Morgunblaðið - 16.03.1957, Side 12

Morgunblaðið - 16.03.1957, Side 12
32 MORCVNBLABIÐ Laugardagur 16. marz 1957 Hvert á að sigla í sumarleyfinu? Til hvítia boðstiando 09 pólmolunda d Spóni — segir Ásbjörn IVIagnusson í viðtaii um hvernig ekki á að ferðast ÞA Ð er fariö að hlýna í lofti, sólin gengur æ hærra á himinhvolfinu og þá vakna hugsanirnar um það hvar á jörðu dýrmætustu dögum ársins, sumarleyfinu, skuli ey'tt að þessu sinni. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og það er góður siður að skipuleggja sumarleyfið snemma, einkum ef halda á til fjarlægra landa. í erlendum blöðum og tíma- ritum eru þegar hafnar bollaleggingar um verðlag og ágæti þessa landsins fram yfir hitt, og líklega eru að minnsta kosti 8000 íslendingar séu um þessar mundir að velta því fyrir sér hvor séu betri, Suðurlönd eða Norðurlönd, haðstrend- ur eða fjaflahéruð til heimsóknar þær þrjár vikur, sem maöur varpar af sér gráum hversdagsleikanum og hverfur á AHadínsteppi út um víða veröld. Allir geta ferðazt þeir peningana) — en það er galdur að ferðast vel. Og þess vegna hitti ég Ásbjörn Magnússon, forstjóra Orlofs, nýlega að máli, en hann þekki ég margfróðastan um ferðalög í lofti og á láði og legi og spurði hann livert hann mundi helzt ráðleggja okkur að fara í sumarleyfinu, hvernig væri bezt að ferðast og hvernig ætti ekki að ferð- ast. — að Ifyrra las ég í Berlingi, Danir hefðu verið kjörnir óvinsælustu férðamenn álfunn- ar á ársþingi ferðaskrifstofu- stjóra. Og það fyrsta sem ég spurði Ásbjörn um, var hvort ís- lendingar væru þar nokkurs staðar í nánd við frændur sína. En fyrir það þvertók Ásbjöin. Öðru nær, sagði hann. íslend- ingar eru mjög vinsælir ferða- menn, þótt sumum ltunni ef til vill að koma það nokkuð á óvart. Þeir eru kurteisir í ferðalögum J sínum, forðast alla áengni, sem stundurn einkennir ferðamenn frá hinum Norðurlöndunum, eru litlir hávaðamenn og gefa ríflegt þjórfé. Og drykkjuskapur fyrir- fiimst enginn. Þó vil ég taka það fram, að þegar ég segi þetta á ég fyrst og fremst við hópferðirnar, segir Asbjöm, því þær þekki ég bezt. Já, drykkjuskapur fyrirfinnst enginn. í>að er önnur öidin nú eða eftir stríðið. >á fóru íslend- ingar til útlanda mai-gir hverjir, en komu heim aítur litlu íróðari um útlöndin en miklu nákunn- ugri Bakkusi. Og þá voru þeir kunnir fyrir veizluhöld og eyðslu semi, einkum í Kaupmannahöfn. En þegíu- ég segi diykkjuskap- ur, á ég ekki við það, að menn smakki ekkj vín á ferðalögunum. Sei, sei, jú. En það er allt hcílegt (eigi °g hógiegt, engin vandræði eða ' ofneyzla. Einn maður er ávallt vinsæl- astur hjá þjónum um allan heim, og á alúð þoirra óskipta, hug og hjarta hvert sem hann fer. Það er sá sem ríkulegt þjór- fé gefur. Og i þeim hópi eru ís- lendingar. I>eir eru ósínkir og gjöfulir, án þess að vera nokkr- ir óhófsmenn á því sviði. En á slíkum mönnum, sem veiía fimm þúsund liru seðlunum eins og dætur þeirra Spánarkeyptum blævængjum, hafa þjónar undir niðri mestu fyrirlitningu. Það er merki þess, að maðurinn er annað hvort eyðslusamur auð- kýfingur eða nýríkt flón, og hvorugur er liklegur til þess að kunna að meta hina hárfínu list þjónsins, sem starfa sinn kann til hlítar. SuðurlÖndin sölhýru — Kallar þú ísiendinga ferða- mannaþjóð? —Já, og það meira en litia. Ásbjörn Magnússon stífla spryngi, það var eins og þúsundir manna þjáðust af inni- lokunarkennd og yrðu að komast til útlanda og fá loft undir vængi. En merkilegt er að á árun- um eftir heimsstyrjöldina var eins og heimur íslenzka skemmti ferðamannsins væri bundinn við Norðurlöndin, England og í»ýzka- lend. f>að er ekki fyrr en á seinni árum sem menn eru famir að gera sér Ijóst að Euðurlönd eru dýrlegur aldingarður og leik- völlur skemmtiferðamannsins — og hræódýrt þar að auki. — Hvert telur þú að íslend- ingar ættu helzt að sækja í sumarleyfinu? —- Til Spánar og Belerisku eyjanna í Miðjarðarhafinu, Mall- orca og Minorca. Að ógieymdum Kanarieyjunum og Spönsku Marokkó. Og ástæðurnar fyrir því að ég segi þetta eru þessar: í fyrsta lagi hljótum við að sækjast eftir þvi erlendis sem frábrugðið er þjóðháttum og iandslagi hér á iandi. f>ar er Spánn ævintýralandið. Geysi- San Sebastian, ein mesta baðströnd Spánar. En þó ferðast þeir ekki eins mik- ið og aðrar Norðurlandaþjóðir. Eftir styrjöidina var eins og íslendingar í hópferð í Róm. Ódýrasti ferðamátinn. margt er þar fróðlegt og gimilegt fyrir ferðamanninn, ágætt loft, aldagömul menning, iðilfagurt iand (og konur) einhverjar beztu baðstrendur álfunnar og miklar andstæður í náttúrufari, svo eitt- hvað sé nefnt. Bezt er að fara til 'Spánar frá marzlokum til júníloka, ef maður hyggst dveljast við ströndina. Og svo aftur þá í september, en uip hásumarið verður of heitt. Uppi á hásléttunni, þar sem Madrid stendur, er ágætt loftslag allt sumarið. f öðru lagi er Spánn ódýrasta land Evrópu. f>ar er hægt að búa á venjulegu gesta- heimili fyrir um það bil 150— 200 peseta á dag, fæði og hús- næði, en pesetinn er 42 aurar. Og ekki spillir það að ætla má, að gjaldeyrisyfirvöldunum komi betur að íslendingar fari fram á spánskan farareyri, þar sem við- skipti landanna eru mikil á jafnvirðisgrundvelli. Ströndin Miðjarðarhafsmegin frá Frakklandi er nefnd Costa Brava og stendur Barcelona fyr- ir henni miðri. Það er hin ágæt- asta baðströnd með litlum, lit- ríkum skemmtilegum fiskimanna þorpum, óspilítum af peninga- straumi og gistihúsaglaumi. Hin- um megin, á ströndinni, Atlants- hafsmegin, eru hins vegar bað- staðir, sem mikið eru sóttir af auðkýfingum hvaðanæva að, þar er skemmtanalífið mikið og fjöl- breytt og mun líkara frönsku Rivierunmi en Costa Brava, sem enn er nær óspillt og varðveitir enn sín spönsku séreinkenni. Þessir tveir staðir eru ágætir þeim sem vilja eyða sumarleyfi á ströndinni, synda og baka sig í suðrænni sól. Madrid er mjög fögur borg, og ~ðrar borgir Spánar geyma forna menningu og bera vitni fjölskrúð- Mariáslce Lázné og Karlsbad, sem upp á nýja móðinn nefnist nú Karlovyvary. ítalía og Grikkland verða einn- ið ávallt vinsæl ferðamanna- lönd, einkum fyrir þá sem vilja leggja stund á að kynna sér lista- og menningarsögu Evrópu frá fornöld. Ég segi við Ásbjöm í mesta grandieysi, að liklega séu þeir harla fáir slíkir íræðaþulir, sem út leiti i rannsóknarerindum, miklu fleiri en hinir sem vilja glaum, sól og vín. En hann neitar því og kveður furðumarga ísl., einkum á miðjum aldri og efri árum, sólgna í að gjörkynnast lista- og menningarlífi þessara fornu merkisþjóða, og telji fátt merkilegra forngrísku musteri í Þessalíu eða leifum Sesarsher- manna á Langbarðalandi. Frá Costa Brava. Fegurstu strönd Spánar. ugu listalífi fyrri alda. Sevjlla, Granada, Cordoba og allar gömlu Máraborgirnar. En líklega eru Balerisku eyj- arnar skammt frá Spánarströnd- um eitthvert yndislegasta ferða- mannalandið, þar sem pálmar svigna yfir hvítym söndum. Til Mallorca hafa íslendingar haldið í vaxandi mæli síðustu tvö árin og allir ætla þeir þangað aftur. Auðvelt er að komast til Mall- orca, beinar flugfei’ðir til stærstu borgarinnar, Palma, frá Ham- borg, Kaupamnnahöfn, París og London, og verðlagið þar jafn lágt og á Spáni. Frakkland: Frakkland er ávallt vinsælt ferðamannaland og óhætt að segja að fslendingar hafi í seinni tíð uppgötvað Bláströndina (Cote d’Azur), hina víðfrægu bað- strönd Suður-Frakklands. En verðlagið í Frakklandi er allhátt, þótt komast megi af með fremur lítið skotsilfur, ef vel er á hald- ið. — Júgóslavía verður með hverju árinu vinsælla ferðamannaland, en stjórnarvöldin hafa gert geysi- mikið síðustu árin til að auka ferðamannastrauminn. Verðlag- ið er svipað og í Frakklandi. Baðströndin við Adríahaf er sá staður í Júgóslavíu sem flestir ferðamenn leita til. Dalmatíu- ströndin, en þar eru fjölsóttastir staðir bæirnir Dubrovnik, Rijeka og Opatija. Tékkóslóvakía hexir nýlega opnazt ferðamönnum frá löndun- um vestan við járntjaldið, en hún var eitt vinsælasta ferðamanna- land álfunnar fyrir stríð. Búast má við að hagstætt verði fyrir íslendinga að fara þangað, þar sem ísland verzlar mikið við Tékóslóvakíu á jafnvirðis- grundvelli, svo sem Spán. Böð- in þar eru heimfrægar heilsu- lindir. Marienbad, sem nú nefnist Hvar á að kaupa inn? Það er líklegt, að nokkur hluti þeirra íslendinga, sem er- lendis fer á hverju sumri, eigi þangað ekki fyrst og fremst það erindi að kynna sér fjarlæg lönd, siði þeirra og háttu, heldur fer hann einnig til þess að bæta við í fataskápinn sinn, konunnar og barnanna. Þetta er maðurinn, sem getur kannski dvalizt í hálfan mánuð í Lond- on, eða sönnu nær Oxfordstræti eða Petticoat Lane, en kemur jafnnær heim um Sankti Páls- kirkjuna eða Tate Gallery. Hann veit nákvæmlega hvar hver verzl ar í Via Nationale í Róm, en hefir varla séð Colosseum, nema á póstkorti heima á íslandi end- ur fyrir löngu. En hvað sem því líður þá ertt utanlandsferðirnar honum sízt gildisminni en þeim, sem ekkert kemur með heim annað en gull- kaffiiita, sólbrúnu á hörundinu, tollfrjálsa, og það er fyrir mestu. Því spyr eg Ásbjörn hvar sé bezt að gera innkaupin. Hann svarar því til að allan kvenfatnað sé bezt að kaupa í Kaupmannahöfn, einkum þar sem Danir fylgist náið með franskri og ítalskri tízku. Karl- mannafatnað sé skilyrðislaust bezt að kaupa í London og Sví- þjóð. Þar er úrvalið mest og verðið í meðallagi. Á Frakklandi og Ítalíu er auðvitað hægt að kaupa fegursta fatnað veraldar, þar sem franska og ítalska tízk- an sitja jafnan í hásæti, en þar er verðið mjög miklu hærra en á Norðurlöndum. Ódýrustu ferðalogin Ódýrast er tvímælalaust að ferðast í hópferðum hjá ein- hverri ferðaskrifstotfunni, þar næst koma ferðalög með jára-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.