Morgunblaðið - 05.04.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.04.1957, Blaðsíða 11
Fostudagur 5. april 1957 ' MOnCUNBT/AÐIÐ 11 Kosningamar í Indlandi: Umfangsmesta /ýðrœð/s- tilraun sögunnar UMFANGSMESTA TILRAUN, sem gerð hefur verið með lýðræði í heiminum, er nú gerð í Indlandi. Úrslit hennar ráða miklu um það, hvort Asía verður vernduð fyrir sívaxandi ágangi komm- únismans. Takist Indverjum að ná framförum í iðnaði, landbúnaði og efnahagsmálum yfirleitt með lýðræðisskipulagi, er þess að vænta, að nágrannaríkin, Burma, Ceylon, Indónesía og jafnvel einnig Paki- stan og Arabaríkin líti til Indlands í von um leiðsögn. Mistakist það hins vegar, er ekki ólíklegt, að Kínverjar fái forustuhlutverkið í Asíu. Indland er í rauninni ekki venjulegt ríki, heldur heil heims- álfa. Frá norðri til suðurs er það 4000 km.; frá vestri til aust- urs 3000 km. Þar eru töluð meira en 800 tungumál og mállýzkur, en 14 sjálfstæð fungumál eru op- inberlega viðurkennd. Loftslagið er jafnsundurleitt, allt frá vetr- arríki Kasmír og Himalaya-fjall- anna til hitabeltisloftslags Trav- ancore og suðuroddans. í Ind- landi er að finna elztu menn- ingararfleifðir sögunnar, fursta- ríki með miðaldaskipulagi, ný- lands. Það liggur á Malabar- ströndinni syðst í Indlandi. ERFIÐLEIKAR Hvernig er nú farið að því að láta tæpar 200 milljónir manna ganga til kosninga, þeg ar aðeins tæpur þriðjungur þeirra er læs eða skrifandi? Það er gert með „merkja- máli“. Hver flokkur hefur sitt sérstaka tákn á kjörseðlinum, og setur hver kjósandi merki við tákn flokksins, sem hann hyggst kjósa. Þetta skapar að ist af meðan kosningar standa yfir. Þessi málning ein saman kostaði við kosningarnar 1951 —52 ekki minna en tæpa milljón króna, en alls munu kosningarnar hafa kostað um 400 milljónir króna. FLOKKSTÁKNIN Táknin, sem kjósendur merkja við, eru af ýmsu tagi. Þjóðþings- flokkurinn hefur uxaeykið, kommúnistar hafa breytt hamri og sigð í „ax og sigð“, en sósíal- istar nota að tákni stórt tré með blaðríkri krónu. Um þessi tákn Sukumar Sen, indverski kjör- og mörg fleiri valdi indverski al- stjórinn, sem verður að sjá um, múginn í nýafstöðnum kosning- að tæpar 150 milljónir ólæsra um. Allir fullorðnir höfðu kosn- og óskrifandi manna viti, hvað ingarétt, jafnvel þær milljónir gera skal, þegar á kjörstað kemur betlara, sem enn flakka um Ind- STAKSTEII\IAR land. Þeim var ekki gert að kjósa á fæðingarstað, heldur gátu þeir neytt atkvæðaréttar hvar sem þeir voru staddir. \ 3 LIÐIR Það voru einkum þrír liðir í stefnuskrá Nehrus á síðustu ár- um, sem kjósendur tóku afstöðu til með atkvæðum sínum. Utan- ríkisstefna hans, og þá fyrst og fremst Kasmír-málið; 5 ára land búnaðaráætlunin og loks félags- legar umbætur og jafnrétti allra kominn á efri aldur og þreyttur eftir langan baráttudag, bæði í andstöðunni við Breta og síðan sem forsætisráðherra stærsta lýð- ræðisríkis heims. Honum er ljós hættan sem Indverjum stafar af því að leggja svo mikil völd og svo mikla ábyrgð í hendur eins manns, og hann skoraði á Þjóð- þingsflokkinn um daginn, þegar hann var endurkjörinn leiðtogi hans, að leita nú nýrra manna og yngri til að taka að sér forustuna. Margir Indverjar, sem ég hef átt stétta. Nehru hefur á öllum þess- tal við vita ekki hvað gerast Einn af andstæðingum Nehrus, fornsali í Allahabad. tízkulegar stálverksmiðjur og tröllaukna stíflugarða. í þessu landi gífurlegustu andstæðna er nú verið að reyna að koma á vestrænu lýðræði með þátttöku allra í kosningum. ÚRSLIT KOSNINGANNA Fyrstu almennu kosningarnar í Indlandi fóru fram árið 1951. Þær stóðu yfir frá því í nóvem- ber 1951 fram í febrúar árið 1952. Þjóðþingsflokkur Nehrus vann þá yfirgnæfandi meirihluta atkvæða bæði á þjóðþinginu „Lok Sabha“ (IIús þjóðarinnar) og á fylkisþingunum. öðrum kosningum er nýlokið. Þær stóðu yfir frá 25. febrúar til 12. marz, og á kjörskrá voru 193 milljón- ir manna, eða 20 milljónum meira en árið 1951. Um helmingur kjósenda var konur. Úrslit urðu þau, að Þjóðþingsflokkurinn fékk 54 milljónir atkvæða eða 46,5%, en í síðustu kosningum fékk hann 47,5 milljónir atkvæða eða 45%. Hefur hann þannig aukið fylgi sitt lítið eitt. Næstir urðu komm- únistar með 11,5 milljón atkvæði eða 9,8% en síðast fengu þeir 5,3 milljónir atkvæða eða 5%. Hafa þeir þannig næstum tvöfaldað fylgi sitt. Sósáalistar sem eru klofnir hafa hins vegar tapað um 6 milljón atkvæðum og fengu aðeins 10% í stað 16,6% síðast. Af 488 þingsætum hefur Þjóð- þingsflokkurinn fengið 365, en kommúnistar 29. FYLKISÞING Kosningar fóru jafnframt fram til fylkisþinga 12 af hinum 14 fylkjum Indlands. Þjóðþings- flokkurinn vann öll fylkin nema Kerala, þar sem kommúnistar náðu meirihluta. Kerala er minnsta og fátækasta fylki Ind- sjálfsögðu óhemju erfiðleika. Fyrst og fremst er nauðsyn- legt að gera fólkinu Ijósa grein fyrir því, hvað táknin merkja, og það verður aðeins gert með ræðum. Fulltrúar allra flokka verða að ferðast til 550.000 þorpa Indlands og skýra fyrir ómenntuðum bænd um og búandlýði, hvað þeir eigi að gera og hvers vegna, þegar þeir komi á kjörstað. Þá verður að koma í veg fyrir, að sami maður kjósi tvisvar. Það er gert með því að merkja hvern kjósanda á handlegginn með málningu, sem ekki má um sviðum farið leiðir, sem al- múginn skilur og fagnar heilum huga. Hann gat því verið örugg- ur um fullan sigur. AFSTAÐA NEIIRUS Hins vegar hafði Nehru gert of lítið úr vinningsmöguleikum kommúnista. Hann hafði að vísu að nokkru leyti slegið vopnin úr höndunum á þeim með því að vera vinur Rússa og Kínverja og hljóta hrós þeirra. Kommún- istar í Indlandi áttu ekki gott með að fordæma mann, sem leið- togarnir í norðri og austri höfðu lofað. Hins vegar er lítill vafi á því, að móttökurnar sem rúss- neskir og kínverskir kommún- istaleiðtogar fengu hjá Nehru stuðluðu að því að gefa indversk- um kommúnistum svip lýðræðis og borgaralegs velsæmis. Nehru hefur að vísu gengið hart fram gegn kommúnistum í Indlandi, bæði fordæmt þá og gert þá hlægilega sem hugsjónalausa skutilsveina erlendra valda- manna, en hann hefur brotið odd- inn af þessari baráttu sinni með því að gerast viðhlæjandi þess- ara sömu erlendu valdamanna. VILL YNGRI MENN Það er ekkert efamál, að ind- versku lýðræði er borgið meðan Nehrus nýtur við. En hann er mundi í Indlandi, ef Nehru félli skyndilega frá. Hann er einingar- tákn þessarar sundurleitu þjóðar, og nýtur þar að sjálfsögðu vináttu sinnar og hollustu við Gandhi, sem valdi hann að leiðtoga Þjóð- þingsflokksins. Foisetinn hlýði lögnnum WASHINGTON, 3,apríl — Fyrir nokkru skýrðu bandarísk blöð frá því, að er Eisenhower forseti ferðaðist um síðustu helgi milli Washington og sveitaseturs síns í Gettysburg, hefði bifreið hans verið ekið með meiri hraða en lög leyfa, þ.e. yfir 70 mílna hraða. Á fundi með fréttamönnum var hann spurður að því, hvort þetta væri rétt. Hann kvaðst ekki vita, hvort ákæran væri rétt. Hins veg ar sagðist hann nú hafa gefið bíl- stjóra sínum þau ströngu fyrir- mæli, að hann mætti aldrei fara fram úr lögleyfðum hámarks- hraða. — Reuter. Indverslot verkafólk hlustar á kosningaræðu. Engin tryf?ging“ Samræmið hjá Tímanum er samt við sig. Á miðvikmtíaginn segir hann t.d., og það er að efni endurprentað í gær; „Enga tryggingu hefur Spari- sjóðurinn heldur fyrir því, að Þorleifur H. selji ekki íbúðirnar __ __ (( Hingað til hefur nudd Tímans og Þjóðviljans um þetta mál að eigin sögn verið sprottið af því, að ekki mætti lána einum manni út á margar íbúðir. Nú er aðal- hættan aftur á móti orðin sú, ef hann skyldi selja eitthvað af íbúð unum! En ef svo færi, mundi ein- mitt komið að því sama, sem Búnaðarbankinn hefur lánað mönnum stórfé til: Að byggja stórhýsi og selja ibúðirnar, þeg- ar þeim hentar. Hilmar Stefáns- son og Hermann Jónasson hafa ekki eimingis ráðstafað fé Bún- aðarbankans í þessu skyni, held- ur hefur Hannes Pálsson verið með í því, að lána úr hinu al- menna veðlánakerfi til kaupa á slíkum íbúðum! Hagstæður leigumáli Þrátt fyrir mótsagnir og hár- toganir Tímans og Þjóðviljans treystir hvorugur sér til að vé- fengja að íbúðirnar í Bogahlíðar- húsunum séu leigðar út með hag- stæðari kjörum en tiðkast nú um ný hús. Með þessum húsum var því á hagkvæman hátt bætt úr brýnni þörf og í fiullu samræmli við þá stefnu Sjálfstæðismanna, að húsnæðisskortinum verði að eyða með öllum tiltækilegum ráðum, m. a. með því að eln- staklingar og opinberir aðilar byggi til að leigja þeim, er ekkll hafa aðstöðu til að byggja yfir sig sjálfir. Bæjarfélagið gerði það með Skúlagötuhúsunum á sinum tíma. Fvrirffreiðsla allra. Framsóknarmenn hæla sér mjög af því, að nokkrir þeirra hafi bundist samtökum og komið sér upp íbúðarhúsi við Bogahliff, sem þeir eigi í sameign. Víst er slíkt framtak lofsvert. En slík hús hér í Reykjavík eru býsna mörg og hafa ekki allir talið á- stæðu til þess að skýra frá dugn- aði sinum í blöðunum né sundur- greina trúnaðarmcnn Sjálfstæðis flokksins eftir flokkaskiptingu þær þúsundir, sem þeir hafa greitt fyrir í þessum efnum. Framsóknarmenn reyndu aftur á móti á sinum tima að stöðva bygg ingar hér í bæ með því að „loka" veðdeild Landsbankans, þ. e. hindra að hún fengi fé til útlána. Húsnæðisleysinu verður ekki útrýmt nema ýtt sé undir alla þá, sem þar geta eitthvað lagt af mörkum, til að gera hver sitt. Það er vegna þess, að Sjálfstæð- israenn skilja þessi einföldu sann indi betur en andstæðingarnir, sem þeim verður meira ágengt i þessfiim efnum sem öðrum. Andlept ástand vinanna“ Alþýðublaðið minntist í gær á fregn Þjóðviljans um „stríðsfél- agshátíðina“ og segir: „Fregnin var orðuð í alkunn. um Þjóðviljastíl, dylgjað um smyglað vín og skækjulifnað og þar fram eftir götunum. Alþýðu- blaðið átti þess kost að leiðrétta málflutning kommúnistablaðs- ins á þriðjudag-------. Þjóðviljinn unir þessu hlwt- skipti sínu stórilla í gær, endur- tekur fyrri vitleysurnar, bætir nýjum við og leggur svo út af öllu saman--------. Og nú er bara eftir að vita hvaff veldur þessu andlega ástandi vin- anna við Þjóðviljann“. „Vináttan“ í þessari blíðmælgi leynir sér ekki!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.