Morgunblaðið - 16.03.1957, Page 13
Laugardagur 16. marz 1957
MORCVHBLAÐIÐ
13
Frá höfninni í Palma á Mallorca.
brautum og langferðabílum og
loks ferðalög upp á eigin spýt-
ur, fljúgandi eða í eigin bíl.
Á mörgum flugleiðum í Ev-
rópu tíðkast nú hin svonefndu
„túristafargjöld“ en þau eru lit-
ið dýrari en járnbrautargjöld og
þar sem næturflug er eins og
t. d. milli London og Parísar er
alls ekki dýrara að fljúga en
fara með jámbraut. Áhöld eru
um það hvort borgi sig betur að
leigja bíl erlendis eða fara að
heiman með eigin bíl. Farmgj.
að heiman og heim fyrir bíl-
inn er um 2000 kr. fari maður
sjálfur með skipinu. Þess ber að
gæta að benzín er dýrara er-
lendis en hér á landi. Bílleiga
erlendis, fyrir utan benzín, er
sem næst eitt sterlingspund á
dag.
Enginn ætti að fara í ferðalag
án þess að hafa gjaldeyri sinn
í ferðatékkum. Og föst regla
ætti það að vera að skrifa niður
númer og útgáfudag tékkanna ef
þeir skyldu glatast, til þess að
auðvelda endurheimt fjárins.
Loks ættu menn ávallt að
gæta þess að láta gistihúsin
geyma allt fémætt í peningaskáp
um sínum í stað þess að treysta
á geymslu í gistihúsaherbergj-
um.
Hvernig íslenzkir
ferðamenn eiga
EKKI að ferðast
Áberandi er hve í slenzkir
ferðamenn hafa mikinn og óþarf-
an farangur með sér. Hann er
einungis til amsturs, auk þess
sem það kemur iðulega fyrir að
þeir þurfa að greiða óvæntar
fjárupphæðir í erlendum gjald-
eyri fyrir yfirvigt. í>á hafa ís-
lendingar mjög slæman sið, öðr-
um þjóðum fremur, sem getur
valdið því að þeim reynist mjög
erfitt að afla sér hótelherbergja,
þar sem aðrir eiga auðvelt með
það. Ef þeim seinkar á ferðinni,
láta þeir sjaldnast vita um það
til gistihússins, koma kannski
degi seinna og heimta herbergi
sitt. En það er föst regla hótela
að láta aðra fá herbergið ef
hlutaðeigandi hefir ekki gert vart
við sig fyrir kl. 6 e. h. þann dag-
inn, sem hann ætlaði að koma.
Má íslendingurinn búast við að
þurfa jafnvel að greiða fyrir
herbergið þótt hann hafi ekki
notað það, vegna þess að hann
lét ekki heyra frá sér. Líka er það
nokkuð algengt að menn hitti
vini og kunningja í flugvélum,
og fari á gistihús með þeim en
hirði ekkert um að tilkynna það
þvi hóteli, sem þeir höfðu pant-
að herbergi í. Að þessu eru mest
brögð í Höfn og Hamborg, með
þeim afleiðingum sem fyrr seg-
ir, að hótelin treysta íslending-
um æ verr í viðskiptum.
Þá er og nauðsynlegt að stað-
festa alltaf 12 tímum áður en
farið er, pöntun flugfars í borg-
um erl., þótt áður hafi það verið
pantað, ella er hætt við að það
verði selt öðrum.
Ferðalög enn ódýr
Ferðalög hafa lítið hækkað í
verði þrátt fyrir hina nýju
skatta ríkisstjórnarinnar á gjald-
eyrinum. Farseðlar hafa verið
hækkaðir um 10% en það þýðir
að flugfarmiði til Hafnar og
heim aftur hækkar um 288 kr.
og far á 2. farrými Gullfoss
hækkar um 170 kr. Álagning á
ferðagjaldeyri var áður 26% en
er nú 57% og er þá innifalið hið
nýja 16% yfirfærslugjald. Kost-
ar nú sterlingspund um 70 kr.
og dollarinn um 27 kr. frá gjald-
eyrisnefnd.
Þessi hækkun ætti að verða til
þess að hið opinbera ætlaði
hærri upphæðir til ferðalaga en
áður hefir verið, segir Ásbjörn,
þar sem ferðagjaldeyririnn er nú
meiri tekjustofn fyrir ríkið en
áður var. Og það væri miklu
skynsamlegra að leggja jafnvel
100% álag á ferðagjaldeyrinn en
veita hann í ríkum mæli, held-
ur en láta ferðamenn búa við
þau vandræði í gjaldeyrismálun-
um sem verið hafa. Vitað er að
margir hafa keypt sér gjaldeyri
á svörtum markaði, en þar miss-
ir ríkið af álitlegum tekjustofni,
sem betur væri hjá því kominn.
Þetta sést af því að 8000 ferða-
menn, sem fóru utan í fyrra
fengu samt. 10.5 millj. kr. gjald-
eyri eða aðeins uip 1300 ísl. kr.
hver maður, en sú upphæð
hrykki skammt flestum ferða-
mönnum ef ekki kæmi annað
til.
Og að lokum þetta: Sumarleyfi
undir suðrænni sól þurfa sízt að
vera dýrari en sumarfrí hér
heima, ef menn kunna að verja
fé sínu vel og leita á réttar
slóðir. ggs.
IMýr bátur til sölu
Happdrættisbáturinn Snætindur 4% smálest með
Lister-dieselvél og Bendix dýptarmæli er til sölu.
Nánari uppl. veitir
VALGARÐUR KRISTJÁNSSON,
lögfræðingur, sími 398,
Akranesi.
Einbýlishús
í Vesturbænum er til sölu. Húsið er á góðum stað á
hitaveitusvæðinu. Vel ræktuð lóð fylgir húsinu, —
Upplýsingar gefur
EGILL SIGURGEIRSSON hrl.,
Austurstræti 3 — Símar 5958 og 5850.
Ný Leica III F
er til sölu með summarit linsu. F 50 m. m. 1:1.5 ásamt
5 filterum, flashi og ljósmæli. Uppl. eftir kl. 2 í dag
og á morgun í síma 81242.
k
LESBÓK BARNANNA
Kvöld nokkurt ætlaði
Rasmus að hafa kvik-
myndasýningu og bauð
mörgum vinum sínum,
negrunum, að sjá mynd-
ina. Hérna kemur hann
skálmandi með kvik-
myndavélina og tjaldið.
Margir negrar komu til
að horfa á, og allt í einu
sáu þeir grimmt ljón birt-
ast á tjaldinu.
Þá fóru negramir á
ljónaveiðar og köstuðu
allir spjótum sínum í
Ijónið, svo að kvikmynda
tjaldið hans Rasmusar
eyðilagðist alveg. En það
skrítnasta af öllu var, að
ljónið varð dauðhrætt og
flúði í ofboði burt af
tjaldinu.
DRAUGASAGA
(Ein af þessum mögnuðuJ
DINJANDI rigningin
lamdi rúðurnar í
gömu, afskekktu höllinni
í hlíðinni undir gálga-
kletti, þar sem hvítar vof-
ur sáust reika um á svört-
um nóttum.......
Vindurinn ýlfraði ömur
lega í fornum skotrauf-
um, þegar gamli, líkbleiki
þjónninn fylgdi hinum
óttaslegna gesti upp í her-
bergið efst í turninum.
Hurðin ýskraði á hjör-
unum, er hún luktist upp,
og blaktandi kertaljósið
kastaði flöktandi bjarma
á dökba veggina og myrk
skotin, þakin kóngulóar-
vef og skúmi.
Gesturinn stamaði upp,
skjálfandi af angist. —
hefur —, hefur nokkurn
tíma nokkuð skeð í þessu
tierbergi?
Ekki síðustu fjörutíu
árin, svaraði þjónninn,
leyndardómsfullur á svip.
En þá — hvað skeði þá,
spurði gesturinn.
ÞÁ, hvíslaði þjónninn
með grafarraust, þá kom
sá er gisti ljóslifandi nið-
ur til morgunverðar.
Gesturinn stirðnaði
upp. Hamingjan hjálpi
mér, hrópaði hann, þegar
hann kom upp orði, og
síðan.--------
Síðan —, sagði þjónn-
inn um leið og hann
hneigði sig og bauð góða
nótt, síðan hefur enginn
sofið hérna.
Skrítla
Auglýsing í fiskbúð:
í dag seljum við glæ-
nýjar ýsur.
Heiðraðar húsmæður
beðnar að muna, að við
roðflettum þær ef óskað
er.
L árg. kf Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ^ 16. marz 1957
Prófessorinn segir frá
f Mið-Ameríku, þar
sem eyðið er mjóst milli
Kyrrahafsins og Atlants-
hafsins, er lítið land, sem
heitir Panama. Vega-
lengdin frá hafi til hafs
er aðeins um 80—90 km.
Menn sáu fljótlega, að
mikill hagur myndi vefa
að því, ef hægt væri að
gera skipaskurð gegn um
eyðið. Þá myndi sjóleiðin
frá Austurlöndum inn í
Atlandshaf, og milli hafn-
arborga á austur- og vest-
urströnd Ameríku, stytt-
ast um 10.000 kílómetra.
Öll skip urðu, meðan
skurðurinn var ekki til,
að sigla suður fyrir syðsta
odda Ameríku, Kape
Horn.
Árið 1869 var lokið við
aS gera Súesskurðinn,
undir stjórn og forystu
Frakkans, Ferdinand de
Lesseps. Skömmu síðar
var stofnað félag til að
grafa Panamaskurðinn og
veitti De Lesseps verkinu
forstöðu. En erfiðleikarn-
ir urðu félaginu ofviða,
verkamennirnir dóu unn-
vörpum úr mararíu og
gulusótt, og verkinu var
hætt árið 1887, er félagið
varð gjaldþrota.
Mörg ár liðu. Á þeim
tíma tókst læknisfræðinni
að sigrast á hinum hættu-
legu sóttum, sem geisað
höfðu á þessu svæði.
Bandaríkjastjórn lét
hefja skurðgröftin að
nýju árið 1907. Fyrsta
skipið sigldi gegn um
skurðinn árið 1914.
f fyrstunni var gert ráð
fyrir að grafa skurðinn
svo djúpan, að hann yrði
alls staðar fyrir neðan yf-
irborð beggja hafanna.
En vegna þess að hæð
flóðs og fjöru er ekki hin
sama í Atlandshafinu og
Kyrrahafinu á hverjum
tíma, hefði straumurinn í
skurðinum orðið hættu-
lega mikill.
Hundurinn minn er
týndur.
Hefurðu auglýst eftir
honum?
Þýðir ekki. Hann kann
ekki að lesa.
Frænkan: Þykir kenn-
aranum þínum vænt um
þig Pétur litli?
Pétur: Það held ég
Þess vegna var horfið
að því ráði, að setja í
hann skipastiga og flóð-
gáttir og hafa nokkurn
hluta skurðarins, sem
liggur gegn um stöðu-
vatn, 85 fetum hærri, en
yfirborð hafanna er.
Þegar skipin fara um
skipastigana, eru þau
dregin af rafmagns-eim-
reiðum, en annars staðar
geta þau víða siglt áfram
á fullri ferð, þar sem
skurðurinn er 500—1000
Eeta breiður.
hljóti að vera. Hann vill
að minnsta kosti, að ég sé
aiitaf eftir hjá honum,
þegar hin börnin fara.
Allir menn ættu að
syngja við vinnu sína.
Það væri nú erfitt fyrir
mig.
Nú, af hverju?
Ég blæs í bassahornið
í lúðrasveitinni.
Skrítlur