Morgunblaðið - 05.04.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.1957, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 5. apríl 1957 ÍA -------------1 ustan Edens eítir John Steinbeck 6 ! I og slíkur búskapur var rekinn þar um slóðir, en samtímis hélt hann inn á nýja braut — í hlutverki gamals hermanns. Og sú orka, sem áður hafði gert hann hvikulan og eirðarlausan, gerði hann nú gæt- inn og íhugulan. Fyrir utan her- málastjómina var enginn sem vissi hversu langur herþjónustu- tími hans hafði verið og hvernig hann hafði reynzt sem hermaður. Tréfóturinn hans var hvort rveggja í senn, sönnun á her- mannaiífi hans og trygging fyrir því, að hann myndi aldrei framar lifa því lífi aftur. Hikandi byrjaði hann að segja Alice frá viðburðum úr stríðinu, D----------------n . Þýðing: Sverrir Haraldsson □----------------n en með æfingunni þroskaðist frá- sagnargáfa hans og margfaldaðist og hið sama gerðu orrusturnar, sem hann hafði tekið þátt í. 1 fyrstu vissi hann, að hann var að ljúga, en brátt var hann sjálfur orðinn sannfærður um sannleiks- gildi frásagna sinna. Áður en hann gaf sig fram til herþjónustu, hafði hann' ekki haft neinn sér- stakan áhuga á hermennsku. Nú keypti hann hins vegar allar þær bækur, sem um stríðið fjöll- uðu, las hverja einustu frásögn og rannsakaði landabréfin. Land- fræðileg þekking hans hafði verið af skornum skammti og vitneskja hans um hernaðaraðgerðir hálfu minni. Nú varð hann sérfræðingur í öllum slíkum málum. Hann þekkti ekki aðeins bardagana, liðsflutningana, herferðirnar, held ur vissi hann og líka um nöfn flestra höfuðsmannanna og hvað- an þeir komu. Og í hvert skipti sem hann sagði frá einhverri orr- ustunni, var hann að lokum sann- færður um það sjálfur, að hann hefði verið þar viðstaddur. Þeir Adam og Charles litli, hálf bróðir hans, voru vanir að sitja hljóðir og lotningarfullir meðan faðir þeirra útlistaði það fyrir þeim, hvað sérhver hershöfðingi hefði hugsað og ráðgert og hvar hann hefði hlaupið á sig og hvað hann hefði átt að gera. Sjálfur hafði hann alltaf vitað það og hann hafði sagt þeim Grant og McClellan það, að nú skjátlaðist þeim og hann hafði sárbænt þá um að fara að sínum ráðum, en þeir höfðu harðneitað að hlusta á hann og það var ekki fyrr en síðar, að það kom í ljós, að hann hafði haft á réttu að standa, en ekki þeir. Eitt var það, sem Cyrus gerði aldrei. Hann veitti aldrei sjálfum sér undirforingjanafnbót. Hann var og varð til hins síðasta Trask dáti. Þetta olli því, að hann varð, eftir því sem frásögnin magnaðist og margfaldaðist, mestur og frækn astur ailra óbreyttra hermanna, sem sögur fara af. Oft leiddi sam- anburður á frásögnunum það í ljós, að hann hafði verið á fjórum ólíkustu stöðum samtímis. En sennilega hefur einhver eðlishvöt valdið því, að hann sagði aldrei þessar sögur hverja á eftir ann- arri. Alice og drengirnir fengu í sögum hans fullkomna mynd af honum: Óbreyttur hermaður — og hreykinn af því að vera það — r.em ekki aðeins var alltaf þar viðstaddur er miklar orrustur geisuðu, heldur tók einnig þátt í fundum herforingjaráðsins og lýsti sig samþykkan eða ósamþykk an ákvörðunum hinna æðstu her- I foringja. Dauði Lineolns fékk mjög á Cyrus. Hann minntist þess stöð- ugt, hvílíkt reiðarslag það hafði verið fyrir hann, og hann gat aldrei minnzt á það, eða heyrt það orðað, án þess að fá tár í augun. Og þótt hann segði það ekki bein- um orðum, þá fékk maður þá hug- mynd, að óbreytti hermaðurinn, Cyrus Trask, hefði verið einn af nánustu, innilegustu og sönnustu trúnaðarvinum Lincolns. Þegar Lincoln fýsti að koma betri skip- an á herinn, kailaði hann Trask dáta á sinn fund. Það var hrein- asta snilld, hvernig Cyrus tókst að láta þetta skína í gegn, án þess að segja það beinum orðum. Eng- inn gat kallað hann lygara. Og það var fyrst og fremst vegna þess hve ósannsöglin var honum í blóð borin, að hvert sannleiks- orð, sem af vörum hans kom, bar svip og einkenni lyginnar. All-snemma byrjaði hann að skrifa bréf og síðar greinar um hernaðarmál og ályktanir hans voru skynsamlegar og sannfær- andi. Raunverulega tókst Cyrus að þroslca hjá sér frábæran skiln- ing á öllu sem að hemaði laut. Gagnrýni hans á styrjöldum, eins og þær höfðu verið háðar, og skipu lagningu hersins í heild, var sköru leg og sannfærandi. Greinar, sem hann birti í einum og öðrum tíma- ritum, vöktu athygli. Bréf hans til hermálaráðuneytisins, sem jafn framt voru birt í dagblöðunum, tóku að hafa nokkur áhrif á nið- urskipun hersins. Það kom fyrir, að hann var spurður ráða í mál- um er fjölluðu um skipan hersins, útbúnað hans og niðurröðun. — Kannske hefði raust hans ekki heyrzt svo greinilega í Washing- ton, ef samtök fyrrverandi her- manna hefðu ekki náð því að verða pólitískur máttarviður. En það var ekki hægt að virða að vettugi forvígismenn samtaka er höfðu milljón meðlima. Og í hern- aðarlegum skilningi var Cyrus einn-itt slíkur forvígismaður. Skilningur hans og reynsla leynd- ust engum, er á hann hlýddu. Hann var gæddur hreinustu snilli- gáfu á sviði hernaðar og stríðs- mála. Og hann lét ekki þar við sitja, heldur gerðist einn af ráð- andi mönnunum í samtökum upp- gjafahermanna, er með skipulagn in.ru og samstöðu náðu brátt valdi og miklum áhrifum í málum hins daglega lífs. Eftir margvísleg, ólaunuð störf í þjónustu þessara samtaka, hlaut hann loks vel-launaða stöðu sem ritari þeirra og gegndi henni til dauðadags. Hann ferðaðist um landið, þvert og endilangt og tók þátt í fundum, samningum og kröfugöngum. Þann ig varð starf hans í hinu opinbera lífi. Heimilislíf hans einkenndist SWISS piERPonr 17 JEWELE Viðurkennd. svissnesk úr, vatnsþétt og höggvarin, fyrir dömur og herra. — Fást hjá flestum úrsmið- Verið hagsýn — Veljið PlERPOnT /(Jtf/fe Qt/M —shampoo freyðir undursamlega Eina shampooið sem býður yður ‘ þeffa úrval BLÁTT fyrir þurrt hár. HVITT fyrir venjulegt hár. BLEIKT fyrir feitt hár. Heildverzlunin HEKLA hf, Hverfisgötu 103 — sími 1275. ^♦H‘,I**I*,>,I”*****<4<"***W‘,!‘*»****,*0‘“*“‘**»‘**”’”*m*‘,*m*“****'*' ‘;**>*!‘*W**HMH**t‘*>*!**t***!**>*H**H**I**H**I**i'*I*,‘**?'*>^***,'M***‘*****‘**‘**’M*"‘**‘*****‘**‘‘*‘M MARKÚS Eftir Ed Dodd -------------------------------------- !**í*H**»**I*****H**H**H**H*'',Mí,*H 1) Láki þaggar niður í hund- unum. En Andi hefur særzt alvar- lega og sleikir sárið. 2) Stattu upp, ræfillinn þinn. | s t i 3) — Já, þú þykist hafa afsök- un, þrjóturinn þinn. Þeir hafa sama sem gert út af við þig. Eg hef ekki tíma til að hugsa um þig. einnig af þessu starfi hans. Hann skipulagði heimilishaldið og bú- reksturinn eftir hernaðarlegri fyr- irmynd og lét gefa sér skýrslur um hvaðeina er allt slíkt varðaðL Það er ekl^i ósennilegt, að Alice hafi einmitt viljað hafa slíkan hátt á þessu, því að hún var hreint ekki neitt mælsk að eðlisfari. Henni veittist það léttar að gefa stutta og gagnorða skýrslu. Það var henni ærið nóg sarf að ann- ast drengina, sem óðum uxu úr grasi, og sinna búverkunum. Við þetta bættist svo hitt, að hún varð að hlífa mjög þrótti sínum, en það nefndi hún ekki í neinni skýrsl- unni. Á næturna lá hún oft og tíð- um í einu svitabaði. Henni var það fyllilega Ijóst, að hún gekk með veiki þá, er tæring nefndist og það hefði hún vitað, jafnvel þótt hún hefði ekki þjáðst af hinum þurra, þreytandi hósta. Ekki vissi hún hversu langt eða skammt hún ætti ólifað. Sumir tórðu árum sam- an, þótt tæringarveikir væru, en aðrir létust eftir skamma legu. Þar gilti engin föst regla. ICannske þorði hún ekki að nefna það við eiginmann sinn. Hann hafði fuíid- ið upp aðferð í viðureigninni við sjúkdóma, sem einna helzt líktist refsingu. Magaveiki var t.d. lækn uð með svo ríflegum skammti a£ laxerolíu, að það var mesta guðs mildi, að sjúklingurinn skyldi ekki þegar gefa upp andann. Ef hún hefði sagt honum frá heilsufari sínu, þá hefði Cyrus kannske framið á henni þá læknisaðgerð, er hefði orðið henni örlagaríkari en tæringin sjálf. Við þetta bættist svo hitt, að því hemaðarsinnaðri sem Cyrus varð í dagfari sínu, þeim mun betur lærði konan hans þá aðferð, sem ein hjálpar her- manninum að standast. Hún vakti ífllltvarpiö Föstudagur 5. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,00 Leggjum land undir fót: Bömin feta í fótspor frægra land könnuða (Leiðsögumaður: Þor- varður Örnólfsson kennari). — 18,30 Framburðarkennsla f frönsku. 18,50 Létt lög. — 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,20 Daglegt mál (Arnór Sigurjónsson ritstjóri). 20,25 Erindi: Sendimað ur landsverzlunarinnar; — fyrri hluti (Ólafur Þorvaldsson þing- vörður). 20,50 Prentarakvöld: —■ Samfelld dagskrá. Þættir úr sögu íslenzkrar prentlistar og sögu Hins íslenzka prentarafélags, við- töl við fjóra roskna prentara, lestur þriggja ungra ljóðskálda o. fl. — Ámi Guðlaugsson og Pétur Haraldsson búa dagskrána til flutnings. Auk þeirra koma fram: Ágúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon, Jón Árnason, Svein- björn Oddsson, Þóra Elfa Bjöms- son, Björn B>agi, Jóhann Hjálm- arsson, Baldvin Halldórsson, Ell- ert Magnússon og Guðbjörn Guð- mundsson. 22,10 Passíusálmur (41). 22,20 Upplestur: Böðvar Guðlaugsson les nokkur gaman- kvæði úr bók sinni „Brosað í kampinn“. 22,35 Tónleikar: Björn R. Einarsson kynnir djassplötur. 23,10 Dagskrárlok. Laugardagur 6. april: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndíi Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimili og skóli: Ragnheiður Möller formað- ur Foreldrafélags Laugarness- skóla talar við kennara þar. 16,30 Veðurfregnir. — Endurtekið efni. 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Út- varpssaga barnanna: „Steini í Ás- dal“ eftir Jón Björnsson; X. —. sögulok (Kristján Gunnarsson yfirkennari). 18,55 Tónleikar — (pl.). 20,30 Tónleikar: Söngur frá tveimur fyrstu áratugum ald- arinnar. Guðmundur Jónsson flyt ur skýringar. 21,10 Leikrit: „Rödd úr þjóðbraut“ eftir Hans Lyngby Jepsen, í þýðingu Elísar Mar. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. 22,10 Passíusálmur (42). 22,20 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.