Morgunblaðið - 15.02.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 15.02.1957, Síða 3
Föstudagur 15. febr. 1957 MORCVNBLAÐIÐ 3 Tékkneskur hljómsveitarst)óri stjórnur hér sinfóníuhljómleikum HINN 6. febrúar siðastliðinn kom hingað til landsins í boði Sin- fóníuhljómsveitar íslands tékkneskur hljómsveitarstjóri, dr. Václav Smetácek. Hann er hingað kominn til þess að stjóma tveim sinfóníuhljómleikum og verða þeir fyrri haldnir mánudaginn n.k. í Þjóðleikhúsinu kl. 20.30. Fréttamenn áttu í gær viðtal við Þórarin Guðmundsson og dr. Smetácek í þessu tilefni. Dr. Smetácek kom hingað beint frá Prag, að kvöldi hins 6. febr. Daginn áður hafði hann stjórnað sinfóníuhljómleikum þar. Hér mun hami dveljast fram yfir næstu mánaðamót. TÉKKNESK TÓNLIST Á sinfóniuhljómleikunum á mánudaginn verður eingöngu leikin tékknesk tónlist. Flutt verður sinfónía eftir Johann Wendzel Stamitz, en við hann er kenndur tónlistarskólinn í Mann- heim, þar sem Stamitz starfaði lengst. Þá verður leikið tékk- neskt nútimaverk eftir Isa Krejci. Krejci fæddist 1904. Verk þetta er talið gefa góða mynd af „móderne“ tékkneskri tónlist. Þriðja verkið sem leikið verður er Nótt í Karlstein eftir Fibich, en hann er talinn eitt af merk- ustu tónskáldum Tékka á síðustu öld. Síðasta verkefnið á þessum tónleikum er Sinfónía nr. 8 í G- dúr óp.88 eftir Dvorak sem er eitt af beztu verkiun höfundarins. Ekkert af þessum verkum hefur verið flutt hér áður. Dr. Václav Sinetácek kastið hefur hann eingöngu gef- ið sig að hljómsveitarstjórn og er nú fastur hljómsveitarstjóri og forstjóri borgcirhljómsveitarinnar í Prag. Fyrirspurn um fram- leiðsluhag svarað AFUNDI í Sameinuðu þingi í fyrradag svaraði Hermann Jónas- son fyrirspurnum Jóns Pálmasonar um framleiðsluhag. Fyrir- spurn Jóns hljóðar svo: Þar sem upplýst hefur verið, að erlendir og innlendir fjármála sérfræðingar, sem til voru kall- aðir, hafi komizt að þeirri niður- stöðu, að framleiðsluna hér á landi vantaði 500 milljónir króna til að geta starfað hallalaust, er spurt um eftirgreind atriði: 1. Er þetta miðað við árlegar tekjur? 2. Á þetta eingöngu við land- búnað og sjávarútveg, og hvernig skiptist upphæðin milli þeirra atvinnuvega? 3. Byggist þetta ekki á óbreytt- um skipastól og óbreyttu framleiðslumagni landbúnað- arins? 4. Er ekki þarna byggt á því, að kaupgjald og opinber gjöld séu óbreytt eins og var, þegar álitið var gefið? 5. Er byggt á óbreyttu afurða- verði innanlands og á útflutt- um afurðum? 6. Eru ekki teknar þarna með þær fjárhæðir, sem fara til að greiða niður vísitöluna? SVÖR VIÐ FYRIRSPURN FRÁ JÓNI PÁLMASYNI Heildarupphæð útgjalda tfl verðuppbóta og niðurgreiðslu vöruverðs 1957 er áætluð sem hér segir: Slirðar gæftir DALVÍK, 12. febrúar. — Héðan frá Dalvík eru gerðir út fjórír litlir þilfarsbátar. Aíli hefur ver- ið sáralítill, 2—4 skippund. Gæftir hafa verið mjög stirðar og hafa bátarnir aldrei getað róið á venjuleg fiskimið, heldur aðeins á grunnmið, vegna stöð- ugra storma. Annars hefur tíð til landsins verið mjög mild og hafa sam- göngur á landi ekki truflazt vegna snjóa ennþá. — SPJ. HLAUT FRÆGB FYRIR ÓBÓLEIK Dr. Václav Smetácek er fimm- tugur að aldri. Hann er fæddur 30. september 1906 í Brno í Mora- via. Hann stundaði tónlistarnám í tónlistarháskólanum í Prag og lauk prófi þar 1930 í tónsmiðum, hljómsveitarstjóm og óbóleik. Starfaði hann eftir það að óbó- leik og hljómsveitarstjóm, en hlaut fyrst frægð sem óbó- leikari. Hann var stofnandi hins fræga blásarakvintetts frá Prag sem víða hefur ferðazt og hlotið mikla viðurkenningu. Upp á síð- Ferðait um landið og heldur bindindisfyrirlestra í skolum HEFUR HALDIB FJÖLDA HLJÓMLEIKA Dr. Smetácek hefur haldið geysilegan fjölda hljómleika í landi sinu. Einnig hefur haim leikið yfir 200 tónverk inn á hljómplötur. Þá hefur hann ferð- azt mjög víða og stjórnað hljóm- sveitum, sem gestur, t. d. í Ungverjalandi, Póllandi, Austur- riki, Frakklandi, Englandi, og Þýzkalandi. Sumkomudugui Alþingis í GÆR var samþykkt frumvarp um samkomudag reglulegs Al- þingis 1957. Fór það athuga- laust gegn um allar umræður i báðum deildum. Frumvarpið er svohljóðandi: Vilhjálmur Einarsson ráðinn erindreki Sambands bindindisfélaga í skólum SAMBAND bindindisfélaga í skólum, hefur nýlega ráðið til sín sem erindreka, Vilhjálm Einarsson, Ólympiukappann og „íþróttamann ársins“. Mun Vilhjálmur ferðast um landið á vegum sambandsins, heimsækja ýmsa skóla og halda fyrirlestra um bind- indismál. Mun hann aðallega heimsækja húsmæðraskóla, bænda- skóla, unglinga- og gagnfræðaskóla en einnig fleiri. Hóf hann fyrir- lestraför sína í gær. BORGARFJÖRÐUR Fyrsta fyrirlesturinn, sem er í dag, heldur Vilhjálmur á Akra- nesi, í gagnfræðaskólanum þar. Þaðan fer hann til bændaskólans á Hvanneyri, síðan í Borgarnes, Reykholt, til Varmalands og það- an í Samvinnuskólann að Bif- röst. hann tók í Melbourne á síðustu Olympíuleikum, auk þess, sem hann flytur fyrirlestrana. Verður hann einn á þessu ferðalagi. Þess má geta, að fræðslumálastjóri hefur mjög hvatt til þessarar fyr irlestrafarar og er málefninu hlynntur. 1. gr. Reglulegt Alþingi 1957 skal koma saman 10. dag október- mánaðar, hafi forseti íslands eigi tiltekið annan samkomudag fyrr á árinu. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. ATHUGASEMDIR VID LAGAFRV. ÞETTA Verði eigi annað ákveðið með lögum, skal reglulegt Alþingi 1957 koma saman eigi síðar en 15. febrúar. Þar sem sýnt er, að þingi því, er nú situr, verður eigi lokið fyrir þann tíma, ber nauð- syn til að ákveða annan sam- komudag. Er lagt til, að Alþingi komi saman í siðasta lagi fimmtu- daginn lO.október 1957. NORÐURLAND Þá heldur Vilhjálmur norður yfir Holtavörðuheiði. Heimsækir hann fyrst Reykjaskóla í Hrúta- firði, þá Kvennaskólann á Blönduósi, kvennaskólann að Löngumýri I Skagafirði, gagn- fræða- og iðnskólann á Sauðár- króki, þá bændaskólann að Hól- um. Á Akureyri mun hann halda marga fyrirlestra. Þaðan fer hann víðar um Eyjafjörð og Þing- eyjarsýslu, unz hann snýr við til Reykjavíkur aftur. Er reiknað með að ferð þessi taki um tvær vikur, og verða skólastjórar þeirra skóla, sem hann heim- sækir, látnir vita nákvæmlega um ferðir hans og hvenær hans er von. AUSTFIRÐIR OG VESTUR- LAND Næsta fyrlrlestraferð Vilhjálms verður um Austfirði og mun hann hefja hana eftir u. þ. b. mánuð. Með vorinu er ráðgert, að hann fari til Vestfjarða og Vesturlands, en endi á Suður- landsundirlendinu. SÝNIR KVIKMYNDIR Vilhjálmur mun á þessum ferð una aýna kvikmynd, sem i Slysavarnadeildin Ingólfur 15 ára í dag í DAG eru rétt 15 ár liðin síðan slysavarnadeildin „Ingólfur" var stofnuð í Reykjavík, en þá var Slysavarnafélaginu breytt i lands samband og því stofnuð sérdeild í Reykjavík. Hinn 15. febrúar 1942 var að tilhlutan Slysavarnafélags ís- lands haldinn fundur í Kaupþings salnum til þess að stofna deild- ina. Forseti Slysavarnafélagsins, Guðbjartur Ólafsson, stjórnaði fundinum, en Árni Árnason kaup maður var ritari fundarins. Fyrsti formaður deildarinnar var kosinn séra Sigurbjörn Ein- arsson, sem var það í nokkur ár. Aðalverkefni deildarinnar hef- ur jafnan verið það að safna fé til slysavarnastarfseminnar og hefur hún, á liðnum 15 árum, alls lagt rúmlega hálfa milljón króna til höfuðstöðva Slysavarna. félagsins, en sjálf haldið eftjr Vi teknanna til rekstrarkostnaðar o. fl., samkvæmt lögum Slysa- vamafélagsins. Hefur fé þetta einkum safnazt á merkasöludag- inn, 11. maí, en einnig á sýning- um í Tívoli og á björgunarsýn- ingum, sem deildin hefur geng- izt fyrir. „Ingólfur“ hefur gengizt fyrir útvarpskvöldum fyrir S.V.F.Í., látið halda fræðslunámskeið, slysavarnavikur o. fl. Ennfremur er starfandi björgunarsveit á vegum deildarinnar, sem oft hef. ur veitt hjálp þegar skip hafa strandað hér í nágrenninu. Þá hefur og stjórn deildarinnar stutt mjög að byggingu björgunar- skýlis hér í Reykjavík. Séra Jakob Jónsson var for- maður deildarinnar um árabil, en núverandi formaður er séra Óskar J. Þorláksson. í tilefni afmælisins, gengst slysavarnadeildin „Ingólfur" fyr- ir kvikmyndasýningu í Gamla Bíói á morgun (laugardag) þar verður m. a. sýnd hin vinsæla Látrabjargsmynd í þýzkri útgáfu. Formaður deildarinnar mun flytja stutt ávarp á undan sýn- ingunni. L Greiðslur úr útflutningssjóði: Millj. kr. 1. Verðuppbætur vegna útfluttra sjávarafurða samkv. 4., 6., 7. og 8. gr. laga um útflutningssjóð ..... 304,2 2. Niðurgreiðsla á verði brennsluolíu til fiskiskipa og fiskvinnslu, samkv. 11. gr. laga um útflutningssjóð (hér er um að ræða bráðabirgðaáætlun) ............ 22,5 3. Uppbætur á saltsíld framleidda 1957 (sama upphæð og notuð var 1956 og er því hér um að ræða bráða- birgðaáætlun) ................................... 33,5 4. Samtals: Heildaruppbætur vegna sjávarafurða 1957 .. 360,2 5. Uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur, aðallega á útflutt kindakjöt af haustframleiðslu 1956 ...... 36,5 6. Samtals: Heildarupphæð framleiðsluuppbóta 1957 .. 396,7 7. Eldri útgjöld ,sem greidd eru með tekjum af gjöldum samkv. lögum um útflutningssjóð: Halli framleiðslusjóðs 1956 .................... 20,7 Eftirstöðvar innflutningsréttinda ............... 15,0 8. Samtals: Heildarupphæð útgjalda útflutningssjóðs 1957 432,4 H. Útgjöld ríkissjóðs til almennrar niðurgreiðslu vöruverðs: 9. Útgjöld samkv. fjárlagafrv. 1957 áður en niður greiðslur voru auknar á sl. hausti .................... 59,5 10. Áætluð viðbót 1957 vegna aukinna niðurgreislna frá hausti 1956 ............................................ 24,0 11. Alls: ..................................................... 515,9 Hér fara á eftir svör við ein- stökum spurningum, sem bornar eru fram í fyrirspurninni: 1. Af heildarupphæðinni, 515,9 millj. kr., eru 35,7 millj. kr. (sjá 7. lið) eldri útgjöld, sem greiðast af tekjum 1957, en 480,2 millj. kr. eru vegna árs- ins 1957, þar af 396,7 millj. kr. (sjá 6. lið) uppbætur vegna útfluttra sjávarafurða og land- búnaðarafurða. 2. Sjá liði 4 og 5 í yfirliti. 3. Við áætlun þá um frameiðslu sjávarafurða 1957, sem liggur til grundvallar ofangreindri útgjaldaásstlun, hefur verið tekið tillit til aukins fiskafla vegna aukningar á fiskiskipa- stólnum. — Uppbætur á út- fluttar landbúnaðarvörur eru miðaðar við það, að flutt verði út 2500 tonn af kindakjöti haustsins 1956, en af kinda- kjötsframleiðslunni 1955 voru flutt út 1364 tonn. 4. Áætlanirnar um útgjöld til uppbóta eru miðaðar við ó- breytt kaupgjald og óbreytta vísitöluuppbót, svo og við ó- breytt gjald á vörum og þjón- ustu. í því sambandi skal minnt á það, að allar helztu rekstrarvörur útflutningtfram leiðslunnar voru undanþegnar gjöldum þeim, er á voru lögð 1 desember sl. 5. Áætlunin um verðuppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur (liður 5) eru miðaðar við haustverð 1956, sem gildir til hausts 1957, en að því er snert- ir útflutningsverð kjöts er miðað við lítið eitt hærra verð en fékkst fyrir kjöt af 1955- framleiðslu. — Verðuppbætur vegna sjávarafurða eru miðað- ar við sama útflutningsverð og gilti á árinu 1956. 6. Sjá liði 9 og 10 í yfirliti. Jón Pálmason þakkaði svörin og kvaðst vænta þess að mega fá þau til frekari athugunar. Kvað hann sýnilegt að ekki mættu verða miklar breytingar á svo að áætlanir þessar stæðust ekki, t.d. mætti framleiðsluaukning ekki verða mikil svo ekki leiddi til stóraukinna útgjalda ríkissjóðs. Kaupgjald mætti heldur ekki hækka, ef veruleg röskun ætti ekki að verða á áætluninni. Þorrablót í Rauða- sandshreppi LÁTRUM, Rauðasandshreppi, 18. febrúar. — Næstkomandi laugar- dag er ákveðið að haldið verði hér I hreppnum hið árlega Þorra- blót. Hófið sem er önnur stærsta samkoma vetrarins, aðeins jóla- trésskemmtunin er fjölmennari, verður haldið að Fagrahvammi, félagsheimilinu. Að þessu sinni eru það Kolls- víkingar sem um samkomuna sjá, en síðan félagsheimilið var byggt hafa byggðarlögin innan hrepps- ins séð um Þorrablótin til skiptis. — Áður en félagsheimilið kom til sögunnar, var það ungmenna- félagið Smári sem sá um hóf þetta, sem nú er alveg orðinn fastur liður í skemmtanalífi hreppsbúa. Að þessu sinni má þó búast við að aðsókn verði minni en verið hefur undanfarna vetur, vegna þess að ófærð er mikil á vegum. Eins og er mun ógjörningur að fara á bíl frá Látrum í Örlygs- höfn, en það er aftur á móti fjög- Urra tíma gangur ef því er að skipta. — Þórður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.