Morgunblaðið - 16.03.1957, Side 2

Morgunblaðið - 16.03.1957, Side 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 16. marz 1957 RÚSSNESKIR HERMENN HORFÐU Á KADAR HEIÐRA FRELSISHETJU HERMENN OG FJÖLDI AVÓA, lokuðu í morgun stóru svæði umhverfis styttuna af Petöfi, þjóðskáldi Ungverja, er féll í byltingunni 1848. Á svölum húsa í nágrenninu bjuggu Avóar um sig með vélbyssum og voru þeir svo staðsettir, að þeir gátu skotið yfir allt hið auða svæði, sem er í nágrenni styttunnar. Allur þessi viðbúnaður var hafður til þess að ungverskur al- menningur gæti ekki truflað þann undarlega atburð, að kvisl- ingurinn Kadar lagði blómsveig að fótstalli styttunnar. Heiðurs- vörð við athöfnina stóð fylking Avóa. Brúarfoss er aldursforseti kaupskipaflotans. Á þessu ári verður hann 30 ára. Eitt sinn var hann mjög eftirsótt farþegaskip í ferðum milli fslands og meginlandsins. Nú gerist Brúarfoss gamall og úr sér genginn. Þessi mynd var tekin af honum í fyrradag er hann var tekinn í slipp hér í Reykjavík til minni háttar viðgerðar, að vísu. Eimskipafélagið hefur mikinn hug á því að selja þetta gamla góða skip, sem nú er orðið mjög dýrt í rekstri og stóð ekki undir eigin útgerðarkostnaði á síðastliðnu ári. Danskur prófessor vill að Danir sýni göfuglyndi Kaupmannahöfn, 15. marz. — Frá Páli Jónssyni: IDAG skrifar prófessor Einar Thomsen grein um handritamálið í blaðið Politiken. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að Danir eigi að sýna ^ofuglyndi og afhenda Islendingum þessi frægu handrit. Þau séu helgidómur íslands. í greininni segir meðal annars: — Handritin eru víðfrægur og óbrotgjam minnisvarði um hlut- deild íslendinga í heimsbók- menntunum. Þau eru því með réttu helgidómur fslendinga. Það er ekki nema eðlilegt, að við varðveittum handritin meðan íslendingar höfðu ekki aðstöðu til þess. En hin hámenntaða ís- lenzka þjóð getur nú sjálf varð- veitt dýrgripi sína. Sennilega er það rétt, hélt pró- fessorinn áfram, að Danmörk hafi unnið sögulega hefð á hand- rítunum. En þá er göfuglyndi í fullkominni andstöðu við hefð- ina. Göfuglyndi gerir bæði ein- staklinginn að meiri manni og þjóð að betri þjóð. Það er skiljanlegt að okkur Dönum hafi orðið gramt í geði, þegar ísland skildi við okkur, meðan við lágum með bundnar hendur, en það er ekki göfug- lyndi af okkar hálfu að halda þjóðarhelgidómi íslands. Aðeins lítill hópur vísinda- manna vísar hér til lagalegs rétt- ar og sögulegrar hefðar. Væri haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, er ég ekki í nokkrum vafa um, hver niðurstaðan yrði, segir prófessor Thomsen að lokum. RUSSAR NÆRSTADDIR Fámennur hópur kommún- ista voru einu Ungverjamlr, sem fengu að minnast afmæl- is byltingarinnar 1848. Ekkert var tilkynnt um það fyrirfram, að Kadar ætlaði að heiðra minningu byltingarinnar með nærveru sinni. Öll stræti í ná- grenninu voru afgirt og rúss- neskir hermenn voru nær- staddir á * flutningabilum, þótt ekkert þyrfti til þeirra að grípa. | Örfáir boðsgestir úr hópi hinna Herinn leitar lags DJAKARTA 15. marz: — f dag var kallaður saman herráðsfund- ur indónesiska hersins og sátu hann setuliðsstjórar allra héraða Indónesíu nema Ahmed Hussein yfirmaður herliðsins á Mið-Sú- matra, en hann gerði fyrstur upp reisn gegn stjórninni í desember sl. og hófust með því uppreisnir víða um ríkið. Talið er að her- foringjarnir hafi rætt um, hvaða skilyrði heraflinn í heild eigi að setja forseta Indónesíu, til þess að hægt sé að styðja ríkisstjórn landsins. —Reuter. WASHINGTON, 15. marz. — Inn anríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fengið til ráðstöfunar einn- ar milljón dollara fjárveitingu, sem verður varið til rannsókna á hagkvæmum leiðum til að eyða salti úr sjó og nota vatnið til áveitu. Engin ódýr aðferð hefur til þessa fundizt, en ef það tækist myndi það valda stór kostlegri byltingu í ræktunarmál- um heimsins. —Reuter. æðstu kommúnista fengu að vera viðstaddir. Vestrænir blaðamenn fengu ekki að koma nálægt at- höfninni, sem sagt er að hafi far- ið þannig fram að lesið var kvæði eftir Petöfi og síðan flutti Kad- ar ræðu og lagði blómsveig að fótstallinum. Frídagur var í skólum landsins í dag, en almennur vinnudagur. Hvergi hafa heyrzt neinar frétt- ir um fjöldasamkomur í Ung- verjalandi, enda voru þær bann- aðar og mikill viðbúnaður að hindra þær. Tugþúsundir manna höfðu verið handteknar síðustu daga. Sáez-skurðurinn opnaður 10. apríl KAIRO, 15. marz: — Raymond Wheeler yfirmaður ruðnings- sveita S.Þ. hefur tilkynnt að Súez-skurðurinn verði opinn öll- um skipum þann 10. apríl n.k. Sveitir S.Þ. vinna nú að því að hreinsa brott flakið af franska dráttarbátnum Edgar Bonnet, sem Egyptar sökktu í skurðinum. — Reuter. Tónleikar í Kristskirkju á sunnudagskvöld SUNNUDAGSKVÖLD 17. þ. m. verða tónleikar í Kristskirkju í Landakoti. Tónleikar þessir eru haldnir á vegum Félags ísl. organleikara — Musica sacra. Organleikari kirkjunnar, dr. Victor Urbancic, mun leika á hið vandaða orgél, sern byggt var af Frobeniusi nú fyrir nokkrum árum og er eitt stærsta hljóðfæri sinnar tegundar hér á landi. Þá mun og sex manna lúðra- flokkur leika ýmis andleg verk með eða án orgels. Samleikur orgels og blásturshljóðfæra er mjög vinsæll erlendis og mikið iðkaður, en lítt þekktur hér. Með al verkefna verða leikin þrjú sálmalög eftir Karl O. Runólfs- son í útsetningu fyrir orgel trompett, horn og básúnu, leik- in þannig í fyrsta sinni. Miðdepill tónleikanna verður þó nýtt verk eftir Þórarinn Jóns- son, orgelsónata, samin 1956. Allt verkið er byggt yfir gamalt j íslenzkt sálmalag: Upp á fjallið Jesúa vendi (frá 1747). Sálmur- inn er um fjallræðuna, sem tón- skáldið leitast við að skýra á sinn hátt, en í miðjunni stendur „Faðir vor“. Þórarinn Jónsson Samband bindindisfélaga í skólum 25 ára í dag I Colda falaði við Lawson JERÚSALEM, 15. marz: — ikömmu áður en Golda Meir agði af stað frá ísrael, ræddi hún lokkra stund við Edward Law- on, sendiherra Bandaríkjanna í srael. Er það álit manna, að íún hafi þar borið fram óskir im að fá viðtal við háttsetta full trúa bandaríska utanríkisráðu reytisins, strax og hún kemur restur um haf. —Reuter. DAG eru liðin 25 ár frá því að hér í Reykjavík var stofn- að Samband bindindisfélaga í skólum, en að því standa bind- indisfélög nemenda í framhalds- skólum bæjarins. Hefur sam- bandið frá öndverðu barizt fyrir reglusemi meðal skólaæskunnar, og á síðari árum hefur bindindis- starfsemin beinzt meira inn á þær brautir að vekja skólafólk til umhugsunar um skaðsemi tóbaksreykinga. Er í ráði að hefja um land allt baráttu gegn tóbaks- nautn æskufólks með stofnun landssambands. Stjóm Samb. bindindisfélaga í skólum hélt í gær fund með blaða mönnum og gerði þar nokkra grein fyrir starfi sínu, en fyrsta skólabindindisfélagið var stofnað í Menntaskólanum hér í Reykja- vík og var fyrsti formaður sam- bandsins Helgi Scheving frá Vestmannaeyjum, sem látinn er. Síðan hafa formenn þess verið 17 talsins, og er Hörður Gunnarsson nemandi í Verzlunarskóla íslands núverandi formaður. í ræðum, sem Hörður og Ás- geir Sigurjónsson fram'cv.stj. fluttu. sögðu þeir að fyrstu 10 árin hafi verið nær því sam- felld sigurganga fyrir þessi sam- tök, með stofnun bindindisfélaga í skólum um land allt. Næstu ár- in á eftir færðist deyfð yfir starf- semina. en nú sé S.B.F.S. vaknað á ný til starfs og hefur mjög látið til sín taka. Hefur nú kom- izt á lífrænt samstarf milli bind- indisfélaganna í skólunum og sambandsstjórnarinnar. Þannig hefur t. d. Vilhjálmur Einarsson íþróttakappi ferðazt milli skól- anna í Borgarfirði, á Akureyri og eins á Austfjörðum, og er í ráði að hann heimsæki skóla hér á Suð-Vesturlandinu, á Vestfjörð- unum, Skagafirði og á Suður- nesjum nú í vor. REYKINGAR AUKAST Hér í- Reykjavík hefur Sam- bandið fengið lækna til fyrir- lestrahalds í gagnfræðaskólun- um, en þar hafa þeir aðallega talað um skaðsemi tóbaksreyk- inga, en skólastjórar þessara skóla hér í Reykjavík, telja brýna nauðsyn bera til þess að reyna að hamla gegn vaxandi tóbaks- nautn í skólunum. Og sem liður í aukinni bar- áttu gegn tóbaksnautniimi er nú í undirbúningi stofnun landssam- bands til baráttu gegn tóbaks- nautn meðal æskufóiks í skólum landsins. Standa vonir til þes3 að úr þessu verði nú í vor. Þá upplýstu stjómarmenn SBFS. að nú væri leitað ráða til þess að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk ,sem ekki hef- ur aldur til, (21 árs) fái veitt vín í þeim samkomuhúsum, sem vínveitingaleyfi hafa, en á því hefur verið nokkur misbrestur, upplýstu stjórnarmenn. Kváðust þeir ekki vera að veitast að veit- ingamönnum, því oft væri erfitt að segja fyrir um aldur ungs fólks. FÖR VILHJÁLMS Vilhjálmur Einarsson erind- reki sagði frá árangri af ferðum sínum í skólana. Hann kvað það vera samdóma álit þeirra skóla- stjóra, er hann talaði við, að reglusemi væri meðal skólafólks- ins og færi vaxandi. Kvaðst Vil- hjálmur í þessum ferðum sínum og fyrirlestrum I skólunum hafa á það bent, að íþróttaiðkanir og hollt félagslíf væri vænlegast til árangurs í baráttunni, hvort heldur er gegn áfengis- eða tó- baksnautn. Það, sem staðið hefur Samb. bindindisfélaga í skólum fyrir þrifum, er að fram til siðasta árs hafði félagið lítið sem ekkert fé handa í milli, en nú hefur það fengið styrk frá áfengisvama ráði, og er það starfsemi sam- bandsins ómetanlegt. STJÓRN OG STARFSMENN í stjóm eiga nú sæti þeir Hörð- ur Gunnarsson, sem er formaður, Einar Már Jónsson, Gagnfræða- skóla Austurbæjar, Messiana Jónsdóttir, Kvennaskólanum, Jón Gunnlaugsson, Kennaraskólanum og Birna Bjömsdóttir, Kvenna- skólanum. Ásgeir Sigurgeirsson kennari, er framkvæmdastjóri þess. Þá hefur Þorvaldur Örn- ólfsson kennari verið eftirlits- maður saunbandsins og tengiliður milli stjórnar og félaganna í skól- unum, og loks er svo Vilhjálmur Einarsson erindreki þess. hefir hlotið verðskuldaða hylli fyrir tónsmíðar sínar, svo sem hinar snilldarlegu fúgur fyrir einleiksfiðlu, sönglagið Fjóluna og fleira. Mönnum mun því nokkur forvitni á að heyra þessa nýju tónsmíði hans. Síðast á efnisskrá tónleikanna er þáttur úr' orgelkonsert eftir Handel þar sem hornin munu leika hlutverk strengjasveitar- innar. Tónleikarnir standa í klukku- stund og er öllum heimill ókeyp- is aðgangur meðan húsrúm leyf- ir. Þeir hefjast stundvíslega kl. 9 síðdegis. — Höfuðborg Frh. af bls. 1. um, þar sem hin gamla höfuð- borg, Berlín er innilokuð á allar hliðar af rússneska hernáms- svæðinu. En fyrir nokkru ítrekaði sam- bandsþingið, að það teldi Berlin eina höfuðborg Þýzkalands. Lét það heldur ekki sitja við orðin tóm, heldur samþykkti það rausn arlega fjárveitingu til að hefja byggingu stjórnarhverfisins. Á BYGGINGASÝNINGU Byggingarframkvæmdum verð ur mjög hraðað og eiga þær að vera þáttur í alþjóðlegu bygg- ingasýningunni, sem opnuð verð- ur í Vestur-Berlín 6. júlí í sum- ar. Er þess vænzt, að þá þegar verði helmingur húsanna kom- inn undir þak og byrjað verði á þeim öllum. Er ætlun Þjóðverja að láta þessar byggingar túlka á áhrifamikinn hátt þann hraða, sem þýzkur byggingariðnaður ræður yfir. En gestum á bygg- ingasýningunni verður gefinn kostur á að fylgjast með fram- kvæmdum á þessu svæði, meðan á þeim stendur. ÞRÓTTMIKIL UPPBYGGING Endurreisn Vestur-Berlínar hefur gengið ákaflega hratt á síðustu árum. — Meðan i Austur-Berlin hefur lítið ann- að verið byggt en fáein skraut- hýsi að rússneskum hætti meðfram Stalin Allee, hafa glæsilegar nýtizku byggingar sprottið upp út um alla Vest- ur-Berlin. Frá því að einangr- un Berlínar lauk 1949 hafa 100 þúsund ný hús verið byggð þar, mörg þeirra stór f jölbýlishús. Á árinu 1956 einu voru byggðar um 30 þúsund íbúðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.