Morgunblaðið - 16.03.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. marz 1957 MORGVNBLAÐIÐ 3 Búnaðarþing óskar eflingar veðdeildar Búnaðarbankans Harmar oð rikisstjórnin fylgdi ekki tillögum millibinganefndarinnar Tillaga Jóns á Reynistað samþykkt f GÆR var afgreitt á Búnaðar- þingi frumvarp til laga um land- nám, ræktun og byggingar í sveit um. Fer ályktunin hér á eftir: Búnaðarþing hefir kynnt sér frumvarp til laga um landnám, ræktun og byggingar í sveitum, er Landbúnaðarnefnd neðri deildar Alþingis hefur sent til umsagnar með bréfi dagsettu 6. marz. í frumvarpinu er starfssvið landnámsins aukið allverulega og farið að óskum fyrri Búnaðar- þinga í ýmsum greinum, svo sem aukinn stuðningur við þá bændur er minnst tún hafa (samanber 38. gr.) og veitt fjárframlag til íbúðarhúsabygginga á nýbýlum (sbr. 26. gr.). Búnaðarþing mælir því ein- dregið með því, að frumvarp þetta verði samþykkt á yfirstand andi Alþingi og leggur sérstaka áherzlu á að það komi til fram- kvæmda árið 1957, eins og frum- varpið sjálft gerir ráð fyrir. EFLING VEÐDEILDAR BÚNAÐARBANKANS Einnig samþykkti Búnaðar- þing ályktun til ríkisstjórnar og Alþingis að sjá veðdeild Búnaðar- bankans fyrir nægilegu fé.. í sambandi við það mál, bar Jón Sigurðsson alm. á Reynistað fram svohljóðandi tillögu, er sam þykkt var með nafnakalli, með 11 atkv. gegn 9: TILLAGA JÓNS Á REYNISTAÐ „Búnaðarþing vottar nefnd þeirri, er skipuð var samkv. álykt un Alþingis frá 7. marz 1956, til að endurskoða nýbýlalöggjöfina o. fl., þakkir sínar fyrir störf hennar og tillögur um málefni landbúnaðarins, og fagnar þeim tillögum úr frv. milliþinganefnd- arinnar, sem ríkisstjórnin hefur tekið upp í frumvarp það, sem hér liggur fyrir. Jafnframt verður Búnaðarþing að harma það, að ríkisstjórnin skyldi ekki treystast til að fram- fylgja nema að nokkru tillögum milliþinganefndarinnar, eins og þær voru lagðar fyrir landbún- aðarráðherra, og þar með slá á frest að miklu leyti aðkallandi eflingu veðdeildar Búnaðarbank ans, sem var ætlað að stuðla að því, að bændur og bændaefni gætu eignazt jarðnæði og komið sér upp nauðsynlegum bústofni, svo þeir þurfi ekki að hrökklast úr sveitum af þeim sökum. Búnaðarþing leggur því alveg sérstaka áherzlu á, að landbún aðarráðherra leggi áðurgreint frumvarp milliþinganefndarmnar um eflingu Veðdeildarinnar, að því leyti, sem ákvæðum þess er ekki fullnægt, fyrir yfirstandandi Alþingi til afgreiðslu og sam- þykktar“. DAGSKRÁRTILLAGA felld Undir þessum umræðum bar Jóhannes Davíðsson fram dag- skrártillögu er felld var með 11 atkv. gegn 9 og var hún svo hljóðandi: „Vegna þess að ályktun jarð' ræktarnefndar á þingskj. nr. 81, hefir verið samþykkt og fyrir Búnaðarþingi liggur tillaga alls- herjarnefndar & þingskjali nr. 73 og engu andmæli mætt og einnig er samþykkt, sér Búnaðarþing ekki ástæðu til að samþykkja framkomna ályktun á þingskjali nr. 87, er fjallar um mál framan- greindra ályktana, svo að óþarft er að gera sérstaka sameiginlega ályktun um sömu mál og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá". SKIPTING BÚNABARMÁLA- SJÓÐS Þá las framsögumaður fjár- hagsnefndar, Guðmundur Jóns- son á B[vítárbakka yfirlit yfir tekjur og gjöld Búnaðarmálasjóðs framl. 1955, sundurliðað eftir bún aðarsamböndum. Fer skýrslan hér á eftir : Tekjur: Bs. Kjalarnesþings kr. 106.274.76 — Borgarfjarðar.... — 150.662,09 — Snæfellinga — Dalasýslu ., — Vestfjarða . — 46.607,55 — 10.115.86 — 78.661.86 — Strandamanna .. — V-Húnvetninga — A-Húnvetninga ■— Skagfirðinga .. — Eyjafjarðar .. .. — S-Þingeyinga .. ■— N-Þingeyinga .. — Austurlands.. .. ■ A-Skaftfellinga - Swðurlands.... 33.019.61 56.456.77 59.261.55 94.710.21 190.109.60 78.225.73 38.361.98 58.291.51 3.735.97 455.626.59 Kr. 1.460.121.64 Uppreisfin í eyðimörkinni Gjöld: Greitt Stéttarsamb. bænda.............kr. 700.858.41 Greitt Búnaðarfélagi íslands.............— 700.858.41 Kostnaður Framleiðslu- ráðs.............. — 58.404.82 Kr. 1.460.121.64 Pólitískt nefndarbákn veröur framleiðslunni ekki til gagns Enn rætt um útflutning sjávarafurba og frv. kommúnistaráðherrans FRAMHALD 1. umræðu um sölu og útflutning sjávarafurða fór fram í Efri deild í gær. Urðu um málið allmiklar umræður. Jón Kjartansson benti m. a. á að frumvarp þetta væri ekki fram komið vegna þess að ráð- herra skorti lagaákvæði til skip- unar þessara mála að eigin vild, enda hefði ráðherra viðurkennt það. Af þessu mætti sjá að þetta væri aðeins sjónleikur. Þá benti Jón á að Samband ísl. samvinnu- félaga -íefði tilkynnt fyrir fyrsta marz s.l. að það myndi halda áfram að vera meðlimur í S.Í.F. enda þótt það hefði áður vitað um frumvarp þetta, og að sam- kvæmt því hefði það getað gert ráð fyrir að verða annar aðal- aðili að útflutningi saltfisks. — Benti Jón á þetta vegna fyrri um- mæla Lúðvíks Jósefssonar um að það ákvæði félagslaga S.Í.F. um að úrsögn fyrir 1. marz væri dauður lagabókstafur, sem aldrei hefði verið framkvæmd- ur. Sigurður Bjarnason benti á að Lúðvík Jósefsson hefði farið með staðlausa stafi er hann ræddi um útflutning saltfisks á s.l. ári og talað um að hann I'.efði verið 50 þúsund tonn. Hefði ráðherra viljað með þessu sanna að fundur sá, sem haldinn var í SÍF til mót- mæla þessu frv. hefði verið illa sóttur og aðeins lítill hluíi at- kvæða þar komið fram. Hið sanna í málinu væri það að heild arútflutningur á saltfiski hefði verið tæp 42 þús. tonn, en hefði verið áætlaður um 37 þús. tonn. Á fundinum hefðu því mætt full- trúar yfirgnæfandi m«ár:hluta saltfiskframleiðenda í landinu. Á vegum þeirra hefðu verið flutt út um 27 þús. tonn. Þá hefði ráðherra blandað inn í þetta „lausn ríkisstjórnarinnar“ á efnahagsmálunum fyrir jólin. Allir sæju að þar væri ekki um neina frambúðarlausn að ræða, hvorki fyrir útveginn né ’ aðrar atvinnugreinar. Sannleikurinn x þessu máli væri hins vegar sá að frumvarp þetta væri einn liðurinn í að 'auka áhrif kommúnista á útflutn- ingsverzlunina. Ætlunin væri að setja upp með samþykki Alþingis pólitískt bákn, sem væri engum til þurftar. Hér væri haldið inn á mjög varhugaverða braut með því að ríkisstjórnin hæfi stríð við framleiðendur sjávarafurða. Sannaðist það gleggst á mótmæl- um þeirra gegn frumvarpinu. Lúðvík Jósefsson svaraði og gerði ráðstafanirnar frá því fyrir jólin að umtalsefni. Þá kvaðst hann hafa fengið töluna um að útflutningur á saltfiski s.l. ár hefði verið um 50 þús. tonn með því að umreikna fullverkaðan saltfisk í óverkaðan saltfisk. Hann kvað það liggja ljóst fyrir að þegar til framleiðslunnar væru færðar 160—180 millj. kr. þá yrðu einhverjir að borga, hins vegar kæmi það ekki fyrst og fremst niður á alþýðunni að þessu sinni. Hann sagði og frá því að efnahagsmálatillögurnar hefðu í vetur verið lagðar lið fyrir lið fyrir verkalýðssamtökin og þau hefðu samþykkt þær í öllum greinum. Nokkrar frekari umræður urðu um málið og tóku þá til máls Sigurður Bjarnason og Lúðvík Jósefsson. Upplýsti Lúðvík í þeirn um- ræðum vegna fyrirspurnar Sig- urðar Bjarnasonar að hreint ekk- ert gagn hefði verið að álitsgerð- um þeirra erlendu sérfræðinga, sem ríkisstjórnin hefði fengið hingað til lands á s.l. sumri til þess að gera tillögur um lausn efnahagsmálanna. Kvað hann bezt að segja þennan sannleika eins og hann væri. m' Wj i yj'fysr-/ ^ Á s— Béchar. J ALSIR/ kopjr AA jNtf* FRANSKA , VEStUR.*AFR.ÍkA *i**#4- &AMÍIA SIKARA V* uintiflói ÞJÓÐUM, sem brjótast til sjálf- stæðis með öflugri þjóðernisbar- áttu, reynist oft erfitt að beizla þjóðerniskenndina, þegar settu marki er náð — og færa þær sig þá upp á skaftið og gera kröfur til nærliggjandi landa eða hér- aða. Þannig er það með Indónesiu, sem nú krefst helmings Nýju Guineu. Egyptar höfðu varla sagt skilið við Breta, er þeir kröfðust yfirráða í Súdan — og þannig mætti lengi telja áfram. Nú hefur Marokko bætzt í hóp- inn. Ekki er liðið nema um eitt ár síðan þeir losnuðu undan yfir- ráðum Spánverja og Frakka — en nú krefjast þjóðemissinnar í Marokko hluta Sahara-eyðimerk- urinnar, landsvæðis, sem er á stærð við Vestur-Evrópu. ★ ★ ★ Þjóðernissinnar í Marokko byggja kröfur sínar á því, að Al- moravide konungsættin, sem þeir telja til forfeðra sinna, ríkti fyrir 900 árum yfir stóru landssvæði — allt frá Gíbraltarsundi til Sene- gal í Nigeriu. Nú ráða Marokko- búar einungis yfir fimmta hluta hins forna konungsríkis. Hinum hlutanum er skipt milli hins spanska Rio de Oro, Alsir, Frönsku Vestur-Afríku og Súdan. Allt landssvæði þetta er nakin eyðimörk að imdanskildri strandlengjunni. Hins vegar er hér að finna málma í jörðu — og hafa Frakkar eytt þarna miklu fé í rannsóknir og málmleit 4 undanförnum áratugum, en námu gröftur er hvergi hafinn í stórum stíl. ★ ★ ★ Sahara er strjálbýl svo sem nærri má geta, því að víðast hvar er þar lítt lífvænlegt. En með fólkinu, sem þar lifir, og Ma- rokkobúum er eitt sameiginlegt. Það er múhameðstrúar. Og þetta hafa. léiðtogar þjóðernissinna i Marokko notað óspart til þess a8 hvetja Marokkobúa til þess aS láta til skarar skríða — og taka Sahara herskildi. ★ ★ ★ Leiðtogar þjóðernissinna hrópa: „Okkar ménning er menning Sa- hara. Okkar trú er trú Sahara". Og til þess að stappa stálinu f vígreifa Marokkomenn er hald- ið áfram: „Styrjöldin um Sahara er hafin. Við verðum að vinna hana. Við erum svikarar éf við töpuxn einu korni af söndum Sahara.“ Og herferðin er hafin. Þjóð- ernissinnaherinn, sem nú á ekki lengur í höggi við Frakka í Ma- rokko, er farinn. af stað suður á bóginn til Rio de Oro og Mauri- tania í Frönsku Vestur-Afriku. Síðustu dagana hafa borizt fregn- ir þess efnis, að heyflokkar þess- ir hafi ráðizt á franskar útvarð- stöðvar. Nokkrir Frakkar hafa fallið — og í síðustu viku bárust 1 m. a. þær fregnir, að Frakkar hefðu misst 22 hermenn í bardaga skammt norður af Trínquet-virk- inu. Franskur herforingi á þess- um slóðum lét á dögunum svo um mælt, að hann óttaðist ekkert um hina hernaðarlegu hlið málsins, en öðru máli gegndi um stjórn- málahliðina. Hreindýr falla úr hor eftir 6-7 vikna jarðbann FRÉTTARITARI Mbl. á Egilsstöðum símaði í gær, að norður í Hróastungu hafi menn fundið dauð hreindýr, sem fallið hefðu vegna hins algjöra hagleysis sem verið hefur um allt Hérað síðast- liðnar sex til sjö vikur. Hreindýr eru komin allt út undir sjó, beggja vegna Lagar- fljóts. Rjúpan er cirinig tekin að' hópa sig hér heima við húsin í görðunum og óttast menn að hennar bíði einnig fellir ef slíkt bjargarleysi helzt enn um hríð. Snjór er mikill og jafnt yfir allt Hérað og eru samgöngur all- ar á landi meira og minna teppt- ar. Vegna þess hve „snjólagið“ er slæmt gengur beltissnjóbíl mjög erfiðlega að halda ferðum hér á milli Egilsstaða og Seyð- isfjarðar og er hann stundum 8 —13 tíma á leiðinni, en 25 km eru héðan til Seyðisfjarðarkaup- staðar. f gær brutust jarðýtur yfir Fagradal, er þær fóru með bygg- ingarefni til Grímsárvirkjunar. Einnig í gær kom hingað frá Reykjavík flugvél og lenti hún um kl. 10 í gærkvöldi, er flug- völlurinn hafði verið ruddur. — Hér hefur ekki snjóað sl. tvo sól- arhringa. ★ ★ ★ Ef til vill hefur hershöfðinginn rétt að mæla. Stjórnmálaþróunin er mjög ískyggileg fyrir Frakka, en hún er í stuttu máli þessi: íbúar Mauritaniu kjósa einn fulltrúa til franska þingsins. Fyr- ir 10 árum sendi Mauritania á þing mann að nafni Horma Ould Babana, sem bauð sig fram fyrir sósíalista. Sá hefur setið á þingi þar til kosningar fóru fram s.l. ár, að harðasti keppinautur hans bar sigur úr býtum. Babana reyndi að ógilda kosninguna, en árangurslaust. Reyndi hann þá að afla sér skattstjóraembættis í Frakklandi, en sú tilraun mis- heppnaðist einnig. Afleiðingarn- ar urðu þær, að Babana venti sinu kvæði í kross og gerðist taumlaus Frakkahatari. Gerðist hann leiðtogi hinnar svonefndu „Marokko-hreyfingar". ★ ★ ★ Frakkar urðu nú uggandi um sinn hag og vildu fyrir allan mun reyna að komast að samkomulagi við Marokkobúa, sem þeir voru nýbúnir að veita sjálfsstjórn. — Fyrir hálfum mánuði síðan gerði stjóm Marokko Frökkum tilboð um að hefja samningaviðræður um framtíðar-landamæri Sahara. En emni viku síðar hóf E1 Fassi, leiðtogi „Istiqlal“, þjóðernis- sinnaflokksins í Marokko, útgáfu vikurits, sem nefnist „Hin marok- kanska Sahara". Er þetta áróð- ursrit, sem ætlað er að vinna að því að frelsa „Sahara okkar", eins og þjóðernissinnamir kom- ast að orði. Vegabréfsárilun til Tékkóslóvakíu NOKKUR íslenzk blöð hafa skýrt svo frá, að íslendingar þeir, sem áhuga hafa á að fara skemmti- ferð til Tékkóslóvakíu skuli snúa sér til sendiráðs Tékkóslóvakíu varðandi upplýsingar o. fl. Sendi- ráðið vill benda á, að Ferðaskrif- stofan Orlof og Ferðaskrifstofa Ríkisins hafa beint samband við tékknesku ferðaskrifstofuna Cedok. Þess vegna ættu þeir, sem áhuga hafa á því að ferðast til Tékkóslóvakíu, að snúa sér beint til þessara aðila viðvíkj- andi öllum upplýsingum u«n skemmtiferðalög þangað. — Skemmtiferðamenn geta einnig fengið vegabréfsáritun gegnum þessar ferðaskrifstofur eða beint frá tékkneska sendiráðinu, Skólavörðustíg 45. (Frá sendiráði Tékkóslóvakíu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.