Morgunblaðið - 16.03.1957, Side 14

Morgunblaðið - 16.03.1957, Side 14
MORCVVM 4MÐ Laugardagur 16. marz 1957 U Eoka menn bjóða vopnohlé NIKOSÍA, 14. marz. Frá Reuter. — í dag var ílugritum tireift víðsvegar um Kýpur, þar sem yfirstjórn skæruliðaflokksins EOKA býðst til að hætta skemmdarverkum, cf Bretar vilji leysa Makarios erkibiskup úr haldi og leyfa honum að hverfa heim. Þetta er í annað skipti, sem EOKA-menn bjóða vopnahlé. — Flugritum þessum var dreift þannig að þeim var kastað út úr bífreiðum á ferð og drengir á reiðhjólum köstuðu þeim á víð og dreif. Var tækifærið notað, þegar allsherjarverkfall stóð yfir. Sir John Harding landstjóri á Kýpur hélt þegar fund með ráð- gjöfum sínum. Bretar munu taka þessu tilboði, sem uppgjafaryfir- lýsingu frá skæruliðunum, en samtök þeirra hafa beðið mikið tjón að undanförnu. Bretar munu enn ófáanlegir til að heimila Makarios biskupi heimför, nema hann lýsi yfir andúð sinni á hermdarverkum. Nýtf furðutœki fundið upp í Ameríku: Ratsfá off huffsanavéJ stfórna sfálivikri iendingu Hugvéla New York, 6. marz. Frá Reuter. BEL.L-VERKSMIÐJURNAR, jem smíða ýmis flugst.jórnartæki, hafa skýrt, frá því að þær séu að hefja framleiðslu á litlu rat- sjár-tæki, sem stjórnar sjálfvirkri lendingu flugvéla. Hefur þegar verið reynt til fulls, að tæki þetta er prýðisgott til lendingar á ílugvöJlurn, en eftir er að reyna það við flugvélamóðurskip. MeS þessu nýja tæki er hægt að lenda flugvélum i hvaða veðri sem er, svartaþoku og náttmyrkri. Þegar þannig stendur á, ýtir flugmaðurinn bara á hnapp og hin sjálfvirku tæki taka við. Flugmaðurinn gerir síðan ekkert fyrr en flugvélin er farin að renna eftir flug- brautinni. Bell-íélagið skýrir frá því að víðtækar tilraunir og rannsóknir hafi verið gerðar með þetta tæki. Það hefur verið reynt bæði á litl- um orrustuflugvélum og stórum íarþegaflugvélum og sprengju- flugvélum. Hefur félagið vottorð frá bandaríska flotanum, um að þessar tilraunir hafi heppnazt mjög vel. Hafa 12 lendingar tek- izt vel undir stjórn tækisins. Flugmenn um allan heim hafa beðið eftir því að slíkt tæki yrði fundið upp. I>að er víða aigengt að t. d. farþegaflugvélar verða að breyta út af áætlun og snúa við, þegar flughafnir lokast aí svarta-þoku. Slíkt er sérstaklega títt í hinum miklu iðnaðarhéruð- um, þar sem þokan er oft mjög þykk. Hið nýja tæki er samhland af ratsjá og hugsanavél. — Radíó-vitar á flugvellinum senda rafstraum eftir vissum brautum. Er viðbrögðum rat- sjárinnar vísað til hugsana- vélarinnar. Ef flugvélin þá er ekki á réttri braut, sendir vél- heilinn boð til stjórntækja flugvélarinnar, sem færist við það til réttrar stefnu. ísland tekið með á ferðasögu um Evrópu Austurriskur rithöfundur segir frá veru sinni Jbar SÍDASTLIÐIÐ sumar kom hingað til lands austurrískur rit.höf- undur að nafni Josef Maderner. Hafði hann þá um nokkurt skeið gerzt mjög víðförull um Norðurálfu, eða ferðazt hvorki meira né minna en 24 þúsund kílómetra gegnum 24 þjóðlönd álfunnar. Margt hefur hann upplifað á bessum ferðum og hefur það nú orðið úr, að hann geíur út vandaða ferðabók, er hann nefnir Europa- sommer, eða Evrópusumar. Hefúr bókin nýlega komið út hjá Gutenberg-forlaginu í Vínarboig. XJM 24 RÍKI EVRÓFU Bókin er prýdd ágætum ljós- myndum og skemmtilegum teikn ingum. Hún er ferðasaga höfund- ar í sömu röð og hann heim- sótti löndin. Fyrst er Júgóslavía, þá Grikkland, Ítalía, Vatikanrík- ið, dvergrikin San Marino, Mon- aco og Andorra, Spánn, Portugal. Síðan koma Frakkland, Bene- iux-löndin, Bretlandseyjar og því næst íer höfundurinn flug- leiðis til fslands, eftir það til Norðurlanda, Þýzkalands, Sviss og síðan heim til Austurríkis. Má nærri geta, að það er margt sem fyrir augu hans hefur bor- ið á þessari löngu leið. VINSAMLEGUR KAFLI UM ÍSLAND Kaflinn, sem fjallar um fsland er skrifaður af sérstakri vinsemd til þessa norðlæga lands. Sést það m. a. glöggt af niðurlagi kaflans, sem hljóðar á þessa leið: Það var margt, sem hafði á- hrif á mig á íslandi: hin hraða uppbygging, hin rótgróna menn- ing og það hve allt var nýtízku- legt í þessu landi, þar sem menn þó tala enn fornnorrænu, mið- aldamál Norðurlandanna, málið sem Eddurnar eru ritaðar á. Þó kom það mér enn meira á óvart, hve mér fannst ég festa ást á þessu landi. Þegar flugvél Loft- leiða hóf sig frá Reykjavíkur- flugvelli, til þss að flytja mig aftur til meginlandsins, þá fann ég í fyrsta sinn á ferðum mínum til sterkrar löngunar að koma hingað aftur, ekki aðeins í því skyni að afla mér upplýsinga um landið, heldur til þess að eyða hér reglulegu sumarfríi, hvíla mig og fara á veiðar, vera um sinn í einrúmi í tjaldi milli steypifossa og hinna risavöxnu jökla. Niðurinn í fimm þúsund hesta hreyflum flugvélanna var enn í nokkrar klukkustundir kröftug- ur undirleikur draumsins, sem heitir ísland. Mér þótti leitt að þurfa að vakna af þeim draumi. Eg vona að mér megi einhvern tímann auðnast að halda áfram að dreyma. S LESBÓK BARNAN:TA LESBÓK BARNANNA S Björn Sigurbjörnsson, sem er 7 ára og á heima í Reykjavík, skrifar okkur nú aftur og sendir söguna af honum Klóa, ásamt mynd, sem hann hefur teiknað sjálfur. Nú skal ég segja ykkur söguna af Klóa. — Einu sinni fór ég með hann út, aí því að Klói er alveg vitlaus í að fara út. Alltaf á morgnanna heyrir mað- ur „mjá“. Þá situr hann við hurðina og vill fara út. Og nú byrjar sagan. Gunnar kemur hlaup- andi inn og segir: „Hann Klói er kominn", og svo hlaupum við niður og sjá um pínulítinn kött. Það var Klói og við tókum hann í fóstur. Svo líða dagarnir og nú er hann orðinn stór. Einu sinni var Klói nærri því búinn að deyða sig. Hann var svo frakkur og datt ofan í holu. Þegar ég náði honum upp úr, fór hann strax að leika sér að bolta. Ég skamm- aði hann dálítið og sagði honum að gera þetta ekki aftur. Hér endar sagan. Björn Sigurbjörnsson. ?Á HAFA Lesbókinni borizt margar eldspýtna- prautir og birtum við hér tvær af þeim. Stebbi, 11 ;ára og Jón Ásbjörnsson, Borgarnesi ,sem líka er 11 ára, senda báðir þessa eldspýtnuþraut: 1*1 Úr þessum eldspýtum áttu að búa til nafn á skipi, sem sigldi lengi hér zið land. En þú mátt að- sins hreyfa eldspýtuna, iem er til hægri. Jón sendir okkur líka pessa þraut: Taktu átta eldspýtur í ourt, þannig að eftir verði ;veir ferhyrningar. —★— Margrét Hrefna, 13 ára, iendir okkur eldspýtna- praut, en því miður gleymdi hún að senda •áðninguna. Við viljum lelzt vera vissir um að hafa ráðið þrautina rétt, sg biðjum þig, Margrét, ið senda okkur ráðning- ma við tækifæri, svo við jetum birt þrautina. —★— Tvær vinstúlkur á ísa- firði, Lára Guðbjörg Oddsdóttir, Smiðjugötu 11A og Margrét Þórhild- ur Jóelsdóttir, Silfurgötu 11, senda Lesbókinni kveðju sina. Þær hafa á- huga á, að skrifast á við dreng eða telpu 12—14 ára. Komum við hér með þeirri ósk á framfæri og vonum, að þeim berist mörg bréf. ★ Við þökkum öll bréfin, sem við höíum fengið, en getum því miður ekki birt nema fá af þeim. Það eru margar skemmtileg- ar sögur í bréfunum, sem skki gátu komist í blaðið. Margir óska eftir, að það verði stækkað um eina siðu, en því miður er það ekki hægt, þar sem gert er ráð fyrir, að það sé klippt út og því safnað. Ef Lesbókin ætti að stækka. yrði hún að stækka um helming og verða 8 síður. Þeim mörgu sem ósk- að hafa eftir frímerkja- þætti, getum við sagt, að sá þáttur er nú í undir- búningi og kemur vænt- anlega áður en langt um líður. Með beztu kveðju. Lesbók barnanna. Skrítla „Hvað gerið þér“? „Ég er götusali". „Já, einmitt það. Og hvað kosta svo göturnar núa í dýrtíðinni"? Hvaða náungi skyldi búa í þessu tjaldi? Það sérðu, ef þú dregur línu frá tölunni 1—62. Á eftir getur þú litað myndina. Frjálsar stundir Reiknimeistariiin ÞÉR MYNDI þykja gam- an að geta látið kunningja þín sjá, að þú sért reglu- legur „reiknimeistari", já allt að því dálítið göldr- óttur. Eða ert >ú það kannske ekki, ef þú getur sagt einhverjum, sem þú veizt ekki um aldur á, hvað gamall hann sé og hvenær hann eigi afmæli, bara með því að sjá niður- stöðu af reikningsdæmi’ Þú lætur þann, sem þú ætlar að gera tilraunina á, taka sér blað og blý- ant og segir honum að skrifa aldur sinn á blaðið, án þess að þú sjáir. Marg- falda síðan með tveimur. Bæta 5 við útkomuna. Margfalda það með 50. draga svo frá dagana í árinu —, 365. Bæta þar við tölu fæðingardagsins. Margfalda útkomuna með 100. Bæta þar við tölu fæðingarmánaðarins. Síðan biður þú um að fá útkomuna úr dæminu. Tvo öftustu stafina tekur þú af, það er fæðingar mánuðurinn. Við töluna sem þá er eftir bætir þú 115. Útkoman verður þá fjögurra stafa tala og eru tveir þeir fyrri aldurinn og tveir þeir síðari fæð- ingardagurinn. Dæmi: Aldur, 39 ár, fæddur 13.—6. — (13. júní). 39 X 2 78 + 5 83 X 50 4150 -f- 365 3785 + 13 3798 X 100 379800 + 6 3798|06 + 1151 39|13|06

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.