Morgunblaðið - 16.03.1957, Síða 16
1«
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 16. marz 1957
GULA
herbefffgð
eftir MARY ROBERTS RINEHART
Framhaldssagan 76
lengra burtu, úti í sveitinni. En
hér það næsta eru ekki nema sum-
arbústaðir. Hvað er langt siðan,
Tim?
— Svo sem tíu mínútur. Ég sá
ekki, hver þetta var. Ég heyrði,
að hann hrasaði.
— Bíddu hérna. Ég æt]a að
skreppa upp eftir. Það þýðir hvort
sem er ekki að reyna að sofa.
Það var satt: gatan var óslétt.
Dane hafði enga sérstaka ástæðu
til þess að klifrá upp eftir henni.
Það gátu verið hundrað eðiilegar
orsakir til þess, að einhver væri
þarna á ferðinni klukkan eitt um
nótt, en hann hafði ekki nema gott
af að hreyfa sig dálítið eftir alla
setuna í flugvélinni. Hann hélt
áfram, án þess að hafa neinn vara
á sér, og var í góðu skapi af því,
að nú var fóturinn greinilega
betri aftur. Þegar hann kom að
næstu gatnamótum, sneri hann til
vinstri, algjörlega ósjálfrátt.
Þarna var yfirgefna húsið, hálf-
sokkið í alls konar gróður, svo að
óljóst markaði fyrir því í stjörnu-
birtunni. En hann hafði engan
óhuga á þessu húsi. Það hafði lok-
ið hlutverki sínu. Og hann var
búinn að ganga nógu langt.
En þegar hann sneri við til þess
að ganga til baka, sá hann Ijós,
rétt við hesthúsið, en lágt niðri og
á hægri hreyfingu. Það sveiflaðist
til og frá, eins og í smáhringum,
líkast því sem verið væri að leita
að einhverju á jörðinni. Hann
horfði á það um stund, áður en
hann lagði af stað í áttina að því.
E.i hann var ekki heppilega klædd
ar til þess að ganga gegnum há-
vaxinn undirskóginn. Buxurnar
kræktust fastar í runna og skórn-
ir voru lítt til þess fallnir að
skýla fótum hans og öklum, sem
voru berir. En nú kom það sér
vel að hafa æfingu á þessu sviði.
Hann átti aðeins eftir svo sem
fimmtíu fet til mannsins, þegar
grein festist í ermi hans og brotn-
aði með smelli.
Hann heyrði aldrei skotið. En
eitthvað hitti hann í höfuðið og
hann fann, að hann datt. Hann
missti meðvitundina samstundis.
Carol vaknaði um miðja nótt
við símann, sem var við rúmið
hennar. Hún hafði verið alveg
árvinda og því sofið fast. Hún
leit á sjálflýsandi klukkuskífuna
við rúmið og sá, að klultkan var
tvö, og rödd hennar var loðin er
hún svaraði í símann.
Þetta var Harrison læknir. —
Röddin var hálf-afsakandi. — Er
þetta þú, Carol? Mér fannst rétt-
ara að hringja í þig. Hér hefur
orðið eitt slysið enn, ef annars
er rétt að kalla það því nafni.
Vertu samt ekki hrædd, flýtti
hann sér að bæta við, — en Dane
majór hefur orðið fyrir slysi.
Henni fannst herbergið hring-
snúast, og það var mikið átak að
stilla röddina, er hún svaraði: —
Er það mikið?
— Nei, ekki mjög alvarlegt, en
hann er meðvitundarlaus ennþá.
Við erum að taka myndir af hon-
um, en það virðist ekki vera um
brot að ræða. Honum er áreiðan-
lega óhætt, en mér fannst rétt
að láta þig vita af því.
Hún var nú farin að skjálfa. —
Hvað kom fyrir hann? Segið mér
ekki, að það sé eitt. .... Röddin
bilaði. — Réðst einhver á hann?
Var það ekki?
— Það var skotið á hann. Það
gerði nú ekki nema rétt að snerta
höfuðið, en hins vegar munaði það
ekki nema litlu. Líklega hefur
hann fallið þungt til jarðar og
það hefur vitanlega ekki bætt úr
skák.
Hún var nú komin fram úr rúm
inu með heyrnartólið í hendinni.
— Ég kem, sagði hún. — Ég verð
komin eftir stundarfjórðung.
Hún heyrði hann segja, að hún
skyldi vera kyrr innanhúss, þar
eð svo virtist sem enginn væri ör-
uggur úti við. En hún lagði frá
sér símann, áður en hann hafði
talað út, og klæddi sig í mesta
snatri, enda þótt hún fyndi, að
réttara væri að fara varlega. Hún
leitaði að Tim í húsinu, en hann
var ekki í herberginu sínu. En
þegar hún kom í sjúkrahúsið, var
hann þar, og stikaði fram og aft-
ur um ganginn, eins og ljón í
búri. — Já, andskotinn hafi það;
ég lofaði honum sjálfur að fara
þarna upp í brekkuna! Ég, Tim
Murphy! En þá sá hann Carol og
reyndi að stilla sig. — Honum er
óhætt, ungfrú Carol. Hann hefir
komizt í hann krappari en þetta.
Það eru fleiri líf í honum en í
ketti. Munið þér það!
Hún settist niður, enda treysti
hún varla hnjánum. 1 sjúkrahús-
inu voru allir vakandi, og nú kom
aðstoðarlæknir út úr herbergi
með .Ijósmyndaplötu í hendinni
Hann kinkaði kolli til Carol.
— Þetta virðist ætla að verða
allt í lagi, sagði hann. — En vit-
anlega hefur þetta verið fjandans
mikið högg.
Tim hljóp til hans. — Við þurf-
um að tala við hann, sagði hann
ákafur. — Ég vil vita, hver skaut
á hann, og svo ætla ég út og ganga
frá þessum. .. Það, sem hann
sagði meira, er ekki prenthæft,
en það var hermannamál, sem
ekki er notað meðal kurteiss
fólks, auk þess sem hann bjó til
sjálfur jafnharðan.
Aðstoðarlæknirinn brosti. Hon-
um þótti bæði útgangurinn á Tim
og orðbragð hans heldur svaka-
fengið.
— Það er víst ekkert því til
fyrirstöðu, að þér farið inn til
hans. Læknirinn bíður eftir ung-
frú Spencer, hvort sem er. Aðeins
vil ég biðja yður að tala út hérna
frammi, áður en þér farið inn. Þó
að ég þoli það, er ekki víst að
Dane þoli það.
Þau fóru nú upp með honum í
lyftunni. Tim bálvondur en þög-
ull og Carol gat engu orði upp
komið. Harrison læknir var í gang
inum uppi og var að athuga plöt-
urnar við lampa hjúkrunarkon-
unnar. Nú leit hann upp með á-
nægjusvip.
— Hann er ekkert brotinn,
þetta er ekki nema grunnt sár,
sagði hann ánægjulegur á svipinn.
— Hann verður ekki lengi að ná
sér eftir þetta.
Tim fór ofurlítið að stillast.
Hvað Carol snerti, þá dró hún nú
fyrst andann eðlilega, síðan hún
heyrði fyrst um atburðinn, og
Tim sagði sögu sína. Hann sagði
frá því, þegar Dane kom til hans
á verðinum og tók síðan upp á því
að ganga upp eftir brautinni, og
skömmu síðar heyrði hann skotið.
Þegar Dane kom ekki til baka,
þaut hann upp eftir brekkunni, en
sá engan og heyrði ekkert. Hann
hafði vasaljós, en gróðurinn
þarna gerði manni ómögulegt að
sjá nokkum hlut, sagð, hann.
Hann var enn að leita, þegar hann
heyrði í bíl Floyds, sem hafði
stanzað rétt hjá honum. Floyd og
Mason stigu út og Floyd miðaði
á hann skammbyssu.
— Hann var næstum búinn að
hræða út mér líftóruna, sagði Tim.
— Hélt, að ég hefði skotið ein-
hvern. Vildi vita, hvað ég væri
að gera þarna og hvar maðurinn
væri, sem drepinn var. Ég var
næstum farinn að grenja. — Ég
er að leita að Dane majór, sagði
ég. — Hann gekk hingað upp eftir
og hefur ekki komið aftur. En
Floyd trúði mér ekki ennþá. Hann
skoðaði byssuna mína og sá, að
ekki hafði verið hleypt úr henni.
Svo fór hann á undan að hesthús-
inu.
Carol var að burðast við að fá
samhengi í þessa sögu. — En
hvemig vissi Floyd um þetta?
sagði hún.
— Það var hringt til hans og
sagt, að einhver lægi dauður rétt
hjá hesthúsinu þarna uppi á hæð-
inni. Hvað finnst yður? Hversu
margt fólk er búið að vera þarna
uppfrá i nótt?
Það leið nokkur stund áður en
þeim var hleypt inn til Dane. En
hann var ekki einn. Alex stóð
þarna eins og bálvondur vemdar-
engill við fótagaflinn. Enginn
sagði neitt. Dane lá með lokuð
Bœndurl
Getum útvegaB yður
FAHR
fracfora fyrir vorið
ef samið er strax
RÆSIR H.F.
Sími 82550 REYKJAVÍK
Pilsa-filt
18 litir. — Breidd 1.83
Dömu- og Herrabóðin
Laugavegi 55 — Sími 81890
Prentari
(handsetjari)
getur fengið atvinnu — Vaktavinna
Umsóknir sendist afgr. Mbl.
merktar: Handsetjari — 7756.
(JTVARPIÐ
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 16,30 Veðui'-
fregnir. — Enduitekið efni. 18,00
Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps
saga bamanna: „Steini í Ásdal“
eftir Jón Bjöi'nsson; IV. (Kx-istján
Gimnarsson yfirkennari). 18,55
Tónleikar (plötur). 20,30 Upplest-
ur: Þórunn Elfa Magnúsdóttir les
frumsaminn sögukafla. 20,55 Tón-
leikar (plötur). 21,25 Leikrit:
„Hálsmenið"; Walter Hackett
samdi upp úr smásögu eftir Guy
de Maupassant. — Ueikstjóri og
þýðandi: Hildur Kalman. 22,10
Passíusálmur (18). 22,20 Danslög
(plötur). — 24,00 Dagskrárlok.
MARKtJS
Eftir Ed Dodd
WHATEVEH. X THY TO
SA'* ANDX X KNOW
jjB^yOLI WOULDN'Ty
UNDERSTAND
WHV T'M
M giving you
yjfon to JACK
-1 LUC*EE/
'X THIED TO BUY you BACK, J|
ANDV BUT X DIDN'T UAVE^
ENOUGH MONEY...BUT X KNOW
AGAIN
TIME,
ANDV LOOK...
X WANT YOU
TO SO WITH
1) — Hvað sem ég segði, mynd
ir þú ekki skilja, að ég verð að
láta þig í hendur Láka.
2) — Þó ég reyndi að kaupa
þig aftur, þá hefði ég ekki nóga
peninga til þess, en ég veit að ég
mun sjá þig aftur einhvern tíma,
einhvers staðar. Eg veit það.
3) — Andi, ég vil að þú farir
með Láka. Skilurðu það. Farðu
með honum.
4) Svo fer Láki á brott með
bezta vin Mai'kúsar.