Morgunblaðið - 05.04.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.1957, Blaðsíða 10
K) MORGUNBLJTiin Föstudagur 5. apríl 1957 ðsstMftfrifr CTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrseti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Veðdeild Búnaðarbankans og uppbygging sveitanna FYRIR SKÖMMU hafa tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Jón Pálmason á Aljri og Jón Sigurðsson á Reynistað lagt fram frv. á Alþingi um verulega efl- ingu veðdeildar Búnaðarbankans. Er þar í fyrsta lagi lagt til að ríkissjóður leggi fram til veð- deildarinnar fjárhæð þá, sem hún skuldaði sparisjóðsdeild Búnað- arbankans og var á sl. hausti um 5 millj.' kr. í öðru lagi leggja flutnings- menn frv. til að ríkissjóður leggi fram 5 millj. kr. á ári til veðdeildarinnar í næstu 10 ár, í fyrsta skipti á árinu 1957. Undirbúningur fyrrver- andi ríkisstjórnar Enda þótt þetta frv. sé flutt af tveimur þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins er það þó undir- búið af stjórnskipaðri nefnd, sem landbúnaðarráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar skipaði. Skyldi hlut verk nefndarinnar vera að gera tillögur um bætta aðstöðu ný- býlamanna og annarra frumbýl- inga og þeirra bænda, sem skemmst eru á veg komnir með ræktun. Nefndin afhenti núverandi landbúnaðarráðherra frv. um miðjan nóvember sl. og ætlaðist að sjálfsögðu til að hann flytti það eða kæmi því á framfæri við Alþingi. En svo undarlega hefur brugðið við að Hermann Jón- asson hefur ekki fengizt til þess. Fóru Sjálfstæðismenn í landbúnaðarnefnd Neðri deild ar þá fram á það að hún flytti málið. En meirihluti hennar, stjórnarliðið í landbúnaðar- nefnd, fékkst heldur ekki til þess. Er það því undarlegra þar sem Búnaðarþing hafði áður mælt eindrcgið með til- lögum milliþinganefndarinn- ar. Þegar svo var komið, að hvorki ríkisstjórnin né land- búnaðarnefnd Nd. vildi flytja þetta mikla nauðsynjamál landbúnaðarins, ákváðu þeir Jón á Akri og Jón á Reynistað að flytja það. Þingbændurnir þekkja bezt þörfina Það er vissulega engin tilvilj- un að þessir tveir mikilhæfu þingbændur verða til þess aS flytja þetta frv. um eflingu veð- deildar Búnaðarbankans. Þeir þekkja bezt hina brýnu þörf, sem kallar að í þessum málum. Jón á Akri og Jón á Reynistað, sem báðir eru starfandi bændur í víðlendum og fögrum landbún- aðarhéruðum vita betur um það en flestir aðrir, hvað er að ger- ast í íslenzkum sveitum í dag, og hverjar þarfir þeirra eru. Jón Pálmason átti auk þess sæti í milliþinganefndinni, sem fyrr- verandi ríkisstjórn skipaði til þess að gera tillögur um bætta aðstöðu nýbýlamanna, frumbýl- inga og þeirra bænda, sem skemmst eru á veg komnir með ræktun. — í henni áttu ennfremur sæti þeir Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum, Pétur Ottesen bóndi og alþm. á Ytra-Hólmi, Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vatnsleysu og Pálmi Einarsson landsnámsstjóri. Um það þarf engum að bland- ast hugur, að allir þessir menn þrautþekkja þarfir landbúnaðar- ins og aðstöðu sveitanna í dag. Tillögur þeirra eru þess vegna ekkert fálm út í loftið. Evkur fráhvarf ungs fólks frá landbúnaðinum I greinargerð, sem milliþinga- nefndin samdi og Sjálfstæðis- menn láta fylgja frv. sínu er í upphafi á það bent, að Veðdeild Búnaðarbankans hafi allt frá upp hafi ráðið yfir mjög takmörkuðu lánsfé og engan vegin verið fær um að leysa verkefni sín. Kemst nefndin síðan að orði á þessa leið: „Skortur á lánsmöguleikum til vélabúskapar, bústofnskaupa og til innlausnar á arfahlutum með- arfa í jörðunum eykur fráhvarf ungs fólks frá landbúnaðinum, er það sér ekki færar leiðir til þess að taka við jörð og búi nán- ustu skyldmenna, er láta af bú- störfum fyrir aldurs sakir. Þeir, sem þrátt fyrir þessa erfiðleika ráðast í yfirtöku jarða verða að sætta því að seljendur taki for- gangsveðrétt fyrir skuldabréfum, sem greiðast eiga á mjög stuttum tíma, og því hvíla á frumbýling- um þessum háar afborganir og árgreiðslur fyrstu árin“. Þessi ummæli eru sannleikur- inn sjálfur. Fjöldi ungs fólks, sem vill taka þátt í búskap og landnámi hins nýja tíma hefur flúið sveitirnar vegna þess að engin tök hafa verið á því að kljúfa hinn þrítuga hamar kostn- aðarins við bústofnun og jarða- kaup. Tillögur til úrbóta Þegar Pétur heitinn Magnús- son var landbúnaðarráðherra var samin löggjöf um stórfellda efl- ingu sjóða Búnaðarbankans, Ræktunarsjóðsins og Byggingar- sjóðsins. Fjárframlög til sjóðanna voru stóraukin. í skjóli þeirra viturlegu aðgerða hafa miklar og gagnlegar framkvæmdir verið unnar í sveitum landsins undan- farin ár, bæði á sviði byggingar- og ræktunarmála. Það var ætlun Sjálfstæðis- manna að Veðdeild Búnaðar- bankans yrði efld á sama hátt. Úr því hefur því miður ekki orð- ið ennþá enda þótt undanfarandi ríkisstjórnir hafi öðru hverju lagt fram nokkrar fjárupphæðir til starfsemi hennar. Tillögur milliþinganefndar- innar, sem þeir Jón á Akri og Jón á Keynistað hafa nú flutt eru hins vegar stórt og merki- legt spor í rétta átt. Ef þær yrðu samþykktar myndi að- staða frumbýlinga batna að miklum mun. Margt ungt fóllc mundi þá geta fengið nauð- synlega aðstoð til þess að komast yfir jarðnæði og hefja búskap í sveitum landsins. UR HEIMI Leðurblakan S ennilega hafið þið aldrei heyrt getið um tamdar leðurblökur, enda ekki von, því að hún er lítið nytjadýr auk þess sem varla er hægt að segja að hún sé stofuprýði. Hún er í hæsta máta ófrýnileg og minnir að ýmsu leyti á mús. En um áramót mun hafa verið brotið blað í sögu leðurblök- unnar — a. m. k. í Evrópu. Starfs- manni einum í „Zoologisk Muse- um“ í Kaupmannahöfn, magister Valentin Jensen að nafni, hefur tekizt að temja leðurblöku. Er þetta fyrsta tamda leðurblakan í Evrópu — og þó víðar væri leit- að. Ekki er vitað annað um uppruna og ætt þessarar leður- blöku en það, að hún fannst nppi undir mæni í kirkjunni í Asnæs ásamt níu meðbræðrum sínum skömmu fyrir hátíðar í vetur, er safnaðarfólk hugðist þrífa kirkj- una hátt og lágt. Voru allar leðurblökurnar handsamaðar og sendar safninu í Kaupmannahöfn, en það féll í hlut fyrrgreinds starfsmanns að annast dýrin. Kom honum þá til hugar að reyna að temja þær all- ar. En spendýr þessi virtust hálf- gerðar ótemjur — og engu tauti varð við þau komið. Svo fór, að ein af annarri lognuðust þær út af — og að lokum var aðeins eftir ein. essi eina leðurblaka undi hag sínum hið bezta í skrif- stofu Jensens magisters. Á dag- inn hékk hún á nagla uppi í loft- inu á skrifstofu hans, en kom jafnan niður einu sinni um dag- inn til þess að seðja sultinn. Jensen gaf henni mjölorma, sem leðurblökunni finnst lostæti mik- ið. Jafnan hefur magisterinn ormana í dós á borðinu sínu — og leðurblakan skynjaði fljótt tengslin milli dósarinnar og orm- anna. Hún settist alltaf við dós- ina og beið eftir mat sínum, því að hún virtist ekki sjá ormana — og gat ekki borið sig eftir fæðunni, enda þótt ormarnir væru lagðir á borðið fyrir fram- an hana. Jensen rpatar hana. Á kvöldin fer Jensen með hana heim til sín og þar borðar hún nægju sína — gjarn- an úr hendi ungs sonar magi- stersins. Um helgar, þegar öll fjölskyldan fer út í ökuferð, eða í heimboð til kunningja, tekur Jensen leðurblökuna stundum með sér — og það bregzt aldrei, að hún þekkir fóstra sinn — og veit hvar hún á að leita matar, enda þótt hún virðist ekki sjá mikið. Og svo að við höldum áfram í sama dúr — þá hefur það löngum verið talið eitt af furðuverkum móður náttúru, hve leðurblakan er vel úr garði gerð. Enda þótt sjónin sé sama og engin, þá kemur það ekki fyrír, að hún rekist á á flugi. Hún get- ur flogið undir stóla, milli fóta manns — og meira að segja legg- ur hún lykkju á leið sína ef millimetra gildur þráður hangir í veginum. Og í hverju er þessi næma fjarskynjun leðurblökunn- ar þá fólgin? Það er fyrst og fremst heyrnin, því að hún eí ein Leðurblakan mötuð. þeirra, sem heyrir grasið vaxa. Segja má, að fjarskynjun leður- blökunnar sé eins konar „ratsjá“. Hún gefur stöðugt frá sér hvellt hljóð — og af endurvarpi þess frá föstum hlutum reiknar hún fjarlægðir út. Við sögðum, að hún gæfi stöðugt frá sér hljóð. Þrátt fyrir það flýgur leðurblak- an alltaf hljóðlaust. Sannleikur- inn er, að tíðni hljóðsins er það há, að mannseyrað nemur það ekki. Leðurblakan skrækir allt að því 30 sinnum á sekúndu, þegar hún er á flugi. Er hún nálg ast mjög fasta hluti skrækir hún tíðar — allt upp í 60 sinnum á sekúndu. Þegar fjarlægðin er orðin lítil fer ekki hjá því, að hljóðið, sem leðurblakan gefur frá sér og bergmálið renni saman. En eyra leðurblökunnar er næmt og hún hefur einnig vörn gegn þessu. Um leið og hún skrækir lokar vöðvinn eyranu snögglega og opnar það aftur jafnsnöggt til þess að taka við bergmálinu. Þannig heyrir hún aðeins berg- málið. Þessi lokun og opnun eyr- ans fylgir alveg fjölda skrækj- anna — og getur þess vegna orðið 60 sinnum á sékúndu. Leðurblakan á flugi. Brezkir togaraskipstjórar kæra færeyska fiskimenn JJRF.ZK1R togaraskipstjórar hafa kært færeyska fiskimenn fyrir ofríki á miðunum kringum Færeyjar. Segja þeir að varðskip hafi sböðvað togara sem voru að veiðum fyrir utan landhelgi, vegna þess að færeysk fiskiskip þurftu að komast þar að. Segir fiskveiði- tímaritið Fishing News, að líkur séu til að brezka utanríkismála- j-óðuneytið taki þetta mál tii alvarlegrar athugunar. SLÆMT SAMKOMLLAG Deilur þessar eru af því sprottn ar, að um þetta leyti standa yfir færeyskar línuveiðar. Kemur línuveiðurunum illa saman við togaramenn. Sá atburður gerðist í seinnihluta marz-mánaðar, að færeyskur varðbátur stöðvaði brezka togarann Erino frá Grimsby um 15 mílur norð- norð-vestur af Söðulbanka og gaf honum fyrirmæli um að verða á brott, því að svæöi þetta væri fyrir línuveiðar. — Hlýddi togaraskipstjórinn þessu. TOGAÐI YFIR LÍNURNAR Nokkru síðar fór eins fyrir Grimsby-togaranum Thessaloni- an. Hann varð að hrökklast brott vegna strangra fyrirskipana fær- eyska varðskipsins. Ea þegar færeyska varð- skipið ætlaði að reka togar- ann Ashanti brott með sama hætti, þá neitaði hann að hlýða. Kvaðst hann myndi halda áfram botnvörpuveið- unum, enda hafa fullan rétt til þess. Þetta væri á opnu hafi og ætti sá rétt til veið- anna, sem fyrstur kæmi þar. Sat hann við sinn keip og togaði jafnvel yfiv nokkrar línur. Er nú hiti bæði í enskum og færeyskum sjómönnum vegna þessara atburða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.