Morgunblaðið - 16.03.1957, Blaðsíða 20
Veðrið
A.-kaldi. Skýjað en úrkomulaust
að mestu.
árcfflittMftfrU!)
63. tbl. — Laugardagur 16. marz 1957
30 ár við sfýrið
Sjá grein á bls. 6.
„Hreint ekkert gogn nð álitsgerð
hinna erlendu sérfræðinga”
Yflrlýsing sjávarátvegsmála-
ráðherra á Alþingi í gær
ÞAÐ GERÐIST merkast í umræðum um frv. kommúnista um
útflutning og sölu sjávarafurða í Efri deild í gær, að Lúðvík
Jósefsson lýsti því yfir er hann svaraði fyrirspurn frá Sigurði
Bjarnasyni, að „hreint ekkert gagn hefði verið að álitsgerð hinna
erlendu hagfræðinga" er ríkisstjórnin fékk hingað til lands á sl.
sumri tii þess að semja álitsgerðir og gera tillögur um lausn ís-
lenzkra efnahagsvandamála. Kvað ráðherrann bezt fara á því að
viðurkenna þennan sannleika.
Listkynning Morgunblabsins
Þessi mynd er af einu verka Braga Ásgeirssonar listmálara, er
verið hafa í sýningarglugga Mbl. þessa viku. Er það ein af
þremur „litógrafíum" hans, sem þar hafa verið til sýnis. Þessi
mynd var m.a. á sýningu, sem listamaðurinn hélt i Kaupmanna-
höfn sl. vor. Fóru listdómarar Hafnarblaðanna sérstökum viður-
kenningarorðum um hana.
ÁTTI AÐ VERÐA
GRUNDVÖLLUR
Þingmönnum Efri deildar, sem
ekki voru að visu margir við-
staddir, fannst þetta allmerkileg
yfirlýsing af hálfu ríkisstjórnar-
innar, ekki sízt vegna þess, að
stjórnin hefur haldið þvi fram,
að hún hyggðist byggja ráðstaf-
anir sínar í efnahagsmálunum á
„úttekt“ hinna erlendu og inn-
lendu sérfræðinga sinna.
Á Það má einnig benda, að
sjálfur forsætisráðherrann lýsti
því yfir í ræðu, sem Tíminn sagði
frá 9. október sl. að í áliti hinna
erlendu hagfræðinga „fælist
staðfesting á áliti okkar (ríkis-
stjórnarinnar) á innviðum fjár-
mála- og framleiðslukerfis þjóð-
félagsins og á nauðsyn gagn-
gerðra endurbóta".
EKKI FURÐA ÞÓTT ILLA
GENGI MEÐ BIRTINGUNA
Nú lýsir einn af ráðherrunum
því hins vegar hiklaust yfir, að
„hreint ekkert gagn hafi verið
að álitsgerð hinna erlendu sér-
fræðinga" rikisstjórnarinnar!
ð þúsund
LANDSGANGAN fer nú fram á
34 stöðum og hafa gengið um
9 þúsund manns. Vitað er um
þrjá staði, sem hefja gönguna á
sunnudaginn. Þar á meðal er
Hafnarfjörður.
Geta má þess til dæmis að á
Blönduósi, þar sem lítið hefur
verið um skíðaiðkanir og skíða-
eign er mjög takmörkuð, hafa
gengið 190 manns. í Kvennaskól-
anum þar eru til dæmis til þrenn
pör af skíðum. Hafa nemendur
og kennarar gengið allir, nema
þrír.
í Laugaskóla hafa allir gengið,
sem heilbrigðir eru.
Landsgangan
í Hafnarfirði
NÚNA um helgina og næstu daga
verður Landsgangan háð í Hafn-
arfirði. Hefst hún í dag ki. 2,30
í Hádegisholti við Setberg og
verður þeim, sem ætla að taka
þátt í göngunni, leiðbeint á staðn
um. Er það Skíða- og skautafé-
lag Hafnarfjarðar, er sér um
Landsgönguna, og eru bæjarbúar
beðnir að fjölmenna í hana í dag
og á morgun.
Þá hefst skíðamót Hafnarfjarð-
ar á sama stað á morgun kl. 2,30
og verður keppt í svigi, göngu
og stökki. —G.E.
Það er ekki að furða þótt illa
gangi að fá ríkisstjórnina til þess
að birta „úttektina“!!
Lárus Guðmundsson, sem er
einn helzti forvígismaður AA-
samtakanna og stjórnarmaður
Bláa bandsins, skýrði frá þessu í
gær, er blaðamenn voru við-
staddir, þá er hann tók við rúm-
lega 11 þús. kr. gjöf frá stjórn
Samb. bindindisfél. í skólum.
Höfðu þessir peningar safnazt
fyrir nokkrum árum meðal nem-
enda 11 skóla hér í Reykjavík og
úti um land. Fylgdi peningagjöf-
inni, sem var sparisjóðsbók, inn-
bundin, söfnunarseðlar þeir, er
frá skólum bárust með nöfnum
nemenda og kennara, sem söfn-
unina studdu.
Peningar þessir renna í minn-
ingarsjóð um einn helzta bind-
indisfrömuð fyrr og síðar hér á
land, sr. Magnús Jónsson að
Laufási í Eyjafirði, en þeim sjóði
er ætlað að kaupa hús þar sem
Námsstyrkur við
þýzkan tækniskóla
TÆKNIHÁSKÓLINN í Aachen
(Reinisch-Westfálische Technis-
che Hochschule Aachen) hefur
boðizt til að veita íslendingi náms
styrk skólaárið 1957—1958.
Styrkurinn er að fjárhæð 250
þýzk mörk á mánuði um 9 mán-
aða skeið, frá 1. nóvember 1957
að telja til 31. júlí 1958. Um-
sækjendur verða að hafa stund-
að tækninám við háskóla að
minnsta kosti í tvö ár eða ný-
lokið fullnaðarprófi frá háskóla.
Nægileg þýzkukunnátta er áskil-
in. Eftirfarandi tæknigreinar er
hægt að nema við skólann: húsa-
gerðarlist, byggingarverkfræði,
vélaverkfræði, rafmagnsverk-
fræði, námaverkfræði og málm-
námafæði. •
Ekki verða teknar til greina
umsóknir frá stúdentum, sem eru
við nám í Þýzkalandi eða hafa
verið við nám þar í landi.
Umsóknareyðublöð og nánari
upplýsingar um styrkinn fást í
menntamálaráðuneytinu. Um-
sóknarfrestur er til 1. maí næst-
komandi.
(Frá menntamálaráðuneytinu).
Enn fundur
SÁTTAFUNDUR í sjómanna-
deilunni hófst kl. 2 síðd. í gær,
en samninganefndir höfðu í
fyrrinótt verið á fundi þar til um
kl. 4 í fyrrinótt.
Fundurinn sem hófst kl. 2 í
gær stóð enn yfir er Mbl. fór
í prentun og var helzt á mönn-
um að heyra, að ekki mætti bú-
ast við nýrri sáttatillögu á þess-
um fundi, sem horfur voru á að
standa myndi fram eftir nóttu.
hentugt er að koma upp hæli
fyrir drykkjusjúkar konur, sagði
Jónas Guðmundsson, en á síð-
ari árum, bætti hann við, hefur
drykkjuskapur kvenna aukizt
mjög.
Færði hann stjórn Samb. bind-
indisfélaga þakkir Bláa bandsins
fyrir hina höfðinglegu gjöf og
árnaði því heilla.
Nánasti vinur
Títós látinn
V
PARÍS 15. marz: — Einn nánasti
samstarfsmaður Títós einræðis-
herra Júgóslavíu, Mose Pijade,
lézt í dag í júgóslavneska sendi-
ráðinu í París. Hafði hann feng-
ið hjartaáfall. Pijade var forseti
þjóðþings landsins og átti sæti
í æðstaráðinu. Hann var 67 ára
að aldri og einn helzti pólitíski
samherji Títós. Kynntust þeir
fyrst í fangelsi. —Reuter.
VERÐTOLLUR LÆKKAR ÚR
50% í 30% í GRUNN
Sá árangur hefur nú orðið af
flutningi þessa frv. að fjárhags-
nefnd Efri deildar hefur fallist á
að lækka toll á nokkrum teg-
undum hljóðfæra nokkuð. Legg-
ur nefndin til að verðtollur á
flygelum, píanóum, hlutum til
þessara hljóðfæra, orgelum og
harmoníum og hlutum til þeirra,
ásamt strengjahljóðfærum og
hlutum til þeirra lækki úr 50%
niður í 30% í grunn. Þá er fjár-
málaráðuneytinu heimilað að
fella niður verðtoll af orgelum
til kirkna og hljóðfærum fluttum
inn til notkunar við kennslu í
skólum. •
HAFNARFIRÐI — Bezti afla-
dagur vertíðarinnar, það sem af
er, var sl. fimmtudag, en þá
höfðu flestir bátanna frá 10 og
upp í 20 lestir. Hafnfirðingur,
sem er í netjaveiðum, var afla-
hæstur, fékk 20 lestir yfir nótt-
ina, en Fiskaklettur og Fagri-
klettur höfðu 13 lestir hvor. Eru
nú allir bátarnir á netjaveiðum
nema Guðbjörg og Hafbjörg og
leggja þeir flestir afla sinn á land
fyrir sunnan, en honum er síðan
ekið inn eftir.
Surprise kom af veiðum í fyrra
dag og var þá landað úr honum
og í gær um 280 lestum, sem fór
Sigurður Bjarnason þakkað
fjárhagsnefnd þessa tillög
hennar. Hann kvaðst að vísu
harma, að nefndin skyldi ekki
hafa talið sér fært að mæla með
algerri niðurfellingu tolla af
hljóðfærum. Slík menningartæki
ættu að vera tollfrjáte eins og
bækur, sem fluttar væru inn frá
útlöndum.
Fyrsta sporið er stigið, sagði
ræðumaður. Því ber að fagna.
Með tímanum mun mönnum
vefða ljóst að tollfrelsi hljóðfæra
er réttlætismál, sem verður að
ná fram að ganga.
Bernharð Stefánsson er fram-
sogumaður fjárhagsn. í þessu
máli.
til herzlu og í frystihús. — Hann
fór aftur á veiðar í gærkvöldi.
G.E.
AKRANESI, 15. marz: — Þeir
bátar, sem þegar eru komnir að í
dag fengu 4—6 lestir. Einn fjórði
til helmingur aflans er steinbít-
ur og er það óvenjulegt. í gær
höfðu 22 bátar 135 lestir alls.
Aflahæstir voru Bjarni Jóhannes
son með 13 lestir og Guðmundur
Þorlákur með 11 lestir. — O.
Rafmagnsleysi
AKRANESI, 15. marz: — Und-
anfarna sólarhringa síðan hin
stranga rafmagnsskömmtun var
upp tekin hefir rafmagnið verið
tekið af hér á Akranesi frá kl.
11 að kvöldi til kl. 7 að morgni,
nema á bryggjunUm og í fisk-
vinnslustöðvunum frá kl. 1—7.
ínn alltaf þverr meir og meir í
Skorradalsvatni og þess vegna á
íú að taka rafmagnið af bryggj-
mum og fiskvinnslustöðvunum
'rá kl. 12 á miðnætti og svo get-
ir farið, sagði Óskar Magnússon
Andakýlsárvirkjun, er ég átti
il við hann í dag að rafmagnið
. erði takmarkað til heimilis-
notkunar, þannig að veita það
aðeins til eldunar um hádegi og
að kvöldi, því að sjálfsögðu mun
um við miðla því vatni sem til
er á sem hagkvæmastan hátt
sagði stöðvarstjórinn. — Oddur,
FjÖltefli
í DAG kl. 3 e. h. mun Gunnar
Gunnarsson, skákmeistari, tefla
fjöltefli við Heimdeilinga í Val-
höll við Suðurgötu. — Þátttak-
endur eru vinsamlegast beðnir að
tilkynna þátttöku í síma 7103. —
Munið að hafa með ykkur töfl.
Vill koma upp hæli hér í bæ
fyrir drykkjusjúkar konur
Sjóður stofnaður í þessu skyni.
FORRÁÐAMENN „Bláa-bandsins“, sem er hæli hér í bæ fyrir
drykkjumenn, á vegum AA-félagsskaparins, hefur ákveðið að
safna nú fé í sjóð, er kaupa skal hús og koma upp hæli fyrir
drykkjusjúkar konur.
Tollur á hlfóð-
færum lækkur
t'INS OG KUNNUGT er fluttu þeir Sigurður Bjarnason og
Gunnar Thoroddsen frv. um það á Alþingi í haust að felldir
ckyldu niður tollar af hljóðfairum og hlutum til þeirra. Töldu þei
að hljóðfæri væru slík menningartæki að þau ættu að vera toll-
frjáls.