Morgunblaðið - 05.04.1957, Blaðsíða 19
Fostudagur 5. apríl 1957
19
if A n /i »1 v
itA u u im; i*
AÐIÐ
Oviðimandi að heilt bæjar
hverfi sé úlundan með síma
Allt Selás'hverfið hefur aðeins einn síma!
„Ég tel með öUu óviðeig-
andi, að fólkið sem býr í Sel-
áshverfinu og Árbæjarblett-
um sé látið vera svo útnmdan
með síma og raun ber nú
vitni“.
Þannig mælti Gunnar Thor-
oddsen, borgarstjóri á bæjar-
stjórnarfundi í gær. Gat hann
þess að fyrir nokkru hefði bæj-
arráð samþykkt að fela skrif-
stofustjóra bæjarins að ræða
þessi hagsmunamál Selásbúa við
Símann og óska eindregið
eftir leiðréttingu á þessu mis-
rétti.
SELÁS EINN ÚTUNDAN
Þótt bæjarsímakerfið hafi ver-
ið teygt til ýmissa staða í ná-
grenni Reykjavíkur, svo sem til
Kópavogs, Vatnsenda, að Keld-
um og víðar. Hins vegar hefur
allfjölmennt hverfi kringum Sel-
ás algerlega orðið útundan,
þannig að þar er aðeins einn not-
endasími.
SKYLDA BÆJARSfMANS
Borgarstjóri tók það fram
að símamálin heyrðu ekki
undir bæjaryfirvöldin, og þau
réðu ekki símalögnum. En
Bæjarsíminn væri stórgróða-
fyrirtæki. Nemur hagn. hans
miiljónum króna á ári. Er það
því skylda hans að greiða úr
simaþörfum bæjarbúa.
UNDARLEG VTNNUBRÖGÐ
Guðmundur Vigfússon hafði
borið fram tillögu í bæjarstjórn
um að skora á Bæjarsímann að
leyst þörf íbúanna við Selás.
PALL S. PALSSON
hæstaréttarlögmaður
Bankastræti 7 — Sími 81511
Hafnarstræti 8. Sími 80083.
A/h/iba
Verkfrœbiþjónusta
TfíAUSm
Skólavór'buslig 36
Stmi 6 2624
EGGERT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hœbtaréttarlögmenn.
Þórshamri við Templarasund.
Heimamyndafökur
Barna-, passa- og brúðarmynd-
:. — Stjörnumyndir, sími 81745.
F élagslíl
Víkingar! — Skíðadeild!
Vinnuhelgi verður í skálanum
um helgina. — Fjölmennið.
-- Stjórnin.
Víkingar! — Skíðafólk!
Þeir, sem ætla að dveljast í
skíðaskála Víkings um páskana,
eru beðnir að láta skrá sig í kvöld
að Bergstaðastræti 21. Félags-
menii komi kl. 6—7 og utanfélags-
menn kl. 8—9.
Stjóm Skíðadeildr.r Víkings.
Knattspyrnudómaranámskeið K.R.
hefst í kvöld kl. 8. í skrifstofu
f.S.Í., Grundarstíg 2. — Stjórnin.
Frá Guðspekifélaginu
Fundur verður í St. Mörk kl.
8,30 í kvöld. Grétar Fells flytur
erindi: Fjallið eina. — Leikið verð
ur á hljóðfær' og sýnd kvikmynd.
Kaffi á eftir. Utanfélagsfólk vel-
komið.
Vinna
Hreingerningar
Vanir menn. Fljðt og góð vinna.
Sími 7892. — ALLI.
Borgarstjóri benti á, að það
væru undarleg vinnubrögð hjá
bæjarfulltrúa þessum að fyrir fá-
um dögum hefði hann sjálfur
greitt atkvæði með því í bæjar-
ráði að skrifstofustjóra bæjarins
yrði falið að athuga málið. Nú
kæmi hann hins vegar með mál-
ið í bæjarstjóm án þess að um-
ræddum starfsmanni bæjarins
hefði gefist kostur á að skýra
frá gangi málanna.
Guðmundur játaði, að hann
hefði samþykkt að skrifstofu-
stjóri færi með málið. Hann
hefði hins vegar talið að það
myndi ekki spilla fyrir málinu
að bæjarstjóm samþykkti á-
skorunina.
Þess má geta, að Guðmund-
ur Vigfússon, sem hefur verið
sósíalisii, lýsti því yfir við
umræðurnar, að siminn, sem
er ríkisfyrirtæki, væri frá-
munalega illa rekinn, eins og
öll önnur ríkisfyrirtæki. Ekki
kom hann þó með neina til-
lögu um að fela einstakling-
um rekstiur hans.
HAFNARFIRÐI — Fremur treg
veiði hefur verið hjá netjabátun-
um undanfarið, þótt — eins og
fyrri daginn — einstaka bátur
fái af og til góðan afla. Ársæll
Sigurðsson er nú efstur, það sem
af er vertíðinni, með 278 lestir
(miðað við siðustu mánaðamót),
en heildarafli bátanna er urn
3402 lestir og er það um 1700
lestum minna en á sama tíma í
fyrra. Leggja bátarnir nú yfir-
leitt afla sinn á land fyrir sunn-
Kosið í sljóm
sjúkrasamlags
1 BÆJARSTJÓRN í gær fór
fram kosning tveggja manna í
stjórn Sjúkrasamlags Reykjavík-
ur. Fram komu tveir listar: C.-
listi, sem á var nafn Ólafs H.
Guðmundssonar og D.-listi, sem á
voru nöfn Bjarna Benediktssonar
og Ragnars Þórarinssonar. C.-
listi hlaut 5 atkv., D.-listi 7 atkv.
Tveir seðlar voru auðir og einn
ógildur. Þeir Ólafur og Bjarni
voru því rétt kjörnir.
Einnig fór fram kosning
tveggja endurskoðenda. Var
stungið upp á Birni Steffensen og
Sigurði Sigmundssyni og þeir
sjálfkjömir.
an, í Grindavík og víðar, sökum
þess hversu langt er á miðin. —
Sæmilegt fiskirí hefur verið hjá
togurunum undanfarið. — Fynr
nokkru er' hafin hrognkelsaveiði
héðan og var reýtingur fyrstu
dagana en eitthvað minna núna
síðustu daga. — G.E.
HÖFN í Horriafirði, 2. apríl —
Síðarihluta marz-mánaðar var
fiskaflinn á Hornafirði 757 lestir,
þar af var afli heimabátanna 529
lestir, í 77 róðrum eða tæpar 7
lestir til jafnaðar í hverjum
róðri. Mestan afla á þessu tíma-
bili höfðu Helgi 121 lest og Giss-
ur hvíti 114,5 lestir. Frá áramót-
um eru þessir bátar einnig hæst-
ir, Helgi með 362 lestir og Gissur
hvíti með 350 lestir.
Af handfærabátunum á þess-
um tíma hafði Vinur frá Fá-
skrúðsfirði mest, 39 lestir í 8
í gær var mesti afladagur ver-
tíðarinnar og höfðu heimabát-
arnir 6 samtals 109,5 lestir eða
16,6 lestir til jafnaðar. Mestan
afla hafði Sigurfari 24 lestir. —
Allar tölur um aflann eru mið-
aðar við slægðan fisk, með haus.
n-----------------------p
Gjögri, Ströndum, 1. apríl. —
Tíðarfar hefur verið ágætt hér
undanfarið. Snjór er mikið far-
inn að minnka og ef þessi tíð
helzt áfram nokkra daga til við-
bótar, fer að koma útibeit.
Ég þakka frændfólki mínu og vinum, fjær og nær, fyrir
góðan hug og velvild mér sýndan á áttræðisafmælinu.
Björg Magnúsdóttir,
Miðseli.
Ungling
vantar til blaðburðar við
Lönguhlíð
Ársháfíð
Árshátíð Sjálfstæðisfélaganna
í Kópavogi,
verSur í Sjálfstæffishúsinu í Haf
narfirffi í kvöld kl. 8,30 e.h.
Fjölbreytt dagskrá.
Allt Sjálfstæðisfólk velkomið.
Vagn frá Landleiðum fer um Kópavog kl. 8,15, austur
Nýbýlaveg, umhverfis plássið og endar við Kárnesbraut 1
og þaðan suðuryfir.
Skemmtinefndimar.
Mínar hjartans þakkir sendi ég öllum vinum og vanda-
mönnum, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum,
skeytum, vísum og ljóðum á 50 ára afmæli mínu 24. marz
sl. Sérstaklega þakka ég Kvennadeildinni Unni, kirkju-
kór Patreksfjarðar og öðrum vinum mínum fyrir stór-
höfðinglega gjöf.
Guð blessi ykkur öll.
Þórunn Sigurðardóttir,
Patreksfirði.
„Syngjandi
Pdsknr“
Frumsýning sunnudaginn 7. apríl kl. 23,30
í Austurbæjarbíói.
Þar skemmta 18 af þekktustu skemmtikröftum
bæjarins með fjölbreyttum söng, dönsum, eftir-
hermum og gamanþáttum.
Hljómsveit Björns R. Einarssonar aðstoðar.
Aðgöngumiðar hjá Eymundsson, Söluturninum Laugavegi
30 og í Austurbæjarbíói.
Samkvæmt fyrri reynslu er fólki ráðlagt að tryggja sér
miða tímanlega.
Félag íslenxkra einsöngvara
Árshátíð Tónlistarskólans
verður í Tjarnarkaffi 7. apríl.
Eldri nemendur og gestir þeirra velkomnir.
Aðgöngumiðar í Tónlistarskólamun.
Nemendafélagið.
LOKAÐ
í dag frá klukkan 1, vegna jarðarfarar. s
Rakarastofa Péturs og Vals
Skólavörðustíg 10.
Útför eiginmanns míns og föður okkar
INGVARS BJARNASONAR
Bergþórugötu 25 fer fram frá Dómkirkjunni laugard. 6.
apríl kl. 11 f.h.
Athöfninni verður útvarpað.
Steinunn Gísladóttir, Svava og Hulda Ingvarsdætur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför
JÓNS NOROFJÖRÐ
bsejargjaldkera
Jóhanna Norðfjörð og börn.
Þökkum hjartanlega öllum, sem auðsýndu samúð og
hluttekningu við andlát og jarðarför
MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR
Hólakoti.
Ennfremur þökkum við nágrönnum og sveitungum fyr-
ir veitta hjálp og aðstoð í því sambandi.
* Óskar Guðnason,
Sigurjón Guðmundsson.