað illyrðin um andstæðing-
anna, en hafið sina menn til
skýja. Er greinilegt, að Þjóðvilja-
menn telja málstað sinn svo aum
an i Þrótti, að þeir trev*"1® sér
alls ekki til að minnast á kosn-
ingarnar í félaginu, en reyna að
þcgja ávirðingar sinar í hel. En
það mun þeim ekki takast, til
þess þekkja Þróttarfélagar alit
of vel starfsemi kommúnista í
félaginu, sem miðast hefur við
það eitt, að gera Þrótt að hand-
bendi kommúnistaflokksins, en
látið sig hagsmunamál félagsins
engu skipta.
Þróttarfélagar, eflið ykkar eig
in hag og styrkið samtök ykkar
með þvi að gera sigur A-listans
sem glæsilegastan. Munið að
hvert atkvæði sem fellur á lista
kommúnista hrópar á auknar á-
lögur og vaxandi atvinnuleysL
MUNIÐ X A-LISTINN.
stöðugt stækkar eftir því sem
jökullinn gengur í sig. —
Framan við lónið er allbreitt
haft, en þar er nú orðið svo
djúpt, að flóðs og fjöru gætir
allt upp að jökli.
Er oft mikill öldugangur á
ánni svo að mikillar varúðar
þarf að gæta, þegar verið er
að ferja yfir hana. Lítið er
um ferðir út í Öræfi austan
yfir Breiðamerkursand, nema
þegar prófasturinn á Kálfa-
fellsstað kemur til að messa.
— Fréttaritari.
Akranes var rafmagns-
laust nœr tvo sólarhringa
AKRANESI, 19. jan. — f aftaka-
veðrinu, sem geisaði víða sl.
fimmtudag, urðu ekki miklar
skemmdir á Akranesi. Var það
lán, hve vindur var orðinn hátt
stæður, því að svo mikið flóð
gerði hér, að menn minnast ekki
slíks. Vindur var norð-vestan.
Trillubáta var búið að setja í
vetrarskorður. Lá þó við að sjór-
inn græfi undan þeim. Ekki sak-
aði þá þó, að einum undantekn-
um, Voninni, sem tók út og bar
út yfir klettana og út að nýju
steinkerunum, sem liggja efst við
bátabryggjuna. Sökk báturinn
þar en er óbrotinn.
Háspennulínan út á Akranes
tveim staurasamstæðum á Súl-
eyri, á leiðinni yfir Leirárvoga og
Ósana, og slítnuðu vírarnir. Raf-
magnslaust var á Akranesi á
annan sólarhring.
Verkstæði urðu að láta vinnu
falla niður, vegna rafmagnsbil-
unarinnar, skólar urðu að fella
nicur kennslu og hefði um róðra
verið að ræða, hefði vinna stöðv-
azt meira og minna í frystihús-
unum.
FLÓÐI YFIR VEGINN
í Hvalfirði á móts við Katanes
gekk sjórinn yfir veginn og
skemmdi hann á nokkrum stöð-
um. Svona flóð eru mjög sjald-
gæf og koma aðeins á margra ára
bilaði í veðrinu. Gróf undan fresti. — Oddur.
Sjólfstæðismenn ó Akureyri ræðu
fjúrhugsúætlun bæjurins
OJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akureyri efna til fund-
ar í fundarsal Landsbankans á mánudagskvöldið
kl. 8.30.
Fundarefni:
Fjárhagsáætlun bæjarins.
Frummælendur: Helgi Pálsson og Jón G. Sólnes.
íslenzkir sjómenn dœmdir í Rotterdam
FYRIR nokkrum vikum voru ís-
lenzkir sjómenn dregnir fyrir
rétt í hollenzku hafnarborginni
Rotterdam. Stóð þetta í sambandi
við feikna miklar áfengisbirgðir,
sem tollverðir þar fundu i skip-
inu, en þær höfðu ekki verið
gefnar upp, er skipið kom þang-
að til hafnar á leið til íslands.
Var hér um að ræða eitt tonn af og spíritusbirgðir allar voru gerð
hreinum vínanda (spiritus), 1000
lítrar og milii 50 og 700 flöskur
af áfengi.
Menn þessir voru, að því er
fregnir hcrma, hver um sig dæmd
ur í 2000 gyllina sekt, um kr.
ar upptækar.
Geta má þess að ef slíkt magn,
sem hér um ræðir, hefði fundizt
hér við tollskoðun í skipinu, þá
hefðu þessir fjórir skipsmenn
alls verið dæmdir í kringum
600,000 króna sekt. — Skip það
24.488 íslenzkar alls. Þessar vin- sem hér um ræðir er Reykjafosn.