Morgunblaðið - 16.03.1957, Qupperneq 9
Laugardagur 16. marz 1957
MORCVNBLAÐIÐ
Ö
Æ skulýbsmótið
í Moskvu
AI.IXANGT er síðan áróðurs-
deild rússnesku stjórnarinnar i
Moskvu tilkynnti að næsta
„heimsmót æskunnar" eins og
það var orðáð, skyldi haldið i
Moskvu nú í sumar.
Siðan hafa aiþjóðasamtök
heimsæskunnar, en það eru
samtök ungkommúnista, gefið út
tilkynningar um mótið og látið
þess getið að öllum ungum mönn-
um sé heimilt að sækja mótið án
tillits til stjórnmálaskoðana. Hér
á landi hefur boðskapurinn verið
tekinn upp af samvinnunefnd
heimsæskunnar, sem er deild
úr Æskulýðsfylkingunni, skipuð
eintómum. línukommúnistum. Er
þegar hafinn áróður hér i Reykja
vík og úti á landi fyrir því að
unglingar haldi á þeirra vegum
austur tíl Moskvu. Og í orði
kveðnu er iátið að því liggja að
hér sé um ópólitíska ferð að
ræða, sem aliir megi taka þátt í
og sé aðeins farin til þess að efla
frið og auka sáttfýsi þjóða og
manna í milli. Gegn stríði fyrir
friði!
Þetta er hin mesta blekking.
Og það er kominn tími til að
vekja athygli ungra manna, hvar
í flokki sem þeir standa, á því
að þessi samtök, sem næstu vik-
urnar munu reyna að smala sem
flestum auðtrúa sálum til Rúss-
landsfarar eru aðeins einn ang-
inn af gífurlegum áróðurssamtök
um, sem kommúnistar reka á
sínum snærum um heim allan.
Tilgangur kommúnista með
þvi að eyða hundruðum milljóna
rúblna í það að greiða ferða-
kostnað æskufólks til Moskvu er
aðeins sá einn að reyna að hafa
áhrif á það i pólitísku tilliti,
gera það hliðhollt Sovétríkjun-
um. Gengið er á það Iagið að út-
þrá býr i brjóstum flestra ungra
manna og ódýrar ferðir til fjar-
lægra landa freista þeirra alla
jafnan.
En hvað skyldi vera svo merki
legt að sækja til Moskvu? Skyldu
kommúnistar vilja kenna ungum
Islendingum, þeim, sem austur
fara í sumar hvernig á að berja
niður byltingar? Skyldu þeir
segja þeim söguna af því hvernig
beita á skriðdrekum gegn vopn-
lausri alþýðunni, eins og þeir
gerðu i Búdapest rétt fyrir jólin
í vetur? Skyldu þeir vilja skýra
ungum íslendingum frá því
hvaða rétt rússneskir sjómenn
og verkamenn hafa til þess að
fara i verkfall? Skyldu þeir leiða
Jslendinga um stærstu fanga-
búðir veraldar til þess að Iáta
þá dást að aðbúnaðinum þar?
Skyldu þeir hvísla í eyru þeirra
eannleikanum um hvarf sænska
hugsjónamannsins Wallenstein
•ða danska fólksþingsmannsins?
Islenzkur æskulýður veit full-
vel að ferð á æskulýðsmót í
Moskvu þjónar aðeins einum til-
gatigi: að efla kommúnista í und-
irróðurstarfi sínu og fá þeim
vopn i hendur til sóknar gegn
Jýðræðishugsjónum Islendinga.
Og straumurinn hefir þegar
■núizt gegn þeim. Hver kosninga
ósigurinn á fætur öðrum í verka-
lýðshreyfingunni, og 93 sálir
komu tll þess að fagna síðasta
þyltingarafmælinu á Hótel Borg!
Islenzk æska hefir öðru að
•Inna en ganga í sumarskóla
■ustur í Moskva í starfsaðferð-
■m kommúnista, þar sem böðl-
arnir frá Ungverjalandi sitja á
kennarastól.
í gær, 15. marz, var þjóðhátiðardagur Ungverja. Undanfarna mán-
uði hefur þessi litla þjóð háð baráttu fyrir frelsi sínu og mann-
réttindum af einstakr; hugdirfð. Það er von og írú hins frjálsa
keims, að þessari hetjuþjóð takist innan tíðar að hrista af sér
hlekki hinna kommúnísku böðla. Myndin hér að ofan er af styttu
þjóðskálds Ungverja, Petöfi. Stúdentar svcrja þess eið við styttu
hans að berjast fyrir frelsi oi; sjálfstæði þjóðar sinnar.
I
Þeir gera gorðiiui írægon
FÉLAGSFRÆÐING UR
Á FERÐALAGI
SÍÐAN framsóknarmenn hættu
að láta sér nægja að bjarga þjóð-
inni og fóru að snúa sér að því
að bjarga heiminum líka, hefur
Bréfaskóli SÍS ekki haft við að
útskrifa diplomata til þess að láta
ljós sitt skína meðal annarra
stórmenna heimsins. Það var til
dæmis ekkí amaleg búbót fyrir
heimsmenninguna að fá sjálfan
Hannes félagsfræðing í fangið.
Mun sá skerfur framsóknar-
flokksins til heimsmenningar-
innar lengi halda nafni flokksins
á loft í menningarsogunni.
UNDRABARN HJÁ
SAMEINUDU ÞJÓÐUNUM
Ekki var heldur alveg ónýtt
fyrir samkundu þjcðanna í New
York að mega setjast við fótskör
meistarans Hermannskundar og
nema af honum þau vísindi, sem
hann hefur saman safnað á löng-
um og ströngum skóla lífsins. —
Enda hefur ekki ósterkari mað-
ur en Hermann sjálfur lýst því
yfir, að ekkert væri Sameinuðu
þjóðunum eins nauðsynlegt að
hafa við hendina eins og raf-
magnsfræðing, nema ef vera
skyldi hoffmennsku og sannleiks-
ást Tíma-Tóta. Ér gott til þess
að vita, að ungum mönnuro
skuli veitt svo makleg tækifæri
til að koittast áfram í heminum
fyrir sakir gáfna og hæfileika og
einskis annars.
SKREIDARBUISNÉSS Á
GULLSTRÖNDINNI
Það mátti ekki minna vera en
að við íslendingar heiðruðum
frændur okkar á Gullströndinni
með nærveru okkar, þegar hinir
siðarnefndu komust í fullvalda
ríkja tölu með pomp og pragt.
Svo mikið var líka við haft að
„maðúr með háu Samvinnuskóla-
prófi“ var búinn út með nesti úr
kaupfélaginu og nýja Gefjunar-
skó, öllum góöum Bréfaskóla-
mönnum, ' sem töldu sig sjálf-
kjörna til slíkrar farar, til mik-
illar gremju. Ekki var talið saka,
að góðra bónda sið, að stinga
pöntunarlista frá kaupfélaginu í
púss sendimannsins, því að aldrei
er að vita nema þarlandsmenn
kunni að vanhaga um eitthvert
lítilræði, eins og til dæmis skreið-
arugga, og þá væri sjálfur yfir-
kaupfélagsstjórinn náttúrlega vís
til að gauka að þeim einhverri
smávegis úttekt. Það var líka mál
til komið, mun margur mæla, að
samvinnuhugsjónin bærist til
Gullstrandarinnar.
ER FRAMSÓKNARKÚLTÉR
ÚTFLUTNINGSVARA?
Já, Framsóknarmenn munu
sannarlega ekki láta sitt eftir
liggja til þess að hróður íslenzkr-
ar menningar og íslenzkrar
ski-eiðar bérist um veröld víða.
Að minnsta kosti ætti skreiðin
ekki að þurfa að örvænta, hvern-
ig sem fer um aumingja menn-
inguna.
AÐALFUNDUR Heimdallar
verður í Sjálfstæðishúsinu
24. marz n. k.
Staðsetning Húsmæðrakenmara-
skóla Islands
þjóðarinnar eru staðsettcir sé1 í
mest úrval sérfræðinga.
Nýlega hefur verið flutt á Al-
þingi frumvarp til laga um breyt
ingu á lögum um menntun kenn-
ara, en hliðstætt frumvarp var
flutt á Alþingi 1953 og 1954.
Tilgangurinn með flutningi
þessa frumvarps er sá, að flytja
Húsmæðrakennaraskóla íslands
burt úr Reykjavík og norður til
Akureyrar, en skólixm hefur ver-
ið húsnæðislaus síðan í haust.
Húsnæði Húsmæðraskóla Akur-
eyrar stendur hins vegar autt, og
er þingmönnum Akureyrar því
umhugað um að nýta það hús-
rúm á einhvern hátt.
Mjög hafa orðið skiptar skoðan
ir um mál þetta á Alþingi og var
frumvarpið fellt í Efri deild á
mánudaginn var, enda hafði
menntamálanefnd leitað álits
skólanefndar og skólastjóra Hús-
mæðrakennaraskóla íslands um
málið og töldu bæði nefndin og
skólastjóri, að það yrði skólanum
til tjóns, ef hann yrði fluttur frá
Reykjavík til Akureyrar. í sama
streng tók nefnd frá nemenda-
sambandi Húsmæðrakennaraskól
ans og sendu þessir þrír aðilar
menntamálanefnd álitsgerðir sín
ar ýtarlega rökstuddar. Segir þar
að í höfuðstaðnum sé mest völ
færustu kennara í þeim greinum
sem kenndar eru í skólanum. Um
þetta er þarflaust að deila og er
engri rýrð þar með kastað á þá
ágætu kennara, sem á Akureyri
starfa, eins og sumir virðast á-
líta. Þetta leiðir einfaldlega af
því, að hér er þessi stétt svo
miklu fjölmennari og úrvalið því
meira, enda eðlilegt, að þar sem
flestar æðstu menntastofnanir
Þá er og á það bent, að hvergi
á landinu eru jafn fullkomin skil-
yrði til vei'klegra æfinga í nær-
ingárefnafræði og í Reykjavík,
en þær hafa farið fram í Háskóla
Islands og telur skólastjórinn í
skýrslu sinni, að þetta sé afar
mikilvægur þáttur kennslunnar.
í Reykjavík einni eru nægilega
mörg skólaeldhús til að nemend-
ur Húsmæðrakennaraskólans fái
þá kennsluæfingu sem þeim er
nauðsynleg í þeim efnum.
Húsmæðraskóli Akureyrar hef
ur staðið auður á undanförnum
árum, og stafar af því, að nægi-
lega margir nemendur hafa ekki
fengizt til .að sækja hann. Það er
því næsta ólíklegt. að frekar sé
hægt að halda þar uppi kennara-
skóla. Einn alþingismaður lét og
í ljós í ræðu um frumvarp þetta,
að Akureyringum væri sæmra
að snúa sér að því að vekja á-
huga ungmeyja þar á húsmæðra-
skólanum, enda er næsta undar-
legt, að ekki skuli hafa tekizt að
fá skólann sóttan.
Ég fæ ekki séð, að þau rök
nægi fyrir flutningi skólans, að
hús standi autt og ónotað norður
á Akureyri. Flutningsmenn frum
varpsins hafa hamrað mikið á
því, að mótspyrnan gegn því
væri runnin undan rifjum
Reykvíkinga, og að þeir vildu
hafa alla skóla í Reykjavík.
Þetta er auðvitað mesti misskiln-
ingur og sýnir atkvæðagreiðslan
Efri deild um daginn þetta
gleggst, þar sem fimm af þeim
sex þingmönnum sem frumvarp-
ið felldu fara með umboð strjál-
býlisins á Alþingi.
Þá hefur afstaða manna til
málsins ekki mótazt af stjórn-
málaskoðunum, og skemmst að
minnast þess, hve ötullega fyrr-
verandi þingmaður Akureyringa,
Jónas Rafnar, hefur barizt fyrir
þessu máli.
Ég hef nú leitazt við í fáum orð
um að telja nokkur þeirra raka,
sem fram hafa verið flutt gegn
flutningi Húsmæðrakennara-
skóla íslands frá Reykjavík, en
það sem aðallega kom mér til að
stinga niður penna um þetta mál
og það sem helzt snýr að mér
persónlega er þetta:
Frá því að Húsmæðrakennara-
skóli íslands var stofnaður hafa
nemendur hans kennt nemendum
Hjúkrunarkvennaskóla íslands
tilbúning sjúkrafæðu í æfinga-
kennslu. Forstöðukona Hjúkrun-
arkvennaskólans hefur hins veg-
ar kennt nemendum Húsmæðra-
kennaraskólans undirstöðuatriði
í hjúkrun. Hygg ég, að ekki þurfi
að skýra nánar, hve mikla þýð-
ingu þetta samstarf hefur fyrir
báðar þessar stofnanir.
Að endingu leyfi ég mér svo að
vitna til niðurlags umsagnar
þeirrar, er skólanefnd Hús-
mæðrakennaraskóla íslands
sendi menntamáladeild Efri deild
ar Alþingis, en þar segir svo:
„Hvergi annars staðar á land-
inu eru hæfilegar aðstæður til
slíks skólahalds, og allar líkur
benda til, að ekki muni fást nægi
legur nemendafjöldi til að sækja
skólann, verði hann staðsettur
utan Reykjavíkur. Verði skólinn
settur niður utan höfuðborgar-
innar, er sýnt, að hann mundi
annaðhvort leggjast niður með
öllu eða í bezta falli verða að
starfa við miklu lakari aðstæður
en hægt er að búa honum í
Reykjavík, og væri hvort tveggja
stói-t skref aftur á bak, og hljóta
allir, sem unna aukinni og bættri
húsmæðrafræðslu í landinu, að
harma það, ef slíkt yrði hlut-
skipti Húsmæðrakennaraskóla
íslands".
'ljúkrunarnemi.
á
Akranesi
„ÞÓR“, félag ungra Sjálfstæðis-
manna á Akranesi hefir starfað
ötullega í vetur. Fyrir eigi all-
löngu síðan hélt félagið fund,
þar sem til umræðu voru bæjar-
mál og höfðu tveir bæjarfulltrú-
ar framsögu. Var sá fundur ágæt-
lega sóttur.
Hálfsmánaðarlega hefir félagið
gengist fyrir spilakvöldum og
hefir aðsókn a8 þeim verið með
miklum ágætum. í ráði er að
halda árshátíð félagsins innan
skamms.
Stjórn „Þórs“ skipa þessi:
Jón Ben. Ásmundsson, form.,
Guðjón Guðmundsson, gjaldk.,
Guðmundur Jónsson, ritari, Jón-
ína Þorgeirsdóttir, Margrét Ár-
mannsdóttir, Gunnar Davíðsson
og Hörður Jóhannesson.